Þurfum við að hafa áhyggjur af Japan?

Ég tók eftir áhugaverðri frétt, en það virðist að Japan sé nú búið að hafa viðskiptahalla samfellt í 17 mánuði síðan jarðskjálftinn mikli varð, ásamt flóðbylgju. Sem síðan orsakaði alvarlegt kjarnorkuslys. Í kjölfarið var öllum kjarnorkuverum í Japan af eldri gerð lokað, sem þíddi að bróðurparti kjarnorkuvera var lokað. Einungis örfá af nýrri og fullkomnari gerð fengu áfram að starfa.

 

Það virðist að Japan sé í kjölfarið komið í ákveðna tegund af fullkomnum stormi:

Japanese exports slump on EU decline

  1. "On a seasonally adjusted basis, the country has posted 17 successive months of deficits since March last year..."
  2. "Following Wednesday’s numbers, Barclays pushed back expectations of Japan’s return to a trade surplus to the beginning of 2014, from the first half of 2013."
  3. "Japan has posted its biggest ever trade deficit for the month of July, following a collapse in shipments to the EU, the country’s third most important trading partner."
  4. "Exports from Japan to the EU fell by a quarter from the same month last year, government data showed on Wednesday."
  5. "As fuel imports remained high to replace lost nuclear capacity, Japan’s monthly deficit was pushed to Y517bn ($6.5bn)."
  6. "Japanese exports to Europe have been hurt by the yen’s appreciation against the euro, as well as a strategy by Japanese multinationals to shift manufacturing to Europe."
  7. " The Japanese government’s export volume index fell 10 per cent from a year earlier and recorded its third consecutive monthly fall, down almost 4 per cent on a seasonally adjusted basis, according to estimates by Morgan Stanley MUFG Securities."
  8. "A 5 per cent fall in volumes of exports to Asia from the previous month, in particular, shows that “the slowdown in advanced economies is now spreading over to emerging countries”, said Mr Murashima."
  • "“We can’t see any encouraging signs in Europe,” said Yuichiro Nagai, Tokyo-based economist at Barclays."
  • "“The situation in Europe looks trickier than it did in Japan, after the bubble,” said Kiichi Murashima, chief economist at Citigroup in Tokyo. “In Japan it was the non-financial corporate sector facing deleveraging pressure. But in Europe it is governments, banks, households – all facing severe deleveraging pressure.”"

Vandi Japans er annarsvegar sá, að þegar flestum kjarnorkuverunum var lokað - - var um ekkert annað að ræða en að stórauka kaup þ.e. innflutning á olíu.

Það hefur verið hluti af ástæðu þess, að verðlag á olíu hefur haldist hátt, þrátt fyrir að efnahagur heimsins hafi ekki verið beysinn undanfarið ár - því þrátt fyrir minnkun eftirspurnar í Bandar. og Evr., er aukningin á innflutningi til Japans slík að magni, að heildarheimseftirspurn fór samt upp.

Þeir eru sem sagt að flytja inn orku, í stað þess að framleiða hana sjálfir!

Það hefur auðvitað skaðleg áhrif á þeirra viðskiptajöfnuð!

Svo bætist við, að kreppan í Evr. er farin að skaða heimshagkerfið með mjög sýnilegum hætti eins og einnig sést að ofan, sem er farið að skila sér í minnkuðum útflutningi frá Japan.

  • Spurningin sem ég legg fram er - hvort þessi þróun geti leitt Japan í vandræði?
  • Jafnvel gjaldþrot?

Japan er nú búið að vera skuldugasta ríki í heimi í 2 áratugi, en ávallt viðhaldið trausti - ekki síst vegna öflugs útflutningshagkerfis sem tryggt hefur jafnan og stöðugan viðskipta-afgang.

Tek fram að, líklega á Japan fyrir halla af slíku tagi í nokkurn tíma, vegna uppsafnaðs gjaldeyrisforða vegna áralangs viðskipta-afgangs.

En hann hlýtur þó fara minnkandi, þ.e. sá forði.

Því hallinn étur inn í hann!

Á móti kemur eins og bent er á í athugasemd eins ágæts Japana, þá eru vandræði Evrópu líklega enn torleystari en vandræði Japans í kjölfar hrunsins þar veturinn 1989.

Vandræði Evrópu eiga örugglega eftir að ágerast frekar - þannig skaðinn sem þau vandræði valda á heimshagkerfinu, og því viðskiptahalli Japans.

Japanir virðast hræddir við kjarnorku eftir slysið alvarlega - sem er skiljanlegt.

En ef þessi halli heldur lengi áfram, þá kemur einhverntíma að því að forðinn fer að tæmast, þegar það gerist á Íslandi verður alltaf eitt stykki gengisfelling.

Það má þó segja Japan eitt til varnar, að skuldirnar eru allar í jenum - svo þ.e. fræðilega mögulegt, að lækka þær með því að búa til verðbólgu, það getur verið lausnin ef japanska viðskiptamódelið raunverulega er komið í vanda.

 

Niðurstaða

Það virðist að kjarnorkuslysið í Fukushima hafi verið örlagarýkari atburður en ég hafði hingað til áttað mig á. En ég vissi ekki að síðan þá hafi Japan samfellt verið með neikvæðann viðskiptajöfnuð. Það er alveg nýtt ástand.

Það er ástand sem getur ekki gengið til lengdar - þó svo að í tilviki Japans sé til peningur í uppsöfnuðum gjaldeyrisvarasjóðum í töluverðan tíma fyrir halla af því tagi.

En um leið og þeir sjóðir fara að tæmast, mun það traust sem hefur verið á jeninu fara að dala, það held ég að fastlega þurfi að reikna með.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Andrúmsloftið og heims-stjórnsýslan spillta er landamerkjalaus. Hvorutveggja er hættulegt, mengandi og tortímandi.

Einungis hugarfarsbreyting og skilningur/viðurkenning á raunveruleikanum getur bjargað réttlætinu í heiminum.

Þöggun fjölmiðla (allra sem fjölmiðlum hafa stjórnað í gegnum áratugina), blekkingar heims-stjórnsýslunnar og siðlaust hugarfar mun tortíma meirihluta heimsbúa, ef almenningur fer ekki að vakna til raunveruleikans.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2012 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband