Mýtan að stöðugt gengi jafngildi stöðugum lífskjörum!

Þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið, þrátt fyrir þá atburðarás sem er í gangi á evrusvæði. Er enn hópur sem rígheldur í þá "úreltu" hugmynd, að krónan sé ítrekað gengisfelld til að setja kostnaðinn á herðar almennings, gengisfelling er þá greinilega einhverskonar samsæri vondra afla, sem færa kostnaðinn af atvinnulífinu yfir á herðar almennings - meiningin að atvinnulífið eigi með réttu að taka þann kostnað. Eða eins og menn oft segja, þetta sé gert ítrekað til að bjarga ílla reknum fyrirtækjum frá falli, ílla rekin fyrirtæki eigi einfaldlega að fá að fara.

Það áhugaverða er, að evrukrýsan hefur verið að gefa okkur ágæta mynd af afleiðingum hins valkostarins, að fella ekki gengi - heldur að hagkerfið leitist við að hagræða, lækka kostnað, vinna sig smám saman út úr erfiðleikum - en án gengisfellingar.

Margir segja, að gengisfelling sé ódýr leið - "miklu betra sé að taka á sínum málum" - þá meina þeir, að gengisfelling sé notuð til að íta "vandanum áfram" í stað þess að leysa hann.

Bendi á áhugaverða grein: IMF Says Bailouts Iceland-Style Hold Lessons in Crisis Times

  • Ísland gerði sem sagt allt sem ekki á að gera skv. hagfræði þá sem er rýkjandi á evrusvæði, og íslenskir aðildarsinnar aðhyllast.
  1. Gengið var fellt, og það féll stórt.
  2. Það gekk yfir verðbólga sem um tíma mældist í tugum prósenta, en hún leið hjá - var gengin niður að mestu á tveim árum.
  3. Hagsmunir fjárfesta voru fyrir borð bornir - þ.e. þeir tóku skellinn að stærstum hluta, samfélagið hérlendis tók ekki að sér að verja þeirra hagsmuni.
  4. Að auki, flótti fjármagns var hindraður með því að setja á höft á fjármagnsflæði.

Ég veit ekki fyrir 100% víst að það sé raunverulega rétt - en Stefán Ólafsson prófessor heldur því fram, að lífskjör á Íslandi hafi farið aftur á cirka sama stað, og 2004: Hvert fóru lífskjörin?

"Einkaneyslan fór samkvæmt þessum magnvísitölum Hagstofunnar niður um tæp 23%, en það er svipað og samanlagður vöxtur hennar hafði verið frá 2005. Einkaneyslan fór nokkurn veginn aftur til 2004, að magni til."

Það a.m.k. rýmar við fullyrðingu Seðlbanka Ísl. frá sl. ári, að gengi krónunnar sé cirka 25% lægra en meðaljafnaðargengi undanfarinna ára - Danske Bank sagði v. upphaf sl. árs að gengi krónu væri 26% lægra en meðaljafnaðargengi sem rýkt hafði áður.

Þetta styður rök Stefáns Ólafs - - síðan hefur gengið hækkað nokkuð á þessu ári, koma fram í frétt sem mig rámar í, að Stefán hafi einnig sagt að miðað við þróun þessa árs, séu lífskjör að nálgast stöðu 2006.

Sjá frétt Bloomberg að ofan: "The krona has gained about 15 percent against the euro since a March 28 low and was trading little changed at 147.27 per single currency as of 12 noon in Reykjavik today."

Þetta er áhugavert því skv. því er bilið sem Danske Bank og Seðlabanki töluðu um á sl. ári, verulega minnkað.

Tek fram að þetta getur reynst vera tímabundin uppsveifla í ár - að þegar gjaldeyristekjur minnka aftur í haust, þá lækki krónana nokkuð á nýjan leik.

Punkturinn er sá, að það verður ekki séð að sú skerðing sem almenningur hafi gengið í gegnum á Íslandi, skeri sig úr - þegar Ísland er borið saman við önnur kreppulönd.

  • Eystrasaltlönd, þ.s. lífskjör skruppu saman einnig á bilinu 20-25%.
  • Á Írlandi, þ.s. mjög sambærileg skerðing lífskjara varð.
  • Döpur saga Grikklands er ekki enn hálfnuð, en þar á mjög líklega eftir að verða mun verri skerðing, en hér varð.
  • Og ég á ekki von á að spánverjar sleppi neitt betur en Íslendingar, þegar kurl koma til grafar.
  • Sama um íbúa Portúgals.

Auðvitað er sagan ekki enn öll sögð. Hvað hagvöxt þann sem var á Íslandi á sl. ári, þá byggðist hann á því að tiltekin skilyrði voru hagstæð - - þ.e. góður loðnuafli, góð makríl veiði, hagstæð verð fyrir fisk - þau voru hærri á sl. ári en árið á undan.

Nú í ár, eru verð lakari en sl. ár - verið er að auka afla í Barentshafi úr 750þ. tonnum í um milljón, sem er aukning í þorskafla sem er stærri en allur okkar þorskafli, mér virðast líkur því á að verð muni falla töluvert á mörkuðum í Evrópu á nk. fiskveiðiári.

Þannig að blikur eru á lofti um áframhaldandi hagvöxt - þetta gæti endað með samdrætti og gengisfalli á nk. ári, ef grunur minn um verulegt verðfall rætist.

  • Mér sýnist þó ekki líklegt að við færumst aftur fyrir 2000 í lífskjörum - - svo fremi sem evran fellur ekki um koll, og ný heimskreppa skellur á.
  • Ef það gerist, þá auðvitað er skrattinn laus - og enginn veit hve langt hlutir geta fallið. 

Ég bendi að auki á skýrslu OECD frá 2010 um evrusvæði:

OECD Economic Surveys: Euro Area, December 2010

Hún inniber mjög merkilega greiningu á orsökum vanda evrusvæðis.

Þetta plagg sýnir í reynd - að meintur aukinn hagvöxtur af evru, var blekking.

Þetta sést vel ef "Figure 1" er skoðun, en sú mynd sýnir hlutfall hagvaxtar á evrusvæði sem útskýrist af viðskiptahalla.

Síðan sýnir myndin einnig hagvöxt þann sem samanstendur af hagnaði landanna sem voru með afgang af viðskiptum - en hlut af þeim afgangi var til kominn vegna sölu varnings út fyrir svæðið, en aftur á móti borið er saman þykkt svæðanna.

Þá geta menn séð út nokkurn veginn hvað mikill nettó vöxturinn er, ef það hefði ekki verið þessi viðskiptahalli - en þá þurrkast út jafnþykk sneið af ljósa svæðinu og nemur þykkt sneiðarinnar, sem sýnir hagvöxt sem útskýrður var með vexti landanna með halla.

Þegar þannig bóluvöxturinn er sneiddur af - sést að nettó vöxtur var í reynd sára lítill per ár á evrusvæði, en bóluvöxturinn er nú að fara af; kreppan er skuldadagarnir.

Punkturinn er, að það virðist ekki hafa verið neinn viðbótarhagvöxtur - vegna evrunnar.

Þess í stað, eru löndin í vanda nú að borga með samdrætti fyrir þann hagvöxt sem þau tóku á sl. áratug að láni, með viðskiptahalla - - á sama tíma, skerðist hagvöxtur einnig landanna í Evrópu sem voru vön að flytja út til landanna nú í vanda, því næstu misseri verður eftirspurn í þeim löndum skert.

Viðskiptahalli er í reynd ekkert annað en lán - sem almenningur mun borga síðar til baka, með skerðingu í því seinna. Þess vegna er það líka ákveðin blekking í því - að kalla það skerðingu að gengi krónunnar leiðrétti viðskiptajöfnuð öðru hvoru úr mínus í plús - því eins og sést innan evru er almenningur ekki að sleppa við að borga kostnaðinn af uppsöfnuðum skuldum í þeim ríkjum er voru með viðskiptahalla á sl. áratug, og þá eimitt með skerðingu lífskjara áratuginn á eftir.

Útkoman sé a.m.k. ekki lakari hér á klakanum.

Að taka skerðinguna strax - er mín kenning, að sé í reynd betra. En að borga hana síðar til baka með endurgreiðslu skulda með álögðum vöxtum.

-----------------------------

Þarna er ég að miða við - að það verði ekki hrun, löndin slumpist í gegnum þetta - flr. ár af kreppu.

Punkturinn er sá - að það er ekkert sem bendir til þess að sú leið sem löndin á evrusvæði eru að fara, sé að skila almenningur í þeim löndum skárri útkomu, en þeirri sem íslendingar hafa gengið í gegnum.

 

Niðurstaða

Í þessari grein hef ég ekki gert ráð fyrir hruni í Evrópu. Heldur miðað við bestu útkomu, að það verði ekki hrun. Miðað við það ástand, er ekki að sjá að íslendingar komi ílla út í samanburði við lönd innan Evrópu sem hafa lent í umtalsverðum efnahagsvanda. 

Ef aftur á móti það verður hrun, þá auðvitað munu lífskjör í Evrópu falla hressilega.

En því miður - munu okkar lífskjör þá einnig togast verulega niður, þ.s. Evrópa er okkar megin útflutningsmarkaður.

--------------------------

Málið með lífskjör er að stöðugleiki þeirra er í reynd grundvallaður af stöðugleika hagkerfisins sjálfs, ef það verður stórt efnahagsáfall - þá sleppur almenningur ekki.

Það að taka upp annan gjaldmiðil en krónu - bjargar ekki almenningi, þó svo að gengi þess gjaldmiðils sé stöðugt. Þá skerðast lífskjör samt - og þ.s. sést mjög sambærilega mikið.

Það er aldrei valkostur - að almenningur taki ekki á sig tjónið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband