17.9.2012 | 05:45
Deilan um krónu eða evru!
Þegar ég skrifa þetta hef ég ekkert tækifæri haft til að lesa skýrslu Seðlabanka. En ég á von á því, að þar sé mælt með upptöku evru. Miðað við hverjir vinna hana, og að megnið af púðrinu virðist vera beint að hugsanlegri upptöku evru. Þá er best að tæpa á nokkrum atriðum. En eins einn orðaði það um helgina - Gylfi nokkur Soega, þá er að hans sögn ekkert mikilvægara sem þjóðin stendur frammi fyrir en gjaldeyrisvandinn.
Það er afskaplega stórt fullyrðing. En hvað með það.
- Evran er ekki á næsta leiti.
Málið er að skilyrðin um evruna hafa verið hert, þó svo enn sé talað um þau sem við könnumst við frá sl. áratug þ.e. 60% skuld ríkissjóðs, ekki meiri verðbólgu en 1,5% ofan við þá sem mælist í þeim aðildarlöndum sem minnsta verðbólgu hafa, ekki meiri en 3% halla á ríkissjóði, og ekki síst að halda genginu gersamlega föstu gagnvart evru í 2 ár - þ.e. engin sveifla á því tímabili.
Þó svo að svokallaður Stöðugleika Sáttmáli sé ekki enn orðinn hluti af sáttmálum Sambandsins, stendur það til - eins skótt og auðið verður. Og það má fastlega reikna með því, að það séu þau viðmið sem miða þurfi við.
Sá sáttmáli tekur ofangreind viðmið, og herðir heldur á. T.d. er svigrúmið afumið með öllu sem áður var sem heimilaði að skuldir væru ívið meiri en 60% ef staðan væri lækkandi, ríki fengu að taka upp evru þó þau uppfylltu skilyrðin ekki algerlega nákvæmlega.
En héðan í frá verður sá lúxus fyrir bý. Að auki, skv. honum hefur Framkvæmdastjórnin mun meiri rétt til inngripa en áður. Þetta felur í reynd í sér nokkra afskrift fullveldis miðað við fyrra fyrirkomulag.
Sennilega yrði erfiðast að uppfylla skilyrðið - að halda genginu föstu í 2 ár. Engin sveifla. Það er eiginlega ekki gerlegt nema að safnað sé mjög stórum sjóði til að verja krónuna þ.e. tengingu krónu við evru. En hafa ber í huga að Seðlabanki Evrópu ver einungis +/-15% vikmörk.
Þannig að Ísland þarf sjálft að standa straum af því að verja þrengri vikmörk en það, og því getur fylgt töluverð áhætta. En mér virðist það augljós hætta, að einhver óprúttinn veðji um fall krónunnar að vikmörkum Seðlabanka Evr. - þá er sá einungis að keppa við okkur, það fé sem við höfum nurlað saman. Myndum við - geta safnað svo digrum sjóði, að við myndum geta varist ásókn fjárfesta?
Það mun taka mörg ár að safna svo stórum sjóði að raunhæft sé að verja slíka tengingu - hvað sem á dinur. Ég er að tala um - eignasjóð. Augljóslega myndi ekki ganga að skuldsetja landið fyrir þeim kostnaði, ef á að uppfylla skilyrðin um lágmarkskuldir.
Ég hef nefnt töluna 20 ár!
- Þó svo Ísland taki upp evru - hættir Ísland ekki að vera mjög sveiflugjarnt hagkerfi, og líklega verður hér áfram umtalsverð verðbólga.
Það mætti ætla af umræðu evrusinna, að krónan valdi öllum hagkerfissveiflum hér, og einnig allri verðbólgu. En svo er ekki.
Hagkerfið ísl. sveiflast m.a. vegna þess, að atvinnuvegirnir sjálfir sveiflast. Þ.e. eitt árið veiðist meir sbr. góð loðnuveiði, makrílveiði, auknar þorskveiðar. Síðan geta verð á afla sveiflast, gera mjög oft.
Ekki má heldur gleyma sveiflum í ferðamennsku og í verði á alþjóðamörkuðum fyrir ál.
Vandinn er að við erum bara með 3 meginstoðir undir hagkerfinu, meðan að milljóna hagkerfi hafa miklu mun fjölbreyttari atvinnuvegi.
Það eitt, skýrir mikið til muninn á sveiflutíðni á íslandi vs. sveiflutíðni í 20-50 falt fjölmennari löndum.
--------------------------
Þannig að við þurfum að geta höndlað stórar sveiflur eftir sem áður, þá án þess að gengisfelling sé í boði.
Vandinn við það, að miðað við umræðu evrusinna þar á meðal fræðimanna þeirra á meðal, virðist að þeir hafi engar sérstakar hugmyndir um það, hvernig sú aðlögun á að fara fram með öðrum hætti.
Einna helst, heyrir maður þá hugmynd að atvinnulífið eigi einfaldlega að taka sveiflurnar - yfirleitt þeir sömu og tala um gengisfellingar, sem leið til þess að setja kostnaðinn á almenning. Þeir hinir sömu, virðast yfirleitt, álíta að atvinnulífinu sé engin vorkunn að taka sveiflurnar.
Ef þeir fást til að ræða möguleikann á gjaldþrotum, þá detta út orð eins og "ílla rekin fyrirtæki fari á hausinn" sem segir, að ef það yrði fj. gjaldþrotshrina þá myndu þeir, telja það sönnun þess að atvinnnulífið hefði verið "ílla rekið."
Og þegar erlendir fjárfestar myndu taka þau yfir, fyrir einhverja rest - þá væru þeir væntanlega búnir að fá draum sinn uppfylltan.
------------------------
Vandinn er að ríkið í því samhengi væri líklega orðið gjaldþrota.
Atvinnuleysi væri í prósentu tugum.
Og hrun lífskjara væri miklu mun verra, en hér hefur sést um áratugaskeið.
Málið er að nýir aðilar myndu bíða þangað til að kreppan hefði botnað, því þá væru verðin hagstæðust, þannig að á milli þess tímapunkts og þess er kreppan myndi hefjast, ætti sér stað þá mjög mikill samdráttur í útfl. tekjum, sem myndi skapar mjög stóran viðskiptahalla og því mjög hraða uppsöfnun skulda, að auki hefði það í för með sér hrun skatttekna ríkisins.
Þetta sjáum við gerast nú þegar í S-Evrópu.
Það er eitt af því sem einkennir fjölda ísl. evrusinna - andúð á ísl. atvinnulífi.
Ég velti fyrir mér - hvort þá dreymir um að hér fari fram hreinsun, og útlendingar taki yfir.
Dreymi svo um að drottna yfir rústunum.
-----------------------------------
Það er ekki bara atvinnulífið sem orsakar sveiflur - bankakerfið er mjög duglegt einnig við það að skapa sveiflur. Ég ætla ekki að fjalla þó að ráði um það atriði - - en vísa á greina Ólafs Margeirssonar hagfræðings: Gjaldeyrisneysla Íslendinga
Grófum dráttum, vill Ólafur meina að þær bólur sem við sjáum reglulega hérlendis, séu búnar til af bankakerfinu.
Mér finnst þessi lýsing afskaplega trúverðug. En þessar sveiflur koma ofan á sveiflur frá atvinnuvegunum.
Ég sé enga ástæðu að ætla, að þær myndu hætta!
Meginmunurinn væri sá, að þá væri ekki lengur krónunni til að dreifa, til að sprengja þær bólur. En þær springa á þeim tímapunkti þegar nálgast að það gangi á gjaldeyrisforða landsmanna, þ.e. viðskiptahalli sem mál þróast ávallt í fyrir rest gengur á gjaldeyrisforðann, gengið fellur áður en kemur að því að ekki sé til gjaldeyrir fyrir brýnustu nauðsynjum. Ef ekki er króna, myndu bólurnar hlaðast upp hærra - og líklega í hvert einasta sinn framkalla "skuldakreppu" sbr. S-Evr.
Með öðrum orðum - er ég að spá því að upptaka evru myndi enda með ósköpum, þá sé hvort tveggja líklega nægileg ástæða þ.e. sveiflur atvinnuveganna og bankabólurnar.
--------------------------------------
Svo má ekki gleyma blessuðu verðbólgunni:
- Fyrir utan gengissveiflur - en skv. evrusinnum virðist það eina ástæðan.
- Eru víxverkanir launa og verðlags, t.d. geta launahækkanir verslunarmanna ekki annað en farið í verðlag, því verslanir hækka verð til að eiga fyrir launahækkunum. Að auki, hækka þjónustuaðilar yfirleitt einnig sína taxta, af sömu ástæðum. Þetta er ekki atriði sem hverfur þó skipt sé um gjaldmiðil.
- Þegar útlánauppsveifla bankanna hefst - eina ferðina enn - sem eflir innlenda eftirspurn. Þá er það verðbólguvaldandi ávallt. En þá eykst eftirspurn eftir þjónustu af margvíslegu tagi. Störfum fjölgar þá í þeim geirum tímabundið, fyrir rest eiga sér ávallt stað yfirborganir. Og þær lenda ávallt að hluta í verðlagi - sbr. víxverkan launa og verðlags. Ég sé ekki að þetta hætti með nokkrum augljósum hætti - enda er það bankakerfið sem drýfur þessar bólur, sbr. útskýringu Ólafs Margeirssonar.
- Síðan eru tekjusveiflur atvinnuveganna sjálfra verðbólguvaldandi, þ.e. er vel gengur eiga sér ávallt stað yfirborganir, og vegna þess hve samkeppnin er hörð hér innanlands milli greina, þá fara yfirborganir ávallt í verðlag að hluta. Ég sé ekki af hverju þessi verðbólga hverfur.
- Það sem ég er að segja, er að megnið af verðbólgunni sem við höfum hérlendis, verði hér áfram.
- Það getur verið hættulegt, því það þíðir að innlendur kostnaður hækkar þá hratt, og ef þ.e. engin gengisfelling í boði, myndi óhjákvæmilega á endanum eiga sér stað kreppa í atvinnuvegunum. Sbr. þ.s. ég sagði að ofan um það hvað gerist, ef hér verða fjöldagjaldþrot.
- Bendi á að þetta gerðist í löndum S-Evr. sjá OECD: OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010 - -sjá "Figure 3." En hún sýnir að verðbólga í Grikklandi, Portúgal, Írlandi, Spáni og Ítalíu. Var hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu að meðaltali á sl. áratug, t.d. í tilviki Írlands eru raunstýrivextir að meðaltali neikvæðir um heil 3% á sl. áratug, sem þíðir að verðbólga á Írlandi á sl. áratug var að meðaltali 3% hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu.
- Takið eftir, að öll þessi lönd eru í vanda í dag!
- Líkurnar á að Ísland myndi endurtaka sambærilega vegferð, virðast yfirgnæfandi!
- Vextir á Íslandi lækka líklega ekki heldur að neinu umtalsverðu leiti!
Ég bendi á mjög merkilegt plagg: EURO AREA POLICIES 2012 ARTICLE IV CONSULTATION
AGS er eins og fjölmargir aðrir eru, gáttað á því að á sl. áratug var lánað til ríkja eins og Grikklands, með kjörum litlu verri en þau er Þýskaland fékk. Þetta er aftur á móti allt breytt.
Sú staða að öll löndin séu með sömu lágu vextina, á ekki við lengur.
Það er úrelt, að halda það ástand sem rýkti á sl. áratug, sé enn til staðar.
Málið er að vextir til grískra aðilar eru í reynd nánast óendanlegir, því enginn utanaðkomandi lánar og grískir bankar ekki heldur. Algerlega stíflaðir.
Markaðurinn er farinn að líta svo á, að staða ríkissjóða myndi gólf - þannig að í ástandi þegar ítalska og spánska ríkið fá vexti á bilinu 5-6%. Þá taka aðilar mið af því, þegar fyrirtæki óska eftir lánum.
Það þíðir t.d. að fyrirtæki í Portúgal og Írlandi séu með vexti þar yfir.
Þetta á ekki við fyrirtæki sem starfa í mörgum löndum, en ástæða þess er sú að innendir aðilar, þeir sem eru háðir stöðu þess hagkerfis er þeir starfa í um megnið af sínum tekjum, þeir aðilar lenda einnig í vanda að sjálfsögðu þegar kreppir að í hagkerfinu.
En þá kreppir einnig að hjá þeim, tekjur þeirra minnka. Þetta er allt hluti af áhættumati við veitingu lána.
Það sem markaðurinn er búinn að læra, er að hagkerfin í S-Evrópu eru mun áhættumeiri en t.d. hagkerfin í N-Evrópu, fyrir utan kannski Írland og Eystrasaltlönd.
Vegna þess að þar séu efnahagskrísur tíðari, sveiflur í hagkerfi meiri, stjórnun mála lakari o.s.frv.
Þegar þeir myndu taka Ísland út, þá sjá þeir - - mjög sveiflugjarnt hagkerfi "tékk" - löng saga mikilla sveifla "tékk" - regluleg stór efnahagsleg áföll "tékk". Sem þíðir, að þeir vita þá að aðilar sem starfa hérlendis, hafa sveiflukenndar framtíðartekjur fullkomlega óhjákvæmilega - og það er áhætta í tengslum við lánveiting sú stóra óvissa um framtíðartekjur sem augljóslega er áfram til staðar á Íslandi - - > Ergo, vextir haldast háir áfram!
Vinnst þá ekki neitt við upptöku evru?
Jú, þeir sem eiga peninga hérlendis - ef það næst að koma evrunni í höfn, þá geta þeir sent peningana sína úr landi. Þar sem sú fjármagnshreyfing er svo lítil fyrir evruna í heild, myndi hún litlu máli skipta. En fyrir litla Ísland gæti áhrifin verið frekar "devastating" þ.e. slæm.
En reglulegar sveiflur eins og ég hef útskýrt halda þá áfram, en innan evru væri ekki mögulegt "löglega" að hindra flæði fjármagns.
Svo þegar næsta kreppa skellur á, þá myndu þeir peningar einfaldlega flýgja óhindrað.
Munum að írska bankakerfið hrundi þegar fé fór að streyma úr landi, og þá má fastlega reikna með sömu útkomu hér, að bankakerfið gæti riðað til falls. Nema auðvitað, að gríðarlegt aðhald sé haft að bankastarfsemi - eitthvað sem ég efast um.
- Þannig, fjárfestar væru öruggir.
- Þeir myndi koma svo aftur til baka - þegar hrunið væri um garð gengi.
- Og hirða gjaldþrota eignirnar fyrir slikk.
Þetta gæti orðið reglulegt einu sinni per hagsveiflu!
Fyrir þá fjárfesta væri það ekkert sérstakt tjón, þó ríkið væri gjaldþrota.
Eignirnar verða þá ef e-h er, enn ódýrari. Meiri gróði. En virði auðlindanna minnnkar ekki.
Þetta er drauma-staða þeirra sem víxla með fjármagn, eiga megnið af sínum eignum bundið í peningum. Að það sé búið að afnema möguleikann á gengisfellingum.
Niðurstaða
Það er hin merkilega niðurstaða. Að upptaka evru þjónar fyrst og fremst hagsmunum fjármagnsins. Það aftur á móti, er snjallt að beita sér. Það á fjölmiðla. Það styrkir háskóla. Og það styrkir stjórnmálaflokka, til að koma sjónarmiðum þess fram.
Það merkilega er, að svo virðist að ísl. verkalýðshreyfing sé að töluverðu leiti gengin í lið með þeim, en foringjar hennar sem vasast í stjórnun lífeyrissjóða, virðast vera farnir að meta hagsmuni sjóðanna - meir en launþega.
Þeir sem í reynd skaðast - eru þeir skv. áróðrinum er verið að gæta.
Þ.e. almenningur - tapar í reynd fyrir rest.
Ríkið gerir það einnig.
Atvinnulífið - jamm það einnig.
Í reynd á ég ekki von á því, að þeir fjárfestar sem myndu á endanum eiga hér flest allt, að þeir myndu endilega eiga heimar hérlendis. Mun hagkvæmara fyrir þá, að hirða renturnar meðan þeir sóla sig á heitari stað.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hægt að ná mikið meiri stöðugleika í hagstjórnina með því að nota krónuna áfram.
Hvet alla til þess að kynna sér þessar hugmyndir betur.
http://betrapeningakerfi.is/
Þórhallur Kristjánsson, 17.9.2012 kl. 08:18
Þóhallur - "Full reserve banking" er ekki "banking." Þá ertu ekki með bankastarfsemi lengur, þá ertu ekki lengur með fjármálastarfsemi sem borgar vexti þ.e innlánsvextir eru þá ekki lengur til. Heldur færðu þ.s. var fyrir 17. öld. Að kostar að varðveita peninga.
Mér annars finnst þetta afskaplega slæm hugmynd.
Þ.s. ég vil gera gengur miklu mun skemmra, þ.e. ég vil afnema innistæðutryggingar, eins og ástand mála var fyrir Seinna Stríð.
Málið er að þá breytist bankastarfsemi, því v. aukningar áhættu þeirra sem eiga fé á reikningum, munu þeir sem þar eiga fé heimta hærri áhættuþóknun, sem þá víxlverkar til baka á útlán sem þá verða aftur dýr eins og áður fyrr. Það svo keðjuverkar í öfuga átt miðað við seinni tíð, að stórfellt dregur úr eftirspurn eftir lánsfé, sem veldur því að bankar verða aftur mun minni en þeir eru í dag.
Þetta er þó líklega samt það róttækt að ekki er unnt að taka þetta upp, nema í kjölfar hnattræns bankahruns sbr. þ.s. átti sér stað í kjölfar hrunsins í Evrópu 1931.
Bankar fóru ekki að ná þeirri stærð sem þeir hafa í dag, fyrr en eftir 1970.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.9.2012 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning