Bandarískur fjárfestir spáir því að bandaríkjadollar verði tengdur við gull innan 2-ja ára!

Þetta kom fram í frétt Daily Telegrap: US 'to return to gold standard within two years', says Euro Pacific Capital chief Peter Schiff.

Vandinn við þetta er sá, að tenging við gull leysir í reynd ekki nokkurn vanda.

Það er alger ímyndun að það búi til traustari grundvöll að baki peningum að tengja þá við gull.

Málið er að sá eini sem er til staðar, er í formi traustrar hagkerfisstjórnunar.

Það er ekkert til sem raunverulega hefur "stöðugt virði."

 

Gullforði virkar í reynd svipað og gjaldeyrisforði, er í reynd gjaldeyrisforði!

Sviðsmyndin sem alltaf þarf að hafa í huga er "kreppa." 

En þá er það sem virkilega reynir á "tengingar" hvort sem þ.e. við gjaldmiðla eða eitthvað annað.

Í tengingu við gull, og segjum að það skellur á kreppuástand í hagkerfinu, ríkissjóður viðkomandi lands lendir í halla-vanda eins og t.d. Spánn, og skuldir fara að safnast upp.

Á sama tíma, er gengið niðurnjörvað við gull - - ekki "fræðilega" unnt að fella gengið.

En, ef eins og við sjáum á evrusvæði, seint eða ílla gengur að aðlaga hagkerfi með launalækkunum - skuldir ríkis halda áfram að hlaðast upp, illa gengur að ná niður viðskiptahalla eftir að efnahagsáfallið skall á - því launamenn streitast á móti því að lækka laun.

  • Þá kemur að því, að aðilar fara að óttast "hrun" tengingarinnar (alveg eins og í dag óttast menn hrun evrunnar).
  • Bendi á, að allar tengingar við gull hafa hrunið - engin hefur staðist til lengdar. 
  • Þegar sá hrun ótti kemur fram, þá fara menn í vaxandi mæli að ganga niður í banka og heimta að fá peningum skipt yfir í gull: þetta er í reynd flótti fjármagns úr gjaldmiðlinum. Slíkur flótti úr gjaldmiðlinum sást mjög stað í heimskreppunni á 4. áratugnum.
  • Því meir sem ástandið ágerist að hagkerfið dalar og dalar enn frekar, þá heldur óttinn að magnast áfram - og enn fleiri færa sig yfir í gull, og gullforði seðlabankans stöðugt minnkar.
  • Að lokum - þ.s. gullforðar eru alltaf takmarkaður, alveg eins og er um gjaldeyrisforða, að ef stefnir í að sá klárast - - á seðlabankinn ekki nokkurs annars úrkosti en að fella gengið (fræðilega er unnt að minnka peningamagn í umferð, aðferð sem var reynd í heimskreppunni, en það einungis flýtti fyrir þessu hruni því við það ágerðist samdráttarástand hagkerfisins, sem magnaði enn meir flótta aðila yfir í gull).
  • Fræðilega eftir stóra gengisfellingu - - er unnt að tengja aftur við gull.
  • En það má allt eins velta því fyrir sér - - til hvers?

Málið er:

  1. Að ef ílla fer.
  2. Að ef ílla gengur að stöðva áframhaldandi hagkerfishrun.
  3. Það ástand stöðugt ágerist.
  4. Þá stenst engin tenging eða gjaldmiðilssamstarf.
  • Því þjóðir leitast alltaf við það að bjarga sér frá algeru efnahagshruni! 

Það skiptir engu máli hvort tenging er við gull eða annað svokallað fast verðmæti, eða annan gjaldmiðil, eða þá að gjaldmiðlar eru tengdir hverjir við aðra, eða land tekur upp jafnvel annan gjaldmiðil.

Allar slíkar tilraunir standa eða falla þegar næst kemur stór kreppa.

Hingað til hafa tengingar nær alltaf fallið í slíku ástandi, og gjaldmiðilsstamstarf hefur nær ávallt tekið enda fyrir rest, ef það inniheldur flr. en 2 þjóðir, og þá hrynur það í stórri kreppu.

Það þíðir ekki að t.d. evran hljóti að hrynja núna, en það þíðir það sem ég sagði í upphafi - - Lykilatriðið að baki trúverðugleika liggur í hagstjórninni sjálfri!

Það er ekkert augljóst að fljótandi gengi og "fiat" gjaldmiðlar séu ótraustara form.

 

Niðurstaða

Það er ekki til nokkuð það fyrirkomulag undir sólinni tengt gjaldmiðilssmálum sem ekki hefur verið reynt einhvers staðar. Nema, að ég held að evran sé fyrsta tilraun til að skapa sameiginlegan gjaldmiðil margra ríkja en með umtalsvert sjálfsstæði eða a.m.k. formlega fullvalda. 

Allar tengingar, hvort sem þ.e. tenging við annan gjaldmiðil eða svokallað "fast" verðmæti, virka meðan góðæri rýkir. Það sama á við um gjaldmiðilssamstarf.

Einhvern veginn er maðurinn dæmdur til að endurtaka sömu mistökin aftur - og aftur. Það kemur alltaf að því, að einhver ríkisstjórn tekur röð slæmra ákvarðana, eða að atvinnulíf það gerir, það verður einhvers konar ofris, og síðan í kjölfarið hefst kreppa.

Og menn munu aldrei sennilega hætta að leita að "stöðugleika." 

Sannleikurinn er sá - að stöðugleiki er ekki til.

Verður ekki til - sama hve lengi verður leitað að honum. 

Jafnvel einn hnattrænn gjaldmiðill - myndi ekki búa til stöðugleika.

En samt verður sennilega einhverntíma að því, að slíkur verður búinn til - að sjálfsögðu í nafni "stöðugleika." Þó örugglega ekki á líftíma nokkurs núlifandi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband