Hækkun á mörkuðum vegna ummæla Angelu Merkel!

 

Við erum ekki að tala um stóra uppsveiflu þennan dag. En markaðir eru samt komnir í hæstu stöðu sem sést hefur í Evrópu í nærri því 5 mánuði skv. frétt FT.com: European stocks near five-month high. Skv. fréttum Reuters, höfðu ummæli Angelu Merkelar í dag jákvæð áhrif á markaði, en hún hélt blaðamannafund í Ottava, er stödd í opinberri heimssókn í Kanada.

Merkel backs Draghi, urges rapid move to closer union

Angela Merkel warns 'time is of essence' on euro crisis

Debt crisis: as it happened - August 16, 2012

"I made clear once again that we need a long-term, sustainable solution. It is a question of taking the steps that weren't taken when the currency union was created, namely a political union. Germany knows that in a common currency area political responsibilities need to be shared. We are on a good path on many of these issues, but time is of the essence. We are fully aware of this." - "Merkel said the European Commission should receive stronger powers to intervene when the budgets of euro states went off course,..."Merkel voiced support for European Central Bank President Mario Draghi, who came under withering criticism in Germany for vowing in a speech in London last month to do whatever it takes to save the euro, and raising the prospect of buying the bonds of stricken euro states like Spain and Italy. She said Draghi's declarations were "completely in line" with the approach taken by European leaders."

Það er reyndar mjög erfitt að átta sig á því - akkúrat hvað hún meinar með því að taka undir yfirlísingu Mario Draghi.

En hún getur verið að taka undir yfirlísingu Draghi - eins og Þýsk stjórnvöld kjósa að túlka hana.

Frekar en, eins og t.d. Draghi sjálfur, myndi helst sjálfur að hún væri túlkuð.

Ég er t.d. algerlega viss að hún er ekki með þessu að samþykkja ótakmarkaða prentunaraðgerð, sem mér fannst Draghi í reynd vera að bjóða upp á.

Svo með hugtakið "Political Union" sem hún talar svo gjarnan um - - þá er það sem hún hefur í huga, ekki það sem fræðimenn myndu samþykkja að væri "political union."

En það felur ekki í sér að evrusvæði verði gert að Bandaríkjum Evrópu, sem er eins og fræðimenn túlka hugtakið. Heldur ganga hugmyndir hennar miklu mun skemmra en það.

Þetta snýst fyrst og fremst um mjög aukna yfirumsjón Framkvæmdastjórnar ESB og Evrópudómstóls með því, að svokölluð stöðugleika viðmið séu virt - farið sé nákvæmlega eftir þeim.

Þannig að um sjálfvirkar refsingar sé að ræða og að auki, að unnt sé að kæra ríki til dómstólsins ef þau standa ekki við reglur um halla á ríkissjóð eða um opinberar skuldir.

Einn þekktur skríbent kallaði fyrirbærið "Punishement Union" eða "Refsi-bandalag" sem ég held að sé mun nær réttu.

-------------------------

Þetta er þessi dæmigerða pólitíska froða, háttur pólitíkusa að nota hugtök vísvitandi með röngum hætti, t.d. að tala um skattalækkun þegar í reynd engin skattalækkun hefur verið framkvæmd. 

Vandinn við orðanotkun Merkelar, er að hún ruglar mjög marga í ríminu - sem halda að Merkel sé raunverulega að stefna að "Evrópuríkinu." 

En það er ekki svo - heldur að "Refsibandalagi" sem myndi læsa Evrópu inn í mjög þröngum stakk, þ.s. hagstjórn yrði óhjákvæmilega óskaplega "pro cyclical" þ.s. ekki væri unnt að beita klassískri jafnvægishagstjórn.

Heldur þyrfti alltaf að skera harkalega niður í kreppu - sem magnar hana - síðan er hagvöxtur snír við myndu menn óhjákvæmilega auka útgjöld til að laga það sem sat á hakanum í kreppunni. Svo útgjöld væru mikil í góðæri - en lítil í hallæri. Sem sagt "pro cyclical."

Þetta er klassísk íhalds hagstjórn af því tagi, sem algeng var á árunum fyrir seinna stríð, sem John Maynard Keynes gagnrýndi mjög og taldi hafa magnað kreppuna á sínum tíma.

 

Niðurstaða

Þó svo að ummæli Merkelar hafi aukið bjartsýni á mörkuðum á fimmtudag, efa ég stórfellt að hún sé að meina það sem þeir bjartsýnustu á markaði halda. Það er samþykki við stórfelldri prentunaraðgerð, til að halda uppi Spáni og Ítalíu. 

En mér finnst afskaplega ólíklegt að "do whatever it takes" hafi þá merkingu í augum ríkisstjórnar Merkelar, að það feli í sér samþykki við ótakmarkaðri prentun til bjargar evrunni.

Líklega felur það í sér eingöngu samþykki við takmarkaðri prentun, eins og var síðast er ríkisstjórn Merkelar heimilaði að Seðlabanki Evrópu keypti ríkisbréf Spánar og Ítalíu fyrir réttu ári síðan.

Ríkisstjórn Merkelar sé ekki enn til í að heimila þá prentunaraðgerð sem raunverulega þarf til. Það er það sem væru ótakmörkuð kaup - bæði í tíma og magni. Það væri það eina sem raunverulega myndi geta lagað það trúverðugleika vandamál sem nú er til staðar á mörkuðum gagnvart Spáni og Ítalíu.

En sá trúverðugleika vandi snýst um vantrú markaðarins í reynd á því, að viljinn til að "do whatever it takes" sé í reynd fyrir hendi.

Ef aðgerðin verður takmörkuð eins og mér finnst langlíklegast, þá mun hún ekki breyta stöðunni í reynd - í besta falli eins og í fyrra, að vaxtakrafa lækki timabundið meðan aðgerðin stendur yfir. Hækki síðan aftur er henni er lokið.

Verði því enn ein aðgerðin til að fresta vandanum - sparka boltanum áfram.

Það virðist alltaf vera tekin minnsta ákvörðunin sem til þarf, til þess að rétt svo að halda hlutum gangandi. Vandi við þá aðferð, er að þá heldur óvissan áfram. Og sú óvissa heldur áfram að skaða hagkerfin, því meðan þ.e. nagandi óvissa. Halda fjárfestar að sér höndum, almenningur verður tregari til að stunda neyslu, bankar til að lána o.s.frv.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband