18.9.2012 | 00:05
Ég er á því að "Full Reserve Banking" sé virkilega slæm hugmynd!
Þetta er hugmynd sem dúkkar upp við og við þegar það eiga sér stað stórar fjármálakreppur. Ein af þeim hugmyndum sem virðast við snögga sýn "hafa rök með sér" en þegar betur er gáð, er hún í reynd óskaplega gölluð. Einn kom með þennan hlekk til mín í athugasemd: http://betrapeningakerfi.is/
Þarna eru menn að einblína á "stöðugleika" markmiðið og einnig að losna við "verðbólgu."
En alveg eins og t.d. við upptöku evru fylgja margir slæmir gallar, þá fylgja þessari hugmynd nokkur fjöldi, yfirmáta alvarlegra galla.
Það er einmitt málið sem þarf ávallt að meta þegar menn koma með hugmyndir - - er, hvaða galla fá menn í staðinn? Þetta er alltaf lykilspurningin!
Að auki er eitt sem gleymist - - sem er að óstöðugleiki "fractional reserve banking" kerfis, hefur margvíslegar gagnlegar afleiðingar.
En þ.e. þumalfingursregla - - að ef þú sérð bara galla við fyrirkomulag sem lengi hefur tíðkast, ertu sennilega ekki að sjá það réttum augum.
Ekkert fyrirkomulag hefði getað enst svo lengi, ef það væri svo herfilega án kosta - eins og fylgismenn "Full Reserve Banking" vilja meina.
Hvaða kosti hefur "Fractional Reserve Banking"?
Sannarlega veldur þetta fyrirkomulag verðbólgu sem ávallt er fylgisfiskur þessa kerfis, sem og óstöðugleika, þ.e. kreppur.
En þess á milli, málið með óstöðugleika er að hann er ekki einungis slæmur - óstöðugleiki hefur einnig margvíslega kosti.
Sem dyljast mönnum gjarnan - þegar neikvæðu hliðarnar dynja yfir.
Til þess að átta sig á kostum þess að hafa kerfi sem í eðli sínu er óstöðugt, verða menn að fara aftur til þess tíma, áður en "fractional reserve" aðferðin var fundin upp.
En þá var einungis unnt eins og menn vilja meina að eigi að vera - að fá lánað fé hjá þeim sem eiga fé, ég bendi á að tryggingafélagið Loyds var lengi rekið með þeim hætti, að þegar seld var trygging var alltaf einhver einstaklingur eða hópur einstaklinga, með fulla bakábyrgð. Þeirra peningar og eignir voru 100% undir. Svo ef það var tap, tapaði ekki Loyds "per se" heldur þeir sem höfðu lagt fram eignir til Loyds, og fengið í staðinn greiddan arð. En þegar tapið skall á þeim, gátu ríkir menn verið öreigar eftir.
Svona vilja áhugamenn um "Full Reserve Banking" að öll fjármálastarfsemi fari fram.
Það þíðir auðvitað, að þ.s. alltaf er einhver persónulega 100% ábyrgur, hans eða hennar peningar hafa verið lánaðir, þá tapa þeir öllu því fé sem þeir lögðu til þegar það lán eða sú trygging sem þeirra ábyrgð var notið á móti tapast.
Augljóslega, er það mun heppilegra fyrir eigendur, að dreifa áhættunni - þannig að þeir hafa lagt fram fé - stofnað banka, að þeir deila áhættunni - þannig að það er aldrei einn sem er tekinn 100% fyrir, heldur missa þeir einungis sitt ef allt fé bankans tapast.
Annars yrði gríðarlega erfitt að fá lán! Ath. Þegar allt fé einhvers væri undir, væri einungis lánað til einhvers sem væri með mjög löng og góð viðskiptasamskipti við bankann - eða hefði langa viðskiptasögu sem væri auðsannanleg.
- Sem þá skapar mjög mikla hindrun - fyrir sérhvern þann, sem vill hefja viðskipti.
- Er ferskur með nýjar hugmyndir!
Hlutafélagaformið í bankastarfsemi hefur verið ríkjandi nú síðan á 18. öld þ.e. dreifð áhætta - hver tekur á sig tap í hlutfalli við sitt eigið-fjár-framlag, og "Fractional Reserve Banking" einnig síðan þá.
En ef banki sem er hlutafélag, lánar meira fé en hann í reynd á - þ.e. á ekki fé fyrir öllu útistandandi fé sem hefur verið lánað út.
Þá um leið, getur sá haft miklu mun flr. lán útistandandi - en ef hann þyrfti að eiga fé fyrir öllu útlánuðu.
Sem þíðir að bankinn hefur meiri tekjur at útlánum! Og skilar meiri hagnaði.
Það þíðir um leið, að bankinn hefur efni á útlánatöpum að einhverju hlutfalli - því hagnaður leyfir það að einhverju marki, þannig að hann sé samt ekki í neinni verulegri hættu á að komast í vandræði.
-------------------------------------
Stóri kosturinn er einmitt sá - að mun flr. hafa aðgang að lánfé!
Sem þíðir, að aðili sem vill hefja viðskipti og hefur áhugaverða hugmynd, á mun meiri möguleika á fyrirgreiðslu í núverandi kerfi, en í því kerfi sem hugmyndasmiðir um "Full Reserve Banking" leggja til.
Það er kostur vegna þess, að þá komast mun fleiri hugmyndir á koppinn - en annars myndu.
Sem þíðir - hagvöxtur getur verið meiri, en ekki bara meiri, heldur miklu - miklu meiri.
En að auki - er það gríðarlegur drifkraftur fyrir tækninýjungar, að aðilar með góðar hugmyndir eigi greiðari leið að fjármagni.
Ég bendi á, að tímabilið frá fyrri hl. 18. aldar, hefur séð mestu umbyltingu sem átt hefur sér stað á högum almennings, á högum allra - á sviði tækniþekkingar o.s.frv.
Málið - er að það er eins og að setja "túrbó" á hagkerfið, að hafa "Fractional Reserve" kerfi.
Frá og með 18. öld, verður mjög róttæk breyting - þ.e. hraðinn á tilkomu tækninýunga eykst stórfellt.
Á sama tíma, hófst uppbygging hagkerfa mannsins á hraða, sem er í háu margfeldi miðað við það ástand sem rýkti fyrir þann tíma.
Þetta sýnir þann kraft sem þú leysir úr læðingi - - ef hagkerfið hefur alltaf nóg af fjármagni í umferð.
Ég hef heyrt mótbárur, að Evrópumenn hafi verið að græða svo mikið á nýlendum á þeim tíma, en nýlenduveldi Spánverja hófst á 16. öld - tveim öldum fyrr. Ekki hófst iðnbyltingin þar.
Hún hófst í Bretlandi, sem er það land sem tók við uppfinningu nútímabanka af Hollandi, og nýtti síðan þá aðferð - að dæla stöðugt peningum í uppbyggingu síns veldis. Til þess, að auka hraðann á útþenslu Bretaveldis.
Meðan Bretar sátu einir að þessari aðferð ásamt Hollandi, þá virtist á 18. öld ekkert geta sigrað þá, þ.e. þeir gátu smíðað stærri herflota en nokkurt annað Evrópuveldi, svo þeir náðu stjórn á heimsversluninni.
Þeir héldu uppi fjölmennum og vel búnum herjum, sem sigruðu í öllum stríðum sem Frakkar háðu við þá á 18. öld, en Franska ríkið tók ekki upp aðferðir Breta fyrr en eftir byltingu.
Þá auðvitað, fóru Frakkar mikinn - og saman lögðu þeir og Bretar undir sig ótrúlegt hlutfall af heiminum. Málið er þessi ógnarhraði á útþenslunni sem varð mögulegur.
Með því að það var nægt lánfé alltaf til staðar, var unnt að þenja út veldið miklu mun hraðar en annars hefði verið mögulegt, síðan greiddu þeir lánin með þeim auðlindum sem þeir náðu undir sig.
Þó aðfarirnar hafi ekki endilega verið fallegar - þá sáu aðrir hve öflugir þeir voru, og ekkert land sem vildi nútímavæðast gerði það án þess að taka upp nútímabankakerfi.
Hvað með kreppurnar?
Í "Fractional Reserve" er alltaf töluvert af því sem ég kalla "lofti." Þ.e. ávallt er meira fé í umferð, en nemur í reynd heildarumfangi hagkerfisins - þegar tekið er tillit til allra fjárhagslegra skuldbindinga.
Veikleikinn er að þegar of mikið er tekið af slæmum ákvörðunum um lánveitingar, sem gerist alltaf öðru hvoru.
Þá er of hátt hlutfall af lánum að fara í hluti sem ekki í reynd er gagn af, þá kemur að því að kreppa skellur á.
Fjármagn tapast - - ég vil meina að þau töp sem eiga sér stað, séu ekki raunveruleg töp.
Heldur minnkar magnið af lofti í kerfinu, það leiðréttir sig.
Það áhugaverða við kreppurnar er, að þær hafa einnig nokkra kosti - þó það geti virst mörgum erfitt að sjá þegar ein slík er í gangi.
- Schumpeter kallaði þetta "creative destruction" þ.e. að í kreppum, fari þeir á hausinn sem tóku rangar fjárfestingaákvarðanir.
- Eftir kreppu, séu þá eftir þeir sem tóku skynsamari fjárfestingarákvarðanir - þeir lifa af, þeirra starfsemi blómstrar í uppganginum sem þá hefst fljótlega.
- Scumpeter vildi meina, að þessar reglulegu kreppur auki skilvirkni hagkerfisins.
- Þær ryðji á brott því óhagkvæma - skilji eftir það hagkvæma.
- Eftir standi hagkerfið - betra.
Þetta er eðlilega umdeilt, en hitt er ekki - að snöggu dýfurnar sem eiga sér stað, að þeim fylgir síðan hraður uppgangur á ný.
Hvað sem segja má um meinta galla, þá hefur hingað til það nær ávallt staðist, þá er ég að tala um tímabilið síðan um miða 19. öld í Evrópu, eftir að iðnbyltingin fer þar af stað fyrir alvöru, að næsta hagsveifla á eftir endar ávallt hærra en sú á undan.
Á sama tíma, hefur átt sér stað mesta bæting almennrar velmegunar í gervallri heimssögunni.
Þrátt fyrir þennan óstöðugleika - verðólguna sem skellur á við og við.
Málið er að stöðugleiki er stórfellt ofmetið hugtak!
Stöðugleiki er í reynd mjög varasamt fyrirbæri. Ég mynni á það, að þegar við skoðum söguna. Þá er ég að tala um sl. 5000 ár eða svo. Þá enda öll stórveldi á því að "staðna." Síðan rotna þau að innan. Síðan hrynja þau fyrir rest. Sá uppgangur sem átt hefur sér stað sl. 3 aldir, er algert einsdæmi.
Annað með stöðugleika, er að sá er vinur hefða - vinur hefðbundinna elíta.
Eitt af því sem sú stöðuga umbylting með hröðum vexti og kreppum á víxl hefur orsakað, er að sá mikli óstöðugleiki hefur grafið undan öllum þeim hefðbundnu samfélögum sem áður voru til.
En það fylgir eðli kreppanna, að þær eyðileggja.
Sá eyðileggingarmáttur - er mjög öflugur hvati fyrir breytingar.
Hann eyðir upp því sem fyrir er, umbyltir því, og gefur færi á að nýtt verði til.
Aftur "creative destruction" hugtakið. En ég er á því að Scumpeter hafi haft 100% rétt fyrir sér.
Hefðbundnu elíturnar ráða yfirleitt ekki við það umrót sem á sér stað, kaosið sem er innbyggt í kerfið - það kaos veldur því, að eldri hugmyndum er sópað til hliðar af nýjum, sem fá tækifæri eftir hrunið.
Þannig hefur þetta átt sér stað í hverju einasta landi, sem hefur tekið upp "nútíma hagkerfi."
Eins og ég sagði áðan - - óstöðugleikinn hefur margvíslega kosti.
-----------------------------------
Þessi stöðuga endurnýjun er held ég lykilatriði.
Hún verði að eiga sér stað - svo því sem alltaf gerðist áður þ.e. stöðnun sbr. "fossilization" verði ekki ofan á, svo það myndist ekki aftur samfélag ríkjandi hugmynda sem kæfir með of mörgum bönnum.
Hin stöðuga endurnýgjun, sé forsenda þess - að mannkyn geti sloppið við þær útkomur sem öll gömul samfélög lentu í, fyrir rest.
Niðurstaða
Ég held að "Full Reserve Banking" myndi endurvekja gamla drauginn sem mannkyn virðist nú a.m.k. um hríð hafa hrist af sér, þ.e. "stöðnun." En við það að minnka svo stórfellt aðgang að fjármagni. Þá um leið, minnkar mögulegur hagvöxtur ekki einungis umtalsvert, heldur mjög - mjög mikið. Að auki, eru þeir sem telja stöðugleika svo mikilvægt markmið, að gleyma sögunni. Þeirri staðreynd að öll gömlu samfélögin liðu undir lok, vegna þess að þau gátu ekki forðast "stöðnun" og síðan "fossilization" þ.e. innri hrörnun.
Hinar reglulegu kreppur, með því að skapa nægilegan óstöðugleika - tryggja tel ég að hættan sem öll hin gömlu samfélög fortíðar lentu í, sé líklega ekki til staðar.
Það sé einmitt eyðileggingarmáttur kreppa, sem viðhaldi þeim nauðsynlega ferskleika sem þarf til, svo sennilega elstu og verstu hættu mannlegra samfélaga - sé haldið frá.
Þ.e. hættunni á stöðnun.
-----------------------------
En er allt þá í lagi í dag? Ég legg til miklu mun vægari breytingar. Ég tel að rétt væri að bakka aftur fyrir "Seinni Styrrjöld" þ.e. afnema "innistæðutryggingar." Ég er á því að heldur mikið loft sé innan kerfisins, eins og þ.e. uppbyggt á seinni árum, en innistæðutryggingar með því að lækka áhættu banka, gera þeim kleyft að auka útlán enn meir en var mögulegt fyrir "Seinna Stríð." Er þá ekki enn betra að hafa enn meira af peningum? Ekki endilega, en með þessari lykilbreytingu, þá gátu bankar stækkað margfalt að umfangi. Því með minni áhættu, gátu þeir boðið lán á lægri vöxtum. Sem margfaldaði eftirspurn eftir lánsfé. Gömlu spekingarnir töluðu um að hafa ekki meira umfang peningakerfis enn 1,5-1,8 þjóðarframleiðslur. Í dag er sennilega heildarumfang peningakerfis evrusvæðis nær 5 þjóðarframleiðslum. Það er hægt að hafa "of mikið túrbó." En þetta magnar upp á enn hærra stig, óstöðugleika áhættuna - - og að sjálfsögðu stækkar hrunið er það loks verður. Kerfið fyrir stríð, var nægilega þanið - segi ég. Og óheppilegt hafi verið að þenja það meir út.
Ef innistæðutryggingar eru teknar af, þá um leið myndu innistæðueigendur krefjast hærri vaxta því áhætta þeirra hefðu aukist, sem myndi þíða að þá yrðu bankar að hækka vextina á útlánum, sem myndi minnka eftirspurn eftir lánum, sem myndi minnka umfang banka. Það umfang sem þeir höfðu var þá ekki það risastórt, að heilu samfélögin yrðu gjaldþrota v. þrots eins banka.
Þá var gjaldþrot eins banka ekki alvarlegra, en t.d. gjaldþrot verksmiðju, eða hvers annars fyrirtækis.
Að fara þangað til baka, tel ég heppilegt. Það dregur e-h úr mögulegum hagvexti, en miklu mun minna þó en ef "fractional reserve banking" væri lagt af alfarið.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar. Hvernig hugnast þér pælingar Leigh Harkness ?
"Í kjölfar mikils fjármálalegs og peningalegs óstöðugleika er eðlilegt að peninga- og gjaldmiðilsstefna landsmanna sé tekin til gagngerrar skoðunar. Endurskoðunin þarf að byggja á réttri sjúkdómsgreiningu": http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/opid-bref-til-sedlabanka-islands
Sjá einnig: www.buoyanteconomies.com/PhilippinesCAD.htm
Hér má líka lesa nýstárlegar pælingar Harkness varðandi skynsamlega efnahagsstefnu fyrir Ástralíu ! http://www.buoyanteconomies.com/inFinance%20v125n3%202011.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 18.9.2012 kl. 09:46
Þetta er alveg dæmalaus færsla.
Í fyrsta lagi: Átti hún ekki að fjalla um Full reserve banking? Þú talar eingöngu um fractional reserve banking. Titill hennar gefur tilefni til annars.
Í öðru lagi: "En þ.e. þumalfingursregla - - að ef þú sérð bara galla við fyrirkomulag sem lengi hefur tíðkast, ertu sennilega ekki að sjá það réttum augum." Hvaðan kemur þessi speki? Þú nefnir að margir gallar séu á Full reserve banking en nefnir enga, og þess síður kosti. Eru þá engir kostir við full reserve banking? Ertu að horfa réttum augum á Full reserve banking?
Í þriðja lagi heitir tryggingafélagið Lloyds, en ekki Leuds. Vona að aðrar tilvísanir þínar hafi sterkari grunn en þessi.
Í fjórða lagi er það eðli þess sem lánar að hann tekur áhættu að tapa því sem lánað er, sbr. bakhjarla Lloyds sem báru ótakmarkaða ábyrgð á sínum tíma. Margir töpuðu öllu áður en því var breytt í kringum 1994. Það var vissulega galli á fyrirkomulagi sem lengi hafði tíðkast.
Í fimmta lagi vilt þú greinilega halda beltum og axlaböndum á lánveitandanum, hann á bara að græða en aldrei að tapa, (segir það reyndar ekki berum orðum en skoðunin skín í gegn). En engu að síður mærir þú réttilega skoðun Scumpeter, að þeir sem taki rangar fjárfstingaákvarðanir eigi að fara á hausinn. Þú ert í mótsögn við sjálfan þig.
Í sjötta lagi nefnir þú þá gömlu skoðun að umfang peningakerfis ætti mest að vera 1,5-1,8 föld þjóðarframleiðsla en sé í dag 5-föld þjóðarframleiðsla á evrusvæðinu. Ástæða fyrir 5-faldri stærð peningakerfisins er fyrst og fremst fractional reserve banking.
Ég tek fram að ég hef ekki skoðað Full reserve banking í þaula, (tel hana reyndar óraunhæfa sbr. kosti Fractional reserve banking sem þú nefnir) en ég taldi að fengi innsýn í hana hér, bæði kosti og galla. Ég er hins vegar ekki eins mikill aðdáandi Fractional reserve banking eins og þú.
En að koma svo með niðurstöðu færslunnar á þann veg að fella eigi niður innistæðutryggingar, að þær séu aðalástæða lofts í hagkerfi, er ekki í neinu samræmi við þá umræðu sem á undan fór, hvorki titil eða efni. Vald banka og lánastofnana til að prenta peninga með fractional reserve banking er mun meira áhyggjuefni en innistæðutryggingar. Spákaupmennska og stöðutökur banka og annarra, sérstaklega skort-og gnóttstöður á lánum í öllu mögulegu og ómögulegu, hafa mun meiri áhrif á peningakerfi og lánveitingar heldur en innistæðutryggingar.
Held að þetta sé eitt mesta samhengislausasta torf sem ég hef lesið frá þér á þessum vettvangi. Ef þetta væri menntaskólaritgerð hefðir þú fengið 1.
Erlingur Alfreð Jónsson, 18.9.2012 kl. 09:53
Mér líst vel á þær, en Ísland er eins og Ástralía í því að vera hráefnahagkerfi, lausn sérhönnuð fyrir Ástralíu getur því einmitt hentað hér. Ég hef einmitt haldið því fram, að við eigum að skoða hvernig önnur hráefnahagkerfi sbr. Ástralía, Nýja Sjáland, jafnvel Rússland, hafa verið að leitast við að ráða fram úr eigin málum. En ég hef lesið mér til um vanda hráefnahagkerfa, þau virðast hafa að mörgu leiti sambærileg efnahagsleg vandamál.
Sjá gamla færslu: http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1173486/
Með öðrum orðum, klassíski vandi þeirra sé sá sami og okkar, að þurfa að tryggja að innflutningur fari ekki yfir verðmæti útflutningsl
Þannig orsaki gengisfellingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2012 kl. 10:45
Erlingur - óttalegt nöldur er þetta. Niðurstaðan er í ágætu samhengi. Ég sagðist vilja minnka loftið, það væri of mikið í seinni tíð, í stað þess að afnema það. Sem kemur ágætlega fram. Ef þú lest yfir án þess að lesa á hundavaði.
Tiltillinn er á ágætu samhengi v. efnið. Þ.e. umfjöllun um galla "Full Reserve Kerfis" og síðan nefni ég kosti "Fractional Reserve Kerfis" á móti.
Klassískt nöldur, að vera láta rangt stafsett orð þvælast fyrir.
Ég átta mig ekki á fullyrðingu þinni um belti og axlabönd. Ég er einmitt í niðurstöðu, að tala um afnám þeirra. Svo mér sýnist e-h að lestri þínum á þessari grein.
Ég veit vel af hverju peningamagn á evrusvæði er 5 falt, en ekki minna að umfangi. Leið sú sem ég bendi á, í niðurstöðukafla, myndi einmitt stuðla að því, að peningamagn myndi aftur fara niður undir þau mörk sem gömlu fræðingarnir töldu eðlilegt hámark.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2012 kl. 10:53
Það eru bæði gallar og kostir við full reserve system og það sama á við um fractional banking system.
Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hver munurinn á þessum kerfum er. Hér fyrir neðan eru slóðir á útskýringar á hvoru kerfi fyrir sig. Khan í Khanacademi útskýrir þetta.
Margir fræðimenn eru farnir að skoða aftur kosti full fractional systems vegna útblásinnar skuldasöfnunar í vestrænum hagkerfum.
Það þarf að breyta um peningastjórnun bæði hér og einnig erlendis ef menn ætla að koma einhverju jafnvægi á fjármálakerfið.
Hagfræðingar AGS settu upp líkan og skoðuðu hvernig hagkerfið í USA mundi koma út ef þar væri notast við full reserve banking system. Niðurstöðurnar úr þeirri rannsókn voru mikið betri en menn áttu von á.
Ég mundi mæla með því að menn færu yfir þetta kerfi og skoðuðu kosti þess og galla. Kerfið sem við búum við í dag er alls ekki að virka.
Þetta myndband útskýrir hvernig fractional reserve banking virkar
http://www.youtube.com/watch?v=3mUi9IZb4T4&feature=player_embedded
Þetta myndband útskýrir hvernig full reserve banking virkar.
http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=RGMcswR8DnY
Hér er slóð á skýrslu hagfræðinga AGS
http://www.imf.org/external/pubs/ft/wp/2012/wp12202.pdf
Þórhallur Kristjánsson, 18.9.2012 kl. 13:17
Þórhallur - Það er einfaldlega of mikið loft í kerfinu í dag, sem einfaldlega merkir að stefnir í eina af þessum stóru leiðréttingum.
Ath. þá minnkar loftið, þ.e. ekki raunverulegt tap, því mikið ef peningaeign er ekki með nein raunveruleg verðmæti að baki - ég er ekki að tala um tengingu v. gull. Heldur gjána milli umfangs hagkerfa þ.e. þau raunverðmæti sem þar verða til, og umfangs peningakerfis.
Þegar hrunið verður, munu raunverulegu verðmætin ekki glatast - þ.e. öll framleiðslutækuin til staðar, öll þekking, sami mannafli - - þ.s. glatast eru einungis tölur á reikningum. Ekki raunverulegir peningar, ekki verðmæti, en þ.e. skiljanlegt að aðilar leitist við að koma þeim "peningum" inn í verðmæta hluti, áður en hrunið skellur á.
Ég held að það sé of stór fullyrðing, að kerfið gangi alls ekki upp, þetta er einfaldlega eðli þess að það koma boðaföll á einhverra áratuga millibili. Sú leiðrétting sem blasir við er þó líklega sú stærsta í sögunni. En bilið milli raunverðmæta hefur aldrei verið víðara.
Þ.e. sennilega vegna þess að eftir Seinna Stríð voru tekin upp innistæðutryggingakerfi, sem lækkuðu mjög áhættu fjármálastofnana og gerði það mögulegt, að vinda kerfið upp - í margfeldinu 3 til jafnvel 4. Áður var umfang peningamagns sjaldan langt umfram 2, áður en kreppa skall á. Leiðrétting því smærri.
Sennilega eftir hrun, er unnt að taka þau skref aftur til baka að afnema innistæðutryggingar sem hefur þá þær afleiðingar sem ég nefni að ofan, sem skilar þá aftur peningakerfum að umfangi sem var áður en sú lykilbreyting var gerð. Að auki er líklega rétt aftur að skipta á milli fjárfestingabanka og banka.
Þessar tvær breytingar ættu að skila ágætlega viðunandi kerfi.
En líklega eru þær einungis mögulegar eftir hrun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2012 kl. 15:02
Hér er góð kennsla á Full Reserve Banking hjá Khanacademy. http://www.youtube.com/watch?v=RGMcswR8DnY
Gallarnir eru það stórir að það hagkerfi sem keyrir þetta kerfi að fullu, mun dragast stórlega saman.
Ómar Gíslason, 18.9.2012 kl. 18:44
Ég er sammála Einari með innistæðurtrygginguna. Lönd esb eru hreinlega á hliðinni út af þessu kerfi. Sem dæmi um loft þá er franska bankakerfi fimmfalt stærra. Franska ríkið mun ekki ráða við það.
Best væri og það mun örugglega koma eftir nokkur ár. Að ef þú villt fá innistæðutryggingu þá er það aðeins í boði á ákveðnum reikningum og þú þarf að borga fyrir það.
Ómar Gíslason, 18.9.2012 kl. 18:54
Nöldur eða ekki nöldur.
Staðreyndin er bara sú að þú fjallar bara ekkert um full reserve banking í greininni, bara ekki neitt! Hvorki kosti eða galla! Þú mátt gjarnan benda mér á þá umfjöllun ef þú telur að hún sé til staðar. Þú telur bara upp kosti fractional reserve banking og fjallar lítillega um galla þess. Ferð síðan að tala um innistæðutryggingar í lokin sem einhverja meginorsök of stórra peningakerfa.
Ég held reyndar að afnám Glass-Steagall laganna í USA árið 1999 eigi meiri þátt í loftinu í hagkerfum í dag heldur en innistæðutryggingar nokkurn tímann. Skil ekki hvers vegna þú sleppir þeirri staðreynd í umfjölluninni. Þá fyrst byrjaði bankaballið að rúlla en ekki þegar innistæðutryggingar voru settar á. Áhættusækni banka jókst frá árinu 2000 og stjarnfræðilega háar bónusgreiðslur til stjórnenda banka um allan heim urðu sjálfsagðar. Innistæðutryggingar eiga fyrst og fremst að vernda sparnað almennings, og sama var með Glass-Steagall lögin, bálkurinn setti takmörk á fjárfestingar banka og hélt fjárfestingarstarfsemi banka aðskilinni frá viðskiptabankastarfsemi. Alveg eins og þú segir í inleggi 6 að sé líklega rétt að gera.
En í 66 ára sögu Glass-Steagall laganna, (og um 60 ára sögu innistæðutrygginga talið frá lokum Seinna stríðs), varð ekkert bankahrun. Hins vegar að á aðeins 9 árum eftir afnám Glass-Steagall hafði fjármálakerfi heimsins ekki bara margfaldast, heldur líka hrunið. Og er ennþá rústir einar. Líka á Íslandi.
PS: Og ég vildi ekki setja meira út á málfarið og uppsetningu greinarinnar en ég gerði, enda er það ómálefnalegt að hnýta í svoleiðis atriði þegar meginefni greinar er gagnrýnt. En ég verð að segja að langskólagenginn maður eins og þú ættir að kunna málfar og setningaskipan betur en kemur fram í þessari grein.
Erlingur Alfreð Jónsson, 18.9.2012 kl. 19:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning