20.8.2012 | 23:25
Við verðum að virða stjórnlögin/fyrirkomulag handhafa valds forseta líklega úrelt!
Ætla að fjalla um tvo megin punkta - þ.e. að virðing fyrir lögum sé nauðsynleg.
Og að líklega sé fyrirkomulagt handhafa valds forseta úrelt.
Stutt umfjöllun hér fyrst um tillögu Stjórnlagaráðs: Frumvarp til stjórnskipunarlaga
Þetta virðist mjög gott plagg að mörgu leiti. Ég sé þó nokkra agnúa:
- En ég held að fyrirkomulagið í 39. gr. gangi ekki með nokkrum hætti upp, og þurfi að endurskoða. Mín tillaga er að Alþingi komi saman í tveim deildum, önnur landskjörin en hin kjördæmakjörin. Flokkar bjóði fram landslista annars vegar og kjördæma lista hins vegar. Flokkur megi ef hann kýs svo, bjóða aðeins fram annað hvort.
- Líklega ætti hlutfall kjósenda skv. 65. gr. að vera hærra en 10 af hundraði, þ.e. 15 eða 20.
- Mér finnst vert að íhuga hvort ætti að setja upp málamiðlunar-fyrirkomulag að svissneskri fyrirmynd, til að fækka þjóðaratkvæðagreiðslum, forseti gæti fengið hlutverk sáttasemjara. Forseti getur þá flutt frumvarp fyrir Alþingi ef sátt næst um breytingu. Þá vil ég halda inni þeim möguleika að forseti geti lagt fram þingfrumvarp.
- Mér finnst 66. gr. full íþyngjandi fyrir þingræðið. Alþingi ætti að hafa rétt til að taka á slíku þingmáli eins og hverju öðru, þ.e. samþykkja eða hafna. Málið sé dautt eins og hvert annað mál sem þingið fellir, ef þ.e. fellt. Þarna er eiginlega verið að færa þingræðið á götuna, of langt gengið. Þarna gætir einhverrar vanvirðingar gagnvart Alþingi og störfum þess.
- Svo aftur á móti, vil ég afnema takmörkun þá sem fram kemur í 67. gr. að kjósendur megi ekki safna undirskriftum gegn máli sambærilegu við Icesave.
- Spurning hvort fyrirkomulagið í 78. gr. sé ekki full þunglammalegt í framkvæmd.
- Fyrirkomulagið í 90. gr. er frekar kjánalegt, en gersamlega er útilokað að nokkur óvissa geti verið um þá kosningu, það verði eins og er í dag að stjórn sé mynduð í samkomulagi milli foringja þeirra flokka er unnu kosningasigur, þannig að fyrirkomulagið er þá aðeins til málamynda. Hún geti ekki haft óvænta útkomu. Ég legg til að þessi atkvæðagreiðsla falli út, hún hafi engan nytsaman tilgang.
- Í 91. gr. sé ég engan tilgang að tillaga inniberi tillögu að öðrum forsætisráðherra, ef það hefur myndast nýr meirihluti á Alþingi, þá munu flokkarnir hafa komið sér saman um nýjan. En vantraust á forsætisráðherra er að sjálfsögðu ekki unnt að aðskilja vantrausti á ríkissjórn. En fræðilega er unnt að heimila að hægt sé að fella einstaka aðra ráðherra, en sú útkoma er reyndar mjög ólíkeg nema ráðandi meirihluti þings brotni upp, því þó ráðherrar væru ekki á þingi þá eru samt flokkarnir sem mynda meirihluta að baki þeim.
- Það þarf að skoða 110. gr. um þjóðréttarsamninga nánar. Mér finnst eiginlega að Alþingi eigi alltaf að hafa lokaorðið með þjóðréttar-skuldbindandi samkomulag við önnur ríki, þá er það eins og fyrirkomulag í tengslum við Sambandsþing Þýskalands, og ekki síst þing Finnlands og Danmerkur. En sannarlega þykir stofnunum ESB það íþyngjandi að þing aðildarríkja séu það valdamikil. En ég er ekki til í að sveigja reglur hér á þingi að þeim sjónarmiðum.
- 111. gr. er auðvitað sprengiefnið, sem margir eru heitir á móti. En hún gerir aðild að ESB mögulega skv. stjórnarskrá.
Til samanburðar: Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands
Alþingi eitt getur breytt stjórnarskránni!
Skv. stjórnarskránni er það klárt að Alþingi fer með löggjafarvaldið. Að auki er það klárt að það er ekki unnt að breyta stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu, en engin slík er lagalega bindandi nema sú sem framkallast eftir beitingu forseta Íslands á neitunarvaldi skv. 26. gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.
Heyrst hefur tal þess efnis, að Alþingi sé með einhverjum hætti hagsmunaðili að málum, í þessu breytingarferli - sé því ekki dómbært ætti því að stíga til hliðar. Þorvaldur Gylfason hefur sagt eitthvað í þá átt, þó það hafi ekki verið þetta orðalag.
En slíkt er gersamlega ófært ef á að fylgja lögum, og Stjórnlög eru auðvitað einnig lög. Þau eru alveg skýr um það hvernig má gera stjórnarskrárbreytingar.
Því fyrirkomulagi er ekki unnt að víkja til hliðar - - nema að gamla stjórnarskráin sé fyrst afnumin.
Alþingi getur sjálfsagt hugsanlega fræðilega afnumið stjórnarskrána með hreinum meirihluta. Fyrir því er reyndar ekkert fordæmi, svo óvíst er hvort Alþingi í reynd getur það.
Ef meirihluti Alþingis myndi geta komist upp með slíkt, þá auðvitað er reglan um kjörtímabil pent farin - svo það getur þá fræðilega setið án endimarka. Þangað til að ný stjórnarskrá hefur verið leidd í lög.
Að auki eru öll réttarákvæði afnumin, svo meirihluti þings getur þá samþykkt allt milli himins og jarðar, allt frá því að auka rétt til þess að afnema réttindi með öllu, getur framkvæmt eignarnám bótalaus, bannað flokka, afnumið prentfrelsi - - þ.e. langur listi af möguleikum, það er auðvitað unnt að fara alveg í hina áttina eins og ég sagði, leitast við að auka réttindi.
Aðalmálið er - það er ábyrgðalaust með öllu sem er ástundað, að leitast við að grafa undan virðingu á ríkjandi lögum sbr. "dönsk stjórnarskrá," ekki okkar stjórnarskrá, ranglát stjórnarskrá.
Þrátt fyrir marga galla - inniheldur núverandi mörg og mikilvæg réttarákvæði, en þau gilda einungis meðan hún heldur gildi sínu.
Að grafa undan trúverðugleika hennar - í reynd grefur undan öllum rétti sem þar er skilgreindur, en að sjálfsögðu er réttur jafnt réttlátra og ranglátra varinn jafnt - án þess prinsipps er enginn réttur.
Ég held það sé röng nálgun þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá - að hamast stöðugt á því að sú gamla sé svo ónýt, því það eins og ég sagði grefur undan virðingu fyrir lögum - getur gefið fólki ranghugmyndir.
Af samanburði Tillögu Stjórnarskrárráðs og við Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, sést að þar eru að sjálfögðu mikið til sömu ákvæðin - sum þó nokkuð endurorðuð í tillögunni að nýrri stjórnarskrá.
- En þ.e. auðvitað punkturinn - að þetta er tillaga, ekki stjórnarkrá eða ný stjórnarskrá.
- Ég vara við þeirri umræðu sem sumir þeir sem sátu í Stjórnlagaráði hafa verið að hvetja til, að þarna sé komin ný fullmótuð stjórnarskrá, sem sumir ganga svo langt að vilja meina að sé svo fullkomin, að Alþingi megi ekki koma neins staðar nærri.
- Það auðvitað nær engri átt, eins og ég sýni fram á að ofan, er eitt og annað í þeirri tillögu sem þarf að ræða, og sennilega útfæra nánar.
- Þó hún sé að mörgu leiti vel unnin tillaga, er hún ekki slíkur fullkomleiki - að ekki megi bæta úr og laga frekar, svo verði enn betri.
- Svo er það ekki endilega goðgá, að ef ekki næst samstaða um málið í heild, að færa góð ákvæði yfir í gömlu stjórnarskrána. Enda er hún ekki þannig séð gersamlega ónýt, eins og alið er á að hún sé - heldur er það svo að sem barn síns tíma er sumt orðið úrelt.
- Þá má einfaldlega afnema úrelt ákvæði, setja inn ný. Það er alveg valkostur, að bera plöggin saman og nýta úr tillögu Stjórnlagaráðs þætti, sem samstaða næst um.
En þetta er verkefni Alþingis - ég sé ekkert í sjálfu sér að því, að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla þ.s. almenningur tekur afstöðu til tilekinna atriða, en þó þarf að hugsa vel upp þær spurningar sem almenningur á að svara.
Sú útkoma getur verið leiðbeinandi fyrir Alþingi, enda vart ef það kemur fram skýr þjóðarvilji í samhengi við tiltekin ákvæði, að þá geri Alþingismenn sem eftir allt saman vilja aftur ná kjöri annað en að taka tillit til þeirra sjónarmiða.
Slíkt getur t.d. komið til álita, ef niðurstaðan er að færa ákvæði yfir - að þau sem þjóðin studdi sérstaklega, séu þá alveg örugglega yfirfærð.
Vandinn er að það gætir í vissum hópi, neikvæðra viðhorfa gagnvart stjórnmálaflokkunum sjálfum, sjá má merki að slíkra viðhorfa hafi gætt innan Stjórnlagaráðs í ákvæðum sérstaklega 66. gr. Það fyrirkomulag er gersamlega óásættanlegt.
Stjórnmálaflokkar eru þvert á móti, mjög mikilvægur þáttur í lýðræðinu sjálfu. Eru það í öllum löndum þ.s. eru lýðræðislega fjöldahreyfingar. Eftir allt saman eru þetta frjáls samtök almennings. Að tilteknir flokkar njóta stöðugs fylgis, sýnir að þetta eru fjöldahreyfingar - með traustan stuðning stórra kjósendahópa. Það ber alls ekki að vanvirða, en þ.e. að sjálfsögðu vanvirðing við þá hópa Íslendinga, að vera að leitast við að minnka sem mest áhrif stjórnmálaflokka - líta jafnvel svo á að þeir séu neikvætt afl. Slík viðhorf eru forkastanleg - heimskuleg - og þ.s. meira er, hættuleg.
Það er þó ekkert að því þó að kjósendur, geti beitt sér - krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál, enda getur það vel gerst, að ríkjandi hópur þ.e. stjórnmálasamtök, séu að ganga of langt í að hygla hagsmunum sinna tilteknu kjósenda, sem gangi um of á hagsmuni annarra kjósenda.
Slíkt fyrirkomulag er því sennilega þarfur varnagli. Enda er það svo, að í eðli sínu eru flokkarnir fókusaðir á sína kjósendur - hagsmuni sinna kjósenda, svo það getur vel gerst að þeir gleymi sér.
Fyrirkomulag handhafa forseta líklega úrelt!
Ef það fer svo að ekki næst samkomulag um nýja stjórnarskrá, þá tel ég að það þurfi nauðsynlega að endurskoða ákvæði um handhafa valds forseta. En einfaldast er sennilega að takmarka það dæmi og það rækilega. Þannig að forseti afsali sér ekki sínu valdi - nema og aðeins nema, að hann verði svo sjúkur að forseti geti ekki gengt embættisstörfum eða látist í embætti eða segi af sér eða af einhverjum öðrum orsökum hætti að vera forseti.
- Í dag sýnist mér það gersamlega óþarft að forseti við það eitt að yfirgefa landið, þá sé hann ekki lengur með fullt vald forseta.
- Nægilegt væri að það sé einn varamaður eða staðgengill, en meðan forseti er fullrar heilsu þá verði ekki ritað undir lög nema í samráði við forseta, enda er í dag t.d. unnt að ræða saman í Skype, eða fj. annarra aðferða. Þannig að ef þarf að undirrita lög, sé það því ákvörðun forseta, en hann geti heimilað handhafa að setja sína undirskrift við ef forseti er staddur erlendis.
Með þessu þá hættir það leikrit með handhafa forseta sem stundum hefur komið upp, þannig að forseti þarf að gæta þess að vera á landinu, þegar viðkvæm mál eru til afgreiðslu. Ekki má gleyma skrípalátunum er Árni Jónsen fékk uppreisn æru skv. ákvörðun handhafa valds forseta.
Varðandi fylgd út á flugvöll, held ég að sjálfsagt sé að forseti hafi fylgd alla leið. Það geti verið eðlilegt að munur sé hafður á hvort forseti sé að fara í eigin erindum, eða hvort um sé að ræða opinbert erindi.
Ef hann sé að fara í opinberum erindagjörðum, sé forseta alltaf fylgt af sínum staðgengli, eða handhafa valds forseta, sem einungis eins og ég sagði fái það vald ef forseti veikist eða látis í embætti.
Í öðrum tilvikum, má ræða hver eigi að fylgja forseta. Fræðilega getur það verið lögreglustjóri t.d. Ríkislögreglustjóri og staðgengill. Það geta verið Forsetar Alþingis þ.e. aðal og vara. Það kemur eitt og annað til greina. Má vel ræða hver sá skal vera.
En ég legg áherslu á að það sé alltaf einhver "seremónía" við komur og brottfarir forseta, þó svo það séu einkaerindi, enda er þetta eftir allt saman "forseti þjóðarinnar" hver sá sem er það í það skipti, eina þjóðkjörna embættið á landinu. Það er hluti af sjálfsvirðingu þjóðar að sjá til þess að þessu embætti sé sýnd tilhlýðileg virðing.
Niðurstaða
Ég vara við þeim svakalega neikvæðu viðhorfum til stjórnmálaflokka sem gætir meðal sumra einstaklinga, sem telja sig vera "vitsmunaverur." Að auki vara ég við þeim talshætti, sem ástundar það að gera sem minnst úr núverandi stjórnarskrá. Hún er sannarlega úrelt á köflum. En þar er einnig margt gott. Að ala á virðingarleysi gagnvart stjórnarskránni tel ég hvetja til almenns virðingarleysis gagnvart gildandi lögum í landinu. Slíkt sé í meira í lagi varasamt.
Alþingi mun endurskoða stjórnarskrána nú í vetur. Einungis Alþingi er bært til að endurskoða Stjórnarskrána. Þetta er skv. þeim stjórnlögum sem eru í gildi. Ekkert meira um það að segja.
Ég held að það eigi að einfalda til muna ákvæðin um handhafa valds forseta. Í dag er ástæðulaust að forseti sé ekki alltaf handhafi valds forseta, nema og aðeins nema ef sá verður það alvarlega veikur að sá geti ekki gengt störfum, eða látist í embætti, eða láti af embættinu af öðrum orsökum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.8.2012 kl. 01:50 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert mjög ýtarlegur í skrifi þínu, Einar Björn, en athyglisverður sem oftast, ég hef hins vegar ekki tíma rétt í þessu til að lesa þetta allt hjá þér, en sé hér margar mjög góðar áherzlur og ábendingar.
M.a. er það fráleitt af Þorvaldi Gylfasyni og t.d. Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu að tala um, að kosningin í haust ætti að vera "bindandi" (þvert gegn alþingissamþykkt um þá kosningu og þvert gegn okkar raunverulegu stjórnarskrá, eins og þú bendir á). Það lýsir ekki þeim rétta lögmætis-anda, sem ríkja ætti hjá mönnum sem taka að sér að koma með stórfelldar tillögur um uppstokkun á stjórnarskránni. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að þeir óvirði gersamlega gildandi stjórnarskrá með þeim hætti að leggja til, að þannig verði farið að.
Versta ætlunarverk þeirra var 111. greinin, um fullveldisframsal, sem ALLIR Esb-sinnarnir (sem voru sennilega a.m.k. tugur manns) í hinu ólöglega "stjórnlagaráði" samþykktu fúslega!
Vonandi verður hér fjörug umræða um þessa ýtarlegu grein þína.
Jón Valur Jensson, 21.8.2012 kl. 00:13
Takk fyrir vinsamleg orð. Það auðvitað er gersamlega fráleitt annað en að Alþingi hafi lokaorðið um stjórnarskrármálið, enda engin önnur leið fær skv. núgildandi stjórnlögum. Þorvaldur ásamt hinum í nefndinni eða ráðinu fékk ekkert umboð til að semja stjórnarskrá, einungis tillögu að slíkri. Þ.e. allt og sumt sem það plagg er, tillaga. Getur ekki verið annað. Einungis Alþingi getur ákveðið hvort sú tillaga fær brautargengi, eða hvort hún verður hundsuð með öllu, eða hvort hún verður nýtt til að betrumbæta núverandi stjórnarskrá.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.8.2012 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning