Seðlabanki Bandaríkjanna hefur prentun að nýju!

Þetta er líklega meginfrétt vikunnar, að stjórn "Federal Reserve" skuli hafa samþykkt að hefja "QE3" þ.e. þriðju prentunaraðgerð sína, síðan að kreppan hófst á árinu 2007/8. Stjórnarformaður, yfirmaður bankans, Ben Bernanke kynnti ákvörðunin fimmtudagskvöld.

  1. "The Committee is concerned that, without further policy accommodation, economic growth might not be strong enough to generate sustained improvement in labor market conditions.
  2. "Furthermore, strains in global financial markets continue to pose significant downside risks to the economic outlook."
  3. "The Committee also anticipates that inflation over the medium term likely would run at or below its 2pc objective."
  1. "To support a stronger economic recovery and to help ensure that inflation, over time, is at the rate most consistent with its dual mandate, the Committee agreed today to increase policy accommodation by purchasing additional agency mortgage-backed securities at a pace of $40bn per month."
  2. "The Committee also will continue through the end of the year its program to extend the average maturity of its holdings of securities as announced in June, and it is maintaining its existing policy of reinvesting principal payments from its holdings of agency debt and agency mortgage-backed securities in agency mortgage-backed securities."
  3. "These actions, which together will increase the Committee’s holdings of longer-term securities by about $85bn each month through the end of the year, should put downward pressure on longer-term interest rates, support mortgage markets, and help to make broader financial conditions more accommodative."

Þeir eru í reynd að segja að eftirspurn sé svo slök í Bandaríkjunum, að þrátt fyrir alla þessa prentun, reikni þeir með því að verðlag hækki ekki umfram 2% á ársgrundvelli.

Þetta segir eiginlega, að hætta hafi farið vaxandi á þróun í átt að verðhjöðnun, sem líklega hefur kallað á þessi nýju inngrip.

"To support continued progress toward maximum employment and price stability, the Committee expects that a highly accommodative stance of monetary policy will remain appropriate for a considerable time after the economic recovery strengthens."

Sem segir eiginlega, að þessi heildarpakki geti haldið áfram um töluverðan tíma.

Eins og fram kemur að ofan, er ein af ástæðunum nefnd - að óvissa í alþjóðaumhverfinu sé að skaða ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.

Við vitum vel hvaða vandi, hefur verið að skaða ástand mála í hagkerfum heimsins - evrukrýsan.

Bank og England hefur nú verið í prentunaraðgerð megnið af þessu ári - og ekki líkur á stoppi á næstunni.

  • Líklegast er evrukrýsan meginástæða þess, að svo hefur hægt á hagvexti í Bandaríkjunum, að stjórnendur "Federal Reserve" telja sig tilneydda, að hefja fulla seðlaprentun á ný.

Því miður bendir flest til þess að evrukrýsan sé í besta falli hálfnuð - þ.e. ef maður gefur sér að evran hafi það af, á sama tíma því lengur sem hún stendur því líklegra að hún endi með hvelli.

Það þíðir væntanlega að hún mun halda áfram að skaða efnahagshorfur í heiminum.

  • Þannig að prentunaraðgerð "Federal Reserve" og sú sama hjá "Bank of England" geta haldið áfram lengi enn.
  1. En ólíkt fyrri prentunaraðgerðum hefur nú "QE3" engin skilgreind tímamörk - heldur einungis skilgreint markmið, þ.e. aðgerðin haldi áfram svo lengi sem ástandið kalli á hana.
  2. Svo ef evrukrýsan heldur áfram í 2 ár, þá þíðir það væntanlega að "QE3" mun standa a.m.k. eins lengi yfir, jafnvel lengur.

 

Afleiðingar?

Þær hljóta að vera töluverðar.

  • En síðast þegar "Federal Reserve" prentaði, þá hækkaði verðlag á alþjóðamörkuðum á olíu og annarri hrávöru - sem einkum helst er seld í dollurum.

Það var líklega afleiðing prentunar, sýndi að dollarinn var að verðfalla gagnvart hrávörum.

Líkur eru því á því, að sú saga endurtaki sig.

Það þíðir þá væntanlega að sú verðbólga sem þá var í alþjóðakerfinu er "Federal Reserve" síðast prentaði, mun koma aftur.

Það mun bitna á okkur hérlendis, sem og t.d. Evrópu.

En á evrusvæði gerðist það sama, að verðlag á hrávöru hækkaði - þ.e. á innfluttri hrávöru.

  • Annað sem líklega gerist, er að evran mun rísa gagnvart dollar - - sem hugsanlega einhverjir kjánar munu túlka hérlendis sem traustyfirlísingu markaðarins á evrunni.

En það var ekki það síðast, og verður ekki svo nú, en málið er að með prentun verður peningastefna í Bandaríkjunum orðin mun "lausari" en í Evrópu, þ.e. ekki er a.m.k. þessa stundina enn hafin nein ný prentunaraðgerð, og vextir þó þeir séu þeir lægstu í sögu Seðlabanka Evrópu eru samt hærri en í Bandaríkjunum.

Málið er, að þessi hækkun gagnvart dollar verður ekki góð fyrir evrusvæði, því það mun skaða samkeppnishæfni útflutnings frá evrusvæði.

Að auki, þ.s. ég tel að verðbólgan í alþjóðakerfinu muni aftur koma til baka þ.e. hrávöruverðs verðbólgan.

Þá mun verðbólga aftur aukast á evrusvæði - - sem mun hleypa verðbólguhaukum á evrusvæði kapp í kinn.

Sem munu þá heimta vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu úr núverandi 0,75 í a.m.k. 1% jafnvel hærra, en á sama tíma mun þá hrávöruverðsverðbólgan vera að skaða hagkerfi evrusvæðis enn - enn frekar, dýpka kreppuvandan.

Ef haukarnir myndu ná að þvinga fram vaxtahækkun til að berjast við verðbólgu, þá myndi það dýpka kreppuna - - enn, enn frekar.

Síðan, er vert að muna að fj. evrusvæðisríkja eru í stífu aðhaldi, skv. kröfum um samdráttaraukandi niðurskurð.

----------------------------------

Þannig að prentunaraðgerð Seðlabanka Bandaríkjanna, eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu.

Mjög slæmar fréttir fyrir evrusvæði - sérstaklega.

 

Niðurstaða

Það að "Federal Reserve" hefur á ný prentun, er líklega slæm frétt fyrir okkur einnig. En eins og fram kemur, reikna ég með endurtekningu hrávöruverðs verðbólgunnar sem síðast er prentað var í Bandaríkjunum átti sér stað í heimskerfinu. Líklega mun eitt enn einnig gerast, en þá voru hrávörulönd víða í vanda vegna gengis eigin gjaldmiðla - þ.e. það vildi hækka gagnvart dollar. Sem minnkaði samkeppnishæfni þeirra atvinnuvega. 

Það rýkti um tíma veruleg spenna í gjaldmiðlakeri heimsins, sumir seðlabankar voru farnir að beita gagnaðgerðum til að berjast gegn því, að gengi eigin gjaldmiðla myndi hækka verulega gagnvart dollar.

Það verður áhugavert að sjá, hvort að í framhaldinu á þessu - skelli á "fullt gjaldmiðlastríð" í heimshagkerfinu.

En, ekki má heldur gleyma Japan, sem hefur verið í nokkrum hagkerfisvanda síðan stóri skjálftinn varð þar um árið. Jenið fór einnig hátt upp gagnvart dollar síðast, er Seðlb. Bandar. prentaði.

Enn er japanska hagkerfið ekki að ganga nægilega vel eftir áfallið, svo það má vel vera að seðlabanki Japan muni þá einnig hefja prentun.

Svo ætli að það stefni ekki í þ.s. margir hafa verið að spá - allsherjar útþynningu megingjaldmiðla heimsins, sem þá sé rökrétt afleiðing skuldakreppunnar í ríku hagkerfunum.

Endanleg afleiðin - lífskjarahrun í ríku hagkerfunum. En sennilega eru þau lífskjör í reynd fallin fyrir þó nokkru síðan - það sé hin eiginlega útkoma skuldakreppunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband