Langt seilist Stefán nokkur Ólafsson í samanburði!

Ég hef séð eitt og annað frá mínum fyrra kennara í HÍ, en grein hans 61% Íslendinga eru aular – segir Viðskiptaráð verð ég að segja, að er gersamlega út úr korti. En hann setur þar fram öldungis fáránlegan samanburð á ummælum Romney frá því um daginn Full Secret Video of Private Romney Fundraiser sem margir Repúblikanar hafa meira að segja gagnrýnt Romney fyrir, og framsetningu Samtaka Atvinnulífsins á svokölluðum "Stuðningsstuðli Atvinnulífsins" - sjá einnig bls. 4 í VELFERÐARKERFIÐ BYGGIR Á ATVINNUREKSTRI.

 

Túlkun Stefáns er einfaldlega stórlega ýkt!

Það getið þið sjálf séð, sérstaklega ef þið lesið bls. 4 þ.s. er ívið lengri útskýring, sem setur fram nákvæmara samhengi.

  • "Árið 2010 stóð hver einstaklingur á almennum vinnumarkaði að baki 1,54 einstaklingi (fyrir utan sjálfan sig) sem studdur var með opinberu fé eða millifærslum. Þarna er um að ræða þá sem starfa hjá hinu opinbera, auk þeirra sem njóta stuðnings sameiginlegra sjóða, en það eru börn, lífeyrisþegar, öryrkjar og atvinnulausir. Eftir því sem stuðningsstuðull atvinnulífsins er hærri því fleirum stendur hver starfsmaður í einkageiranum undir, sem felur almennt í sér aukna skattbyrði. Til samanburðar þá stóð hver starfsmaður undir 1,29 einstaklingi árið 2007. Því hafa byrðar einkageirans aukist um tæp 20% frá árinu 2007."
  • "Í þessu sambandi er mikilvægt að leggja áherslu á að ýmis sú þjónusta sem veitt er af hálfu hins opinbera er verðmæt og mikilvæg fyrir samfélagið. Stuðningsstuðull atvinnulífsins og þeir útreikningar sem hann byggir á leggja hinsvegar ekki mat á slíkt mikilvægi þjónustu hins opinbera. Hér er aðeins bent á að eftir því sem stuðullinn er lægri því öflugra er hagkerfið og betur í stakk búið að tryggja hag og afkomu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda."

Þetta er alls ekkert sambærilegt við ummæli Romney, og í því felst engin ásökun að "Stuðningsstuðull" sé óhagstæðari í seinni tíð - - einfaldlega þ.s. þeir segja að þetta bendi til þess að atvinnulífið sé veikara um þessar mundir.

Í því felst engin sérstök ásökun heldur, sú ábending að atvinnulífið haldi uppi fj. manns sem starfar utan einkageirans - - það liggur alls ekki í því ásökunin "ómagar."

Þetta er einfaldlega sannleikurinn, að atvinnulífið heldur uppi öllum þeim sem njóta stuðnings sameiginlegra sjóða, hvort sem það eru börn eða þeir sem ekki geta unnið eða hafa ekki vinnu af margvíslegum ástæðum, auk þess að halda uppi öllum sem starfa á vegum þess opinbera.

Þetta er einfaldlega ábending - - sem þarf að hafa í huga.

Virkilega ákaflega neikvætt - að bera þessa greiningu við ummæli Romney.

Eins hófsöm og hún í reynd er.

 

Niðurstaða

Ég varð eiginlega hneykslaður á mínum gamla kennara fyrir ofangreindan pistil. Og þið getið séð hvernig ég brást við, því ég setti inn athugasemd. Þó ég væri mjög verulega hneyxlaður, eigi að síður svaraði ég eins hófsamt og mér var framast unnt.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Einar

Það hefur enginn sagt í raun að Romney hafi rangt fyrir sér efnislega, ekki heldur menn Obama. Það var hvernig hann sagði þetta sem menn gagnrýna og auðvitað nýtir Obama sér það.

Hvernig hann kom þessu frá sér er verulega gagnrýnivert og auðvelt að skilja sem fyrirlitningu. Sjálfur hefur Romney sagt að hann hefði getað orðað þetta betur.

Ef stjórnmálamaður hér á landi héldi því fram nú, að um 60% þjóðarinnar væru hálfvitar, er hætt við að hann ætti ekki auðvelt uppdráttar í komandi þigkosningum. Samt er auðvelt að rökstyðja þetta út frá augum aðildarsinna. Við sem erum á móti aðild teljum þó einungis að um 30% þjóðarinnar séu hálfvitar. Þau 10 % sem eftir sitja eiga eftir að sýna sinn innri mann.

Þú sér að umræða á þessum grunni sem ég rita hér fyrir ofan er ansi fátæklegur og ekki mikill sómi af. Það var einmitt þannig sem Romney kom málinu frá sér, á fátæklegann hátt sem enginn sómi var af.

Gunnar Heiðarsson, 22.9.2012 kl. 06:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Akkúrat, síðan er þessi "merkilegi" sbr. Stefáns milli þeirra ummæla og ákaflega málaefnalegrar umfjöllunar SA. Varla unnt að finna skýrari dæmi um óbilgjarnari sbr. í seinni tíð. Vísbending um viðhorf viðkomandi, ef honum virkilega finnst þetta vera sambærilegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2012 kl. 08:58

3 identicon

Það er mjö vafasamt að tala um að einkageirinn haldi uppi opinberum starfsmönnum. Hvað ætli einkageirinn gæti komist langt án samgöngukerfs, fjarskiptakerfa, menntakerfis, "gagnslausra" furmrannsókna, löggæslu, dómstóla og öryggisstofnanna á vegum hins opinbera?

Vinnuframlag t.d kennara, vísindamanna, lögreglumanna, slökkviliðsmanna, heibrigðisstarfsfólks o.s.frv. myndar verðmæti þótt það sé ekki verslað með þau á frjálsum markaði og oft er vinnuframlagið raunar nauðsynleg forsenda fyrir því að einkageirinn geti starfað.

Með þessu er ég ekki að halda því fram að hið opinbera gæti með góðu móti verið án einkageirans - en það virkar ekki í hina áttina heldur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 18:05

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hans - röðin er augljóslega að ríkinu er haldið uppi af skatttekjum sem hafa tilteknar uppsprettur, ef maður ímyndar sér aðstæður án skóla og samgöngukerfis, jafnvel löggæslu - þá getur fræðilega veiðar og vinnsla, einnig ál þrifist án þess. En í staðinn þyrftu þá fyrirtækin sjálf að viðhafa öryggisgæslu, það væru þá væntanlega sjálfstæð bæjarfélög nokkurs konar fyrirtækjabæjir, með eigin löggæslu sem þá væri kostað af atvinnulífinu á hverjum stað. Þá auðvitað yrði að taka upp lærlingafyrirkomulag ef það væri ekki skólakerfi.

Heildarkostnaður væri líklega ekki mynni - a.m.k., en að það sé eitt ríkisvald sem heldur uppi tilteknu þjónustustigi.

Þó svo að hvor sé háður hinum, samskiptin séu symbiótísk, þá geta symbiótísk samskipti haft margvíslega eiginleika - - t.d. er ekki svo endilega að í ástandi sem hvor aðilinn er háður hinum, að þeir séu jafn háðir.

Fræðilega getur atvinnulíf verið án ríkis, en það er enginn kostur fyrir það að vera án þess. En ríki getur ekki verið án atvinnulífs.

Þannig, já þ.e. symbiótískt - en ríkið er háðara atvinnulífinu en atvinnulífið er háð ríkinu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2012 kl. 18:50

5 identicon

Fyrirbærið fyirtæki er byggt á samningsrétti og eiganrrétti. Án ríkisvalds hefur hvorki samningsréttur né eignarréttur neitt gildi og fyrirtæki geta ekki verið til.

Auðvitað er hægt að hugsa sér að einstaklingar taki sig saman um að framfylgja samningsrétti, eignarrétti og öðrum reglum um samskipti einstaklinga - raunar virðist það liggja í eðli okkar sem tegundar að gera það - en þá ert þú kominn með eitthvað sem eðlilegt er að kalla ríki en ekki fyrirtæki. Ríki framfylgja reglum samfélagsins en fyrirtæki starfa innan þeirra.

Fjöldamörg samfélög í veraldarsögunni hafa verið án þess sem vesturlandabúar myndu kalla fyrirtæki og komist af (þó ekki jafn vel og við). Fyrirtæki aftur á móti hafa aldrei verið til án ríkis.

Annars var punkturinn sá að vinna opinberra starfsmanna skapar verðmæti þótt ekki sé verslað með þau. Læknisþjónusta er t.d ekki síðri verðmætasköpun en viðgerð á bíl.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband