Gjá milli ráðherra einstakra aðildarríkja ESB varðandi upptöku sameiginlegs bankaerftirlits!

Það var fundur milli ráðherra ESB á laugardag, sem skv. fréttum virðist ekki hafa gengið sérlega vel. En fyrir liggja nú tillögur Framkvæmdastjórnar ESB, að stofnað verði sameiginlegt bankaeftirlit sem taki yfir eftirlit með öllum starfandi bönkum innan evrusvæðis, en að ríki sem ekki eru hluti af evrusvæði geti óskað aðildar að því nýja apparati.

Skv. tillögunni á það að taka til starfa fyrir nk. áramót, og vera staðsett innan Seðlabanka Evrópu.

Þríst er á um þetta, af löndum sérstaklega í S-Evrópu, sem eru að kikna undan ábyrgð á eigin bönkum.

En hugmynd er einnig að, í farvatninu fylgi tenging milli hins nýja sameiginlega eftirlitsaðila og þess möguleika, að veitt verði lán til banka í einstökum aðildarríkjum - án ríkisábyrgðar.

Talið er forsenda að bankaeftirlit sé fært yfir á sameiginlega ESB stofnun, svo unnt verði að veita fjármögnun framhjá ríkissjóðum - sem þegar eru í skuldavanda, og augljóslega eiga erfitt með að bæta þar ofan, aðstoð við banka starfandi innan eigin lands. 

 

Europe at loggerheads over banking union

EU ministers at odds over banking union

"Eurozone leaders pledged in July to agree a system of joint supervision by January 2013, which would then clear the path for the €500bn European Stability Mechanism to directly recapitalise banks."

"Germany, Sweden, Poland and the Netherlands called for a more “realistic” negotiating timetable to resolve the problems...Anders Borg, Sweden’s finance minister, said it was “undecidable and not acceptable” to aim for a deal by the end of the year."

  1. "At issue is the schedule for handing responsibility for bank supervision to the European Central Bank;"
  2. "the question of whether its responsibilities should stretch to small banks;"
  3. "and the terms on which those outside the eurozone can join or resolve disputes with the banking union."

 

Hin andstæðu sjónarmið:

  1. Pierre Moscovici, France’s finance minister, said: “The direction set by the European Council is very clear. It’s to complete the discussion in 2012 and to go fast. Otherwise everything remains theoretical and our problems are concrete.” - There’s no reason for us, the member states, to drag our feet. The crisis is there and is affecting everybody, including Germany.”
  2. Mr Schäuble, “My concern is always that you run the danger of creating expectations, also among financial market participants, that you then cannot fulfil later,” he said. “I don’t see the possibility of a direct bank capitalisation from the European Stability Mechanism as of January 1”.

Málið er að Þjóðverjar vilja ekki að hinir Þýsku "Landa Bankar/Landes Banken" verði færðir yfir á sameiginlega umsjón, og leggja til að bankar af því tagi verði undanskildir.

Eða til vara, að kerfið verði tekið upp í áföngum, smærri bankar verði ekki teknir yfir fyrr en síðar.

Einungis stórir bankar með rekstur í flr. en einu landi, verði í sameiginlegri umsjón þá til að byrja með.

Slíkt fyrirkomulag myndi ekki henta t.d. Spáni, en þar í landi er stærsta holan í kerfinu innan landshluta banka sbr. v. þá þýsku, sem þarf að endurfjármagna að því er virðist nær alla - en það voru þeir sem einmitt lánuðu mest í húsnæðisbóluna sem sprakk á Spáni.

Punkturinn er að slíkt "lítið" sameiginlegt eftirlit, er ekki lausn á vandanum. En þjóðverjar eru mjög tregir til að eftirláta Landa Bankana sína.

Afstaða Frakka er skiljanleg, enda er evrukrýsan að anda upp um hálsmálið á þeim, þeir myndu líklega sjálfir verða næsta land - ef ekki tekst að bjarga Spáni og Ítalíu. Óháðir hagfræðingar hafa bent á að hver og einn af 4 stærstu frönsku bönkunum sé of stór til að bjarga. Umfang þeirra samanlagt vel yfir 3 þjóðarframleiðslum.

Frökkum er því mjög í mun, að stöðva "contagion/eitrun" við Spán.

Meðan að Þjóðverjar eru mun rólegri yfir því ástandi.

 

Umkvörtun landanna utan við evrusvæði:

"Speaking after the meeting Mr Borg said: “We can particularly not accept that supervision is based on the ECB, where we cannot become members without joining the euro and we’d have more banks under supervision by an institution where we have no voting rights. That is obviously completely unacceptable,” he said."

Hin stóra deilan um aðgöngu aðildarlanda utan evru að hinu sameiginlega eftirliti virðist einnig komin í nokkurn hnút.

En löndin utan evru, heimta að fá atkvæðisrétt innan bankaeftirlitsins eins og aðildarlönd evru, ef það á að beita sér innan þeirra landa. En skv. því fyrirkomulagi sem lagt er til, myndi þeim ekki vera mögulegt að sitja við sama borð. Það sé óásættanlegt.

Rétt að halda til haga að öll 27 aðildarlöndin þurfa að samþykkja ef nýtt sameiginlegt eftirlit á að geta tekið gildi, innan ramma lagaumhverfi ESB.

Þó fræðilega sé unnt að endurtaka leikinn með hinn svokallaða "Stöðugleika Sáttmála" og stofna eiginlega nýtt samband utan um bankamál innan evrusvæðis. En þá auðvitað væri slíkur utan lagaumhverfis ESB. Þó auðvitað sé aðildarríkjum ESB heimilt að taka þátt í sáttmálum sem eru ekki beint hluti af lagaumhverfi ESB.

"While stressing there were legal restrictions on non-euro states participating within the ECB, Vitor Constâncio, the ECB vice-president, said the central bank could decide to award some voting rights to countries that opt-in to its bank supervision system."

Sem er örugglega ófullnægjandi fyrirkomulag fyrir Svíþjóð, og Bretland.

 

Niðurstaða

Líkur virðast sterkar á því að deilan um sameiginlegt bankaeftirlit lendi í sama hnútnum og deilan á sl. ári um svokallaðan stöðugleikasáttmála; lendi í sama hnútnum og hinn fyrri sáttmáli. Spurning hvort niðurstaðan verði sú hin sama, að stofnað verði til nýs sameiginlegs bankaeftirlits undir nýjum sáttmála, eftir að eitt af aðildarlöndum 27 hefur beitt neitunarvaldi.

Það er þó ekki víst. En fræðilega væri unnt að stofna alveg nýja óháða stofnun, sem ekki væri hluti af Seðlabanka Evrópu. En hugmyndin er að nota sérfræðinga Seðlabankans. Að þurfa ekki að búa til algerlega nýja stofnun. Spara tíma.

En þá lenda löndin utan evrusvæðis í vanda, því lagalega séð er ekki unnt að veita þeim aðgang að Seðlabanka Evrópu. Og það er þá vandi fyrir þau, ef tekið er upp sameiginlegt bankaeftirlit með öllum bönkum. Þau hafa þá í reynd ekki möguleika á að taka þátt í því. 

Hið minnsta virðast líkur yfirgnæfandi á því að málið fresist fram á nýárið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband