Í ljósi andláts Neil Armstrong, er ágætt að mynnast tunglferðanna!

Eins og fram hefur komið í fréttum er fyrsti maðurinn sem steig á tunglið Neil Armstrong látinn, hann lést sl. laugardag - blessuð sé minning hans. Sjá wikipedia: Neil Armstrong. Hann og félagarnir Michael Collins og Buzz Aldrin, ferðuðust til Tungslins - hófst ferðalagið á því að þeim var skotið á loft af griðarstórri flaug sem gat sent 43 tonna Apollo 11 farið alla leið til Tunglsins. Fyrstu 3 ferðirnar, voru förin 43 tonn þ.e. Apollo 11, 12 og 14 (13 misheppnaðist sprenging varð um borð, og en þrátt fyrir það tókst að snúa til Jarðar heilu og höldnu, fræg mynd var síðar gerð um atburðinn). En síðari 3 skiptin þ.e. Apollo 15, 16, og 17 var farið 47 tonn, og bar með sér farartæki.

  • Satúrnus V var gríðarstór, um 3.000 tonn við flugtak.
  • Hæð 111 metrar.
  • Ummál 10 metrar án ugga.
  • Gat borið 120 tonn upp á braut um jörðu.
  • Eða allt að 47 tonn til Tunglsins.

Satúrnus flaugin er án nokkurs vafa mjög magnað verkfræðilegt afrek, og er afrakstur Werner Von Braun og starfshóps hans, nasistans sem byggði V2 flugskeyti fyrir Hitler. En síðar byggði tunglflaugar fyrir Bandaríkin.

Án efa mesti eldflaugasmiður sögunnar fram að þessu.

Fyrir áhugasama eru ágætar Wikipedia síður:

Senan sem sýnir ökutækið keyra, er sérdeilis skemmtileg þó örstutt sé, en hún sýnir mjög vel að tækið er statt í lofftæmi. Það sést af hegðun ryksins sem farartækið þyrlar upp, að það fellur strax niður, í stað þess að mynda eiginlegan rykmökk eins og myndi gerast með fíngert ryk hér á Jörðu.

En þ.e. eitt sem mér finnst ég verða að nefna, þ.e. kenningar þess efnis að fyrsta Tunglferðin sérstaklega, hafi verið sett á svið með einhverjum hætti.

En ég er þeirrar skoðunar að Bandaríkin hefðu ekki getað komist upp með slíkt:

  1. Árið 1969 voru bæði risaveldin búin að koma sér upp neti njósnahnatta til að fylgjast með hverju öðru. Sérstaklega, til að fylgjast með geimskotum, enda bæði með áhyggjur af hugsanlegri kjarnorkuárás.
  2. Með slíku neti hnatta (early warning sats), gátu bæði séð þegar flaugum var skotið upp í geim, en flaug sem á að bera kjarnavopn á hinn enda hnattarins fer alla leið upp í brautarhæð yfir Jörðu, þó baugurinn hafi ekki næga orku til að sprengjan tolli uppi nema rétt nægilega lengi.
  3. Punkturinn er, að hvort að það var geimskot af Kanaveral höfða, gat ekki farið framhjá Sovétríkjunum, að auki hefðu þau séð í grófum dráttum stefnu flaugarinnar, enda slíkt nauðsynlegt svo unnt væri að vita hvort geimskotum væri stefnt að Sovétríkjunum sjálfum eða ekki.
  4. Síðan má ekki gleyma því, að það voru sjónvarpsútsendingar frá Tunglinu, sú tækni að staðsetja með nákvæmni hvaðan sendingar koma, var fullkomnuð í Síðari Heimsstyrrjöld. Ekki nokkur minnsti vafi að ekki væri unnt að plata tæknimenn Sovétríkjanna, um það hvaðan sendingarnar væru að koma.
  5. Svo má ekki gleyma því, að NASA var með samning við aðila sem ráku stóran útvarpssjónauka í Ástralíu, sem sá um að taka við merkjunum, og endurvarpa þeim áfram til Kanaveral höfða. Þegar Jörðin sneri með þeim hætti, að Kanaveral höfði sneri í burtu frá Tunglinu. Það er örugglega ástæða þess, að einhver radíóamatör taldi Tunglmerki koma frá Jörðinni, sem sumir telja vera einhverkonar vísbendingu sem styðji gabbkenninguna (fyrir nokkrum árum var sýnd hér í sjónvarpi áströlsk sjónvarpsmynd um það fólk er rak þá stöð, er NASA fékk að nýta útvarpssjónaukann þeirra).
  6. Sú kenning að of hættulegt sé að fljúga til Tunglsins er röng, en það myndi taka nokkur ár fyrir geimgeisla að drepa geimfara úr geislun. Varðandi Van Allen beltin, þá er megnið af geisluninni þar lágorku, sem þíðir að megnið af henni kemst ekki í gegnum einfaldan málmbyrðing. Síðan er farið á hraðferð þar í gegn, geislun af þess völdum óveruleg. Geislunarvandinn, er fyrst og fremst vandamál, ef á að dvelja í geimnum um verulegann tíma. T.d. ef menn hyggðust fara til Mars. En til lengri dvalar, þarf för sem veita betri vernd gegn geimgeislum.
  7. Svo bæti ég því við, að "life support systems" voru fundin upp rétt fyrir aldamótin 1900, en fyrstu kafbátarnir sem siglt gátu siglt neðansjávar voru teknir í notkun á síðasta áratug 19. aldar.
  8. Að lokum, vegna þess að Tunglið er rétt tæpa ljóssekúndu frá Jörðu, tekur það rétt tæpa sekúndu fyrir boð að berast frá Tunglinu og til Jarðar og öfugt. Það skýrir það að þó tölvur væru ekki mjög fullkomnar 1969-1972 er Tunglferðirnar fóru fram, þá var það ekki vandamál. Þær fylltu heilu salina á Jörðu niðri. En svo nærri Jörðu var ekki vandamál, að þær væru staddar hér en ekki um borð í geimfarinu.

Ég hef grun um að þessi kenning, höfði til fólks sem er andvígt Bandaríkjunum, þannig að vissrar íllkvittni gæti í þeirri hugsun. Það fólk langi til þess, að þetta hafi verið plat, mesta afrek líklega Bandaríkjanna hingað til.

 

Niðurstaða

Burtséð frá því hvaða skoðun menn hafa á Bandaríkjunum, er unnt að fyllast aðdáun yfir því mikla afreki að fljúga til Tunglsins 6 sinnum á árunum 1969-1972. Nú eru sem sagt 40 ár liðin frá því að síðast var þangað flogið. Og maður veltir fyrir sér hvenær næst? Það merkilega er að sá næsti sem það gerir, verður líklega frá Kína. Þar á eftir getur komið Indverji. En bæði löndin hafa hafið geimprógrömm. Þó svo það kínverska sé það eina sem enn hefur skotið manni á braut um Jörð. Hvort að kínversk heimsókn til Tunglsins mun hrista upp í áhuga Bandaríkjanna, kemur í ljós. En vera má að nýtt geimkapphlaup sé ekki mörg ár framundan. Og þá má vera að það endist mun lengur, því fleiri ríki verði um hituna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Það eru líka til upplýsingar á íslensku um tunglferðirnar.

Apollo geimáætlunin 

Apollo 11

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 28.8.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk, mjög góð síða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 28.8.2012 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband