Lífskjarastandard vesturlanda verður að lækka!

Ég skrifa þetta sem visst svar við grein Stefáns Ólafssonar - Fjárfestar eru vandamálið – ekki lausnin. Þar skýrir hann ástæður fyrir vaxandi bili milli ríkra og fátækra á vesturlöndum, auk minni hagvaxtar sl. 25 ár eða svo, með stefnu hægri manna - ekki síst svokallaðri frjálshyggju. En ég er á því, að þarna hafi Stefán hlaupið íllilega á sig, eins og fram kemur í athugasemdum sem ég kom með inn á hans blogg, sem þið getið séð ef þið virkjið hlekkinn að ofan og skoðið athugasemdir. 

 

Ástæða þess vanda sem Stefán bendir á, er samkeppnin frá Asíu!

Samkeppnin við Asíu hefst við upphaf 8. áratugarins, en við lok hans er samkeppnin við Japan sannarlega farin að vera tilfinnanleg fyrir fyrirtæki í Bandar. og V-Evrópu. síðan á 9. áratugnum byrjar samkeppnin frá S-Kóreu, og á sama tíma er Japan orðið verulega mikið sterkara en áratuginn á undan. Frá cirka 10. áratugnum hefst fyrir alvöru innreið Kína, hinir svokölluðu asísku tígrar þ.e. S-Kórea, Tævan, Malasía og jafnvel Indónesía komast á flug fyrir alvöru. Kína síðan verður að alvöru viðskiptastórveldi á fyrsta áratug núverandi aldar.

Punkturinn er sá, að samkeppnin frá Asíu tel ég að hafi verið að stuðla að lækkun launa í Evrópu og Bandaríkjunum, í starfsgreinum sem eru í beinni samkeppni við láglaunasvæðin í Asíu. Þ.e. dæmigerðar framleiðslugreinar. Eða a.m.k. að laun í þeim greinum hafi staðið í stað.

Í staðinn kom aukinn fókus á fjármálagreinar þ.s. Asía er ekki enn eins góð í að keppa við N-Atlantshafssvæðið. Og vöxtur þeirra verður mikill í Evr. og N-Ameríku í staðinn.

Mig grunar að verulegu leiti sé það samkeppninni við Asíu að kenna - en fyrirtæki hafa í óða
önn verið að færa framleiðslu á það svæði, til að síðan selja vörur í Evrópu og N-Ameríku. Stöðugt tap í störfum í framleiðslugreinum, hlýtur að skapa vaxandi þrýsting á laun í þeim greinum í Evrópu og N-Ameríku. Það tel ég að hljóti að stærstum hluta að skýra þessa öfugþróun.

Í stað þess að afgreiða að þetta hafi allt verið hægri stjórnunum sem sátu í brúnni á þeim árum að kenna. Á þessu er engin augljós lausn - nema menn leggi til viðskiptahindranir gagnvart Asíu.

En vegna eins og ég sagði, að stöðugt er að fjara undan framleiðslugreinum - eini möguleiki þeirra að halda velli er að halda niðri launum, á sama tíma og þær leitast við að bæta framleiðni án þess að laun hækki. Þá á sér stað þessi gríðarlega uppbygging fjármálagreina - en samfélögin þurfa að lifa á einhverju.

Eðlilega þegar fjarar undan framleiðslu samfélaganna og launatekjum starfsm. í framleiðslugreinum, fjarar undan hagvexti í þeim sömu samfélögum (sem skýrir fullkomlega lægri hagvöxt á vesturlöndum yfir tímabilið). Mig grunar, að lág vaxatímabilið sem hófst ath. cirka á 10. áratugnum, einmitt þegar samkeppnin frá Asíu er að verða virkilega grimm. Hafi verið tilraun til að hamla á móti þessari öfugþróun. Þ.e. lágir vextir hvetja til fjárfestinga. Vonast hafi verið að það myndi skila nýjum störfum - ekki síst í hátæknigreinum (einmitt draumurinn um hátæknigreinar).

En afleiðing var fjárfestingar- og neyslubóla. Gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánum, sem því miður fóru oft í svokallaðan óþarfa, en ekki í skynsamar fjárfestingar. Áratugurinn á eftir þeim 10. og sá síðasti hafi einkennst af vaxandi þróun í þá átt. Samtímis sem að gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánsfé stækkaði bankana mjög hratt. Auk þess að bankarekstur bar sig mjög vel - og eigendur þeirra urðu mjög ríkir.

Nú aftur á móti er komið í ljós, að sú mikla uppbygging var að miklu leiti byggð á sandi. Störf sem urðu til meðan almenningur var að auka neyslu gegnt aukningu í skuldum, sé ekki lengur að ganga. Í staðinn sé nú komin skuldakreppa og vandinn að störf fara til Asíu sé óleystur. Bankauppbyggingin hafi ekki framkallað nægilegt mótvægi á móti þeim störfum sem stöðugt eru að hverfa á brott.

Og Evr. ekki síst stendur aftur fyrir því, að vandinn sem uppbygging fjármálagreina faldi um hríð, er enn til staðar. Að samkeppnin frá Asíu er bein ógnun við lífskjör fólks í framleiðslugreinum - sem enn eru að flytjast til Asíu smám saman.
 
 
Lífskjör munu lækka á vesturlöndum, þau verða að lækka!
Mín spá er að lífskjör í Evrópu og N-Ameríku hljóti nú að lækka til að jafna þennan mun á samkeppnishæfni framleiðslugreina, því það gangi ekki að láta framleiðsluna stöðugt fara annað. Það verði niðurstaða kreppunnar fyrir rest, jöfnun niður á við í Evr. og N-Ameríku. Sem leiðir til að viðskiptajöfnuður Evr. og N-Ameríku v. Asíu muni jafnast. Og framleiðslugreinar í N-Ameríku og Evr. þaðan í frá nái sér á einhverju árabili.

Við taki stöðugara ástand. En almenningur í bæði Evr. og Bandar. verði ívið fátækari almennt en í dag.

Það aftur á móti þíðir ekki endilega að, ríka fólkið lækki í kjörum. Því það á oft verksmiðjurnar sem staðsettar eru annars staðar.

Svo þá skýrist af hverju bilið milli ríkra og fátækra er stöðugt að aukast.

Sem er akkúrat það sem við höfum verið að sjá - ekki satt?

Ég tel að Evr. eigi af ofangreindum ástæðum, eftir að sjá sömu þróun á auknu bili milli ríkra og fátækra, eins og verið hefur að gerast í Bandar. af ofangreindum ástæðum, Evr. sé einungis ívið skemur komin í þeirri þróun en hagkerfi N-Ameríku.
 
Menn tala stundum um það, t.d. Stefán, að leið vesturlanda sé að einbeita sér að hátæknigreinum. En það er einmitt þannig uppbygging sem menn vonuðust eftir að af yrði - þegar sem mest var hvatt til fjárfestinga á sl. tveim áratugum. Að sú uppbygging sé misheppnuð er mjög auðvelt að sjá, með því einu að fara út í verslun og sjá hvaðan nýjustu hátæknivörurnar á boðstólum koma.
 
Það er ljóst af því einu að kíkja út í næstu búð sem selur slíkan varning, að Asíu hefur tekist að loka tæknigapinu eða gatinu, sem var ef til vill enn fyrir hendi fyrir tveim áratugum. En greinilega ekki lengur.
 
  • Þá sé ég einungis sú ein útkoma mögulega úr því sem komið er, að Vesturlöndin hin gömlu jafni lífskjör niður á við.
  • Ég held að sú kreppa sem nú er skollin á, hljóti að ljúka með þeirri niðurstöðu.
Að auki tel ég, að ekki sé til nægilega mikið af olíu og öðrum hráefnum á hnettinum, til að Asía geti farið á þau lífskjör sem hafa verið sl. 25 ár í Evr. og N-Ameríku.
  • Málið sé einfaldlega að þau lífskjör geti ekki staðist lengur.
  • En hugsanlegt að það sé unnt að lyfta allri plánetunni upp á hærra meðaltals lífskjarastig.
  • En það geti ekki verið þ.s. vesturlönd hafa búið við.
Lækkun okkar sé óhjákvæmieg - en einnig nauðsynleg í hinu víða hnattræna samhengi hlutanna. Það sé ekki mögulegt að halda hinum niðri, á sama tíma sé ekki nóg fyrir alla ef miðað er við þann standard.
 
Fræðilega er unnt á næstu áratugum, að stefna að nýtingu hráefna frá stöðum utan Jarðar, innan sólkerfisins. Fræðilega inniheldur sólkerfið sem heild, marfalt það magn hráefna sem er til staðar á Jörðinni.

Mig grunar að elíturnar í Indlandi og Kína hafi áttað sig á þessu, þess vegna séu bæði löndin með geim prógrömm, þó sumum virðist það undarlegt í tilviki Indlands.
 
 
Niðurstaða
Vandinn sem Stefan Ólafsson bendir á og vill um kenna stefnu hægri manna á sl. tveim áratugum, er þess í stað því að kenna að vesturlönd hafa sl. 3 áratugi í vaxandi mæli orðið undir í samkeppninni við lönd Asíu. 
 
Svo bætist að auki við, að mjög líklega er ekki hnattrænt séð grundvöllur fyrir lífskjörum á því róli sem Vesturlönd hafa vanist sl. 25 - 30 ár. Þannig að þau einfaldlega geti ekki staðist lengur.
 
Sá standard muni því víkja og það mjög líklega að fullu og öllu.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið er ég sammála þér Einar Björn.

Lífskjör munu lækka á vesturlöndum, þau varða að lækka.

Það þarf nokkurn kjark til að segja þetta en þetta er hinn sárbitri sannleikur. Þverstæðurnar eru orðnar hrópandi í pólitískum "lausnum" iðnríkjanna. Annars vegar er sívaxandi nýting á ódýru vinnuafli Asíuríkja og á hinum bógnum tæknivæðing sem ævinlega fækkar störfum.

Lækkun lífskjara mun skapa mikinn pólitískan glundroða í þróuðum iðnríkjum og vesturlönd munu þurfa langan aðlögunartíma. En þarna mun sannast máltækið um neyðina og nöktu spunakonuna. Það verða hinir fátæku Asíubúar sem leggja þyngstu lóðin á vogarkálar til jöfnunar lífskjara í heiminum.

Árni Gunnarsson, 19.8.2012 kl. 16:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lífskjör eru ekki hvað maður getur hent miklu af mat eða hvað maður á mörg pör af kínverskum skóm sem maður notar ekki.

Lífskör felast í því að fá grunnþörfunum fullnægt og að sofna þreittur á kvöldin ánægður með störf dagsins.

Þess vegna lækka lífskjör ekki á vesturlöndum þó kínverjara fá hærra kaup, Hinnsvegar hefur það í för með sér að atvinnuleysi lækkar á vesturlöndum sam aftur þýðir kanski bætt lískör.

Guðmundur Jónsson, 19.8.2012 kl. 17:48

3 Smámynd: Alfreð Dan Þórarinsson

Sæll vertu.

Þetta með lækkun lífskjara er eitt og svo annað rétt skráð gengi landa í austur asíu. Í fréttum um daginn þegar útflutningur Kína hafði minkað á fyrri helmingi þessa árs fóru þeir að tala um að lækka gengið, ég er ekki viss um að það þýði ekkert að lækka lífskjör hér á vesturlöndum til að mæta innflutningi úr austrinu því að um leið og eftirspurn minkar hér vegna lægri kaupmáttar þá lækki þeir bara gengi sinnar myntar.

Best er að fara í annað sem er innlent, það verða kostningar á næsta ári og byrjað er að lofa umferðargöngum um allar trissur á sama tíma og mér virðist verðfall vera á öllum útflutningsmörkuðun ég veit ekkert vitlausara en vera með útgjalaloforð nú mu þessar mundir.

Þökk fyrir góðar greinar.

Alfreð Dan Þórarinsson, 19.8.2012 kl. 22:21

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alfreð - það kostar dálítið að flytja varning alla leið frá Kína. Þó svo það sé gert með ódýrasta mögulega hætti. Að auki er einhver framleiðslukostnaður þó laun séu lág. Svo það eru takmörk fyrir því hve ódýrt þeir geta gert sig. Að auki, eru kínv. stjv. logandi hrædd við möguleikann á innlendum uppreisnum, enda komust þau sjálf þannig til valda auk þess að nokkur af keisaradæmum eldri tíðar féllu með þeim hætti. Ég er að segja, þegar lífskjarafallið á sér stað á vesturlöndum, þá muni Kína einbeita sér að því líklega að byggja upp Asíu og innlendan markað. Ef Kínastjórn fellir gengið of mikið, hrynur einnig innlend eftirspurn. Þeir þurfa auðvitað að vega þetta og meta - - því má ekki heldur gleyma, "as an act of desperation" geta vesturlönd sjálf ákveðið að setja verndartolla. Sem þau gætu gert, ef Kína raunverulega færi í samkeppnis gengisfellingar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.8.2012 kl. 22:35

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Einar:Ekki má heldur gleyma því að hagvöxtur Kínverja byggir nú þegar að miklu leiti á innflutningi, til að mynda á kolum frá Ástralíu og Járni frá Brasilíu, og þar ráða þeir ekki verðinu það er markaðurinn sem ræður, svo Kínverjar eru hægt en örugglega að komast að miðju eins og sagt er, þeir verða að halda uppi hagvexti, sem er allt of hár og getur ekki haldið áfram að vera um 10%, og er farinn að sína merki um samdrátt, og þeir geta ekki aukið við það sem þeir kaupa nú þegar, án aukins kostnaðar, eins og þú bendir á hér að ofan flutningur er að verða dýrari, og sem enginn talar um og órtúlega margir skauta yfir, er að allir gjaldmiððlar heims hafa verið látnir falla, svo gengisfelling Juansins verður frekar mátlaus ef ekki gagnslaus, því hún kallar á frekari fall annarra gjaldmiðla, vesturveldin eru ekki hópur af fáráðlingum og það eru Kínverjar að upplifa á geiginn skinni, höfum í huga það sem USA gerði í orkukreppunni frægu, þeir sem töpuðu mest á henni voru þegar upp var staðið Opek-löndin, og sagan endurtekur sig nema nú er það vinnuafl en ekki olía sem slegist er um.

Magnús Jónsson, 20.8.2012 kl. 00:33

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Heimsmyndin á myndrænan hátt, gapminder gefur umræðunni líf og útskýrir vel fyrir leikmönnum hvað er raunverulega að gerast í lífskjarakapphlaupi heimsins.

http://www.gapminder.org/

Er ekki predikunin um "alþjóðavæðingu" bara leið þeirra ríku til að tryggja að þeir geti fleytt rjóman af framleiðslu heimsins og komið honum fyrir í skattaskjólum þar sem ekki þarf að gjalda tíund til samfélagsins.

Líklega er endurkoma "húsbændur og hjú" ekki langt undan enda er millistéttin sem óðast að þurkast út.

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2012 kl. 06:04

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Magnús Jónsson, - eins og einn hagfræðingur sagði "the most valuable commodity of all is demand." Bandar. voru eins og Kína á 4. áratugnum. Ekkert ríkið sennilega varð fyrir meira tjóni af henni, því fyrir kreppu voru þeir þetta mikla útfl. veldi. Síðan er kreppan skall á, þá hrapaði sá útl. hratt saman - þeir sem störfuðu við hann glötuðu vinnunni. Síðan tóku við atvinnuleysisárin, eins og frægt er það voru hreysahverfi í grennd við bandar. borgir.

Það getur farið svipað, að Kína lendi í því - sem þegar virðist hafið en þeirra viðskiptahagnaður hefur verið óvenjulítill undanfarið, að þegar eftirspurn hrynur saman í þeirra helstu viðsk. löndum, þá skellur á mjög sambærilegt ástand og Bandar. gengu í gegnum á 4. áratugnum.

Bandar. komust í gegnum það fyrir rest - ég held þó að Kína stjórn muni þó ekki vonast eftir Heims-strýði 3. Heldur taki þá við löng barátta við uppbyggingu innra hagkerfisins, atvinnuleysið geti einungis dalað á mörgum árum. En mjög mörg störf þyrfti að skapa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.8.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband