23.6.2012 | 17:31
Enn einn misheppnaði fundurinn krystallar ágreining leiðtoga Spánar, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands!!
Þessi síðasti fundur í Róm, þið sjáið á myndinni að neðan milli hverra, fyrir fundinn stóra nk. fimmtudag og föstudag, sem allir eru sammála um að má ekki mistakast - virðist ekki gefa góð fyrirheit einmitt fyrir þann fund.
Því fundurinn í Róm virðist staðfesta þann djúpstæða klofning sem er til staðar!
Mér finnst þetta helvíti góð mynd, sjáið hvernig Mariano Rajoy, François G. G. N. Hollande, klárt eru báðir að segja e-h v. Angelu Merkel, meðan Mario Monti virðist bara standa á milli en skrefi aftar.
Oft sagt að ein mynd geti sagt meira en þúsund orð!
Þetta segir held ég hvernig fundurinn hefur verið - Rajoy og Hollande hafi sókt að Merkelu, meðan að Monti hafi leitast við að vera sáttasemjari, þó svo hann sé þó einnig með ívið meiri varfærni, að leitast einnig við að beita hana þrístingi.
Angela Merkel defies Latin Europe and the IMF on bond rescue
Eurozone rift deepens over debt crisis
EU Leaders, Divided, Push Growth
Euro's big four agree growth boost, split on bonds
Merkel Parries Push for Euro Debt Plan as Growth Outline Agreed
Merkel - ""Each country wants to help but if I am going to call on taxpayers in Germany, I must have guarantees that all is under control. Responsibility and control go hand in hand,"" - ""If I give moneystriaght to Spanish banks, I can't control what they do. That is how the treaties are written,""
Fyrri setningin eiginlega hafnar hugmynd Mario Monti, að aðstoða ríki - án þess að um formlegt björgunarprógramm með fullum tékkum sé að ræða.
Seinni setningin, hafnar þeirri hugmynd, að lána bönkum beint og milliliðalaust, án þess að heimaríki taki ábyrgð á lánveitingunni.
Í reynd hafnar Merkel með öllu, að fara aðrar leiðir en það svokallaða "björgunarferli" sem hefur verið í gangi - og við höfum séð hvernig farið hefur með 3 ríki þegar.
Hollande - ""There will be no transfer of sovereignty without greater solidarity, " he said acidly."
Þarna stendur stál í stál - en Hollande hafnar þarna að gefa nokkuð eftir af sjálfstæði ríkja, nema að evrubréf eða eitthvert annað form af "debt mutualization" komi til, en hugmyndir Þýskalands hafa verið, að ríki undirriti þ.s. hún kallar "sameiginlega hagstjórn" sem í reynd, er nokkurskonar spennitreyja, en hugmynd þýsku ríkisstj. virðist vera - að stórauka eftirlit með því að ríki raunverulega farið eftir svokölluðum "stöðugleika markmiðum" - það verði til staðar sjálfvirkar refsingar, Framkvæmdastj. hafi rétt til að grípa inn í, og beinlínis stefna ríkjum fyrir Evrópudómstólinn, ef þau fara ekki eftir "spennitreyjunni" í öllum atriðum.
Ef þetta allt fæst í gegn, svokölluð "sameiginleg hagstjórn" þá hefur Merkel talað um að "íhuga" evrubréf eða annað form af "debt mutualization."
En Hollande hefur verið að hóta að drepa "Stöðugleika Sáttmálann" svokallaða, ef hann fær ekki þjóðverja til að, samþykkja dýrar peningatilfærslur.
Og mér sýnist orð hans vera bein hótun um að gera alvöru úr því, að einmitt drepa það "project."
"The Latin Bloc's soft diplomacy has essentially failed."
Það sýnist mér akkúrat vera reyndin. Að ágreiningurinn hafi magnast, þó svo að Monti leitist við að gera sem minnst úr því, og bendir á plagg sem þau undirrituðu - sem er viðurkennt að í reynd inniheldur nær engin ný fjárframlög, heldur einfaldlega stefnumörkun um að nýta peninga sem þegar voru til í sjóðum stofnana ESB.
"The EFSF/ESM machinery can be used to cap bond yields, yet Germany is sticking to its position that any use must be activated by a formal request according to EU rules -- entailing draconian controls. There is no sign she is willing to drop her vehement opposition to banking licence for the funds enabling them to draw on the full firepower of the ECB." - "Italian officials say Mrs Merkel is hiding behind legal technicalities."
Það er einmitt málið, að skv. breyttum reglum um ESFS, þá má sá sjóður - grípa inn í markaði og kaupa bréf. Þessar reglur voru settar inn í sl. haust. Þar sem ríkisstjórnirnar eiga ESFS, geta þau heimilað starfsmönnum sjóðsins, að fara einmitt í slík kaup - skv. hugmynd Mario Monti.
Það þarf ekki að skrifa neina nýja reglu inn í sjóðinn - svo hann geti hafið slík kaup. Að auki, geta ríkin gersamlega stýrt því, hve mikið umfang þeirra kaupa myndi vera, og hve lengi.
Hvar hnífurinn stendur í kúnni - er líklega um það, að til þess að slíkt sé í reynd mögulegt, þarf þá að leggja sjóðnum til fé. En ESFS í reynd hefur enga sjóði, einungis ábyrgðir á aðildarríkin, sem ESFS þarf síðan að virkja með sölu skuldabréfa. En núna eins og ástandið á mörkuðum er - er það dálítið "iffy" hvort hann myndi vera fær um að, selja bréf í nægilegum mæli til að fjármagns slíkt kaupprógramm.
- Þýskaland þyrfti að leggja fram bróðurpart þess fjármagns - augljóslega.
- Miðað við þetta - þá lítur fundurinn í næstu viku ekki vel út.
- Það er mjög klassískt - að deilan í reynd snúist um peninga!
Niðurstaða
Eins og ég útskýrði í gær: Hvað kostar að halda evrusvæði gangandi út 2014? Þá verður kostnaðurinn við björgun evrunnar mjög mikill. Reynd er kostnaðurinn við björgun Ítalíu og Spánar það mikill, að Þýskaland hefur ekki efni á því. Þar stendur hnífurinn í kúnni.
Að raunhæfu möguleikarnir eru: Prentun - eða að setja skuldir á sameiginlega ábyrgð allra.
Fyrri leiðin felur í sér, að farin væri verðbólguleið. Seinni, að það líklega þarf að setja á fót raunverulegt miðstjórnarvald, með sameiginlegum fjárlögum miklu stærri en þeim sem Framkvæmdastjórnin nú hefur til umráða ásamt rétti til útgáfu skulda á ábyrgð þess sameiginlega ríkissjóðs. Bandaríkin fóru í gegnum þetta ferli 1790. Þá var einnig skuldakrýsa, sum fylki í vanda meðan önnur voru í betri málum. Sá vandi var einmitt leystur á þann hátt, að alríkið fékk rétt til að skattleggja öll Bandaríkin, og samtímis tók yfir að verulegu leiti þær skuldir sem tiltekin fylki réðu ekki við. Skv. því fordæmi er þetta fræðilega a.m.k. einnig mögulegt í Evrópu.
En umræðan milli leiðtoganna virðist ekki vera á því plani, heldur virðist hún einfaldlega snúast um að Þýskaland leggi fram fé - meðan að Merkel verst!
Það má vera að meira að segja Frakkland, Ítalía, Spánn - séu ekki til í Bandaríki Evrópu.
Ég held að Þýskaland sjáft sé klárt ekki til í þau.
-----------------------------------
Þýskaland - vill ekki afhenda eigið skattfé, nema að þegar lönd þurfi á slíku, þá afhendi þau í reynd mikið til sjálfstæði sitt til Brussel, sbr. hugmynd Merkelar um "sameiginlega hagstjórn."
Merkel ver þýska skattgreiðendur með oddi og egg. Ef málið er einungis skoðað frá sérhagsmunum Þýskalands, og skattgreiðenda Þýskalands - þá er stefnan að ímsu leiti skiljanleg.
En vandinn er að löndin í vanda geta ekki bjargað sér án aðstoðar. Núna er krýsan komin að Spáni, Ítalíu og meira að segja Frakkland er ekki öruggt. Þessi lönd sem enn hafa töluvert þjóðarstolt, virðast ekki vera til í að - fara sjálf í þá spennitreyju sem Merkel vill setja upp.
Þau vilja með öðrum orðum fá þá aðstoð sem þau vita að þau þurfa - án spennitreyjunnar, sem þíðir í reynd verulegt tímabundið fullveldis afsal.
En Merkel áréttar - að hún afhendi ekki fé eigin skattgreiðenda, án skilirða.
Þessi grunn ágreiningur virðist vera að stigmagnast - frekar en hitt.
Hætta er því á að, fundurinn nk. fimmtudag og föstudag, krystalli þann ágreining og endi án nothæfrar niðurstöðu.
Þá stefnir evran einfaldlega í "endanlegt hrun."
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.6.2012 kl. 12:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Einar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.6.2012 kl. 01:23
Er ekki málið það að eina landið af þessum 17 Evruríkjum sem hefur efnahagslegt borð fyrir báru er þýskaland, þegar búið verður að eyða því þá er Eurozone búið að vera. Svo er spurningin hvort ESB klofni ekki ef td. Bretum fynnst að Stór-Evrópa ógni þeirra stöðu og beiti neitunarvaldi ásamt Svíum og Finnum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 11:45
Kristján - Þeir hafa borð fyrir báru, á sama tíma er ljóst að þjóðir í vanda þurfa stuðning, og að auki að svokölluð björgun virðist einungis gera íllt verra - fyrir utan að viðkomandi þjóðir virðast miklu leiti afhenda sjálfstæði sitt til Berlínar. Sem Ítalía, Spánn og Frakkl. greinilega eru ekki til í að gera. En merkel klárt er ekki til í að afhenda þýska peninga, án þess að það fyrirkomulag ríki.
Á sama tíma hótar forseti Frakklands að drepa "Stöðugleika Sáttmála" Merkelar.
Stál í stál.
Ef þetta heldur svona áfram, endar dæmið á fimmtudag og föstudag, með ósamkomulagi.
Þá fer hver þjóð að hugsa um sig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2012 kl. 12:58
Já Einar það er alveg augljóst að Grikklandsleiðin getur varla verið fýsileg fyrir spánverja, að fara í massívan niðurskurð með 25% atvinnuleysi, Frakkland sér kannski fram á vandræði framundan en er ekki tilbúið að afsala sér völdum til þýskalands. Ítalía er náttúrulega frekar óskrifað blað með fyrrverandi Brussel commissar Monti sem forsætisráðherra án umboðs kjósenda á Ítalíu það er spurning hvort hann er einhvers megnugur þegar skóinn fer að kreppa hjá þeim.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 15:16
Verða það ekki sameiginleg örlög; Evra er á heimleið með Franska landsliðinu og evran er að detta uppfyrir??????
Jóhann Elíasson, 24.6.2012 kl. 19:14
Jóhann - já, ég gleymdi að fylgjast með þeim leik, æi - frakkarnir á leið heim :(
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2012 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning