Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Eyjan var að vekja athygli á könnum sem finna má tilvísun inn á, á eftirfarandi vef: 57% Íslendinga telja sig trúaða, 17% fækkun síðan 2005. Þetta er í takt við þróun heiminn vítt, að svo virðist að trú sé á undanhaldi. En er það þá að standast sem vantrúaðir halda fram, að upplýsing sé leiðin til að útrýma trú? Þetta er ein af stóru spurningunum, og snýr að þeirri lífsskoðun að trú sé fíflaleg.

 

Er guð ekki til?

Ég ætla að setja fram eina guðshugmynd sem ég hef síðan ég fékk þá hugmynd fyrst fyrir u.þ.b. 10 árum, komið að við nokkur tækifæri á veraldarvefnum. Þó einna helst á erlendum vefjum.

Þetta er einfaldlega sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á, að guð getur verið til.

Það er í reynd fullnægjandi að sýna fram á slíkt!

Eitt af þeim meginvandamálum sem margir benda á, er sú staðreynd að alheimurinn sem við búum í, virðist sérstaklega hentugur fyrir líf - þ.e. mögulegt í okkar alheimi.

En það er auðvelt að sýna fram á, að ef frumkröftum er breitt, hlutföll þeirra milli væri önnur, sumir veikari en þeir eru í alheiminum, aðrir sterkari.

Þá gæti t.d. það verið svo, að kjarnasamruni væri ekki mögulegur - því ekki myndun stjarna, af því leiðir ekki myndun pláneta heldur, né nokkurs efnis umfram vetni.

Það má einnig benda á vatn, en það hefur mjög einkennilegan eiginleika nefnilega að fast form þess flýtur ofan á vökvaformi þess. Það er ekki venjan með vökfaform efna, að fasta formið sé eðlisléttara.

Dæmigerða lausnin á þeim vanda, er að gera ráð fyrir því að alheimurinn sé í reynd endalaus keðja "alheima" sem alltaf hefur verið til - þ.s. nýir alheimar verða stöðugt til, og taka enda - hvernig sem það verður.

Þá auðvitað - er guð óþarfur, segja menn.

Það er í reynd þ.s. andstæðingar guðs hugmyndarinnar leitast statt og stöðugt að sýna fram á, að það þurfi ekki guð til - allt sé útskýranlegt án tilstillis guðlegrar handar.

Og fjölmargt upplýst fólk í dag, hallast að þeirri skoðun - að guð sé ekki til, allt sé útskýranlegt án guðs. Tilvist guðs sé óþörft - - ergo, guð sé líklega ekki til.

 

Uppástunga að guðshugmynd!

Ég hef smávegis gaman að því að koma fram með þessa guðshugmynd - því hún byggist á því að alheimurinn sé af því tagi, sem fljótt á litið virðist ekki krefjast tilvist guðs.

Ég aftur á móti álykta að - röksemdin "guð sé óþarfur" sýni í reynd ekki fram á nokkuð annað, en það - - með öðrum orðum, segi ekkert til um það hvort tilvist guðs sé líkleg eða ólíkleg.

Málið er, að í uppástungu minni er guð ekki nauðsynlegur fyrir þá tilvist sem ég geri ráð fyrir að sé til staðar, þ.e. "multiverse" með óendanlegum fj. alheima, sem alltaf hefur verið til.

Heldur er guð "rökrétt afleiðing þess" að það sé ekkert upphaf og enginn endir.

Guð sé "emergent phenomena" eða með öðrum orðum, afleiðing þess að það sé til staðar óendanlegt "multiverse" - og ég álykta, rökrétt afleiðing.

 

Forsendur:

  1. Alheimurinn sé í reynd keðja alheima sem alltaf hefur verið til, og alltaf verði. Það sé stöðug nýmyndun þess sem við þekkjum sem alheim, alheimar séu í reynd óendanlega margir og verið til óendanlega lengi.
  2. Ég geri ráð fyrir því, að þrívíðir alheimar séu til í vídd sem einnig skilgreinir rými, sem við getum kallað 4 rýmisvíddina. 
  3. Að auki geri ég ráð fyrir því að tími tilheyri heildar-tilvistinni, þannig að allt alheimadæmið þróist í tíma. Tími sé því ekki "emergent" innan okkar alheims, heldur flæði tími um allt kerfið þ.s. óendanlegur fj. alheima er til staðar nýmyndist og þróist í tíma. Samhengið milli tíma og alheima, sé þá svipað og mans sem stendur úti í læk. Hann er blautur, það er allt sem er í læknum annars staðar en hann stendur. Vatnið hægir á sér næst honum þ.s. það flæðir um fætur hans. Hann hefur áhrif á rennslið þ.s. hann akkúrat er. En alls staðar fyrir ofann og neðann, er vatnið til staðar án hans áhrifa. Þannig flæði tíminn um allt kerfið, sem þíði þó ekki að innan samhengis hvers alheims fyrir sig, séu ekki "local" áhrif af því tagi sem við sjáum þ.s. massi t.d. virðist geta haft áhrif á tíma.
  4. Þar sem við erum að tala um óendanlegar stærðir, þá þíðir það í reynd að þó svo líffænlegir alheimar séu einungis lítið brotabrot, þá einnig eru þeir óendanlega margir og hafa alltaf verið til.
  5. Til að dæmið gangi upp hjá mér, þarf fimmtu forsenduna. Nefnilega þá, að í einhverju litlu brotabroti lífvænlegra alheima hafi vitsmunalífi sem þá byggði, tekist að finna sér leið til að sleppa út fyrir sinn 3 víddar alheim, og sleppa út í 4 víddar-rýmið, sem 3 víddar alheimar eiga sína tilvist í. Þar sem við erum í óendanlegum stærðum, hefur þetta átt sér stað óendanlega oft, og vitsmunalíf á einhverju óþekktu formi hefur því ávallt hafst við í 4 víddinni.
  6. Næsta forsendan er sú, að þessu vitsmunalífi hvort sem þ.e. lifandi skv. okkar forsendum, þá a.m.k. sé það vitiborið, er hafi til að bera alla reynslu og þekkingu óendanlega margra alheima; hafi tekist að hafa áhrif á það ferli sem nýmyndar 3 víddar alheima inni í 4 víddinni. Geti stýrt því ferli. Enn einu sinni þ.s. við erum að tala um óendanlegar stærðir. Hefur sú alheims vitund eða líf, skipt sér af nýmyndun 3 víddar alheima út frá 4 víddinni í endalaust langan tíma, og í óendanlega mörg skipti.
  7. Þessi vitund hafi áhuga á vitsmunalífi, þess vegna stilli hún alheima til að hafa þá blöndu lögmála sem geri líf mögulegt, í von um að vitsmunalíf verði til í þeim alheimum. Og það vitsmunalíf, geri sér far um áður en þeirra alheimur líður undir lok, að sleppa út úr honum, og ganga inn í eða blandast saman við þá vitund sem fyrir er þar.
  8. Þar sem vitsmunalíf sé spennandi, geri alheima-vitundin sér far um að fylgjast með því, og skipta sér af þróun þess að því marki, sem auki líkur þess að það þróist áfram til meiri fullkomnunar. Þó þegar slík inngrip eiga sér stað - sé það gert að eins litlu leiti eins og mögulegt er, til að skemma það ekki að hver þróun fyrir sig sé að einhverju leiti sérstæð á sinn hátt. Tilgangurinn sé ekki að steypa allt í sama mót. Né að hafa meir vit fyrir þeim verum, en þ.s. að lágmarki telst nauðsynlegt.
  9. Ég geru ráð fyrir að viðkomandi vitund hafi þótt það þægileg aðferð, að beita sér í gegnum fólk sem við þekkjum sem mikla trúboða, sem hafa stofnað nokkur þeirra heimsstrúarbragða sem við þekkjum. Og þannig hafi þau verið notuð til að stýra að takmörkuðu marki þróun t.d. mannkyns.
  10. Varðandi spurninguna um líf eftir dauðann, þá hefur mér í samhenginu dottið í hug, að þ.s. ofangreind vitund hafi þá þekkingu óendanlegra alheima þar á meðal á tækni, sé henni í lófa lagið að láta það virka með þeim hætti, að við höldum áfram í einhverju formi eftir dauðann. Það væri þá í 4 víddinni. Það væri ekki órökrétt endilega í samhenginu, þ.s. tillaga mín er að tilgangurinn sé að safna frá hverjum alheimi fyrir sig - frekari reynslu og þekkingu, og það sé skilvirk leið að tryggja að það sé líf eftir. Og að auki, það geti verið að það sé til staðar val - - að loforð trúarbragðanna þess efnis að fólk sem lifir með þeim hætti að það sé sæmilega gott fólk, því sé bjargað - (ekki sé tilviljun að trúarbrögðin innihaldi öllu jafnaði formúlu af því hvernig á að fara að því að vera góður, né að þeim formúlum svipi nokkuð saman, inniberi sambærilega þætti) - hvernig sem sú björgun frá dauðanum fer fram. Þetta hafi verið í gangi óendanlega lengi í óendanlegum fjölda alheima, og að sjálfsögðu alls staðar innan okkar alheims. Það - þeir - hitt, hafi ákveðinn standard um það líf sem það getur hugsað sér að, verði hluti af því sjálfu. Sem þannig séð væri skiljanleg afstaða! Þú viljir ekki eytra sjálfan þig!

Sjálfsagt munu margir koma og kalla þetta "steypu."

En miðað við okkar þekkingu í dag - er þetta fullkomlega mögulegt, eða a.m.k. hugsanlega mögulegt.

Að auki uppfyllir "guð" á þessu formi, öll skilyrði:

  • Er eitthvað risastórt ofan okkar skilningi.
  • Tekur okkur svo langt fram, að samanburðurinn á pöddu vs. manni, dugar eiginlega ekki.
  • Sé "almáttugur."
  • Er fyrir utan alheiminn - þ.e. okkar.
  • Var til áður en alheimurinn varð til - þ.e. okkar.
  • Bjó til okkar alheim, skilgreindi hann.

Í reynd er það sem ég segi eftirfarandi:

Spurning um trú eða ekki trú á tilvist guðs og líf eftir dauðann.

Snýst ekki um þekkingu eða vitsmuni.

Heldur er þetta einfaldlega lífsskoðun.

Fólki er í sjálfvald sett hverju það vill trúa.

En annar hópurinn er ekki betri eða verri en hinn, vitlausari eða óvitlausari, sá sem trúir eða trúir ekki.

Hvorugur hópurinn hefur efni á að hýja á hinn - er það sem ég er að segja.

Auðvitað er ég einungis að tala um trú að því marki að hún stenst vísindalegar staðreyndir - sem sannarlega eru staðreyndir.

En staðreyndir eru sem dæmi verulega færri en margir halda?

Við gerum ráð fyrir fjölmörgu - t.d. að stjörnuþokan Anrdomeda sé raunverulega í nokkurra milljón ljósára fjarlægð á leið til okkar vetrarbrautar, og þær tvær muni rekast á eftir nokkra milljarða ára.

En vandinn við ljóshraðann er að allar upplýsingar eru gamlar, við getum ekki vitað hvernig fyrirbærinu lýður akkúrat í dag - - sem dæmi ef alheimurinn tók enda t.d. fyrir 10 milljörðum ára, gæti alveg verið að við værum hér enn án þess að vita af því, ef sá endir virkar þannig að "ekkertið" færist áfrm á hraða ljóssins. Þá er engin leið að aðvörun berist til okkar. Andromeda gæti þannig verið löngu horfin - set þetta fram til gamans. Við myndum hverfa er ekkertið næði til okkar - án þess að vita nokkru sinni af því að hætta vofði yfir. 

Punkturinn af því er ekki sá að alheimurinn sé þegar búinn - heldur sá að okkar vísindaþekking er á grunni fjölmargs þess, sem við reiknum með að sé satt án þess að geta beint sannað að svo sé.

Við setjum traust á að vísindakenningar sem virðast ganga upp skv. okkar bestu reikningum og að því marki sem við getum látið á þær reyna, og treystum svo á að meðan að við sannarlega getum ekki sannað að módelin hafi veilur - - þá sé líklega þ.s. þau gera ráð fyrir fyrir hendi. 

 

Niðurstaða

Mér kemur ekki til hugar að halda því fram að sú hugmynd um "guð" eða alheims vitund "sentience of the multiverse" sem ég set fram sé hin eina rétta. En ef einhverjum finnst þessi hugmynd sennileg, er viðkomandi velkomið að nota hana. Segja öðrum frá henni o.s.frv.

 

Kv. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslendingar eru ekki vel upplýstir um heimspeki og guðfræði, ekki um náttúrlega guðfræði né um theodicé, þeir hafa verið í hugmyndasvelti um þessi mál og kennarar fáir sem geta sinnt þeim. Prestarnir lúthersku eru jafnvel skólaðir í andstöðu við heimspekilega guðfræði. Uppflosnun margra frá kristindómi bætir ekki ástandið; nefnd vefkönnun er í samræmi við þetta, en mældi ekki skynsemisaukningu landsmanna. :)

Jón Valur Jensson, 11.8.2012 kl. 04:49

2 Smámynd: Geir Magnússon

Þetta yfirsézt flestum hvað þetta er einfalt mál. Frá upphafi mannkyns hafa verið spurningar, sem menn gátu ekki svarað.Menn gáfu sér þá að einhver vissi svörin og kölluðu þann aðila guð. Svo voru sumir klóknari og fundu leið til að gera sér mat úr þessu.Spunnu upp allskonar sögur um þekkingu sína á þessum óþekkta aðila og getu til að hafa áhrif á hann,gegn borgun.Þannig mynduðust trúarbrögðin. flest þeirra höfðu marga guði,hvern með sitt starfssvið en svo fundu gyðingar upp eingyðið og náðu mörgum á sitt band, hafandi svona sterkan guð að hann gat gert öll þessi verk einsamall. Sæiðan hefur stór hluti mannkyns verið kúgaður af útsendurum þessa guðs. Heimtuðu útsendarar þessarar trúar borgun fyrir milligöngu sína og hótuðu þeim, sem ekki greiddu skilvíslega, vist í helvíti en skilvísir fengu loforð fyrir himnavist.Var það svipað og þegar svikari selur sólarlanda ferð með mat og gstingu á hóteli, sem ekki er til.

Það er löngu kominn tími til að biðja þessa svikara að snúa sér að einhverju nytsömu starfi.Mesta bölvun Islands frá landnámstíð var upptaka kristni,en hún var notuð til að svíkja deyjandi fólk um eigur þess og setja erfingja á vergang.

Geir Magnússon, 11.8.2012 kl. 08:44

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Úff Geir - þú lýtur framhjá því að klaustrin á tíma kaþólks syðar veittu umtalsverða þjónustu, þ.e. gegnt því að láta jörðina þína fékkstu að búa á klaustrinu til dauðadags og vera þar greftraður. Atriði sem það virðist af fornleyfarannsóknum að hafi verið notað af langveikum og gömluðum á þeirri tíð. En þær rannsóknir virðast staðfesta umtsvifamikinn og skipulagðann rekstur á lýknarstofnunum, grafreitir þeirra hefur komið í ljós eru fullir af þeim sem látist hafa sjúkir og/eða aldraðir. Sem sanngjarnt er að líta á að staðfesti að það hafi raunverulega verið svo, að þú varst að kaupa þjónustu með því að láta jörðina til Kyrkjunnar. Þetta var ekki eins og þú telur, fjárplógsstarfsemi.

Að sjálfsögðu eru dæmi um slíkt t.d. erlendis, það hafa verið gráðugir prestar stöku sinnum alveg eins og það eru stöku sinnum gráðugir og spilltir bankamenn. Eða gráðugir og spilltir embættismenn. Kirkjan hefur ekkert verið endilega í gegnum tíðina minna spillt en gerist og gengur um aðrar stofnanir sem reknar eru innan samfélaga mannsins.

Síðan er syðaskipti voru neydd yfir landið af danakóngi, þá tók hann yfir megnið af þeim jörðum sem kirkjunni hafði áskotnast með ofangreindum hætti, samtímis sem að eignir klaustra voru gerðar upptækar. Þá lagðist þessi þjónusta að því er virðist að mestu af. En kirkjan hérlendis varð eftir það miklu mun fátækari. Rekstur af því tagi kostar alltaf sitt, hefur alltaf. Þá greiddu menn sem bjuggu á þeim jörðum leigu sína til danakóngs en ekki kirkjunnar, þ.e. ekki til innlenndrar stofnunar, heldur beint í ríkissjóðs Danaveldis. Svo þá fór féð úr landi í stað þess að standa undir starfsemi hérlendis. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2012 kl. 10:48

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kenningar og eiga fullan rétt á sér, þær hætta hinsvegar að vera kenningar þegar menn fara að trúa þeim í blindni og verða þá það sem við köllum trúarbrögð.

Ég get svo ekki séð hvor er svo sekari þegar illa fer (eins og við kristintöku á íslandi) sá sem setur fram kenninguna eða sá sem kýs að trúa henni.

Guðmundur Jónsson, 11.8.2012 kl. 10:58

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Trúarbrögð eru bara blekkingar misviturra manna, og þarf engin trúarbrögð til að vera trúaður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 13:52

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fór ílla - eh, Guðmundur? Það áttu sér stað skipti á ríkjandi hugmyndafræði samfélags. Slæmt eða gott, er dálítið erfitt að meta. Eitt veit ég þó að í kristni var aldrei stundað að fórna lifandi fólki. Sem reyndar var sjaldgæft í fornri Ásatrú, en kom fyrir - einkum í tengslum við dýrkun á Óðni. En mér skilst að vanalega viðmiðið þegar verið var að blóta guði til dýrðar, hafi verið að fórnin tæki mið af stærð þess greiða sem þú varst að óska eftir. Þ.s. víkingar voru herskáir, þá var stöku sinnum gripið til mannfórna - þegar mikilvæg orusta stóð fyrir dyrum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2012 kl. 14:32

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt Anna að trú getur verið persónuleg og alveg skv. eigin lestri á textum, ekki skv. túlkun trúarstofnunar á því riti. Ef trúin er ein af þeim sem byggja á bók.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2012 kl. 14:34

8 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Mjög áhugavert hjá þér Einar Björn.

Lýsing þín á mörgum alheimum sé ég ekki betur en rými algjörlega við fræði Martinusar hins danska heimspekings.

Kærar þakkir fyrir að leggja svona mikla vinnu í að upplýsa landann.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.8.2012 kl. 15:43

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Þegar illa fer."

Þá á ég við að þegar Íslendingar tóku kristni var sett í lög að þeir mættu trúa því sem þeim sýndis í raun. (blóta á laun) Þegar þetta var gert var ísland sjálfstætt ríki og þarna er í raun verið að festa trúfrelsi í lög sem ekki vara þekkt í evrópu. þetta var ágæt fyrkomulag. En þeir sem þetta gerðu, gerðu sér sennilega ekki grein fyrir að samlandar þeirra tækju bóksaftrú í kristni sem aftur leiddi til þess að kirkjan gat kúgað og stjórnað á íslandi sem aftur leiddi til þess að íslendingar misstu sjálfstæði til norður evrópskra kónga.

Trúfrelsi var svo leit í lög bandaríkjum norður ameríku á 18 öld með betri árangri. :)

Guðmundur Jónsson, 11.8.2012 kl. 16:17

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - ég sé ekki alveg rökræna tengingu milli taps á fullveldi og upptöku kristni. Noregskonungi leist einfaldlega vel á að bæta Íslandi við ríki sitt. Það hefur vart haft nokkuð beint með trú að gera heldur ágyrnd. Síðan runnum við inn í Danaveldi er Kalmarssambandið hófst. En það var of sterk hreyfing að baki upptöku kristni á þeim tíma, að fjarskalega er ólíklegt að sagan hefði getað farið með öðrum hætti. Ég er ekki alveg sammála því að kirkjan hafi kúgað lýðinn - þarna var í gangi flóknara samband sbr. sem ég tek fram í annarri athugasemd, að kirkjan rak sjúkraþjónustu og reyndar einnig skóla, sem ég tók þá ekki fram. Kirkjan var í reynd eina skipulagða stofnunin á landinu á öldunum frá 11. til 16. Hélt uppi umsvifamikilli starfsemi sem danakóngur síðar hrifsaði af henni. Það held ég að hafi verið hið eiginlega sjálfstæðistap - því þá fóru þær miklu eignir í eigu kóngs, sem tók yfir tekjurnar sem þær skiluðu. Og þá láku þær úr landi í stað þess að halda uppi innlendri starfsemi eins og áður. Hér var kirkjan allt í öllu vegna skorts á ríkisvaldi, skort á borgum og bæjum, og skort á skipulögðum einkaatvinnurekstri. Eftir að eignir hennar fóru til kónsins og allur sá auður streymdi úr landi, þá grunar mig að það hafi markað upphaf vegferðar landsins í átt að vaxandi fátækt. Vegna þessa fjármagns sem stöðugt streymdi til Kaupmannahafnar. Það má vera að heppilegra hefði verið að aðrir hefðu rekið margt af því sem kirkjan þá rak hér, en það voru ekki aðrir eða skipulagðir aðrir til að dreifa. Eina skipulagða stofnunin hafði því ekkert mótvægi, og ekkert slikt hafði myndast er kóngurinn hrifsaði bestu eignirnar af henni. Þá virðist mér að mjög margt hafi einfaldlega lagst af, en þá var kirkjan búin að koma sér upp tveim prentsmiðjum - auk þess að reka skóla - sjúkrahús og elliheimili, hélt því fj. manns í vinnu sem borguð var af tekjum hennar af þeim miklu jarðeignum er henni hafði áskotnast. Nánast má kalla Ísland á þessu tímabili - kirkjuríki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2012 kl. 16:37

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Á þeim tíma sem ísland var "kikjuríki" fóru lífskjör fólks í landinu úr því sem hægt er að kalla velsæld í örbyggð. Þetta gerðist aðalega vegna þess almenningur hætti að standa á eigin fótum og treysti á guð og kirkjuna og svo kóngan sem sögðust hafa vald sitt frá guði. þetta gerist alltaf þar sem trúarbröð verða að stjórnvaldi, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða kristni eða eitthvað annað.

Sökin er svo ekki endilega þeirra sem boða trúnna heldur alveg eins hjá þeim sem velja að falla á sverð trúarinnar og kalla á alla eða óðin.

""Hér var kirkjan allt í öllu vegna skorts á ríkisvaldi, skort á borgum og bæjum, og skort á skipulögðum einkaatvinnurekstri.""

Þetta er bara rangt. Kirkja kom í staðin fyrir þetta.

Það er ljóst að vegsemd okkar íslendinga hefði orðið allt önnur (kannski meiri) hefði trúfrelsið verið virt.

Guðmundur Jónsson, 11.8.2012 kl. 17:17

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðmundur þessi Jónsson (sennilega sami túleysinginn og ég átti nokkurn orðastað við á kirkju.net) fer hér með fleipran mikla og vanþekkingarvaðal, dæmi:

"... vegna þess almenningur hætti að standa á eigin fótum og treysti á guð og kirkjuna og svo kónginn"

Almenningur á Íslandi gafst ekki upp í lífsbaráttu sinni vegna trúar sinnar - menn héldu áfram að ganga vaskir að verkum sínum, en fundu líka styrk í sínum sjóferðabænum og almennu bænahaldi.

Þar að auki hefur ísland aldrei verið neitt "kirkjuríki", og lífskjör fólks í landinu versnuðu ekkert við upptöku kaþólskrar trúar. Hún hafði hins vegar áhrif til að afnema hér þrælahald og mannfórnir - bæði trúarlegar og "líknardráp" aldraðra og þræla í hallærum - og afnema útburð barna að mestu leyti (hann varð þá ekki lengur "socially acceptable", heldur bannaður og refsiverður).

Með fátækratíundinni og matargjöfum á biskupsstólunum var ennfremur verið að hjálpa fólki í sárri örbirgð. Þá nutu leiguliðar á jörðum kirkju, klaustra og biskupsstólanna mun betri leigukjara en aðrir leiguliðar.

Þetta eru sögulegar staðreyndir. Guðmundur ætti að reyna að standa undir nafni.

Jón Valur Jensson, 12.8.2012 kl. 14:20

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - eh, þú virðist ekki gera þér grein fyrir því, að eldri trúarbrögðin byggðust á því að allt þá meina ég allt væri guðunum að þakka. Þess vegna voru menn stöðugt að þessum fórnarathöfnum. Menn voru ekki að þakka sjálfum sé að ef e-h gekk upp, þá hafði einn guðinn verið þér hliðhollur, þá þurfir þú að færa enn eina fórnina til að þakka fyrir. Ótti við guðina var mjög ríkjandi í huga fólks, sem það trúði að ákveddu hvenær rigndi og hvenær ekki, hvenær væri stormur og hvenær ekki, og í reynd trúðu að míkró stýrðu atburðum heimsins í smæstu smáatriðum, þar með talið hvað koma fyrir einstaklinga, samfélögin - á öllum skölum.

Ég á erfitt með að sjá að í samanburði við þetta, hafi kirkjan verið bælandi. Þvert á móti, ætti hugmynd kristninnar um það að trúarlegt vs. veraldlegt svið, að hafa verið frelsandi fyrir andann. En sú hugmynd að það væri til svið sem ekki væri trúarlegs eðlis, þ.e. veraldlegt - var ný hugmynd. Sem kristning breiddi út.

En innan eldri trúarbragða var ekkert veraldlegt svið, þannig blótuðu kaupmenn til guða sem taldir voru verndarar kaupmanna. Þetta er reyndar sama í Íslam, sem einnig gerir ekki ráð fyrir veraldlegu sviði - þ.s. trúin kemur ekki beint við sögu.

Þú virðist haldinn einhverjum mjög undarlegum hugmyndum um þau trúarbrögð er fyrir voru.

Allar þessar stöðugu fórnarathafnir hættu. Nú var það einn guð sem réði í stað heillar fjölskyldu guða. Þannig má segja að lífið hafi orðið miklu mun einfaldara en áður fyrir fólk. Sú tíund sem menn gáfu kirkjunni - hefur örugglega kostað hvern og einn minna, en allar þessar fórnir sem færðar voru guðunum af svo ótal mörgum tilefnum, en þeir voru svo margir og þá alla þurfti að friðþægja.

Það er alveg ljóst af öllum gögnum að samfélagið á Íslandi var vel stætt alveg fram á 17. öld. Hámarkið virðist í reynd hafa verið tímabilið þegar ensku kaupmennirnir og þeir þýsku og hollensku fóru að koma hingað. Það hófst á 14. öld, náði hámarki næstu tvær aldir.

Það virðist hafa verið gullöld Ísland á árum áður.

En þá fékk Ísland greinilega mikinn arð af útflutningi á skreið, þurrkuðum fiski - sem á þeim árum var megin útflutningsafurðin. Mikil eftispurn var eftir fiski þá í Evr. vegna þess að kirkjan skipaði fyrir um föstu. Þá mátti ekki borða kjöt en mátti borða fisk. Á þessum árum má hvarveta í samfélaginu á Íslandi sjá merki um auð. M.a. að hingað var fluttur tískuvarningur frá Evr. Menn virðast hafa haldið sig eins vel, eins og gerðist og gekk í ríkari löndum Evr.

Síðan gerðist stóra áfallið - kóngsi tók yfir stórann hluta útfl. tekna, í staðinn fóru þær beint í ríkissjóð Danaveldis. Sú umsvifamikla sjúkraþjónusta sem kirkjan virðist hafa rekið á klaustum í öllum landsfjórðungum, lagðist af þegar klaustrin voru rænd af eignum, formlega lögð af. Það var ekki fyrr en landlæknisembættið var stofnað á Íslandi á síðari hluta 18. aldar. Sem e-h var farið að klóra í bakkann á ný. Svo var það erfðaeinveldið í kjölfar Kópavogs fundarins.

Ég er samt handviss að stærra áfallið var yfirtaka danakóngs á eignum kirkjunnar - þ.e. rjómans af hennar eignum. Þá hófst hið eiginlega arðrán á Íslandi.

En fram að þeim tíma, hafði fjármagnið verið staðsett eins og ég sagði innan innlendrar stofnunar, sem rak margvíslega hluti fyrir það fé. Að sjálfsögðu fleyttu kirkjuhöfðingjarnir af rjómann, og héldu sig enn betur.

En það kemur eiginlega í sama stað niður, að ef hér hefði í staðinn verið aðalsstétt eins og í Evr. þá hefði hún tekið til sína a.m.k. ekki minna hlutfall, og haldið sig a.m.k. ekki síður vel.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2012 kl. 16:35

14 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er  ekki trúleysingi og ég ef aldrei skrifað á vef sem heitir kirkju net. 

Trú þín á ágæti Kristinnar trúar á íslandi til frorna Einar virkar á mig svipað trú evrusinna á ágæti evrunar fyrir evrópu. Við fáum  aldrei að vita  hvort evrópa hefði blómstrað án evru og ísland án kristni. Ég tel hinsvegar líklegt að svo hefði verið.

Ástæðan er sú sama í báðum tilfellum, blind trú á eitthvað sem hinir trúuðu skilja ekki.

Guðmundur Jónsson, 12.8.2012 kl. 21:28

15 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur - reynum að halda þessu fordómalausu. Það er vel þekkt að kristin trú gerir greinarmun á veraldlegu og andlegu sviði. Meira að segja ég veit það. Það er einnig þekkt, að trúarbrögð fyrri tíðar gerðu ekki slíkann greinarmun. Þetta hefur mjög raunverulegar afleiðingar. Í öðru dæminu skynja samfélög ekki að til sé staðar aðskilinn vettvangur frá trúnni. Í hinu er sá skilningur til staðar.

Ég er á því að þetta hafi verið mikilvæg andleg þróun. Hafi skipt miklu máli í því að vesturlönd þróuðu hina veraldlega vitund.

En annars er dálítið erfitt að skýra af hverju það voru vesturlönd sem þróuðu slíkt afstæði til tilverunnar - ekki satt.

Af einhverjum sökum hefur þú neikvæða upplifun - skilning á henni. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2012 kl. 21:50

16 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Af hverju er svo erfitt að samþykkja, að kristni hafi raunverulega leitt inn tilteknar framfarir? Gögn sem koma upp úr fornleyfarannsóknum, sýna mjög vel þann auð sem var hér í samfélaginu fram á a.m.k. 17. öld, en eftir það fer fátækt hratt vaxandi. Sem auðvelt er að skýra af stöðugum nettó fjármagnsútstreymi, í kjölfar yfirtöku kóngs á eignum kirkjunnar sem gáfu arð - af hverju er ekki sennilegt að stöðugt nettó fjárútstreymi hafi gert landið stöðugt fátækara? Síðan hafa nýlegar fornleyfarannsóknir sýnt fram á umfangsmikinn rekstur sjúkraþjónustu í klaustrum þeim sem hér voru rekin. Rekstur sem sannarlega var aflagður. Þ.e. vitað hvenær næst voru hér rekin sjúkrahús. En það voru öldum síðar. Ég nefni ekkert en þ.s. hefur verið sannfært af gögnum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2012 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband