17.8.2012 | 21:44
Rétt að afleggja að handhafi valds forseta fylgi forseta út á Kefló?
Það er komin upp fremur undarleg deila um forsetaembættið. Maður vissi að áframhaldandi deilur væru öruggur hlutur, eftir endurkjör Ólafs Ragnars. Í þetta sinn hefur embætti forsætisráðherra hafið deiluna. Vill leggja af ákveðna hefð sem verið hefur til staðar alt frá upphafi lýðveldis. Að handhafi embættis forseta fylgi forseta út á Keflavíkurflugvöll. Og kveðji forseta með handabandi. Þegar forseti er á leið í opinbera heimsókn.
Hávær hópur talar á þeim nótum að þessi gamla hefð, sé ekki lengur í takt við nútímann, og vill leggja hana af snarlega - tekur undir tilmæli skrifstofu forsætisráðherra heilshugar.
Sjást víða ummæli eins og "tilgangslaus hefð," "fíflagangur," óttalegt bruðl er þetta o.s.frv.
Min tilfinning er að a.m.k. hugsanlegt sé að hjá a.m.k. sumum, litist viðhorf þessi af neikvæðri sýn á mikilvægi embættis forseta - en í deilum undanfarið, hafa sumir viljað leggja það af jafnvel, þ.s. það sé "valdalaust" og því tilgangslaust - - sem er skemmtileg röksemd með það í huga, að þeir sömu eru yfirleitt algerlega á móti því, að það hafi völd og því skv. eigin hugsun "tilgang."
Mér hefur virst í gangi ákveðin vanvirðing gagnvart embætti forseta, sem eftir allt saman er eina embættið, sem þjóðin kýs - í beinni kosningu.
Með það í huga, er það í reynd áhugavert, að fólk sem oft telur sig einlæga lýðræðissinna, vilji draga sem mest úr vægi eina þjóðkjörna embættisins hérlendis - jafnvel leggja af með öllu.
Vill hætta að fylgja forseta út á völl
Er þessi hefð tilgangslaus? Rétt að leggja hana af?
Rétt er að halda því til haga - að "seremóníur" eru hérlendis mjög litlar að umfangi, miðað við þ.s. er almennt í öðrum löndum, t.d. Danmörku.
Ef drottning Danmerkur er á leið út á flugvöll í opinbera heimsókn, þá er ég 100% viss um að umstangið er margfalt - margfalt meira.
Má velta því fyrir sér hve íþyngjandi þetta raunverulega er, að fylgja forseta út á flugvöll:
"Í dagskrá forsetans á heimasíðu embættisins kemur fram að hann hefur á síðustu tveimur árum farið að minnsta kosti 35 ferðir í embættiserindum, allt upp í þrjár ferðir í mánuði."
- Ef þetta voru 35 ferðir sl. 2 ár, þá er þetta cirka ein ferð á 21 dags fresti.
- Það þíðir þó að handhafi valds forseta, þarf að fara tvær ferðir fram og til baka.
"Fyrir um tveimur áratugum festist sú venja í sessi að forsætisráðherra sinnir ekki þessari fylgd lengur. Mun það vera forseti Hæstaréttar sem oftast fer."
- Svo Jóhanna hefur ekki getað hugsað sér að taka þátt í þessu, eftir að Ólafur felldi Icesave1.
- Áður hafa handhafarnir skipt ferðunum á milli sín - svo hluti a.m.k. af ástæðunni, fyrir umkvörun um aukið álag, er að hún hefur hætt að taka þátt í þessu.
"Fylgdin fer þannig fram að bílstjóri sækir handhafa forsetavalds, forseta Hæstaréttar eða forseta Alþingis eftir atvikum og farið er með lögreglufylgd á eftir forsetabílnum til Keflavíkur. Þar fer hann í gegnum vopnaleit og öryggisskoðun, fylgir forsetanum að hliðinu og bíður þar til hann fer úr landi. Svo eru hann keyrður í lögreglufygld aftur til baka." - "Þegar forsetinn kemur aftur til landsins þarf handhafi forsetavalds að fara út á flugvöll og bíða við landganginn þar til forsetinn kemur og fylgja honum að forsetabílnum."
Klárt er það töluvert umstang að gera þetta einnig fyrir ferðir í eigin erindum. Þetta hljómar eins og það taki einhverja klukkutíma í hvert sinn.
"Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði frumkvæði að því í fyrra að taka fylgdina til endurskoðunar. Lagði hún til að hún yrði lögð niður, en lögreglustjórinn á Suðurnesjum fengi þess í stað þetta hlutverk."
Það má sennilega breyta þessu, þegar forseti er að fara í eigin erindum. Sigurður Líndal, leggur til að Forseti Alþingis komi í staðinn - en hví ekki að skipta því milli Forseta Alþingis og staðgengla forseta Alþingis, að fylgja forseta er hann fer í eigin erindum?
En mér finnst klárt eðlilegt, að umstang sé meir þegar forseti fer í opinberum erindum, þá væri einfaldlega ekki of mikið að forsætisráðherra mæti - sjálf eða sjálfur. Hið minnsta einn af handhöfum valds forseta.
"Sigurður Líndal lagaprófessor segir fulla ástæðu til að endurskoða þann sið að handhafar forsetavalds fylgi forseta Íslands í Leifsstöð"..."Hann telur hugsanlega eðlilegast að það gerði forseti Alþingis, hann stjórni fundum handhafanna og þetta gæti verið einfaldasta breytingin. Og Sigurður sjálfur lítur á fylgdina sem kurteisi og virðingavott við þjóðhöfðingjann. Og við skulum athuga að það að sýna þjóðhöfðingja virðingu er hluti af sjálfsvirðingu þjóðarinnar."
Ég tek undir það með Sigurði, að auðsýna embætti forseta virðingu er hluti af sjálfsvirðingu þjóðarinnar, enda eftir allt saman er þetta eina þjóðkjörna embættið.
------------------------------------
Sjálfsagt er þetta ekki sérstaklega nauðsynleg hefð - ef út í það er farið.
Það er, valdaskipti virðast fara fram með þeim hætti, að skrifstofa forseta birtir tilkynningu í Lögbyrtingarblaðinu um fjarveru forseta.
Svo líklega er það óþarfi í samhenginu að færa valdið, að handhafi mæti einnig út á flugvöll.
En á hinn bóginn, finnst mér það nauðsynlegt að það sé meira umstang í virðingarskyni um embætti forseta, en önnur embætti. Því þetta er - eina þjóðkjörna embættið.
Embætti forseta á ekki að vera eins og hvert annað starf, t.d. að aka strætó.
Mér fyndist það í reynd frekar miður, ef allar seremóníur sem framkvæmdar eru sem sérstakur virðingarvottur við þetta embætti, væru aflagðar.
- Þessi athöfn er einungis táknræn - og sýnir að embætti forseta sé mikilvægt.
- Er í reynd sérstakur virðingarvottur við það embætti.
- Ég sé í reynd engan annan tilgang.
Það er eðlilegt að það séu einhverjar viðbótar seremóníur til staðar í tengslum við embætti forseta.
Niðurstaða
Það er sjálfsagt í lagi að íhuga breytingar á þeirri hefð, að forseta sé ávallt fylgt út á flugvöll, og heim á Bessastaði aftur frá Kefló af handhöfum valds forseta. Mætti íhuga að gera ívið minna umstang þegar forseti er á leið úr landi í eigin erindum. Þannig að þeir sem þá fylgi forseta, séu ekki handhafar valds forseta - heldur t.d. forsetar alþingis, þ.e. skipt milli Forseta Alþingis og varamanna. Þá dreifist álagið á fleiri - Forsetar Alþingis eru mikilvægir einstaklingar. Svo það væri ekkert virðingarleysi, að einn af þeim myndi koma í staðinn. Þegar minna mikilvægar ferðir forseta er um að ræða.
En ég sé á hinn bóginn enga ástæðu til að slaka á hefðinni, þegar um er að ræða ferðir forseta í opinberum erindum.
Þetta ætti að vera sanngjörn nálgun að málinu!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir mér er ekkert annað á ferðinni hjá forsætisráðherra annað en gegndarlaus óvild í garð persónunnar Ólafs Ragnars Grímssonar og hún notar hverja einustu átyllu sem gefst til að láta þessa óvild í ljós. Þetta hátterni hennar er henni og embættinu til vansa og ég sem hélt að nóg væri komið.......
Jóhann Elíasson, 18.8.2012 kl. 07:14
Gott mál Einar Björn Bjarnason. Það á að fara gætilega í að raska hefðum, enda eru hefðir ekki svo mikið að flækjast fyrir okkur Íslendingum og kannski því miður.
Þegar ofstopa kerling ræðst til atlögu við hefðir sem henta ekki hennar geði, þá er það líkt og með aðra einræðisherra sem sífellt reina að skapa sér umhverfi og bægja frá sér ímynduðum hættum, sem oft eru ekki annað en nasa pirringur.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2012 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning