27.6.2012 | 00:06
Angela Merkel - engin evrubréf eins lengi og ég lifi!
Það er magnað að fylgjast með þessu. En í stað þess að nálgast sátt. Virðist sem að leiðtogar evrusvæðis séu að fjarlægast hana. Og hver dagurinn eftir öðrum, færir þá að því er virðist - lengra í sundur.
Bilið milli leiðtoga Evrusvæðis fyrir fundinn mikilvæga "breikkar enn"
Tveir fjölmiðlar heimsins vitna nú í orð Angelu Merkel sem hún lét frá sér á þriðjudag!
Merkel buries euro bonds as summit tension rises
""I don't see total debt liability as long as I live," she was quoted as saying, a day after branding the idea of euro bonds "economically wrong and counterproductive"."
Angela Merkel rules out eurobonds for 'as long as I live'
Ummælin lét Merkel falla í fundi sem hún átti með þingmönnum samstarfsflokks síns í ríkisstjórnarsamstarfinu innan Þýskalands. En Merkel hefur nú dag frá degi, verið að stigmagna "neitun" sína gagnvart "sameiginlegum skuldum" í hvaða mynd eða formi.
Monti lashes out at Germany ahead of summit
Á sama tíma, knýja forsætisráðherrar Ítalíu og Spánar mjög fast á um einmitt þörf á slíku, og Mario Monti lét einmitt sama dag, hörð orð falla á ítalska þinginu - þ.s. hann lofaði að berjast af ítrustu hörku fyrir hugmyndum sínum, sem fela akkúrat í sér sameiginlegar skuldbindingar.
Merkel hefur einnig ítrekað hafnað hans hugmyndum, eins og ég sagði í gær, líkur á samkomulagi fara ekki "sjáanlega" batnandi, heldur þvert á móti!
"Itali's technocratic prime inister's frustration with Germany surfaced in a combative speec to parliament, saying he would not go to Brussels to rubber-stamp a pre-written document and was ready to extend the two-day summit undit Sunday night if needed to reach agrements before markets reopent on Monday."
Monti er þekktur fyrir að vera mildur í framgöngu, en sannarlega ákveðinn einnig - enda eftir allt saman sá hann um samkeppnismál innan Framkvæmdastjórnarinnar á sínum tíma, og vakti stjórnun hans verulega athygli svo ekki sé meira sagt. Það má örugglega reikna með að honum sé alvara!
"Italian officials close to the government said they were extremely concerned how markets might react Monday if the Brussels talks fail to break new ground. The summit was heading towards "complete uncertainty", Mr Monti said."
Mér sýnist af rauðlituðu orðunum sem höfð eru beint eftir Monti, að hann sé að sjá það sama og ég, að fundurinn lítur stöðugt verr og verr út.
Og mjög eðlilega óttast hann viðbrögð markaða nk. mánudag!
Monti er enginn asni - og þau viðbrögð verða pottþétt "harkaleg" - ef!
Merkel og Hollande ætla að hittast á miðvikudag 27. til að ná fram einhvers konar samkomulagi þeirra á milli?
Hollande pressed to show his hand
Í tíð Sarkozy, þá hittust Merkel og hann reglulega, og lögðu svo fram sameiginlega yfirlísingu á næsta fundi - sem aðrir þurftu að kokgleipa.
En Hollande hefur verið að hegða sé með öðrum hætti, þ.e. hann hefur í reynd safnað liði gegn Merkelu, með því að tala sig saman með Rajoy á Spáni og Monti á Ítalíu. Að auki hefur hann AGS í reynd í sínu liði, með fyrrum franskan ráðherra sem æðsta yfirmann, Lagarde.
Að auki, áttar Hollande sig örugglega á því, að Frakkland hefur ekki efni á að Ítalía og Spánn fari í gjaldþrot - heldur verði hagsmuna Frakklands vegna, að halda báðum löndum einhvern veginn á floti.
Þá kemur hugmynd Monti til sögunnar!
En hún er alls ekki óframkvæmanleg - en myndi verða mjög dýr ef beitt lengur en í skamman tíma.
Ég hef trú á að Hollande geri ekkert Sarkozy samkomulag við Merkelu á þeim fundi.
Heldur verði látið brjóta á málum á aðalfundinum sjálfum!
Merkel veit greinilega af þessu - sem líklega skýrir stöðugt stigmögnun þess orðalags sem hún beitir á síðustu dögum, til að hafna þeim hugmyndum með öllu.
Málið er að Spánn og Ítalía verða að fá stuðning!
Ég sé enga leið til þess, að þau lönd komist hjá gjaldþroti - meðan þau framkvæma niðurskurðarleið Angelu Merkel, ef þau fá ekki á sama tíma aðgang að mjög ódýru lánsfé.
Síðar meir mætti beita aðferð sem Bretar hafa beitt þrisvar beitt síðan á 18. öld, þ.e. útgáfa 100 ára skuldabréfa.
Ef þau fá ekki slíka aðstoð - verða þau bæði gjaldþrota, er þau reyna að beita innri niðurskurðarleið Merkelar.
Það skiptir ekki megin máli fyrir þau - hvort þetta er gert með því, að björgunarsjóður evrusvæðis myndi kaupa þeirra ríkisbréf á mörkuðum á undirverði, til þess að skapa það ástand.
Eða, að það væri Seðlabanki Evrópu sjálfur sem væri látinn framkvæma þau kaup - þá yrði að heimila honum að gera það fyrir prentað fé, og líklega til að hann fáist til þess - þarf að lofa Seðlabankanum að reglum verði breitt -þ.s. það tekur tíma- síðar, afnumið bannið við því að hann veiti aðildarríkjum svipaða lánaþjónustu og hann veitir bönkum.
Þess vegna trúi ég mæta vel Mario Monti - að hann muni berjast af hörku á fundinum, að það muni fleiri, m.a. Hollande - því eins og ég sagði, Frakkland sjálft má ekki við því að Ítalía lendi í þroti.
Þannig, að varnarlínan fyrir Frakkland sjálft er Ítalía.
Þess vegna mun Hollande sennilega ekki gera sér samkomulag við Merkel!
Mervyn King seðlabankastjóri Bretlandseyja, var ómyrkur í máli, orð hans eru áhugaverð!
Recovery still five years away, Mervyn King warns
King warns MPs crisis not even half over
Hann er í reynd að segja, Bretland sé statt í tíndum áratug.
Annað merkilegt - er að hann segist ný búinn að henda hagspá fyrir Bretland sem Seðlabanki Bretlands gaf út fyrir einungis 6 vikum síðan.
Segir óvissuna slíka - að hagspár séu ómögulegar!
"When this crisis began in 2007, most people did not believe we would still be here. I dont think were yet half way through this. Ive always said that and Im still saying it. My estimate of how long it will take to recover is expanding all the time."
We have to regard this as a long-term project to get back to where we were, but were nowhere near starting that yet. Were in a deep crisis with enormous challenges.
"In the last six weeks... I am struck by how much has changed since we produced our May inflation report, - "Over two years now we have seen the situation in the euro area get worse and the problem being pushed down the road.
"I have no idea what is going to happen in the euro area." - "It is impossible to imagine a situation in which you just do not know what the situation will be in a part of the world that is close to you and is half of your trade. And that makes it impossible to engange in any sensible forecasting."
Mikill mannamunur milli okkar Seðlabankastjóra og Mervyn King - en nýlega voru okkar helstu bankastofnanir að gefa út sýnar spár fyrir árið og það næsta, eins og að engin óvissa sé til staðar.
Niðurstaða
Það er sorglegt að fylgjast með málum á evrusvæði. En jafnvel enn á þessum tímapunkti er unnt að hindra algeran skell. Einn fræðilegur biðleikur er einmitt hugmynd Mario Monti, að dubba upp björgunarsjóð evrusvæðis til að kaupa bréf Ítalíu og Spánar, halda uppi markaðsvirði þeirra.
Fræðilega má ákveða slíka aðgerð, gefa henni ákveðið fjármagn - t.d. 500ma..
Það fé yrði síðan gert að skuld allra, með útgáfu takmarkaðs magns skulda út á sameiginlega ábyrgð allra landanna.
Auðvitað er sú upphæð hvergi nærri nóg! En þetta gæti fræðilega keypt einhvern tíma - kannski hálft ár.
Ég er að tala um þetta - sem algera lágmarksaðgerð!
Þann tíma væri unnt að nýta, til að útfæra lengri tíma lausnir nánar!
En núna verður að framkvæma skammtíma reddingu - sem er nægilega stór.
Eða, það verður sankallað fárviðri á mörkuðum í næstu viku.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt hjá þér Einar „alveg magnað" og sérstaklega orð Frú Merkel „á meðan ég lifi" mjög sterkt. Reyndar skil ég Þjóðverja eru þeir ekki búnir að lán evrópska 700 milljarða €.
En er ekki Merkel með Póker trikk setur allt út og sjá hvað hinir gera? Markmið hennar er að ná betur undirtökum í löndum evrurnar fyrir Þýskaland og þýsk fyrirtæki?
Ómar Gíslason, 27.6.2012 kl. 01:45
Má vera - en þá má einnig vera að S-Evr. kjósi frekar, að slátra evrunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2012 kl. 02:02
Er ekki bara ósamhverfa þeirra landa sem mynda Euro svæðið að koma upp á yfirborðið? markmið bjúrókratanna í Brussel er að búa til Bandaríki Evrópu og ætla að nota Evruna til að þvinga þetta saman, en ríki hanga ekki saman á gjaldmiðlinum einum. Þetta er hættulegt spil því þeir sem eru vinir í dag geta orðið svörnustu óvinir á morgun ef þessi plön klikka sbr. það sem gerðist í Júgóslavíu forðum, fólk sem bjó sitt hvoru megin við sömu götuna lifði í sátt og samlyndi þar til Tito dó, þá tók það fram byssurnar og skaut á hvort annað og hörmungarnar urðu gríðarlegar.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 12:19
Já Kristján, það getur reynst eitthvað til í því, sérstaklega hef ég áhyggjur af því að öfgastefnur geti gosið upp í S-Evr. því þar er líklegast að ástandið verði einna verst.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.6.2012 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning