15.8.2012 | 23:33
Þriðja björgun Grikklands virðist afar ólíkleg skv. Der Spiegel
Antonis Samaras forsætisráðherra Grikklands ætlar að hitta Angelu Merkel kanslara Þýskalands föstudaginn í nk. viku, í Berlín. Skv. fréttum Der Spiegel er svigrúm Merkelar nærri því ekki neitt til að koma til móts við beiðni Samaras, en hann óskar eftir því að niðurskurður sem skv. núverandi áætlun samþykkt og undirrituð af síðustu ríkisstjórn Grikklands, á að framkæmast á tveim árum, skuli í staðinn framkvæmast á fjórum. Það þíðir að þá þarf gríska prógrammið meira fjármagn, lauslega áætlað viðbótar 20ma.. Skv. Der Spiegel, er afar ólíklegt að Merkel geti fengið meirihluta þingmanna ríkisstjórnarflokka, til að samþykkja nýtt björgunarprógramm, það þriðja í röð slíkra, og það sé einnig afar ólíklegt að hún sé tilbúin til þess að leggja sitt pólitíska líf að veði - í þetta sinn.
- En erfið mál eru framundan sem snúast um björgun evrunnar sjálfrar.
- Þau verða mjög umdeild - og Merkel sennilega þarf á þeirri pólitísku inneign sem hún enn hefur, í þá baráttu.
- Hver pólitíkusinn af öðrum innan stjórnarflokkanna, hefur verið að tjá sig undanfarna daga.
Sennilega eru þó áhugaverðust ummæli hennar aðstoðarmanns - þ.e. ólíklegt að hann segi eitthvað sem er á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar.
The Return of the Iron Chancellor
Greece to Request Extension on Austerity Measures
Westerwelle bei Reformtempo Athens gesprächsbereit
Steffen Siebert - "The Chancellor will certainly listen to what Mr Samaras has to say about the situation in Greece and the implementation of the program." - The German position, which is a European position, is based on the memorandum of understanding, which is the foundation."
Seinni setningin vísar til samkomulagsins sem fyrri ríkisstjórn Grikklands samþykkti þ.e. björgun 2. Með öðrum orðum, að ríkisstjórn Þýskalands líti svo á að samkomulagið sem gert var þá, sé sá grundvöllur sem sé til umræðu. Sem gefur ekki vonir um að, vilji sé til að hnika þeim grundvelli til að ráði.
Guido Westerwelle - "It is clear that there can be no substantial changes to the reform agreements." - "To deal with the lost time in the Greek election campaigns we must,"
Þarna endurtekur utanríkisráðherra Þýskalands þ.s. hann hefur áður sagt, að það þurfi að taka tillit til þess tíma er tapaðist í sumar er tvisvar var kosið til þings í Grikklandi - - mér reiknast til að þar hafi tapast tveir mánuðir, og það getur verið allt svigrúmið sem Westervelle er að tala um.
Tveir - þrír eða fjórir mánuðir, en ekki tvö ár!
Grikkland er á spenanum frá Seðlabanka Evrópu!
Fyrr í vikunni var skrítin atburðarás, þ.s. ríkisstjórn Grikklands að nafni til seldi ríkisbréf, sem grísku bankarnir keyptu, þau eru til einungis 3 mánaða, og grísku bankarnir sem þau keyptu - takið eftir, gjaldþrota grísku bankarnir, skiptu þeim fyrir evrur í seðlabanka Grikklands. Sem starfar sem útibú frá Seðlabanka Evrópu.
En málið er, að með hljóðlátum hætti, skv. frásögn Der Spiegel frá sl. viku - indirect aid from the ECB - virðist að Seðlabanki Evrópu hafi blikkað frá harðlínuafstöðu sinni frá því fyrr í sumar. ECB hafi veitt Seðlabanka Grikklands aðgang að prentuðum evrum - og heimilað honum að veita viðtöku ríkisbréfum eigin ríkisstjórnar sem skv. ECB teljast ekki lengur nothæf veð.
En ríkisstjórn Grikklands ella hefði orðið greiðsluþrota í þessari viku, og líklega hrökklast þá þegar út úr evrunni.
Með þessum hætti hefur ECB náð fram 3. mánaða fresti á því gjaldþroti. En þ.e. ekkert líklegra að ríkisstjórn Grikklands eigi peninga eftir 3 mánuði fyrir þeirri skuld.
Fyrir utan að það má vera að rekstrarfé gríska ríkisins klárist fyrr.
Hengingaról Grikklands er því orðin afar stutt.
Niðurstaða
Ef greining Der Spiegel á pólitískum aðstæðum innan Þýskalands er rétt, þá sennilega fær forsætisráðherra Grikklands ekki fram það sem hann leggur til. Reyndar hefur ríkisstjórn Þýskalands komið því til skila að engin ákvörðun verði tekin fyrr en í október. Er svokölluð "þrenning" á að skila skýrslu um Grikkland. Svo fundurinn föstudaginn í nk. viku, hefur þá þann eina tilgang að heimila Samaras að koma hugmyndum ríkisstjórnar Grikklands með formlegum hætti á framfæri.
Ástand Grikklands er þannig að því er nú haldið uppi af skrítnum æfingum Seðlabanka Evrópu, sem kom í veg fyrir tafarlaust gjaldþrot Grikklands í þessari viku. Greinilega að ekki veitir af þeim 3 aukamánuðum.
En væntanlega þíðir það, að þá verður umræðan um Grikkland hluti af umræðunni sem fer í gang á næstunni milli leiðtoga evrusvæðis, um björgun evrunnar.
Það væri rökrétt að bjarga Grikklandi ef það stendur til að bjarga evrunni.
Áhættusamt að láta Grikkland gossa, ef það stendur til. Því þá er rofin reglan um að, ekki sé unnt að yfirgefa evruna. Ef það fordæmi er skapað - verður það ekki aftur tekið.
Spurning hvort viljinn til að fórna Grikklandi sem virðist til staðar meðal þingmanna stjórnarflokka Þýskalands, þíði einnig að þeir séu við það að gefa björgun evrunnar sjálfra upp á bátinn.
Þetta kemur allt í ljós í september til október, jafnvel til nóvember.
----------------------------------------
Áhugaverð grein - - The Economist - The Merkel memorandum
Ég held samt að sú sviðsmynd er þeir teikna sé óraunhæf. Annaðhvort hangi evran öll saman eða ekki.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.8.2012 kl. 00:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning