8.8.2012 | 23:59
Grískur farsi!
Der Spiegel hefur vakið athygli á mjög sérkennilegri lausn sem Seðlabanki Evrópu hefur fundið upp á, til að halda Grikklandi aðeins lengur á floti. En með henni eru málefni Grikklands og Seðlabanka Evrópu verð ég að segja orðin afskaplega farsakennd.
Sjá frétt: The European Central Bank's Discreet Help for Greece
- Ríkisstjórn Grikklands á að greiða af láni sem er í eigu Seðlabanka Evrópu þann 20. ágúst nk. En ríkisstjórn Grikklands á ekki fyrir þessari greiðslu. Þetta er vandi sem ekki hefur farið hátt á síðum alþjóðlegra fjölmiðla. Því vandi Spánar hefur verið meginfréttin. En Seðlabanki Evrópu hefur ekki tekið annað í mál en að fá greitt - að enginn afsláttur verði gefinn þar um.
- Síðan í júlí hafa sérfræðingar á vegum svokallaðrar "Þrenningar (Seðlabanki Evrópu, AGS og ESFS þ.e. björgunarsjóðs evrusvæðis - sem er í eigu aðildarríkjanna, er enn í gildi því tafir hafa orðið á því að framtíðarbjörgunarsjóður evrusvæðis "ESM" taki yfir) verið að funda með grískum stjórnvöldum um framvindu mála þar. Ekkert samkomulag um framhaldið liggur enn fyrir. Það er þó svo ríkisstjórn Grikklands hafi verið að bakka frá einnig kröfu til annarra og síðan í fullkomna uppgjöf af því er best verður séð, þá hafa fulltrúar "Þrenningarinnar" ekki enn samþykkt áætlun um framhaldið.
- Það er ekki fyrr en að uppáskrift "Þrenningarinnar" liggur fyrir, að aðildarríkin myndu íhuga hvort þau greiða út næstu greiðslu af neyðarláni Grikkklands. En ljóst er að líklega verður ekki af slíkri ákvörðun fyrr en í fysta lagi í sepbember. En t.d. Sambandsþing Þýskalands kemur ekki saman fyrr en þá, og það þarf þess samþykki. En það heldur þétt utan um budduna hvað varðar fé þýskra skattgreiðenda. Svo Merkel fær ekki að samþykkja án þess samþykkis fyrst.
- Meðan á þessu stappi stendur - - færist 20. ágúst stöðugt nær! Og ljóst er að evr. pólitíkusar ætla ekki að bregðast við í tæka tíð.
- Það er mjög merkilegt reyndar!
- Svo það er Seðlabanki Evrópu sem allt í einu virðist hafa blikkað - er ljóst var að stefndi í fall Grikklands úr evrunni.
- Áhrifin af því eru ófyrirsjáanleg!
Það sem verður að muna er að útspil það sem Mario Draghi kynnti í sl. viku, til að bjarga Spáni og Ítalíu, er ekki enn komið til framkvæmda.
Það kemst ekki til framkvæmda fyrr en í fyrsta lagi í september til október.
Svo það er ekkert að því er séð verður "Plan B" til að hindra þau boðaföll sem verða, ef Grikkland dettur stjórnlaust út úr evrunni nú í ágúst.
Með það samhengi í huga - - þá er engin leið að vita hvað myndi gerast!
Og skiljanlegt að ECB sjái sæng sína uppbreidda!
Enda myndi ECB missa tilgang sinn ef evran myndi falla!
Hvað hefur Seðlabanki Evrópu ákveðið að gera - til að brúa bilið?
- The ECB has chosen a detour via the Greek central bank. It will allow it to issue additional emergency loans to the country's banks.
- These in turn are supposed to use the money to buy up Greek bonds with short maturities. This will scrape together 4 billion, according to the plan.
- The Greek central bank will accept the dodgy bonds as collateral, and will provide the country's equally troubled commercial banks with freshly printed euros -- which ultimately come from the ECB.
- What is particularly absurd is the fact that, for the past two weeks, the ECB has no longer been accepting Greek government bonds as collateral for its refinancing operations.
- But the Greek central bank -- which in reality is little more than the Athens branch of the ECB -- is still allowed to accept them.
- The fact that the euro bankers are willing to go through such contortions shows just how precarious the situation is.
- At the moment, a Greek default is being fought off from week to week -- and politicians are trying to duck responsibility.
Maður hefur heyrt eitt og annað absúrd sem hefur gerst í evrukrýsunni - en þetta toppar það allt!
Það væri ekki hægt að finna þetta upp!
Niðurstaða
Það sem er að gerast núna er að gríska tragedían er að snúast yfir í farsa. Svo er sagt að slíkt eigi sér stað, að tragedíur endi í farsa - rétt áður en yfir líkur. En svo slæmur er vandi Grikklands, að baráttan sníst um að halda Grikklandi á floti um tímabil sem er talið í vikum ekki mánuðum.
Svo evr. pólitíkusar geti tekið ákvörðun um það, hvort á að halda Grikklandi enn um skeið inni í evrunni eða ekki. En þ.e. nánast eins og pólitíkusum Evr. sé orðið slétt sama!
Seðlabanki Evrópu sem fyrr í sumar tók harðlínu afstöðu að neita að neita að heimila grískum bönkum að fá frekari neyðarlán - því grísk ríkisbréf væru ekki lengur nothæf veð. Er nú allt í einu - til í að grípa til ofangreindrar hjáleiðar í gegnum útibú Seðlabanka Evrópu í Grikklandi, þ.e. Seðlabanka Grikklands sem er starfandi útibú Seðlabanka Evrópu á Grikklandi.
ECB sér nú sæng sína uppbreidda, þegar ljóst var að ef ECB gerði ekki neitt. Þá myndi Grikkland detta úr evrunni fyrir septemberlok.
Það er eins og að pólitíska stéttinn í Evr. hafi einfaldlega yppt öxlum, og látið Seðlabanka Evrópu einan um að ákveða - hvort hann er til í að heimila það að Grikkland detti út úr evru nú fyrir lok september eða ekki.
Svo virðist að ECB hafi ákveðið að blikka - a.m.k. í bili.
En hrun Grikklands úr evru myndi gefa mjög hættulegt fordæmi - þ.e. í ljósi evrunnar.
Það ryfi það tabú, að ekki sé unnt að yfirgefa evruna.
Það væri meiriháttar breyting - - því furða ég mig frekar á hegðan pólit. stéttarinnar í Evrópu. Hefur hún í reynd gefist upp? Er atburðarás undanfarinna tveggja vikna, þ.s. allt í einu er það útspil Seðlabankans ekki evr. pólitíkusa sem allt snerist um; vísbending þess að evr. pólit. stéttin sé búin að gefast upp á þeim vandamálum sem þarf að leysa ef á að forða stóru bombsi á næstunni?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.8.2012 kl. 00:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 517
- Frá upphafi: 860912
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 465
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki dæmigert, þegar menn eru komnir í öngstræti með hlutina og vita ekki sitt rjúkandi ráð búnir að framkvæma eitthvað fálmkennt sem hefði betur verið sleppt að gera þá verða þeir dofnir og áhugalausir?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 08:45
Góð spurning. En þ.e. sérstakt hvernig allt í einu seðlabankinn virðist nú vera með allt í fanginu. Ef þjóðverjar samþykkja ekki að heimia kaup "ES" (framtíðarbjörgunarsjóðs evrusvæðis) á ríkisbréfum. Þá get ég ekki betur séð en dæmið sé þá búið. En þá virkjast ekki tilboð Mario Draghi frá sl. viku. Og ég sé ekkert aðra varaáætlun. Sýnist pólitíkusar Evr. vera sprungna á limminu að mestu leiti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.8.2012 kl. 11:00
Er þetta ekki bara "eðlilegur" framgangur klisju undanfarinna mánaða; "það verður að gera eitthvað róttækt núna" klisjunnar, sem allir eru með á vörunum í ESB en enginn fer eftir sjálfur. Þegar til á að taka er viljinn til þess að bjarga evrunni mun minni en digurbarkalegar yfirlýsingar gefa til kynna, ég held þetta eigi líka við um marga Þjóðverja.
En eins og þú bendir á þá kemur þetta allt í ljós í september...
Þorgeir Ragnarsson, 9.8.2012 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning