Gríska hagkerfið búið að dragast saman um 20% síðan kreppan hófst!

Þetta kemur fram í frétt Financial Times: Greek cuts to be deeper than trailed. Einnig kemur fram, að krafa muni verða gerð um harðari niðurskuð, en áður var reiknað með - í stað þess sem ríkisstjórn Grikklands er að biðja um, að slakað verði á. Ástæðan er einföld, það eina sem ég er enn hissa á að svokallaðir sérfræðingar hinnar svokölluðu þrenningar skuli enn einu sinni vanmeta líklegan hagkerfissamdrátt í Grikklandi. En skv. hagspá Seðlabanka Evrópu og einnig skv. hagspá AGS, átti samdráttur ársins að vera í kringum 4,5%. En grísk stjv. hafa staðfest að líklega verði sá nær 7%. Sem er akkúrat það sem ég átti von á. En það tónar við samdrátt sl. árs, og samdrátt ársins þar á undan. Í reynd hefur hagkerfið í Grikklandi verið í frjálsu falli alveg síðan kreppan hófst. En sá aukni samdráttur miðað við þær áætlanir sem þrenningin áður tók mið af, þíðir að þá þarf meiri niðurskurð ef þau Excel reiknidæmi er sett hafa verið saman, eiga að ganga upp.

"The government wants an extension to help ease the pain after estimated cumulative GDP losses of 20 per cent in the past five years and rising unemployment – surpassing 23 per cent in May."

Þetta hefur komið fram í fjölmiðlum nú undanfarna daga, að gríska hagkerfið sé nú búið að dragast saman um cirka 20% af þjóðarframleiðslu síðan kreppan hófst.

Ath., að samdráttur þessa árs er síðan hrein viðbót þar ofan á. Þegar Argentína fór í gjaldþrot árið 2000, var argentínska hagkerfið búið að dragast saman um cirka 25%. Grikkland er því cirka fara að ná þeim samdrætti.

"“The net savings on the expenditure side will be equal to €11.6bn, but total spending cuts will be higher, to the tune of €13.5bn [or 6.8 per cent of gross domestic product],” a senior finance ministry official told the Financial Times." - The savings aim to deliver a primary budget surplus of at least €3.6bn in 2013 and €9.5bn in 2014, from a planned deficit of no more than €2.06bn this year."

Rétt að halda til haga, að þessi niðurskurður skal dreifast á 2 ár, en ekki eitt. En þarna bætist við 0,8% þ.e. 0,4% per ár. Þannig að niðurskurður verði þá 3,4% per ár.

Auðvitað er þegar nokkuð liðið á núverandi ár, þegar vel hálfnað, svo ég á erfitt að sjá annað en að bróðurpartur niðurskurðar framkvæmist þá nk. ár, en ég sé ekki þ.s. fræðilega einu sinni mögulegt, að framkv. helminginn á niðurskurðinum eins og áður var planlagt, þetta ár.

Og ef þetta ár verður slæmt, þá verður nk. ár afskaplega skrautlegt, ef t.d. skal framkvæma 5% niðurskurð sem hlutfall af landsframleiðslu, ofan í áframhaldandi samdrátt í kringum 7%. Tja, ætli hann verði þá ekki jafnvel 10%. Fræðilega. En ég efast að þetta gerist. Því Grikkland geti ekki framkv. þetta.

"“The economy will not be able to bear the burden of such huge spending cuts in 2013 and 2014. If there is no extension, economic activity will be depressed and it will be very difficult for any government to survive,” said another government official." - "A senior Greek banker agreed with this assessment, pointing out that Greece had about 1.2m unemployed, with only 3.8m people at work." - "“We have to be reasonable,” he said. “The model where 30-40,000 people swell the ranks of the unemployed every month because of tax hikes and wage and pension cuts, so that creditors are being repaid 100 per cent on the euro, cannot be sustained for long.”"

Að sjálfsögðu ef reynt verður að hrinda ofangreindu í framkv., verður töluvert hressileg viðbót við þetta atvinnuleysi. En hlutfallið milli vinnandi og atvinnulausra ef þessar tölur eru réttar, er hrein ógn og skelfing.

Ég hef ekki trú á því að ríkisstjórn Grikklands sé fær um að framkvæma þetta niðurskurðarprógramm, og ég efa stórfellt að unnt sé að setja saman ríkisstjórn í Grikklandi, sem geti hrint því í framkv.

Ég á því miklu mun frekar von á því, að Grikkland sé á leið út úr evrunni nú einhverntíma á tímabilinu frá september til nóvember, en í september hefjast þær miklu samningaviðræður sem framundan eru milli aðildarríkja evru, um það hvernig skal bjarga evrunni. Grikkland er inni í þeim pakka.

 

Niðurstaða

Ástandið í Grikklandi er ótrúlegt sannast sagna.  Fundahöld um Grikkland munu fara fram í september og október, meðfram viðræðum milli aðildarríkja evru um það hvernig skal bjarga evrunni, eða jafnvel hvort. Ég á mjög erfitt með að trúa að Grikklandi verði forða frá gjaldþroti í haust. Sandurinn í stundaglasinu sé nú loks að tæmast.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Einar og þakka þína góð pistla.

Þú segist undrandi á að sérfræðingar þrenningarinnar skuli ekki vera búnir að benda á þetta rugl. Það þarf ekki bókvit til að sjá að dæmið gengur engan veginn upp, einungis meðal skynsemi. Það veltir aftur upp þeirri spurningu hvort þeir sem ákvarðanavaldið hafa innan þrenningarinnar séu með skynsemi undir meðaltali.

7% rýrnun hagkerfis á ári í þrjú ár er auðvitað mun meiri en 21% rýrnun. Með sama áframhaldi mun þessi rýrnum minnka snarlega á næstu árum, í prósentu talið. Ekki vegna þess að hagkerfi Grikklands sé að snú á betri veg, heldur af þeirri einföldu ástæðu að það er að hverfa.

Það er svo alltaf spurning hvenær botninum er náð. Grikkland hefur fyrir löngu náð honum hvað varðar kjör og aðstæður íbúa þess, en hugsanlega má þó halda landinu gangandi enn um sinn með auknum lánum. Endirinn verður alltaf á sama veg, algert hrun.

Þegar að þeim tímapunkti kemur er ljóst að Grikkland er betur sett utan evrunnar en innan. Einungis utan evrusamstarfsins á Grikkland möguleika á að endurbyggja sig, á eigin verðleikum. Það verður ekki gert með lánsgjaldmiðli, einungis eigin gjaldmiðli sem tekur mið af getu landsins.

Best væri þó fyrir Grikkland að stíga þetta skref af sjálfsdáðum og reyna með þeim hætti að minnka, sem kostur er, það tap sem þeir verða fyrir þegar allsherjarhrunið skellur á þeim. Með sama áframhaldi verður þrenningin búinn að mergsjúga landið áður en því verður leift að falla. Það er nefnilega ekki hagur Grikklands sem sú þrenning ber fyrir brjósti, þar er hagur lánastofnana settur ofar öllu.

Gunnar Heiðarsson, 22.8.2012 kl. 07:26

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, Grikkland lítur afskaplega ílla út. Fann hérna áhugaverða frétt, en það virðist að Japan sé komið í viðskiptahalla, þ.e. nýtt og slæmt fyrir framtíð Japans sem skuldar afksaplega mikið:

Japanese exports slump on EU decline

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2012 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband