14.9.2012 | 22:46
Af hverju gengur svo ílla að ná skatttekjum hinna ríku?
Þetta er umræða sem er mikið á döfinni í Evrópu í dag, m.a. í Frakklandi þ.s. Hollande forseti lofaði "réttlárara skattkerfi" sem þíðir skv. gildum jafnaðarmanna "skattkerfi sem stuðlar að aukinni tekjujöfnun." Sem jafnaðarmenn kalla gjarnan að "draga úr tekjumismunun."
Deilan snír að nýjum 75% skatti á tekjur umfram tiltekna upphæð. Rétt að taka fram, að það eru raunverulegar "hátekjur" sem við erum að tala um, og þó viðkomandi borgi svo hátt skatthlutfall, er viðkomandi ekki beint orðinn fátækur - er enn tekjuhár.
En þeir sem hafa þetta háar tekjur, finnst skatthlutfall sem er þetta hátt, vera ósanngjarnt.
Ég ætla ekki að fella dóm á hvort það er sanngjarnt að láta ofsaríka greiða miklu mun hærri skatthlutfall, en launafólk t.d. dæmigert millistéttarfólk á cirka miðtekjum.
Þetta fer algerlega eftir lífskoðun viðkomandi - en lífsskoðanir eru í eðli sínu ósannanlegar.
En ljóst er að margir þeir sem hafa tekjur langt yfir meðallagi, þeim finnst það ósanngjarnt.
Og þ.e. málið, að það eru í boði mjög mörg úrræði fyrir fólk með tekjur langt yfir meðaltali, ef það hefur áhuga á því að víkja sér undan skattheimtu - sem það upplifir sem ósanngjarna.
Af hverju er svo erfitt á ná í skatttekjur hinna ríku?
Uppbygging hins nútíma frjálslynda hagkerfis sem rýkir í heiminum - veldur þessu. En þ.e. nú talið eðlilegt að aðili geti átt heima í landi A en átt fyrirtæki í landi B, en fengið hagnað af starfseminni sendan til sín - í banka að eigin vali t.d. í landi A. En það getur einnig verið banki í landi C eða D eða E.
Þetta þíðir að ef t.d. ríkasti maður Frakklands vill losna undan 75% skatti, getur hann fengið ríkisborgararétt í öðru landi, þ.s. skattar eru mun lægri á ríka.
Þá er skv. reglum hins alþjóðlega kerfis, hann enn í fullum rétti til að eiga áfram fyrirtæki sín í Frakklandi, og fá tekjur af þeim á bankareikninga að eigin vali í landi að eigin vali.
- Er það raunhæfur möguleiki fyrir ríka að skipta um ríkisfang?
- Augljóslega - Já.
- Það eru til fjöldi lítill eyríkja t.d. í Karabíska hafi, þ.s. ríkur getur einfaldlega fengið ríkisborgararétt með hraða eldingarinnar, gegn tiltekinni greiðslu. Einnig í Kyrrahafi. Þá borgar sá skatta þar, sem er þá mun lægri en t.d. í Frakklandi. Þetta er rökrétt fyrir pínulitla eyrikið, því það græðir á þessu - - þeir sem tapa eru franskir skattgreiðendur. Sá ríki græðir einnig á þessu.
- Skv. nútíma reglum, er ekkert lögbrot í þessu fólgið.
- Hvorki skv. lögum einstakra landa né alþjóðalögum.
Við þessu er ekkert að gera?
En ef ætti að hindra þennan möguleika, þyrfti þá reglur á þeim nótum, að einungis einstaklingur sem á heima í landi A geti átt fyrirtæki í landi A, síðan sé unnt að veita undanþágur af hálfu yfirvalda.
Slíka reglu er ekki unnt að innleiða skv. lögum ESB um viðskiptafrelsi.
Sem þíðir einnig að ekki er unnt að setja slíka reglu skv. reglum EES.
Sennilega væri slík regla einnig brot á reglum "Heims Viðskipta Stofnunarinnar."
Sjávarútvegur er undanskilinn vegna þess, að erlendis er hann flokkaður með landbúnaði. Og landbúnaður er enn mestu leiti undanskilinn þessum frjálslyndu reglum.
Er þá ekkert unnt að gera?
Í raun og veru ekki, það er raunveruleg hætta á því að ofsaríkir færi ríkisfang sitt úr landi, en haldi samt sem áður fullum réttindum til að eiga í viðskiptum í því landi.
Það má alveg deila um það, hvort það er í reynd sanngirni í því að ofsaríkir borgi mun hærra skatthlutfall en aðrir - en reglan að allir séu jafnir fyrir lögum á við alla jafnt.
En hið minnsta virðist ástandið vera þannig, að það sé ekki unnt að setja hærri skatta á þá - en þ.s. þeir eru til í að borga til viðkomandi samfélags.
Með öðrum orðum - það sanngyrnissjónarmið sem ráði, sé þeirra eigið.
Þess hóps sem sumir aðrir vilja skattleggja mun meir - en þeir sjálfir telja sanngirni í.
Er brauðmolakenningin röng?
Það er algengt að vinstrimönnum að hæðast af því sem þeir kalla "trickle down" - sem þeir túlka sem afstöðu hægri manna, að það sé hagkvæmt að skattleggja ekki þá sem eru ríkir umfram þ.s. þeir sjálfir telja sanngjarnt.
Með öðrum orðum, einnig kallað í hæðnistón "brauðmolakenningin." Þarna er um afflutning að ræða, eins og hagkerfi heimsins er upp byggt. Þá geta þeir sem eiga fyrirtæki algerlega ráðið hvar þeir setja upp sín fyrirtæki. Þeir þurfa ekki að eiga heima í sama landi.
Spurningin er einfaldlega - hver er gróðinn af skattlagningu, sem leiðir til þess að skattstofninn flýr?
Sumir vinstrimenn segja - að þetta sýni skort ríkra á samfélagsábyrgð - - það sé réttmæt krafa að þeir borgi meira, eða jafnvel mun meira. Því þeir geti það.
En ég bendi á móti, að þarna er um "lífskoðun að ræða."
Það er engin leið að sýna fram á, að það sé ósiðlegt að borga minna en þú getur. Þarna er að ræða, deilu sem snýr að lífsskoðun - þ.e. A telur eitt og B telur annað. Hvorugt sjónarmiðið er sannanlegt.
Það má á móti, koma fram öðru sjónarmiði - - sem er það.
- Að við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.
Það gangi ekki, að viðhalda kerfi, sem hópar telja ósanngjarnt - þá beita þeir brögðum til að komast framhjá. Ef hópur telur að sér vegið, finni sá hópur hjáleiðir.
Mér er kunnugt um það, að margir telja tekjuskiptingu ósanngjarna - en eins og nútímahagkerfi eru upp byggð.
Er ákaflega erfitt að þvinga fram tekjujöfnun - nema að mjög takmörkuðu leiti í gegnum skatta. Það kemur að því, að aukin skattheimta skilar nettó tapi - því þeir sem skatturinn beinist að, leita sér hjáleiða, og þeir geta fundið þær. Nútíma alþjóðakerfið býður upp á úrval hjáleiða.
Punkturinn að baki röksemdinni sem vinstrimenn hæðast að - - er að ekki sé skynsamt að haga skattheimtu með þeim hætti, að þeir sem eiga peninga færi þá í banka í öðrum löndum, eða flytji lögheimili sín úr landi.
Niðurstaða
Í dag er mikil pressa á velferðarkerfum Evrópu, einnig á Íslandi. Vegna kreppunnar. Margir sérstaklega á vinstri væng, telja vænlegt að auka skatta á "ríka" telja sig sjá þar næga peninga, til að minna þurfi að skera niður í velferðarkerfum. En þá einmitt reynir á þá staðreynd, að ríkir geta flust úr landi og áfram átt sömu fyrirtækin í landinu sem þeir áður áttu heima í. Þá hafa þeir vegna samninga landa á milli rétt til að fá arðinn sendan til sín, í það land sem þeir fluttu til. Innan ESB, gildir sama regla milli aðildarríkja ESB. Þekkt er að David Cameron hefur lofað því, að veita ríkum sem flýja til Bretlands góðar móttökur - rauða dregilinn. Atriði sem fer mjög í taugarnar á hinum nýja forseta Frakklands. Bretland vonast eftir að fá ríka einstaklinga frá Frakklandi til Bretlands, og skatttekjur þeirra. Þetta er algerlega í samræmi við reglur ESB, þ.s. fullt frjálsrlæði rýkir um kross eignaraðild fyrirtækja milli landa. Ríki Frakkinn er þó að íhuga að færa sig til Belgíu. Þ.s. ekki er þessi 75% skattur.
Þetta sýnir takmörkun skattlagningarleiðarinnar.
Burtséð frá því hvað fólki finnst þeir ríku ömurlegir að notfæra sér að þetta er gersamlega löglegt.
Málið er að það er ekki unnt að höfða til þeirra réttlætiskenndar - því einmitt henni er misboðið, þeir telja skattlagninguna ósanngjarna.
Eins og ég sagði í upphafi - hvað hverjum finnst sanngjarnt sníst um misjafnar lífsskoðanir.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar, það er ein spurning varðandi skattheimtu almennt. ef við horfum til skattheimtunnar á Íslandi þar sem talsverður hluti fólks er á lægstu launum um eða undir skattleysismörkum, leiða svona skattleysismörk og stigvaxandi skattamunur ekki til þess að margir atvinnurekendur í láglauna geiranum eru í raun að láta ríkið borga hluta af launkostnaðinum fyrir sig?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 09:04
Einar. Hvernig væri að byrja á leiðréttingunni hér heima á Íslandi?
Liggur ekki beinast við að láta Halldór Ásgrímsson borga réttlátan skatt og arð til Íslandsbúa, af ránsfengnum, sem hann notar óhindrað og einungis fyrir sitt siðlausa egó (eigingirni)?
Er Halldór Ásgrímsson ekki enn skráður í Framsóknarflokkinn? Þessu þarf að svara!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 09:27
Góð spurning Kristján, ríkið fær þá ekki tekjur af þeim launum. Spurning hvernig skattlagning þeirra launa myndi koma út fyrir ríkið. Þá hefði það fólk minna - ríkið kannski telur að það myndi þá neyðast til að borga meira til þessa hóps í gegnum millifærslukerfi, þannig að fyrir það sé þá ekki nettó gróði. Samfélagið myndi kalla á þær greiðslur, það myndi ekki sleppa við þær. Einnig spurning hvort það hefði neikvæð áhrif á atvinnuleysi, að flr. væru án atvinnu - ef það leiddi til þess að verkalýðsfélög þrýstu þessum töxtum hærra upp, þannig að atvinnurekendur myndu bregðast við með því að fækka störfum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.9.2012 kl. 11:24
Anna - þarna kemur einmitt lífsskoðun. Hvað er þá réttlátt gjald? Er það ránsfengur? Eða einfaldlega "réttmæt eign"? Þarna fer afstaðan algerlega eftir því hver talar. Deilan er ekki bara við Dóra, heldur er þetta ein af megindeilum þeim sem skekja þjóðfélagið, og snýr að tekjuskiptingu - í reynd tekjujöfnunarkrafa. Sem sumir telja "réttlæti" meðan aðrir eru greinilega annarrar skoðunar. Einhvern vegin virðist mjög erfitt að finna milliveg, því ef þ.e. reynt - kemur ásökunin um svik mjög fljótt fram. Spurning hvort að ítrasta krafa sé í reynd raunhæf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.9.2012 kl. 11:30
Það er alltaf spurning hvernig á að ná í hina földu peninga til að láta þá borga skatt.
En það er eitt sem gleymist í þessu máli er að evrópa með esb í farabroddi minnir helst á götumellu í þessu máli. Því hvergi á hnettinum er bankakerfinu leyft að stofna reikninga á aflandseyjum eins og Jersey og Tortolu. Peningarnir fara nefnilega aldrei frá því evrópu landi sem hann er stofnaður í. Heldur er aðeins stofnaður reikningur í bankanum og vísað í banka í viðkomandi landi sem yfirleitt er bara lítil skrifstofa.
Hér á árum áður hét þessi deild alþjóðadeild sem sinnti þessu t.d. var svona deild hjá NATVEST bankanum í Bretlandi og eitthvað finnst mér að einhverjir íslensku bankarnir hafi notað Lúxumborg fyrir sína yðju. Sem dæmi sá í Fortune að Hamars á 30 milljarða í leynireikningum í evrópu.
Evrópa þarf að hreinsa til í sínu bankakerfi.
Ómar Gíslason, 15.9.2012 kl. 22:15
Hvernig stendur á að þetta komúnista hugtak jafnræði, jafnræðiskaup o.s.fv. verður svona rótfast í landi sem er vel mentað.
Ekki er ég ríkur og greiði mína skatta, og var neyddur til að greiða skatta um tíma á Íslandi og fékk ekkert fyrir það eins og aðrir skattgreiðendur á Ísland.
Það er staðreind að ef að skattar eru bara fixed prósenta á alla eins og var í Hong Kong og sennilega er ennþá 15% þá skilast skattekjur hins opinbera sér bezt inn. Ekki að ég viti mikið um Rússland en mér skilst að þetta sé gert þar núna.
Ef að prósentan er 10% og maður hefur í tekjur 100,000 þá greiðir hann 10,000 í skatta, ef að annar maður hefur 1,000,000 í tekjur þá greiðir hann 100,000 í skatta. Þeir ríku sjá ekkert við það að greiða meira en aðrir ef þetta er sama prósenta af kaupi eða tekjum og allir borga.
Það er þegar mikill hluti þjóðar og þá á ég við Bandaríkin sem greiðir engann tekju skatt, og svo er ættlat til að þeir sem hafa tekjur yfir $250,000 greiði nær 40% af tekjum.
Hvernig dettur frökkum í hug að skattpína þá sem eru með fyrirtækin og halda þjóðini í atvinnu. Ég hef aldrei fengið atvinnu hjá fátækum manni. Svona skattpíningar verða til þess að fyrirtækin eru flutt til annara landa, þar sem skattar eru lægri.
Öfundsýki út í þá sem eru duglegir og verða ríkir hef ég aldrei getað skilið, en því miður þá ríkir þetta á Íslandi og skattayfirvöld ýta undir þetta með því að opinbera allar skattskýrslur. Það kemur bara engum við nema mér og skattayfrvöldum hvað ég er með í tekjur.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 15.9.2012 kl. 22:51
Einar Björn. Raunveruleikinn stangast á við það sem almenningi er sagt í stóru fjölmiðlunum, og frá ræðupúlti fáránleikhússins, sem kallað er al-þingi lýðræðis-þjóðarinnar Íslands. Svona opinberar stjórnsýslu-blekkingar eru siðlausar, ólýðræðislegar og óréttlátar að mínu mati.
Hvers vegna sleppir þú því að svara hvort Halldór Ásgrímsson er enn í Framsóknarflokknum, og jafnvel mikill innanbúðar-áhrifamaður?
Jóhann Kristjánsson. Öfundsýki er ekki minna hættuleg sýki heldur en siðblind peninga og valdagræðgi-sýki.
Þú gleymir því að fjöldi fólks er mjög duglegt, en er samt ekki ríkt? Hvernig útskýrir þú það?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.9.2012 kl. 23:46
Kristinsson Anna, Kristinsson.ekki Kristjánsson
Einmitt Anna ofundsýki er hættulegur sjúkdómur.
Ég tel mig vera duglegan að koma mér áfrm fjárhagslega en aldrei mundi ég vera talinn ríkur.
Það hjálpar mér ekkert að draga aðra niður sem hafa vegnað betur en mér, ég bara samgleðst þeim og vildi óska að mér hafði gengið eins vel og þessum ríku.
Niðurstaða: Að draga þá ríku niður á min level eða lægra, gerir mig ekkert ríkari.
Sorry Einar stóðst ekki að nota þitt set upp í lok þinna pistla, les þá mjög oft og finnst þeir mjög frðoðlegir.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 16.9.2012 kl. 00:10
Afsakaðu villuna Jóhann. Ég geri svo sannarlega villur, bæði í lífinu og á prenti, og þakka ég fyrir þegar mér er bent á þær af heiðarlegu og velmeinandi fólki :)
Ég öfunda ekki þá sem eiga meira af veraldlegum auð en ég. Að mínu mati er stærsti auðurinn börnin og svo auðvitað heilsan til að sinna þeim og sjálfum sér. Allir þurfa samt að hafa möguleika á húsaskjóli, næringarríkum mat, og þeim kerfiskröfum, sem eru kostnaðarsamt skylduálag frá stjórnsýslunni.
Það er mikilvægt að taka með í stjórnsýslu-réttlætisdæmið, að sumir hafa hreinlega ekki möguleika á að bjarga sér jafn vel og aðrir í spillingarsúpunni ólöglegu, siðblindu-sjúku og valdagráðugu.
Fyrir því eru margar ástæður, sem fólkið sjálft ber ekki alltaf ábyrgð á, heldur siðlaus glæpastjórnsýslan, í samvinnu við lyfjamafíu-yfirvöld heimsins. Læknar eru því miður kúgaðir í þessari lyfjamafíu-spillingar-stjórnsýslu.
Að það skuli líðast í einu af náttúruauðlinda-ríkasta landi veraldar, að fólk hafi ekki fjárráð samkvæmt löggjafa-stjórnsýslu-ákveðnum framfærsluviðmiðum, til að lifa eðlilegu og mannsæmandi lífi, er ólíðandi. Þetta er reyndar gömul og ný saga spilltrar-stjórnsýslu Íslands og annarra siðlausra, löglausra og vanþróaðra ríkja.
Þegar sumir eru sagðir eiga skilið að fá gefins fiskveiðikvóta þjóðarinnar, og innistæður Búnaðarbankans og annarra banka, þá eru talsmenn þeirra siðlausu og réttar-laga-spilltu ofurlaunamanna ekki traustsins verðir né trúverðugir.
Það þvælist alveg ótrúlega mikið fyrir sumum, að segja sannleikann, og vinna út frá staðreyndum á traustum grunni.
Útkoman er áframhaldandi viðskiptaspilling manna í háttsettum embættum. Og einstakra mútaðra og bankaræningjakeyptra einstaklinga, sem eru vegna blekkingar-formlegheitanna í spillingunni, með einhvern blekkingar-flokks-bókstaf í þingkosningum, til að blekkja sjálfa sig almenning og lýðræðið.
Þ.e.a.s. flokks-bókstaf, sem er til þess gerður að segja fólki hvað er rétt og rangt, og segja fólki að í veröldinni sé til eitthvað raunverulegt Vinstri og Hægri-réttlæti. Svo er allt svikið daginn eftir "lýðræðislegar" kosningar.
Allt er þetta blekkingarleikur spilltrar stjórnsýslu!
En heimspólitíkin reynir áfram að blekkja kjósendur, með þessum mafíustýrðu og óraunhæfu Vinstri-Hægri-blekkingum verðbréfa-heimsbanka-ræningjanna löglausu og siðlausu.
Þetta er allt svo sannarlega áróður misviturra manna/kvenna, og öfga-áróður hernaðar-trúarbragðanna hættulegu. Trúarbragða-hernaði sem útrýmir saklausu og heiðarlegu fólki, sem þeir réttlæta í nafni trúarbragða og blekkinga.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2012 kl. 18:35
Anna Sigríður ekkert að afsaka vildi bara leiðrétta.
Þú hefur rétt fyrir þér þeir sem eru heilbrigðir eru ríkir. Það geta engir peningar verið meira virði en heilsa manns.
Spillingin er með rætur sínar í bönkunum og bankarnir spilla stjónmálamönnum og dómurum. Ef það væri hægt að eyðilegja spilligarræturnar, þá kæmi restin að sjálfu sér.
En jafnrétti í launum er bara kommúnista hugtak, og þá á ég við að maður sem er duglegur og kemur sér vel áfram á skilið að hafa hærri laun en letingi sem nennir varla að anda.
En ég skil hvað þú ert að tala um, það er ekkert gert til að hjálpa heimilunum að halda húsnæðinu sem það var að reyna að eignast.
Af hverju, það þarf nú ekki nema að líta á tekkjuskírslur bankana, hvar voru stjórnmálamennirnir og dómararnir?
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning