30.6.2012 | 16:00
Gleðilegar forsetakosningar! - Hvert er vald forseta?
Búinn að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta okkar til margra ára. Ég þræti auðvitað ekki fyrir að hann sé búinn að vera lengi. Oft finnst fólki það sjálfstæð ástæða - að skipta um. Mjög líklega var það stór ástæða þess hve mikið fylgi Þóra Arnórsdóttir fékk framan af.
En síðan má velta fyrir sér - af hverju sveiflan stóra á milli hennar og Ólafs á sér síðan stað?
Mín kenning er, að því meir sem Þóra tjáði sig um þá stefnu sem hún vildi framfylgja um embættið, því hraðar hafi hennar fylgi minnkað - það hafi verið mikið fyrst, en áður en hún var búin að tjá sig neitt að ráði.
Sjá athyglisverða mynd sem Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur tók saman!
Hún sýnir ekki nýjustu kannanirnar þ.s. Ólafur fær rúmlega 50% fylgi!
Ég ætla ekki taka þátt í þeim leik sumra að tala ílla um hina ágætu Þóru!
Ég kaus hana ekki, m.a. vegna þess að ég var og er ekki sammála henni um valdsvið forsetaembættisins!
Að auki, vil ég að forseti sé afskiptameiri en sá forseti sem hún segist vilja vera!
Hvert er þá vald embættis Forseta Íslands?
Sjá fyrri umfjöllun mína: Snýst vald forseta um að segja "Nei"?
Ég hef hugsað heilmikið um þetta - en skrif Skúla Magnússonar dósents um valdsvið embættisins, hafa haft umtalsverð áhrif á þær skoðanir, sjá grein Skúla: Forsetavaldið.
Sjá einnig: Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.
Ég er á því að við eigum að lesa Stjórnarskrána heildrænt!
Allar greinarnar skipti máli - líka sú 13, þ.s. segir "Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt."
Um sé að ræða í reynd fyrirkomulag sem mætti kalla "Forsetaþingræði" þ.e. að forseti og þingið í sameiningu fara með löggjafarvaldið, og ráðherrar og forseti í sameiningu með stjórnvaldið.
En hlutverkum sé skipt - forseti sé mjög lítt í hlutverki geranda.
Það sem Stjórnarskráin heimilar forseta að hafa frumkvæði um er einungis:
- Forseti getur náðað sakamenn, fyrir utan ráðherra sem dæmdir hafa verið af Landsómi.
- Forseti getur skipað dómstólum landsins að fella niður sakamál gegn tja, hverjum sem er.
- Forseti getur lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga.
Aftur á móti, þarf forseti að staðfesta eftirfarandi ákvarðanir svo þær taki gildi:
- Skipun ráðherra.
- Skipun embættismanna.
- Samninga við önnur ríki.
- Þingrof.
- Neitað útgáfu bráðabirgðalaga.
Punkturinn er - að ég sé ekki að unnt sé að neyða forseta með nokkrum hætti til að undirrita þ.s. forseti ekki vill setja sína undirskrift við.
Þetta sé kjarninn í valdi forseta - að geta stöðvað, ef forseti telur nauðsyn til!
Embætti forseta sé stjórnskipunarlega - jafn rétthátt Alþingi og Stjórnarráði.
Fræðilega er unnt að nýta betur þá möguleika sem það vald sem Stjórnarskráin þannig veitir embætti Forseta Íslands, ég er samt á því að forseti eigi ekki að vera yfirlísingaglaður, og almennt skuldi sækja eftir að kveða niður deilur frekar en að skapa þær, en á hinn bóginn getur það einmitt verið liður í slíku, að beita valdi forseta - forseti getur einnit lagt áherslu á að knýgja fram umbætur:
- Skipun ráðherra - við höfum stundum velt fyrir okkur af hverju einhver tiltekinn fær að vera ráðherra yfir tilteknum málaflokki, en vanalega er þetta pólitísk hrossakaup, en ekki svo að viðkomandi hafi nokkuð hundsvit á viðkomandi málaflokki - endilega.
- Spurning hvort forseti geti ekki beitt valdi sínu - til þess einmitt að knýja flokkana til að koma fram með, aðeins frambærilegri einstaklinga?
- Skipun embættismanna - við þekkjum ótal dæmi þess, að embættismenn eru ekki ráðnir skv. faglegu mati, heldur er oftast svo að ekki er besti maðurinn valinn heldur sá sem er pólitískt séð "sá rétti." Það hefur þá slæmu afleiðingu, að fylla ráðuneyti af þeim sem ekki eru þeir bestu sem völ er á, sem dregur úr hæfni þeirri sem ríkisvaldið hefur upp á að bjóða, þegar verið er að skipuleggja stjórnsýsluna - framkv. hennar og semja lög, reglugerðir og þess háttar. Þetta minnkar klárlega skilvirkni og skapar hættu á mistökum.
- Þarna getur forseti gripið inn í ráðningarferli, og sagt "Nei." Beðið um hæfari einstakling.
- Samningar við önnur ríki - þetta getur verið stærsta jarðsprengjusvæðið af öllum. Skv. þeim skilningi að forseti hafi rétt til að hafna undirritun. Þá ræður forseti í reynd mjög miklu um gerð samninga við önnur ríki. Og hefur því mjög mikið vald á sviði utanríkismála.
- Embætti forseta þarf því að vera í mjög nánu samstarfi við Utanríkisráðherra hverju sinni. Því skv. stjórnarskránni ræður forseti því, hvort af samningi endanlega verður.
- Þingrof - þetta er mjög einfalt, Sveinn Björnsson sýndi fram á, að forseti ræður yfir þingrofsréttinum, þ.e. vald forseta. Þó svo forseti geti ekki rofið þing nema skv. beiðni ráðherra, þá getur forseti hafnað þeirri beiðni.
- Svo þ.e. aftur forseti sem endanlega ræður einnig þeirri útkomu.
- Bráðabirgðalög - þau eru greinilega eins og lög gefin frá Alþingi, verða að lögum skv. undirritun forseta og ráðherra, svo skv. stjórnarskránni getur forseti hafnað slíkri undirritun.
- Þá eru afleiðingarnar aðrar virðist vera, en ef forseti segir "Nei" skv. ákvæðum 26. gr. Þ.e. að þá þarf lagasetning að bíða þangað til að þing er kvatt saman næst, eða ráðherra semur við forseta.
Ekki hef ég hugmynd hvernig Ólafur Ragnar mun nýta sitt síðasta kjörtímabil, en höfum í huga að hann þarf ekki lengur að velta fyrir sér endurkjöri, að auki er traust á Alþingi og stjórnvöldum í algerlega sögulegu lágmarki. Ólafur hefur einmitt talað um að beita sér til þess, að koma skikk með einhverjum hætti á þau mál.
Þess vegna ekki síst vek ég athygli á ofangreindum þáttum.
Ólafur hefur ímsa möguleika ef hann vill beita embættinu á sínum lokaárum sem forseti, í því skyni að setja varanlegt mark á stjórnarfar landsins, í umbótaskini.
Lokatækifæri fyrir Ólaf, að skapa sér "legacy" eða orstír.
Niðurstaða
Það má vera að síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar verði áhugavert. En hann mun örugglega beita sér. En að hvaða marki er engin leið um að spá. Það veit Ólafur Ragnar Grímsson einn manna.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 859312
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, athyglisverð spá stjórnmálafræðingsins. Ég held að Ólafur fái sín 50% en spái því jafnframt að fylgi Ara komi á óvart með því að taka fylgi frá Þóru og verði um það bil jafnfætis henni þegar öll atkvæði hafa verið talin.
Að mínu mati eru þeir býsna margir kjósendur sem hvorki vilja sjá Ólaf né Þóru og veðji á Ara.
Kolbrún Hilmars, 30.6.2012 kl. 16:51
Einn maður segir eftirfarandi skýra fyrsta fylgi Þóru: - - - Siðareglur blaðamanna komusamt ekki í veg fyrir að maðurinn hennar væri að vinna fréttir um forsetaembættið á sama tíma og þau voru að láta gera skoðanakönnum um eigið fylgi.- - -
Og ég segi að Þóra er gagnrýnisverð þó það það sé óþarfi að tala illa um hana. Þóra var ekki nógu gagnrýnin í RUV í alvarlegum málum. Hana eða Hannes gæti ég aldrei stutt í embætti forseta. Finnst þau 2 hafa verið of harkaleg gegn Ólafi og þau halda líka bæði fram ranglega að við, lýðveldið Ísland, séum þingræðisríki. Kýs manninn sem ég tel vera öruggastan á miklum hættu- og óvissutímum þó vissulega væru aðrir kannski vel hæfir þarna.
Elle_, 30.6.2012 kl. 18:51
Kysi ekki Ara Trausta heldur, ekki eftir að hafa hlustað á hann neita óvissu. Og talandi um að forsetinn eigi að sameina en ekki sundra eins og hann beini þessu að Ólafi, ranglega. Það gerir Þóra að vísu líka, Þóra mundi ekki rugga bátnum, vill bara endalausa sátt. Það fæst alls ekki í lýðræðislandi.
Elle_, 30.6.2012 kl. 19:28
Sannir sjálfstæðismenn hafa lýst því yfir að þeir kjósi ekki ÓRG, sem gæti skýrt þessa dræmu kosningaþátttöku sem virðist ætla að verða. Ég hélt að margir þeirra myndu kjósa Ara sem málamiðlun, ekki síður gegn Þóru en með ÓRG, en svo virðist ekki vera.
En það skiptir trúlega ekki máli, þetta er hlutfallskosning hvort sem er. :)
Kolbrún Hilmars, 30.6.2012 kl. 20:20
Mér fannst Ari dálítið líkur Kristjáni Eldjárn, nánast eins og að fá hann aftur sem valkost. Svona "Back to the future."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.6.2012 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning