14.8.2012 | 22:00
Þýska efnahagsvélin hægir á sér!
Skv. hagtölum sem fram komu á evrusvæði á þriðjudag hefur hægt á hagvexti í Þýskalandi miðað við fyrsta ársfjórðung er vöxtur mældist 0,5%. En á öðrum ársfjórðung var hann 0,3%. Sem er þó 0,1% hærra en hagfræðingar höfðu spáð. Á sama tíma mælist Frakkland aftur með 0,0%. Sem einnig er betur sloppið en hagfræðingar reiknuðu með.
Það virðist að útflutningur til landa utan evrusvæðis sé að töluverðu leiti að koma í stað minnkunar útflutnings til annarra aðildarlanda evru.
Á sama tíma og neysla innan Þýskalands einnig heldur uppi hagkerfinu, en enn virðist að neytendur séu að njóta ágóða af launahækkunum fyrr á árinu og síðari hl. sl. árs.
Þannig að enn sem komið er - virðist Þýskalandi takast að veðra storminn frá S-Evrópu.
En blikur eru á lofti - hagfræðingar vara við því að samdráttur geti orðið reyndin á 3. fjórðungi, tölur um magnpantanir í sl. mánuði og þann á undan, og núverandi. Bendi til þess að útflutningur til landa utan evru muni ekki lengur standa á móti minnkun útflutnings til annarra aðildarlanda evru. Og neytendur virðast orðnir svartsýnni en áður um framtíðina - sem getur leitt til viðsnúnings í neyslu.
Könnun gerð meðal viðhorfa atvinnurekenda í Þýskalandi, sýnir einnig að atvinnurekendur eru verulega svartsýnir um framhaldið og óttast að mun svartara ástand sé framundan. Önnur vísbending um viðhorf atvinnulífsins er töluverð minnkun fjárfestinga þetta ár miðað við sl.
German Economy Is Running Out of Steam: "Compared with other euro-zone countries, German is doing well. The second-quarter growth compares with declines of 0.7 percent in Italy, 0.6 percent in Belgium and 0.4 percent in Spain. The French economy stagnated and the entire 17-nation euro zone is expected to show a GDP contraction of 0.2 percent in the same period."
Germany fears business slowdown: The business cycle in Germany is at a critical point, said Allianz, the insurer. The growth engine is stuttering more and more ... the insecurity stemming from the eurozone debt crisis is leaving more and more traces on the German economy.
Euro Zone Economy Shrinks, Darkening Outlook: "Economic activity in the 17-country currency bloc fell at an annualized rate of 0.7% in the second quarter after stagnating in the first three months of 2012, according to data from the European Union's statistics arm." - á ársbasis -0,7%.
Það virðist einungis spurning um tíma hvenær Þýskaland togast einnig niður af vanda evrusvæðis!
Önnur áhugaverð frétt:
Investors Prepare for Euro Collapse:
- "Banks are particularly worried. "Banks and companies are starting to finance their operations locally," says Thomas Mayer who until recently was the chief economist at Deutsche Bank"
- "The flow of money across borders has dried up because the banks are afraid of suffering losses."
- "According to the ECB, cross-border lending among euro-zone banks is steadily declining, especially since the summer of 2011."
- "...banks are even severing connections to their own subsidiaries abroad. Germany's Commerzbank and Deutsche Bank apparently prefer to see their branches in Spain and Italy tap into ECB funds, rather than finance them themselves."
- "At the same time, these banks are parking excess capital reserves at the central bank."
- "They are preparing themselves for the eventuality that southern European countries will reintroduce their national currencies and drastically devalue them."
- "In effect, the bankers are sketching predetermined breaking points on the European map. "Since private capital is no longer flowing, the central bankers are stepping into the breach," explains Mayer. The economist goes on to explain that the risk of a breakup has been transferred to taxpayers. "Over the long term, the monetary union can't be maintained without private investors," he argues, "because it would only be artificially kept alive.""
- ""Many companies are now taking the route that US money market funds already took a year ago: They are no longer so willing to park their reserves in European banks," says Uwe Burkert, head of credit analysis at the Landesbank Baden-Württemberg, a publicly-owned regional bank based in the southern German state of Baden-Württemberg."
- "And the anonymous mass of investors, ranging from German small investors to insurance companies and American hedge funds, is looking for ways to protect themselves from the collapse of the currency -- or even to benefit from it. This is reflected in the flows of capital between southern and northern Europe, rapidly rising real estate prices in Germany and zero interest rates for German sovereign bonds."
Þetta er mjög góð samantekt hjá Der Spiegel, sýnir að einkaframtakið er að undirbúa sig undir brotthvarf fj. aðildarlanda úr evrunni.
Jafnvel undir möguleikann, að hún hverfi af sjónarsviðinu. Evrópski bankaheimurinn er aftur að brotna niður í eftir gömlu landamærum Evrópu.
Einmitt þess vegna - verður Seðlabanki Evrópu að koma inn, og hefja stórfellda prentun.
Annars er erfitt að sjá aðra útkomu - - en bæ, bæ evru.
Það getur ráðist þegar í haust hvort vilji til nægra aðgerða til bjargar evrunni er fyrir hendi, ef ekki má jafnvel vera að endalok hennar verði ljós fyrir nk. áramót.
En þing aðildarlandanna eru nú að koma úr sumrafrýjum - a.m.k. sum hver. Fundir hefjast á næstunni. Leiðtogar fara á ný að takast á við stóru málin.
Alvarlegir fundir hefjast þó líklega ekki fyrr en í september. Og standa sjálfsagt a.m.k. fram í október. Þannig að í nóvember getur það legið fyrir að ekki sé vilji að bjarga evrunni eða að sá hafi loks fundist.
Ef ekki, þá yrði þróunin hröð í kjölfarið - hrun gæti gengið yfir á vikum í stað mánaða.
Þriðja áhugaverða fréttin!
Greece seeks two-year austerity extension: "Greece is seeking a two-year extension of its latest austerity programme..."The extension plan calls for a slower adjustment with cuts spread over four years until 2016, and the budget deficit declining annually by 1.5 percentage points of national output rather than 2.5 points under the present arrangement." - "According to the document, Greece would need additional funding of 20bn...Funds would be raised from an existing IMF loan, issues of treasury bills and, Greece hopes, a postponement in the start of repayments of its first EU-IMF loan from 2016 until 2020." - "Antonis Samaras, the centre-right prime minister, is expected to outline the proposal during talks next week with Angela Merkel, German chancellor, in Berlin and French President François Hollande in Paris."
Ljóst er að gríska hagkerfið mun dragast saman um cirka 7% þetta ár, eða svipað og sl. ár - í stað 4,5% sem AGS og Seðlabanki Evrópu spáði. En reyndar hafa þær spár aldrei staðist um Grikkland síðan vandræðin þar hófust, spár beggja aðila hafa hingað til án undantekninga vanmetið samdráttinn.
Mér sýnist augljóst að það sé eins og að ætla að kreista blóð úr steini, að heimta 5% miðað við þjóðarframleiðslu niðurskurð í Grikklandi á tveim árum, ofan á 8% niðurskurð sem þegar hefur átt sér stað síðan kreppan hófst, nú fara grísk stjv. fram á að sá sami niðurskurður taki 4 ár í stað 2-ja.
En þ.e. virkilega ekki augljóst að stjórnvöld Þýskalands muni samþykkja slíkt, t.d. vekur yfirlísing háttsetts þýsks stjórnmálamanns frá því um helgina allt annað un bjartsýni: Þýskaland muni beita neitunarvaldi á aðstoð við Grikkland - ef Þýskaland metur að Grikkland sé ekki að standa sig!
Það stefnir því í enn eitt spennuástandið vegna Grikklands.
- En ef ekki verður af tilslökun, þá sé ég ekki að grísk stjv. geti haldið áfram með prógrammið.
- Fyrir utan að þverneitun á tilslökun, verður fullkomin tilliástæða fyrir stjórnarflokkana að réttlæta að taka Grikkland út úr evrunni, og lýsa landið einhliða gjaldþrota.
Niðurstaða
Þó svo að rólegt hafi verið í evrukrýsunni sl. vikur vegna sumarfrýja í Evrópu. Leiðtogar og þing, verið í rólegheitum. Á meðan hafa mál einfaldlega beðið. Þá nálgast sá tími að fundahöld hefjist á ný.
Mjög stórar spurningar standa galopnar frammi fyrir pólitískri stétt evrusvæðis. Ekki síst, hvort evran á að halda áfram eða ekki.
Við hliðina á því, er vandi Grikklands krækiber. En þó getur brotthvarf þess sett hættulegt fordæmi, ef þ.e. vilji til að halda áfram með evruna. En þá er ívið betra að halda Grikklandi inni.
Þá þarf að slaka nægilega á, til að Grikkland hrökklist ekki út.
Engin leið að vita fyrirfram hver verður ákvörðun leiðtoga Evrusvæðis. En spennandi reikna ég með að september og október verði. Niðurstaða ætti ekki að liggja fyrir mikið síðar en í nóvember. Sem þíðir að ef niðurstaðan er sú, að evran er á förum. Þá geti nýtt ár hafist með því að sú atburðarás verði kominn í óstöðvanlegann farveg.
Við lifum á áhugaverðum tímum.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vantar kannski smurolíu á hana og er hún við það að bræða úr sér?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning