26.8.2012 | 00:53
Hver er meginástæða gengissveifla hérlendis?
Ólafur Margeirsson er með áhugaverða greiningu á þessu: Gjaldeyrisneysla Íslendinga
Hann vill meina að það sé hömlulaus útlán bankanna, sem búi til þær þenslubólur sem við höfum svo oft séð, sem ávallt enda með gengisfellingu, því gjaldeyrir sé takmarkaður - þegar gengur á forðann verður krónan að falla. Annars lendir landið í vandræðum með það að tryggja að til staðar sé nóg magn af brýnustu nauðsynjum.
- Þetta er áhugaverð kenning - og er líklega rétt.
- Gengisfelling í þessu tilviki er redding - því annars myndi eiga sér stað skuldasöfnun hagkerfisins, síðan skuldakeppa.
- ( í síðustu hagsveiflu, hélt útþensla bankanna erlendis dæminu uppi lengur en annars hefði gerst, dældu hingað fé hækkuðu krónuna, felldu hana svo aftur jafnskarpt)
- (Þ.e. líklega uppbygging þeirra erlendis, sem varð möguleg með EES samningnum, sem gerði bóluna svo mikið stærri en vanalega.)
- (spurning hvort við þurfum að losa okkur úr EES, til að bankar geti ekki lengur opnað útibú erlendis á okkar reikning, dælt hingað inn peningum, búið til aftur risabólu.)
- (en slík risabóla að sjálfsögðu er jafnmöguleg innan evru, þá einfaldlega verður ekki leiðrétting með gengisfellingu, og líklega hleðst skuldafjallið upp enn hærra áður en allt springur.)
Ef greining Ólafs Margeirssonar er rétt, er það í reynd "hömlulaus útlán" sem sé stærsta orsök "gengisvandans."
Ef tekin væri upp annar gjaldmiðill - og "hömlulaus útlán" væru enn til staðar, eins og er reyndin innan evrusvæðis, myndi óhjákvæmilega verða til skuldabóla sem þá myndi enda með skuldakreppu í "sérhvert sinn".
- Sem segir, að án hömlulausra útlána - geti dæmið hugsanlega gengið upp!
- Vandinn er síðan, að ekki er unnt að stjórna útlánum erlendra banka - þannig t.d. lánuðu Þýskir bankar mikið inn í spænsku bóluhýtina.
- "sem eiginlega slær á að upptaka evru sé lausn - meðan innan evru er ekki alls staðar takmörkun á útlánum banka."
--------------------------------
- Ég held að Ólafur Margeirsson - sé í reynd hvorki meira né minna en búinn að útskýra vanda evrusvæðis, en þar átti sér stað á sl. áratug einmitt hömlulaus útþensla í lánastarfsemi banka.
- Samtímis er hann einnig búinn að útskýra að miklu leiti - hinar tíðu gengissveiflur krónunnar.
- Grunnvandinn sé - hömlulausir bankar!
- Gengisfellingar hingað til að jafnaði komið í veg fyrir að lánabólur geti staðið mjög lengi, þ.e. gengisfall bindi á þær enda.
- En á evrusvæði, hafi þær í hverju landi fyrir sig ekki getað sprungið, fyrr en vandinn var kominn á hættulegra stig, þ.e. skuldakreppa.
- Það séu í reynd bankarnir sem hafi búið það vandræðaástand til - sem leitt getur til falls evrunnar.
- Á sama tíma, séu bankarnir meginástæða gengisóstöðugleika á Íslandi.
Niðurstaða
Pælingar Ólafs Margeirssonar eru mjög áhugaverðar. Eins og ég leiði mál frá hans pælingum. Þá sé það kerfi sem búið hafi verið til á evrusvæðinu - STÓRHÆTTULEGT. En það sé í reynd ekki beint evrunni sem slíkri að kenna. Heldur sé vandinn sá, að þegar engar hömlur eru á útþenslu útlána banka - eða of litlar. Á sama tíma, geti bankar í landi A lánað eins og þeim sýnist til einstaklinga í landi B. Þá fari hagstjórn að miklu leiti beint út um gluggann í landi B.
Eins og Ólafur Margeirsson sýnir með dæmum sínum, þá búi bankar til eftirspurn með útlánaþenslu. Þegar ástandið er þannig, að bankar geta lánað þvert á lönd. Þá geti bankar í næsta landi, búið til útlánaþenslu - og þannig hagkerfisbólu í næsta landi.
Þegar sú springur fyrir rest, þá kemur skellurinn á banka ekki einungis innan þess hagkerfis, heldur innan næstu hagkerfa - þ.s. til staðar eru bankar sem tóku þátt í veislunni.
En almenningur í landinu með bólunni, er síðan í rest - sá sem skellurinn bitnar mest á.
--------------------------------
Ég sé enga ástæðu af hverju, sömu útlánabólur og Ólafur Margeirsson greinir, halda ekki áfram - ef við tökum upp evru. Munurinn verði fyrst og fremst sá, að innan evru hafi einstaklingar betri aðgang að útlánum frá fleiri bönkum. Þannig að líklega þenjist upp jafnvel hraðar enn stærri útlánabóla. Áður en sprengingin kemur.
Þá sé ég fyrir mér, að Ísland lendi í sömu súpunni og Spánn eftir eina hagsveiflu. Eina leiðin til að stöðva þessar bólur.
Sé ef evrusvæði tekur upp sameiginlega yfirumsjón- og ábyrgð á bankastarfsemi, samtímis því að settar eru af þeirri sameiginlegu umsjón hömlur á útlán banka, ekki bara heilt yfir heldur í einstökum löndum.
Mér sýnist af greiningu Ólafs Margeirssonar - - > Að ef Ísland gengur ekki inn í ESB. Og að ef ESB kemur ekki á sameiginlegri ábyrgð á bönkum af ofangreindu tagi með akkúrat slíkri stefnumótun á sama tíma.
Sé eiginlega nauðsynlegt - að segja upp EES.
Annars muni líklega bankabólan sem sprakk yfir okkur endurtaka sig!
Því í þessu frjálsa kerfi sem ríkir skv. reglum ESB, sé ekki unnt að koma í veg fyrir stórfelldar útlánabólur, eða - það sé ákaflega erfitt. Því ekki sé unnt fyrir land B að stýra útlánum banka sem hafa land A sem heimaland, innan lands B.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé hugsanlega alveg rétt hjá Ólafi Margeirssyni og vissulega mætti útfæra þetta enn frekar og kenna alheimsvæðingunni og opnun markaða Vesturlanda um ófarirnar í Detroit og víðar, þar sem atvinnuleysið er allt að drepa. Sömu sögu má segja um halla margra landa á viðskiptum við útlönd. Það sem þú ert að boða - allavega fyrir Íslendinga - er einhverskonar einangrunarstefna, þótt þú sért nú eflaust ekki til í að úrsögn úr EES sé kölluð það.
Ég tel slíkar pælingar stórhættulegar, þótt ekki sé nema vegna breytinga á umhverfi varðandi verndartolla ESB. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að Vesturlönd þurfi að endurmeta afstöðu sína til þess "hömlulausa" flæðis sem við höfum upplifað á innflutningi frá Asíu undanfarna 2-3 áratugi. Sumum hefur þó tekist ágætlega upp í samkeppninni við Kína og Indland. Þannig hafa Þjóðverjar aftur náð sér á strik og flytja nú hágæðavöru til Asíu og er ekkert lát á aukningu útflutnings þangað og til annarra ríkja.
Það voru íslenskir bankar og stjórnendur íslenskra banka sem settu okkur á hausinn með erlendu fé og það voru íslenskar eftirlitsstofnanir sem klikkuðu! Þetta hefur aðeins með EES að gera þegar horft er til þess að Íslendingarnir komust með auðveldara móti í sparifé erlendis. Lánin hefðu þeir fengið án tillits til þess hvort við erum í EES eða ekki. Þannig vorum við ekki í ESB (EES var ekki til á þeim tíma) þegar ríkisstjórnir Íslands steyptu okkur í hyldjúpar skuldir á árunum 1971 - 1991.
Það er bókstaflega hlægilegt að sjá hvernig ESB er gert ábyrgt fyrir mistökum okkar sjálfra af andstæðingum ESB aðildar, líkt og þú ert að gera hér.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.8.2012 kl. 10:09
Jáhá - þarna hittir þú naglann beint á höfuðið :)
Hólmsteinn Jónasson, 26.8.2012 kl. 15:06
The relationship between inflation and money growth has been tested for the Iceland over the period 1972 - 2002 (Regression Analysis).96% of the variation in the dependent variable can be explained by the variation in the Money Supply: //www.esds.ac.uk/international/documents/conf2009/poster/amedeo-strano-paper.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 26.8.2012 kl. 16:24
"Economist A. Meltzer (1998) said most working economists, most central bank staffs, and market practitioners do not use money growth to predict inflation. Many rely on the Phillips’ curve or atheoretical relations. Although in the long-run there is strong
correlation between money growth and inflation, monetary policy makers do not use long-run relationship because this relationship disappears in the short-run" !
Hólmsteinn Jónasson, 26.8.2012 kl. 16:40
Guðbjörn - það eru engar líkur þess að ísl. eftirlitsstofnanir verði það burðugar, að þær geti fylgst með og borið ábyrgð á ísl. bönkum starfandi erlendis. Þær séu þ.s. kalla má "inherently" ómögulegar, að gera þær nógu sterkar til að ráða við það hlutverk, sé einfaldlega of erfitt fyrir okkur. Ég er með öðrum orðum að segja, að Ísland ráði ekki við þetta "bankafrelsi."
Stóri kosturinn v. uppsögn EES er þá sá, að þá er ekki lengur unnt fyrir þá, að setja upp sjoppur erlendis á ábyrgð ísl. eftirlitsaðila - sem mun líklega einungis endurtaka þau vandræði sem við lentum í, síðast. Þá ber innlent eftirlit einungis ánbyrgð á bankastarfsemi hér innanlands. Það gengur.
Ég að sjálfsögðu hafna líkingu við einangrunarstefnu, bendi á að Ísland er aðili að "WTO" og það eru önnur Evrópulönd einnig. Það tryggir okkur sambærilegan aðgang að mörkuðum í Evrópu, reyndar heiminn vítt, og t.d. Bandaríkin, S-Kórea, Japan og Kína hafa.
Ég hef engann séð halda því fram, að þau lönd séu "einangruð."
Þetta eingangrunartal er "fáránlegt" og hefur alltaf verið.
Þ.e. einmitt svo að heimurinn er alltaf að minnka, þarna úti er fullt af tækifærum. Megin munurinn væri sá, að hagræði í verslun v. Evr. minnkar, sem myndi leiða til þess að viðskipti okkar myndu dreifast í flr. áttir á einhverju árabili - sem er jákvætt en ekki neikvætt - því dreifing af slíku tagi er einnig fyrir okkur dreifing á áhættu, en með dreifingu á viðskiptum þá minnka neikvæð áhrif á okkur af sveiflum innan tiltekinna markaðssvæða.
Í dag erum við það hættulega háð Evr. að kreppa þar umsvifalaust veldur kreppu hjá okkur, meðan ef t.d. einungis 25% viðsk. okkar væri þangað, og restin annað. Væru áhrif af Evr. kreppu miklu mun minni. Jafnvel gæti uppgangur annars staðar leiðrétt heildarstöðu okkar.
Þetta er einfaldlega mun betri nálgun fyrir okkur, að horfa á tækifæri án fordóma út frá því af hvaða svæðum heimsins þau tækifæri er að finna.
Við skulum hætta þessari Evrópu þröngsýni, taka upp víðsýni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.8.2012 kl. 17:14
Góður pistill Einar Björn.
Sammála.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.8.2012 kl. 00:53
Guðbjörn ætti kanski að svara því hvers vegna hann vill að Ísland sé háð ESB, svo háð að kreppa þar leiði sjálfkrafa til kreppu hjá okkur ef svo bæri undir.
Staðreyndin er einfaldlega sú að með auknu vægi WTO er umhverfið í heimsviðskiptum töluvert breytt síðan við gengum í EES árið 1994.
Nú sést að farið er að örla á umræðu um kosti og galla EES samningsins og þá verður örvæntingaruppþot hjá ESB-sinnum enda hefur sá díll alltaf verið brúarsporður þeirra til ESB inngöngu.
Kalt mat á EES er hins vegar einfaldlega það að hann hentaði okkar vel upphaflega og vel eftir það en í dag eru aðstæður einfaldlega þannig að hann þarf að endurmeta...og það verður gert.
Þorgeir Ragnarsson, 27.8.2012 kl. 10:36
Það virðist vera nauðsynlegt að aðskilja fjárfestingar- og viðskiptabankastarfsemi og setja upp einhvers konar lánatakmarkanir. Verðtryggingarjöfnuður banka gerir það líka að verkum að þeir hafa hvata til að pumpa verðbólgu upp, hömluleysið verður algjört. Sem endar alltaf á einn veg, gengisfellingu, sem limist á verðtryggðan höfuðstól lána. Þetta er ekki sjálfbært kerfi.
Hér er mjög gott myndband útlán, banka og stjórnmálamenn, http://www.youtube.com/watch?v=La4JEwyr094
Bragi, 27.8.2012 kl. 15:43
Skýrslan sem Seðlabanki birti í dag skautar framhjá sennilega mikilvægasta atriðinu að bankar fá að prenta fé óáreittir: "Total lending sourced from the commercial bank sector increased at a faster rate than accompanying growth in the money supply. This not only created a multi-decade macro-economic debt spiral, but by increasing the ratio of debt to money within the monetary system acted to increase the risk of loan defaults, and consequentially reduce the overall stability of the banking system". "Whatever economic consequences might be expected to follow from bank privatisation, a ten times increase in the total supply of money does not accord with either standard economic theory, or the presumption of central bank control over the money supply. In attempting to deal with the situation the Icelandic central bank followed
textbook recommendations"! Sjá Ísland bls 14. http://arxiv.org/pdf/0904.1426v4.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 27.8.2012 kl. 23:36
Bragi - þú setur þetta upp of svart, en svo lengi sem laun hækka að jafnaði meir en nemur verðbólgu, þá hækka lán ekki hraðar vegna verðtryggingar en raunlaun. Vanalega hefur það tekist hér, þegar miðað er við lengra tímabil þ.e. áratugi í senn, að lyfta launum þegar tekið er tillit til vísitölu. Að sjálfsögðu, þegar gengið leiðréttir lánabólur þær er bankarnir búa til reglulega, þá á sér stað tímabundin lækkun raunlauna, og skuldir þá auðvitað hækka miðað við þau laun, en svo þegar næsta uppsveifla hefst þá vanalega ná lánþegar því raunlaunatapi til baka og gott betur. Svo lengi sem hagkerfið stækkar nettó per áratug.
Ef við berum þetta við evrusvæðið, þá á sér þar stað einnig verulegt misgengi launa og lána, en þá virkar það með þeim hætti að lánin lækka ekki en launin gera það - sem í reynd er sama útkoma og ef gengisfelling raunfellir laun meðan verðtrygging hækkar þau í krónutölu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.8.2012 kl. 00:36
Meðan verðtrygging auðvitað hækkar lánin í krónutölu - átti að standa í lokasetningunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.8.2012 kl. 00:38
Hólmsteinn - líklega er aðhald að útlánum, mjög mikilvægt til þess að draga úr sveiflum innan hagkerfa, þarf þó að hugsa upp leiðir til að útfæra það aðferðafræðilega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.8.2012 kl. 00:40
Satt Einar, en sökum jafnrar greiðslubyrði verðtryggðar jafngreiðslulána leiðir það til að þegar SÍ vextir hækka, þá hækkar greiðslubyrði nýrra verðtryggðra lána sáralítið í krónum talið (sem og greiðslubyrði útistandandi verðtryggðra lána með breytilgum vöxtum), þannig að fólk hikar minna við nýjar lántökur og/eða neyta meira samanborið við ef aðilinn hefði óverðtryggt lán, þar sem greiðslubyrði slíkra nýrra lána hækkar mun meira sbr. við verðtryggðu lánin. Því hefur vaxtahækkun SÍ ekki eins mikil áhrif á neysluhegðun fólks og verðbólga eykst meira en ella. Fín grein Ólafs hér, http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-er-banabiti-peningamalastjornar
Bankar eiga svo hlutfallslega meira af verðtryggðum eignum en skuldum og þar sem engar reglur gilda um verðtryggingarjöfnuðinn sjá bankar sér leik á borði og ýta fleiri verðtryggðum lánum í átt að almenningi. Því hærra hlutfall óverðtryggðra lána í umferð er líklegra að bankar séu varfærnari í útlánum sínum, sem væri einkar jákvætt.
Þetta leiðir svo til enn hærri verðbólgu, til hærri vaxtastigs, innflæðis á fjármagni vegna þess, hærra nafn- og raungengis, meiri viðskiptahalla en ella og að lokum... gengislækkun/-fellingu.
Bragi, 28.8.2012 kl. 13:15
Það má vera, en það verður ekki auðvelt að sannfæra lífeyrissjóðina að aflétta verðtryggingunni. Að færa hana t.d. yfir á ríkið - er ekki heldur án áhættu. En þá gæti krónan hegðað sér eins og evra, ríkið hugsanlega sjálft orðið gjaldþrota. Þá þarf það að hafa mjög lágar skuldir, sbr. að Spánn hóf sína kreppu í rúml. 50% ríkisskuld en er samt á leiðinni í þrot. Það sem var fyrir hrun þ.e. rúml. 20% ríkisskuld miðað við þjóðarframl. sennilega var í lagi. Ríkið gæti freystast til að afnema þá verðtryggingu eigin pappíra, kosið að verða greiðsluþrota gagnvart innlendum aðilum.
Maður á alltaf að reikna með því versta mögulega, keyra upp í huga sínum - hvað gerist í versta mögulega.
Það verður snúið að losna við verðtryggingu - - en það má vera að unnt sé að beita uppástungu Ólafs Margeirss. að stýra eða setja kvóta á bankaútlán. Það geti slegið verul. á þessar sveiflur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.8.2012 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning