Hugsanlega hefur Stjórnlagadómstóll Þýskalands drepið evruna!

Tja, ég veit að fjölmiðlar sögðu að Stjórnlagadómstóll Þýskalands, hefði ekki skilgreint ESM (framtíðar björgunarsjóður evrusvæðis) sem ólöglega stofnun skv. þýskum stjórnlögum. Angela Merkel fagnaði niðurstöðunni. Markaðir þutu upp.

En málið er, að ekki er allt sem sýnist!

Dómstóllinn setti nefnilega "mjög erfið skilyrði."

 

Þar liggja mjög eitraðar pillur - German court backs ESM rescue fund in double-edged ruling - A Setback for Germany's Euroskeptics

  • "Germany's upper ceiling of liability for rescue measures undertaken by the ESM will be capped at €190 billion ($245 billion). The court also affirmed the current rules -- namely that that obligation cannot be changed without the approval of the German representative within the ESM. In other words, there can be no increase in the scope of the funds made available from Germany without a "yes" from Berlin. This is because the position of the German representative to the ESM must always be given a mandate through a vote in parliament on any important bailout decisions."

Vandinn við þetta er að skv. þessu, þarf þá samþykki beggja þingdeilda þýska þingsins, ef á að hækka þakið, en dómstóllinn þrengdi einnig skilyrði um þinglega meðferð. Nú er ekki nóg að tala einungis við efri deild, heldur þurfa báðar deildir nú að jánka.

Þetta auðvitað er gott í samhengi lýðræðis innan Þýskalands, og sjálfsagt fyrir það sjónarmið að verja rétt þýskra skattgreiðenda, en það hefur alvarlegan galla.

Að þetta stórfellt dregur úr líkum á því, að stjórnvöld Spánar og Ítalíu, geti náð samkomulagi við Þýskaland, um aðstoð í gegnum ESM - svo Seðlbanki Evrópu geti síðan keypt ríkisbréf þeirra, skv. tilboði Seðlabanka Evrópu frá sl. viku: Er evrópski Seðlabankinn búinn að bjarga evrunni?

En þ.s. ECB gerði það að skilyrði fyrir kaupum, að fyrst myndi land óska eftir björgun frá ESM, og að auki áréttaði að einungis yrði keypt svo lengi sem land uppfyllir sett skilyrði, þá þíðir það - að akkúrat hvaða skilyrði land sem leitar aðstoðar nær að semja um "er lykilatriði."

Með því að gera slík mál háð samþykki beggja deilda, hefur dómstóllinn í Karlsruhe, gert það mun ólíklegra að slíkt samkomulag náist.

Aukið líkur þess, að löndin tvö standi frammi fyrir svo erfiðum afarkostum í staðinn fyrir að fá aðstoð, að þau bíði fram á síðustu stundu, við að ákveða sig.

Og að sjálfsögðu magnar hættuna á því, að þau velji að yfirgefa evruna þess í stað.

 

  • "The Karlsruhe court said both houses of the German parliament – including the eurosceptic Bundesrat – must be consulted on all EU bail-outs. The Bundestag “must individually approve” every big rescue package and is “prohibited from establishing permanent mechanisms based on international treaties which are tantamount to accepting liability for decisions by free will of other states, above all if they entail consequences which are hard to calculate”."

Seinni punkturinn í þessu, virðist útiloka gersamlega að Þýskaland samþykki "sameiginlega ábyrgð á skuldum aðildarlanda."

Ég sé ekki betur, en að þá komi þetta einnig í veg fyrir, að komið verði á sameiginlegu innistæðutryggingakerfi, því það væri sannarlega skuldbinding sem erfitt eða ómögulegt er að áætla.

Það getur skotið niður hugmyndir sbr. þær sem Manuel Barroso kynnti á miðvikudag - Barroso unveils European banking union - en ég á erfitt með að sjá, hvernig komist verður framhjá þessu ákvæði, ef eins og Barroso leggur til. Að 6000 bankar eða hér um bil, verði settir undir sameiginlega stjórn ásamt sameiginlegri ábyrgð.

En það hlýtur að fela í sér kostnað, sem nær ómögilegt yrði að áætla með nákvæmni.

Nema, að ábyrgðinni sé sleppt - eða að Seðlabanka Evrópu væri falin hún, en ég ætti erfitt með að sjá þjóðverja sem eru logandi hræddir við verðbólgu, samþykkja bakábyrgð með ótakmarkaðri prentunarheimild.

Svo hætt er við því, að fyrir bragðið verði "banking union" þetta - afskaplega gagnlýtið eða miklu mun gagnminna, en menn vonast eftir. Verði útvatnað þangað til að það geri ekkert gagn.

 

  • "Any alienation of the Bundestag’s budgetary powers would require a new constitution and a referendum."

Ef á að víkja undan þeirri reglu, að það þurfi að fá heimild beggja þingdeilda þýska þingsins, í sérhvert sinn. Þá þurfi nýja stjórnarskrá.

 

Niðurstaða

Ég reikna með því, að á næstu dögum muni markaðir átta sig á því, að dómur dómstólsins í Karlsruhe, var ekki nærri því eins jákvæð frétt og þeir töldu á miðvikudag. En þ.e. einmitt akkílesarhæll tilboðs Mario Draghi frá sl. viku, að krefjast þess að ríki óski fyrst aðstoðar til nýja björgunarsjóðsins "ESM." En skv. kröfu Karlsruhe, sem hefur sett kostnaðarþak við 190ma.€ framlag Þýskaland sem þegar liggur fyrir. Þá er ekki unnt að hreyfa við því þaki hér eftir, nema báðar þingdeildir Þýska þingsins samþykki.

Það getur reynst þrautin þyngri, að fá þýska þingmenn til að samþykkja þau vægu skilyrði sem ríkisstjórn Spánar vonast eftir, nógu erfitt var það þegar nóg var að fá samþykki efri deildarinnar. En þegar fulltrúarnir frá löndunum, eiga einnig að taka þátt í ákvörðuninni. Sum löndin eru mjög íhaldssöm, virkilega. 

Þá a.m.k. tvöfaldast erfiðleikastigið. Þannig að líkurnar virðast stórfellt minnka.

Þannig að þá stefnir í að Spánn muni ekki geta komist hjá mjög erfiðum skilyrðum í takt við þau sem Grikkland hefur lent í, sem þá vegna þess að á Spáni er nú þegar uppi mjög mikil andstaða meðal almennings, gagnvart björgunaráætlun af slíku tagi. Minnkar þá líklega verulega, að Spánn kjósi að óska aðstoðar.

Þess í stað virðist mér að líkur geti farið hratt vaxandi á að, Spánn kjósi að yfirgefa evruna. En skv. nýlegum könnunum er lítill munur á fylgi við evruna og við þá hugmynd að taka aftur upp peseta. Ef maður framreiknar ástandið, getur orðið fullur viðsnúningur á þeirri afstöðu.

Svo ef til vill er niðurstaðan sú, að frétt dagsins hafi í reynd verið slæm fyrir framtíð evrunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Með öðrum orðum ertu þá  að segja að Evran sé fallinn.

Eggert Guðmundsson, 13.9.2012 kl. 11:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. ekki enn útilokað fullkomlega að stjv. Spánar lippist niður, og láti gríska hjöðnun ganga yfir lándslýð. Þaðmyndi þó líklega enda með ósköpum fyrir rest. En ef þeir lippuðust, gæti það kannski keypt eitt ár í viðbót jafnvel 2 með miklu harðfylgi, þegar götumótmæli væri líklega komin á alvarlegt stig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.9.2012 kl. 15:54

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu Einar Björn/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 13.9.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband