10.9.2012 | 20:37
Mjög áhugaverð kenning um afstöðu Angelu Merkelar til Grikklands!
Eitt af því sem gerir Der Spiegel svo skemmtilegt aflestrar eru gæði fréttaskýringa, þarna er sko ekki verið að stunda kranablaðamennsku - en Vilmundur Gylfason heitinn fann upp þann orðalepp. Þessi tiltekna fréttaskýring er sérdeilis áhugaverð, því þar er verið að leitast við að rýna í hvað er raunverulega að gerast að tjalda baki, í stað þess eins og tíðkast í ísl. blaða- og fréttamennsku, að tekið er við yfirlísingum stjórnvalda og tilkynningum þeirra, eins og þar komi fram "sannleikurinn sjálfur." En þess í stað eru yfirlísingar stjórnvalda - tek fram að ég á við stjórnvöld á vesturlöndum almennt - oft á tíðum frekar það sem stjórnvöld óska eftir, að almenningur taki trúarlegt, frekar en að vera endilega akkúrat í samræmi við strangt sannleikssjónarmið.
Why Merkel Wants To Keep Greece in Euro Zone: By Konstantin von Hammerstein, Christian Reiermann and Christoph Schult
Þessir ágætu blaðamenn, telja að Angela Merkel hafi nýverið skipt um skoðun á Grikklandi, en hún hafi lengi verið á báðum áttum, en þeir telja sig sjá merki þess með rýni í yfirlísingar og hegðun forsætisráðherra, að hún sé í reynd búin að ákveða að Grikklandi verði haldið innan evru hvað sem það kostar.
Þeir benda á, að nú sé hún nýbúin að samþykkja aðgerð Mario Draghi, sem snýst um að verja evruna "hvað sem það kostar" og afstöðubreyting hennar, sé liður í því.
Þeir benda einnig á, að það muni vera óheppilegt fyrir kanslarann, sem þarf að vinna þingkosningar á næsta ári, ef Grikkland verði hrakið úr evrunni áður.
Að auki, sé engin leið að áætla með vissu, hvaða áhættu sé verið að taka með gjaldmiðilinn evru, ef Grikklandi sé heimilað að hverfa þaðan út.
Þeir benda á til sönnunar að þeir hafi rétt fyrir sér, á ítrekaðar yfirlísingar Angelu Merkel, að þegar hún er aðspurð þá bendi hún ávallt sl. vikur á að skýrsla svokallaðrar "Þrenningar" um Grikkland komi ekki fyrr en í október.
Þetta telja þeir einungis vera aðferð hjá Merkel, til að býða með að þurfa að svara - hún sé búin að ákveða að halda Grikklandi inni.
Að auki, vilja þeir meina, að skýrslan verði meir pólitískt plagg - að niðurstöðum verði hagrætt, þannig að höfundar muni skv. fyrirmælum að ofan, komast að þeirri niðurstöðu að Grikkland sé fært um að fylgja þegar markaðri áætlun.
Það sé mikilvægt fyrir Merkel, að ekki komi til "björgunar 3" heldur, að þess í stað verði niðurstaðan - skv. pólitískri ákvörðun sú, að Grikkland muni geta fylgt áætluninni eftir allt saman, án nokkurra umtalsveðrra lagfæringa.
Þeir telja, að næstu tvær greiðslur verði líklega stækkaðar, til að brúa viðbótar kostnað sem hafi skapast á þessu ári, en síðan verði breytt yfir gjána sem líklega sé til staðar í því prógrammi.
Og lögð verði áhersla á að láta mál líta vel út á yfirborðinu, fram yfir þingkosningar í september 2013.
Persónulega stórfellt efa ég, að Grikkland hafi það af - að láta mál ganga upp eins og vonast er eftir, ef þessir ágætu blaðamenn hafa rétt fyrir sér.
- Ég treysti mér ekki til að fella mat á líkur þess hvort þeir hafa rétt fyrir sér eða ekki.
- Legg þetta fram til ykkar ágætu lesendur, svo þið getið sjálf metið þau líkindi.
Eitt er ég þó viss um, að Merkel hefur næga kaldhæðni, til að hegða sér skv. lýsingu þeirra.
Svo er það önnur áhugaverð fréttaskýring:
Draghi Almighty - Why ECB Bond-Buying Plans Undermine Democracy - A Commentary by Armin Mahler
Þetta er annað fyrirbæri, þ.e. sá sem þetta skrifar, er að tjá skoðun. Þetta er áhugaverð skoðun, því hún er skoðun margra þjóðverja í dag.
"The ECB is politically independent, but it is not above the law. It is only independent within its mandate, which is clearly defined by the European treaties: The central bank is tasked with safeguarding price stability in the euro zone -- no more and no less."
"Draghi wants more, though; he wants to save the European common currency at all costs. The euro, he says, is "irreversible.""
Það er fjöldi þjóðverja í dag, sem eru hundóánægðir með ákvörðun Mario Draghi frá sl. viku, ásaka hann um að hafa stigið yfir þ.s. þeir telja vera hlutverk Seðlabanka Evrópu.
Þeir skilgreina það sem svo, að Seðlabanki hafi einungis það hlutverk, að stuðla að stöðugum verðum þ.e. lágri verðbólgu. Það sé - allt og sumt.
Svo kvarta þeir undan því, að Mario Draghi skuli taka þá ákvörðun, að samþykkja með ströngum skilyrðum þó, kaup á ríkisbréfum landa á evrusvæði í vanda - án takmarkana.
- Punkturinn er sá - - hvernig á seðlbanki að stuðla að markmiðinu "stöðugleika í verðum" ef Seðlabankinn beitir sér ekki til að forða því að sá sami gjaldmiðill hætti að vera til?
Mér finnst þetta vera dálítið stórt vandamál á þeirri afstöðu, sem herra Mahler er einn af fulltrúum fyrir.
Draghi að sjálfsögðu bendir í ræðu sinni á það hve alvarlegt ástandið á evrusvæði er orðið - sjá ræðu: "Ræða Mario Draghi ásamt svörum við fyrirspurnum blaðamanna."
En þessi ágætu menn, annaðhvort gera þeir sér ekki grein fyrir því, í hve mikilli hættu evran er?
Eða, þeir meta stöðugleika í verðum sem mikilvægara markmið, heldur en það að tryggja áframhaldandi tilvist þess gjaldmiðils sem þau verð koma fram í.
Ég botna ekki almennilega í því hvernig þeir hugsa, nema að það sé í reynd svo, að þeir án þess að viðurkenna það beint, vilja í reynd evruna feiga.
En ef þ.e. svo, þá í sjálfu sér er það gersamlega rökrétt, að vilja skaða baráttuna til að tryggja hennar tilvist sem mest þeir mega.
Þriðja áhugaverða fréttaskýring Der Spiegel:
Euro Bailout Fund Faces New Court Challenge in Germany
At least one prominent politician is still trying to derail the ESM: Thanks to his persistent opposition to the euro rescue policies of Chancellor Angela Merkel's government, Peter Gauweiler has earned his reputation as a euro rebel. He has also challenged Germany's bailout policies at the Constitutional Court before. Gauweiler, who is with Bavaria's CSU, is trying to prevent the court from issuing another of its "yes, but" rulings in which the court imposes additional conditions on the government but basically allows it to continue funding the euro bailout as it has in the past. This weekend, Gauweiler attempted to torpedo the decision at the last minute, creating uncertainty in Berlin and Brussels.
The CSU politician submitted a new petition over the weekend to the Karlsruhe court to delay its ruling on the ESM. Gauweiler has based the petition on the decision announced on Thursday by the European Central Bank (ECB) that it would purchase unlimited quantities of sovereign bonds from crisis-plagued euro-zone member states. Gauweiler argues in his petition that the ECB's step has "created an entirely new situation" and that "almost all of the discussion that has taken place so far is now invalid". Through the bond-buying program, he argues, the ECB itself will become an "unlimited ultra- and hyper- bailout fund" -- one that national parliaments will have no control over.
Now Gauweiler is demanding that the court reject the ratification of the ESM treaty until the ECB revises its decision. He is arguing that if the court is not able to decide on the emergency petition that it should delay the ruling on the ESM that has been scheduled for Wednesday.
On Monday, a court spokesperson said the judges would convene later in the day to consider Gauweiler's petition and that a decision would likely be made by Tuesday morning on how the court would proceed.
Þessi Gauweiler er einn af talsmönnum sama sjónarmiðs og ofangreindur Mahler. Eins og ég sagði, ég fæ ekki skilið rökrænt samhengi skoðana þeirra nema að þeir raunverulega vilji evruna feiga.
Eins og fram kemur, þá er Gauweiler einn af þeim Þjóðverjum sem eru bálreiðir yfir ákvörðun Mario Draghi, að hann skuli dirfast að beita Seðlabanka Evrópu að ítrasta krafti, til að tryggja tilvist evrunnar.
Og eins og fram kemur, en hann er þingmaður á Sambandsþingi Þýskalands, og er meðlimur í flokki Angelu Merkel en sannarlega ekki á hennar vinalista, og hann um helgina sendi umkvörtun vegna ákvörðunar Seðlabanka Evrópu frá sl. fimmtudegi, sem gerði hugmynd Mario Draghi að formlegri stefnumörkun Seðlabanka Evrópu.
Gauweiler vill sem sagt, eyðileggja þessa tilraun, og Mahler er greinilega sama sinnis.
Líklega eru þessi herramenn, að róa því öllum árum - án þess að segja það upphátt - að Þýskaland taki upp sitt Bundesmark sem fyrst.
En þeir gætu ekki mögulega staðið sig betur í því markmiði - en einmitt með því að beita sér með þeim hætti, er þeir gera.
Sjálfsagt er rétt að leggja við hlustir á þriðjudag 11. En þá væntanlega kemur í ljós, hvort Stjórnarskrárdómstóll Þýskalands ákveður að verða við bón hæstvirts þingmanns Gauweiler.
En ef það gerist, þá gæti gildistaka ESM (framtíðarbjörgunarsjóðs evrusvæðis) tafist fram yfir nk. áramót, og það gæti svo sannarlega varpað mörkuðum ofan í djúpa grifju örvæntingar. En ESFS er nærri því tæmdur af peningum, að auki hefur sá þann galla að hvert og eitt einasta aðildarríki evru hefur neitunarvald innan hans, meðan að innan ESM gildir reglan um aukinn meirihluta - svo eitt eða tvö lítil aðildarríki geta ekki stöðvað mál sbr. Finnland. En ekki síst er málið það, að einungis ESM hefur starfsreglu sem heimilar honum að hefja kaup á ríkisbréfum ríkja í vanda, en Seðlabanki Evrópu ætlar að beita þeirri reglu sem skjóli. Þá semur aðildarríki um aðstoð, og sú aðstoð tekur það form. Síðan leggur Seðlabanki Evrópu sitt lóða á vogarskálarnar með ESM. Ef gildistaka ESM frestast, kemst sú áætlun ekki til framkvæmda nærri því strax.
Niðurstaða
Það er einhver undarleg uppreisn í gangi innan Þýskalands á hægri væng stjórnmála. Miðað við yfirlísingar þeirra, eru þeir svakalega óánægðir vegna þess að Seðlabanki Evrópu skuli hafa stigið út fyrir sitt hlutverk skv. því sem þeir skilgreina það.
Eins og ég benti á, skil ég ekki hvernig Seðlabankinn á að fylgja því hlutverki að tryggja stöðugleika í verðum innan evru, ef hann tryggir ekki áframhaldandi tilvist evrunnar.
Einghvern veginn, vefst þetta ekki fyrir þeim hægri sinnuðu andstæðingum ákvörðunar Seðlabanka Evrópu í Þýskalandi.
Ég segi, annaðhvort eru þessi menn ílla haldnir þráhyggju, eða þeir raunverulega vilja evruna feiga.
Ég hallast frekar að því síðara, en jafnvel þeir hljóta að vita innst inni, að markmið Seðlabanka Evrópu um stöðugleika í verðum missir algerlega tilgang sinn, ef evran sjálf hættir að vera til.
Punktur - andstæðingar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu, verða að ákveða sig, hvort þeir vilja evruna áfram eða ekki. Þú getur ekki bæði sleppt og haldið.
Ef evran á að halda áfram, er mikið verk framundan, og aðgerð Draghi er bara byrjunin á því ferli.
----------------------------------
Varðandi afstöðu Angelu Merkel til Grikklands, má vel vera að þeir Konstantin von Hammerstein, Christian Reiermann and Christoph Schult hafi rétt fyrir sér.
Ef svo er, þá kemur það í ljós í október - en skv. því mun skýrsla svokallaðrar þrenningar álykta að Grikkland sé fært um að fylgja settri áætlun, og að skuldastaða þess sé sjálfbær.
Sem ekki nokkur maður mun taka trúarlegu, en stundum ákveða stjórnvöld að 2+2 séu jafnt og 5 eða hvaða stærð sem stjv. hentar.
Felli ekki mat á það hvort þessir ágætu herramenn hafa rétt fyrir sér.
En þ.e. a.m.k. hugsanlegt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.9.2012 kl. 10:33 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vilmundur fann ýmis orð upp eins og hið frábæra orð möppudýr. En ertu viss um að Vilmundur hafi fundið orðið kranablaðamennsku upp?
Það held ég ekki, heldur að Jónas Kristjánsson eigi heiðurinn af því.
Ómar Ragnarsson, 11.9.2012 kl. 13:02
Nei, ég er ekki viss um það, og þakka leiðréttinguna. Það var þá ranglega munað hjá mér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.9.2012 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning