Hollande ákveður að skattleggja hina ríku - nýjar vísbendingar um samdrátt í Evrópu!

Francois Hollande hefur ákveðið að leggja viðbótar skatta á stóra banka og ímis önnur stór fyrirtæki, auk þess að lagður er 75% skattur á árstekjur tekjur yfir 1 milljón evra, en ekki síst eru einnig lagðir nýir skattar á fasteignir í eigu útlendinga.

Best að halda til haga að skattarnir á banka og stórfyrirtæki virðast eiga að vera einungis þetta eina skipti.

Sennilega er ekki margt unnt að gera, til að minnka hallann nú þegar það er þegar hálfnað.

Sparnaður þarf einhvern lágmarks undirbúning, svo aðgerða í þær áttir - er sennilega ekki að vænta, fyrr en fjárlög næsta árs verða kynnt, sennilega við lok þessa árs eða upphaf þess næsta.

France Raises Taxes on Rich, Companies to Narrow Budget Gap

France targets rich with €7.2bn in tax rises

Francois Hollande announces French tax grab on holiday homes

France: Ready to jump ship

 

Augljósar vangaveltur:

  1. Hvaða áhrif mun skattlagningin hafa á virði sumarhúsa í Frakklandi, sem mörg eru í eigu útlendinga, sem fá nú þessa umtalsverður skattahækkun? En það hefur verið fasteignabóla í Frakklandi, vísbendingar upp á síðkastið - að virði eigna sé farið að lækka.
  2. Spurning hvaða áhrif skattlagning tekna allt að 90% þegar reiknað er með jaðaráhrifum, sem sannarlega eru hátekjur, mun hafa á samkeppnishæfni Frakklands - en frönsk fyrirtæki eins og önnur fyrirtæki, keppa um hæfa einstaklinga - auk þess að eigendur smærri fyrirtækja, sem eiga og reka þau á eigin reikning, geta leitast við að flýgja í skattaparadýsir. Forsætirráðherra Bretlands, hefur lofað:
  3. "David Cameron - I think it's wrong to have a completely uncompetitive top rate of tax. If the French go ahead with a 75 per cent top rate of tax we will roll out the red carpet and welcome more French businesses to Britain."
  4. Svo auðvitað, ef það ákveðið væri t.d. á næsta ári, að halda áfram með þann "one off" skatt sem nú hefur verið lagður, á stærstu fyrirtæki Frakkl. - væri það ekki beint að hvetja þau til fjárfestinga, akkúrat þegar Frakkland virðist komið í samdrátt.

Svo er útlit fyrir að ríkisstjórnin muni vera knúin til að skera verulega niður útgjöld á nk. ári.

Það verður áhugavert að sjá, hvort Frakkland er á leið í spænskan niðurspíral.

 

Nýjar vísbendingar um samdrátt í Evrópu!
Enn á ný vísa ég til "Pöntunarstjóra Vísitölunar" en MARKIT hefur nú gefið út endanlegar tölur fyrir júní, og þær tölur eru í ljótari kantinum, hvort sem litið er á PMI fyrir iðnfyrirtæki eða þjónustufyrirtæki. Þegar þær vísitölur eru svo lagðar saman, og tekið meðaltal - fæst þessi "composite" vísitala, eða samsetta vísitala.

Lesendur geta síðan borið saman tölurnar, eftir því hvort það er PMI iðnfyrirtækja, eða þjónustufyrirtækja, eða hin samsetta vísitala!

Munið að pantanir horfa aðeins inn í framtíðina - þ.s. þær eru vísbending um framleiðslu eða sölu næsta mánaðar. Þetta segir að júlí verði slæmur.

Undir 50 er minnkun, yfir 50 er aukning, jafnt og 50 er kyrrstaða!

Markit Eurozone Composite PMI (June)

Nations ranked by all-sector output growth (June)

  1. Ireland 51.4 3-month high
  2. Germany 48.1 36-month low
  3. France 47.3 3-month high
  4. Italy 43.3 2-month low
  5. Spain 42.0 2-month high 

Markit Eurozone Services-sector PMI (June)

  1. Ireland 49.7 in June, from 48.9 in May.
  2. Germany 49.9 in June, down from 51.8 in May.
  3. France 47.9 (45.1 in May), 3-month high.
  4. Italy 43.1 in June, up from May’s reading of 42.8,
  5. Spain 43.4 in June, from 41.8 in May,

Markit Eurozone Manufacturing PMI (June):

  1. Ireland 53.1 14-month high
  2. Austria 50.1 6-month low
  3. Netherlands 48.9 2-month high
  4. France 45.2 2-month high
  5. Germany 45.0 36-month low
  6. Italy 44.6 2-month low
  7. Spain 41.1 37-month low
  8. Greece 40.1 4-month low

Þar sem ég var að fjalla um Frakkland að ofan, þá er áhugavert að bera saman tölur fyrir frönsk iðnfyrirtæki annars vegar og frönsk þjónustufyrirtæki hins vegar.

  • Skv. PMI júní, segir að pantanir iðnfyrirtækja í Frakklandi hafi minnkað milli mánaða um 4,8% meðan sömu tölur fyrir þjónustuiðnað þann mánuð er minnkun um 2,1%.
  • Þjónusta er þannig séð að standa sig betur. Neysla innan Frakklands er ekki að minnka eins hratt. En minnkar þó.

Sama sagan er um Þýskaland, að þar er neysla að halda hlutum ívið uppi, en þar má þó einnig sjá, að neytendur eru farnir að hægja á sér - PMI Þýskalands fyrir þjónustu, sýnir stöðnun cirka.

Meðan PMI fyrir iðnframleiðslu Þýskal., sýnir samdrátt um 5%. Sem er töluverð minnkun.

Síðan eins og sést er samdrátturinn enn meiri á Spáni og Ítalíu. Ég veit ekki af hverju MARKIT er bara með PMI fyrir iðnað á Grikklandi, en samdráttur þar gerir áhugaverðan sbr. við samdráttartölur sérstaklega á Spáni. 

En Spánn virðist vera að nálgast samdráttarástand það sem rýkir á Grikklandi, og Ítalía virðist ekki mjög langt undan.

Það hvort tveggja eru mjög slæmar fréttir fyrir evrusvæði.

Ekki síst vegna þess, að bæði ríkisstjórn Ítalíu og Spánar, eru með töluvert hressilegar viðbótar sparnaðar aðgerðir í farvatninu - svo vart er þess að vænta annað en að, hraðinn á niðursveiflunni í báðum löndum eigi eftir að aukast.

Líkur fara að því er séð verður vaxandi á því, að bæði löndin stefni beint í það "debt depression" ástand sem rýkir í Grikklandi.

 

Niðurstaða

Nálgun nýrrar ríkisstjórnar sósíalista í Frakklandi á vandann heima fyrir virðist í takt við dæmigerð viðbrögð vinstri sinnaðra ríkisstjórna, þegar staðið er frammi fyrir útgjalda-vanda ríkisins.

Áhuga vekur að, ekkert bólar á aðgerðum til að endurskipuleggja atvinnulífið, þar. En viðbrögð nýs ráðherra atvinnumála eru ekki beint uppörvandi sbr.: "Strong appeals from Medef, the employers’ confederation, for relief from high social charges on employment have met the response that labour costs are not the primary cause of declining competitiveness."

Það verður auðvitað að koma í ljós hvað af verður í Frakklandi, en skattahækkunarstefna mun ekki vera sérlega vel til þess fallin, að örva atvinnulífið.

Hollande hefur talað um þörf á auknum hagvexti.

--------------------------------

Eins og sést af tölum MARKIT að ofan, er atvinnulífið í Evrópu ekki í góðu ástandi.

Vísbendingar eru skýrar um dýpkandi kreppu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar, Leiða þessar skattahækkanir til þess að þeir tekjuháu flytjast eitthvað annað. Sagði ekki Cameron í gær að rauða dreglinum yrði rúllað út ef þeir vildu flytjast til Bretlands.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 5.7.2012 kl. 14:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er eitt af því sem er hugsanlegt, annað er hvað verður um alla þá útlendinga sem eiga auka hús eða sumarhús í Frakkl., eftir að það hefur verið gert verulega dýrara að eiga slíkar eignir - auk hækkaðs skatts af tekjum af þeim húsum og einnig sölu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.7.2012 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 856026

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband