12.9.2012 | 01:32
Evruaðild er í reynd orðin að sjálfstæðismáli!
Enn þann dag í dag, ræða flestir svokallaðir málsmetandi menn um upptöku evru sem einungis hagfræðilega spurningu. En það er úrelt sjónarmið.
Málið er að stofnanir ESB og stuðningsmenn innan aðildarríkja evru, stefna að mjög stórfelldri svokallaðri dýpkun samstarfsins um evru.
Ef af henni verður, þá verður mjög mikill munur á sambandinu um evruna og restinni af Evrópusambandinu.
Sambandið um evruna, mun ef allt gengur að óskum eins og ofangreinda aðila dreymir um, innan skamms stíga stór srkef í átt að því að verða að raunverulegu sambandsríki.
Sjá útlistun Mario Draghi á hans hugmyndum:
...this new architecture does not require a political union first. It is clear that monetary union does entail a higher degree of joint decision-making. But economic integration and political integration can develop in parallel. Where necessary, sovereignty in selected economic policy fields can and should be pooled and democratic legitimation deepened.
How far should this go? We do not need a centralisation of all economic policies. Instead, we can answer this question pragmatically: by calmly asking ourselves which are the minimum requirements to complete economic and monetary union. And in doing so, we will find that all the necessary measures are firmly within our reach.
For fiscal policies, we need true oversight over national budgets. The consequences of misguided fiscal policies in a monetary union are too severe to remain self-policed. For broader economic policies, we need to guarantee competitiveness. Countries must be able to generate sustainable growth and high employment without excessive imbalances. The euro area is not a nation-state where persistent cross-regional subsidies have sufficient popular support. Therefore, we cannot afford a situation where some regions run permanently large deficits vis-à-vis others.
For financial policies, there need to be powers at the centre to limit excessive risk-taking by banks and regulatory capture by supervisors. This is the best way to protect euro area taxpayers. There also needs to be a framework for bank resolution that safeguards public finances, as we see in other federations. In the U.S., for example, on average about 90, mostly smaller, banks per year have been resolved since 2008 and this had no impact on the solvency of the sovereign.
Political union can, and shall, develop hand-in-hand with fiscal, economic and financial union. The sharing of powers and of accountability can move in parallel. We should not forget that 60 years of European integration have already created a significant degree of political union. Decisions are made by an EU Council filled by national ministers and by a directly elected European Parliament. The challenge is to further increase the legitimacy of these bodies commensurate with increasing their responsibilities and to seek ways to better anchor European processes at the national level...
Eins og sést af þessu, að ef þetta allt næst fram - verður evrusvæði orðið nokkurn veginn sami hluturinn og sambandsríki.
Ég er ekki að kasta mati á líkur þess að af þessu verði.
Heldur benda á það augljósa, að spurningin um evru eða ekki evru, er ekki lengur eingöngu "efnahagsleg" spurning.
Heldur er hún orðin afskaplega hápólitisk, því skv. ofangreindu ræðst hún að kjarna sjálfstæðisins.
En ef það má rífast um hvort núverandi aðildarríki ESB séu sjálfstæð eða ekki, þá væri það ekki lengur umdeilanlegt um aðildarríki evrusvæðis - ef þessi lýsing á draumnum yrði að veruleika.
Þá snýst krafan um upptöku evru - í reynd um algert afnám sjálfstæðis þjóðarinnar.
Það var ekki þannig á sl. áratug - en nú er orðið ljóst að ef evran á að hafa það af, þarf að ganga þessi skref - - og þá er komin allt önnur sviðsmynd.
Deilan sem hingað til hefur staðið um evru - er reynd á úreltum sjónarmiðum.
Við þurfum að fara að ræða þetta sem - sjálfstæðismál fyrst og fremst.
Sem er hin nýji veruleiki!
Niðurstaða
Vegna þess að ef evran hefur framtíð, þá þíðir það að evrusvæði mun í framtíðinni taka stórtíg skref til þess að verða að sambandsríki. Þá er í reynd umræðan um evruna eins og hún hefur verið hingað til, byggð á úreltum forsendum. Evrusvæði er við það að breytast með svo rótækkum hætti - ef við gefum okkur að evran hafi það af, að við blasir ný sviðsmynd. Sú gamla frá sl. áratug, sem því miður umræðan sníst enn um - - er einfaldlega úrelt. Og það þarf nú að fara að ræða málið skv. hinni nýju sviðsmynd. Því ef evran mun hafa það af - þá er það svo að það er sú framtíð evrusvæðis sem við blasir.
Það þarf að ræða málið skv. réttum formerkjum.
------------------------------------
Ps: Bendi sérstaklega á þessi orð hans, en hann er að viðurkenna þ.s. ég hef sagt síðan 2010 að sé grunnorsök skuldavandans, þ.e að sum lönd höfðu viðskiptahalla meðan sum lönd höfðu viðskiptahagnað við þau sömu, löndin með halla voru að skuldsetja sig við löndin með hagnað, að slíkt sé ætíð ósjálfbært ástand - - nema á móti komi fjármagnsstreymi í öðru formi til landanna með halla, sem sé jafnt að verðmætum. Ef ekki verði vandi óhjákvæmilega fyrir rest, þegar uppsöfnun skulda leiði löndin með halla í vanda þ.e. skuldakeppu:
"Countries must be able to generate sustainable growth and high employment without excessive imbalances. The euro area is not a nation-state where persistent cross-regional subsidies have sufficient popular support. Therefore, we cannot afford a situation where some regions run permanently large deficits vis-à-vis others."
Þetta hafa reyndar margir óháðir hagfræðingar sagt, fengið bágt fyrir frá evrusinnum, sem hafa í gegnum árin haldið því blákalt fram, að innan evru skipti viðskiptahalli ekki máli. Svo sannarlega hefur sú trú, afsannast og það rækilega. Meðan það eru ekki millifærslur, þá er viðskiptahalli a.m.k. jafn alvarlegt vandamál á evrusvæði, í reynd alvarlegra því ekki er unnt að leiðrétta slíkan halla með snöggum hætti með gengisfellingu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að það hafi tekið umræðuna um efnahagsvandann allan þennan tíma að komast á þennan stað frá því heimskreppan skall á 2008, sýnir gagngert hversu þunglamalegt og getulaust ESB-batteríið er. Það tók fjögur ár einungis að viðurkenna eina af orsökum vandans. Hvað skyldi það taka mörg ár að byrja að taka á vandanum?
Merkilegt nokk að seðlabankastjóri nokkur sé farinn að skipa fyrir um sameiningar a.m.k. tíu ríkja. Var hann nokkuð kosinn til þess? Það er eins og mig minni að svo sé ekki...en það er náttúrulega svo langt síðan þessi vitleysa byrjaði.
Þorgeir Ragnarsson, 12.9.2012 kl. 10:38
Ég skil það þannig, að hann sé að setja valkostina fram - hann er í starfi þ.s. honum ber að berjast fyrr tilvist evrunnar. Hann er að sjálfsögðu ekki kjörinn. En þ.s. hann gerir með tilboðinu um prentu án takmarkana, er greinilega eina leiðin til að forða hruni evrunnar áður en þessu ári er lokið. Síðan nefnir hann, hvað hann telur nauðsynlegt að gera til að tryggja áframhaldandi tilvist gjaldmiðilsins þegar lengra er horft fram. Evran þíði allt þetta.
Í reynd er þetta viðurkenning á því sem við höfum ávallt sagt, að þú þarft sameinað ríki svo dæmið gangi upp.
Þ.s. við reiknum ekki með að vilji til þess að ganga svo langt sé í reynd til staðar í þeim sömu ríkjum, eigum við báðir væntanlega frekar en hitt von á því að hún flosni upp fyrir rest.
Að prentunaraðger Draghi fresti þeirri útkomu einungis.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.9.2012 kl. 12:45
Stundum finnst mér þetta líta þannig út að seðlabankastjórinn sé pólitísk málpípa Brussel, þ.e. það hentar þeim vel "teknókratískt" séð að svona yfirlýsingar komi frá Seðlabankanum. Þá verður pólitísk sameining "tæknileg nauðsyn" en ekki bara valdasöfnunarárátta þeirra í Brussel.
Auðvitað er augljóst að hann stillir upp kostum; mér var engin alvara í því að hann hefði brotið lög eða slíkt...en þetta afhjúpar ákveðin óeðlilegheit hjá Brusselvaldinu. Ef pólitísk sameining er knýjandi nauðsyn þá hljóta ESB-pólitíkusar að eiga að hafa forgöngu um það mál frammi fyrir kjósendum sínum í stað þess að fela sig undir borðum meðan aðrir tala.
Þorgeir Ragnarsson, 12.9.2012 kl. 13:01
Vandamálið er að krýsan rekur á eftir. Hún hefur sinn hrynjanda, og ekki slíka biðlund. Þeir standa frammi fyrir því að stíga stór skref, eða láta dæmið skella niður - en þó svo það verði farin sú leið, að Spánn fari inn í aðstoðarprógramm, og Seðlabankinn prenti fyrir kaupum. Þá er það ekki lausna á krýsunni. En Spánn mun þá skv. kröfu Seðlbankans, fylgja mjög stífu plani með hörðum samdráttaraukandi niðurskurði. Þegar með um 25% atvinnuleysi. Hættan á að sjóði upp úr er augljós.
Það þarf að stofna þetta "banking union" helst ekki síðar en fyrir árslok, þannig færa bankana yfir á sameiginlega ábyrgð.
Það myndi létta mjög undir með ríkjum í vanda, að bera ekki lengur ábyrgð á bönkum, sem þegar er í reynd vitað að þau ráða ekki við að baktryggja. Þá þurfa þau ríki ekki að bera eins mikinn kostnað, og auðveldar væri fyrir ríkissjóðina að ná saman endum, jafnvel í kreppu.
Það mun eðlilega mæta andstöðu skattgreiðenda í löndum, þ.s. skuldastaða er minni - því þá þurfa þeir að taka á sig meiri byrðar. Það getur leitt til þess að ekki verði af því.
Ef ekki, þá heldur Spánn áfram að bera ábyrgð á eigin bönkum, og þá get ég ekki séð annað en að Spánn stefni í japanska skuldsetningu - sem myndi þíða að það yrði að dæla í hann ódýru fé frá ECB. Það yrði þá líklega að afskrifa fyrir rest.
En þó maður skoði bestur fræðilegu útfærslu, eiga löndin í S-Evr. sennilega enn eftir nokkur ár í kreppu, og atvinnuleysi klárt mun aukast um einhvern óþekktan fj. prósenta áður en nokkur von er um viðsnúning.
Skuldastaða þeirra allra mun þíða að þörf verður á afskriftum, eða þá að t.d. skuldbreytt sé í lán til mjög langs tíma með mjög mildri greiðslubyrði.
Þetta hefur í reynd blasað við lengi. Stóra spurningin hvort almenningur í þeim löndum geti haft þá biðlund - eða þá hvort hann gefst upp, yfirgefur evruna.
Það er ekki enn búið að eiga sér stað. Menn eru að halda að frekari samruna sem lausn, ef skuldir eru gerðar sameiginlegar - ef bankaskuldbyndingar verða það.
Jafnvel þó það væri gert, yrði það samband afskaplega skuldugt, sennilega vel yfir 100% á þjóðarfraleiðslu fyrir rest. Ef maður reiknar með óhagstæðri fólksfj. þróun, þá virðist japönsk veiki mjög líklegur endapunktur.
Ef þeim tekst að halda þessu saman, og sannfæra fólk um að feta leið, aukins samruna.
Mér er fyrir hið minnsta fyrirmunað að sjá útópíu sem endapunkt.
---------------------
Svo kannski er betra að láta þetta gossa, það er hugsanlegt a.m.k. að það leiði fyrir rest, til hagstæðari niðurstöðu fyrir hagkerfin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.9.2012 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning