Þýskaland muni beita neitunarvaldi á aðstoð við Grikkland - ef Þýskaland metur að Grikkland sé ekki að standa sig!

Þetta kemur fram í þýska viðskiptablaðinu "Handelsblatt" sjá grein: Unions-Fraktionsvize kündigt deutsches Veto an. Telegraph vakti athygli á þessu í: Debt crisis: Germany ready to block Greek aid if country misses targets. Þarna er um að ræða ummæli höfð eftir Michael Fusch, háttsettum þingmanni stjórnarflokks Angelu Merkel - "The deputy head of Chancellor Angela Merkel's conservative parliamentary bloc"

Maður myndi ætla að slíku maður sé ekki að segja eftirfarandi - ef hann hefur ekki grunn til að standa á.

"„Ich sage zum Mitschreiben: Auch wenn das Glas halbvoll ist, reicht dies für ein neues Hilfspaket nicht aus. Dann kann und wird Deutschland nicht zustimmen.“  Man könne zwar keine Land aus der Euro-Zone „her ausdrängen“. Er gehe aber davon aus, dass die „griechische Regierung weiß, was zu tun ist, wenn sie nicht in der Lage ist, die Reformauflagen zu erfüllen“.

Sollten andere Euro-Staaten anders votieren, dann habe Deutschland „beim EFSF ein Veto-Recht“. Und wenn Deutschland davon überzeugt sei, dass Griechenland „die Auflagen nicht erfüllt hat, dann werden wir von diesem Veto-Recht Gebrauch machen“. Deutschland habe „die Grenze der Belastbarkeit erreicht“."

Í Google Translate verður textinn að:

The Union parliamentary group deputy spoke for the first time also for a withdrawal of Greece from the Euro-zone - even if the country complies with the requirements in part. "I say for the record: Even if the glass is half full, this is not enough for a new aid package. Then, and Germany will not agree. "You could certainly no country in the euro-zone" ausdrängen ago. " He assume, however, that the "Greek government knows what to do if they are not in a position to meet the reform requirements."

If other euro states vote differently, then Germany had "the EFSF a veto." And if Germany is convinced that Greece "has not met the requirements, then we will exercise this right of veto". Germany had "reached the breaking point."

  • Ekki sérstaklega þjál þýðing - en hann virðist segja að Þýskaland sé komið að þolmörkum hvað Grikkland varðar.
  • Annaðhvort standi Grikkland við alla þætti fyrra samkomulags.
  • Eða Þýskaland mun beita neitunarvaldi ef til þarf, til að tryggja að ekki verði af frekari greiðslum neyðarlána til Grikklands.
  1. Líklega er engin tilviljun að Fusch segir þetta - þetta sé hluti af þrístingi á ríkisstjórn Þýskalands.
  2. Verið að tjá henni, að Grikkland hafi ekki val um annað en 100% hlíðni.
  3. Ef Grikkland ætlar að halda áfram innan evrunnar.

Fram kemur í frétt Telegraph, að niðurstöðu sé ekki að vænta fyrr en eftir miðjan september þegar vinnuhópur svokallaðrar "þrenningar" sem nú er staddur í Aþenu, kemur fram með skýrslu um stöðu mála í Grikklandi.

En sá vinnuhópur hefur verið samfellt í Grikklandi síðan snemma í júlí, verið að fara í gegnum hluti með stjórnarflokkum Grikklands. En það eru gerðar mjög strangar kröfur um mjög harðann viðbótar niðurskurð - m.a. að þúsundir opinberra starfsmanna verði sagt upp störfum þegar á þessu ári.

Að laun verði lækkuð hressilega hjá opinberum starfsmönnum, fríðindi verði frekar skert m.a. eftirlaunafríðindi. 

Þetta mætir mjög öflugri andstöðu meðal grískra ríkisstarfsmanna og stéttarfélaga þeirra, sem ekki er undarlegt. En þau hafa mikil ítök meðal flokka á vinstrivæng grískra stjórnmála. 

Að auki er útlit fyrir miklar skerðingar á félagslegu stuðningskerfi - sem þegar er mun veikara en í löndum norðarlega í Evrópu.

Við bætist að það er staðfest að hagkerfi Grikklands mun dragast saman um a.m.k. 7% þetta ár, sem staðfestir að spár um mun lægri samdrátt voru vitleysa - en reyndar hafa spár stofnana ESB um Grikkland alltaf vanmetið stórfellt samdrátt á Grikklandi.

Ég hugsa að ummæli Fusch séu til að skapa þrísting á stjórnarflokka Grikklands, sem eru enn að semja við fulltrúa "þrenningarinnar (sérfræðingar á vegum AGS, Seðlab. Evr., og björgunarsjóðs evrusvæðis), en ríkisstjórn Grikkland upphaflega fór af stað með fyrirætlanir um að fá verulegar tilslakanir. En ljóst er að þjóðverjar eru ekki til í að ræða slíkt.

Mín tilfinning er að gjaldþrot Grikkland sé loksins framundan líklega síðla í september, og því brotthvarf þess úr evru.

 

Niðurstaða

Flestir óháðir aðilar spá því að ríkisstjórn Grikkland sé það öldungis ómögulegt að fullnægja skilyrðum hinnar svokölluðu "þrenningar" ef á þeim verður ekkert slakað. Þessi mál munu þó ekki ráðast fyrr en í september.

En það virðist að þýskir hægrimenn séu til í að taka þá áhættu, sem brotthvarf Grikklands úr evrunni væri - fyrir einmitt evruna.

En hugmyndir virðast uppi um, að það þurfi að kenna lexíu, sýna löndum sem kunna að vilja síðar meir hugsanlega að fara, hve slæm sú útkoma verður.

Með öðrum orðum, menn telja að Grikkland muni krassa harkalega - og það muni kenna mönnum, að það borgi sig ekki að fara.

En á móti, ef Grikkland fær að hverfa úr evru, er rofið tabúið - um það að ekki sé mögulegt að hverfa úr henni, og ef menn hafa rangt fyrir sér með líklega framvindu Grikklands eftir brotthvarf.

Þá geta þeir þvert á móti skapað - tja, "hættulegt fordæmi".

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Hvers eru Grísk stjórnvöld í raun megnug? Er einhver vinnandi vegur að skera eitthvað niður þarna? Sýður ekki allt upp úr í Grikklandi ef farið er hrófla við velferðarkerfinu þar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 08:22

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má ekki gleyma þau hafa þegar skorið niður e-h um 8% af þjóðarframleiðslu af útgjöldum, en hagkerfið skreppur svo hratt saman. Þeim hefur ekki einu sinni tekist að ná jöfnuði fyrir greiðslu vaxta þ.e. frumjöfnuði niður fyrir halla. Til að geta greitt af, verða þau að ná stórum afgangi. Hagkerfið er enn í hröðum samdrætti. Menn láta oft eins og þau hafi ekkert gert. Þ.e. komin mikil aðgerðaþreita, á sama tíma og um 7% samdráttur þetta ár, mun væntanlega kalla á stærri niðurskurð en áformaður var fyrr á árinu er gert var ráð fyrir 4,5% samdrætti. Fyrir utan að þ.e. verið að þrísta þeim til að skera nægilega svo það myndist afgangur. Það virðist vart vinnandi vegur, það síðara markmið, En mér virðist mildara markmið mögulegt að skera niður á frumjöfnuð í "0."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.8.2012 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband