Spænskir bankar taldir þurfa 62 milljarða evra endurfjármögnun!

Niðurstaða tveggja óháðra matsaðila á gæðum eignasafna helstu spænskra banka er nú komin inn, og var niðurstaða mataðilanna annars vegar 62ma.€ og hins vegar 51,8ma.€. Nokkru munar greinilega á þessu mati. En þ.e. ekki endilega undarlegt þ.e. virði eigna fer svo mikið eftir því hvaða forsendur eru gefnar, fyrir framvindu efnahagsmála á Spáni.

 

Talið að Spánn muni óska eftir láni á föstudag! 

Spain to seek bank aid as borrowing costs soar

Spain’s Banks Need Up to $78 Billion, Report Shows

Spanish borrowing costs soar despite fresh audit putting pressure on eurogroup

"To pave the way, the leaders of Germany, Italy, France and Spain will meet in Rome on Friday."

Talið er líklegt að formleg ósk um lán fyrir þessum kostnaði muni koma frá ríkisstjórn Spánar, á fundinum á föstudag.

Sú niðurstaða er fram komin, að peningarnir muni koma frá ESFS eða núverandi neyðarlánssjóði evrusvæðis. En staðfestingarferli ESM eða framtíða neyðarlánasjóðs evrusvæðis sem taka á við af fyrri sjóðnum, taka yfir lán á þess vegum og skuldbindingar sem og eignir, er ekki lokið enn.

Ekki er ljóst hvenær verður lokið. En skv. fréttum hefur Stjórnarskrár Dómstóll Þýskalands óskað eftir að skoða ítarlega hvort nýi sjóðurinn stenst ákvæði þýsku stjórnarskrárinnar.

Germany Faces Delay in Ratifying Euro Rescue Fund

Þessi skoðun líklega mun tefja gildistöku ESM um einhvern tíma.

 

Seðlabanki Evrópu - ákveður að taka enn verra rusl!

Europe Central Bank Prepares to Relax Collateral Rules

Þetta er áhugaverð frétt, en ef af verður - er þetta ekki fysta sinn sem Seðlab.Evr. minnkar kröfur um gæði þeirra veða, sem bankar mega koma fram með á móti neyðarlánum frá Seðlab.Evr.

Ekki bara í annað sinn heldur - en áhyggjur hafa farið vaxandi að t.d. spænskir bankar eigi ekki lengur nægilegt framboð af fullnægjandi veðum.

Ein aðferð til að forða því að bankar fari í þrot því þeir eiga ekki lengur nothæf veð, er að slaka á reglunum um gæði veðanna.

Ég velti því fyrir mér hvort ECB eigi ekki að ganga alla leið - gera kröfuna um mótveð, eingöngu að formsatriði. Þannig að hvaða málamynda gang sem er, sé gilt veð.

 

AGS gagnrýnir stefnu Þýskalands!

Spanish Aid Plan Is Flawed, Says IMF

"The euro zone needs to quickly set up a mechanism that allows it to directly recapitalize weak banks, "in order to break the negative feedback loop that we have between banks and sovereigns,""

"Ms. Lagarde also called for "creative and inventive" measures from the European Central Bank, suggesting that the bank could restart its bond-buying program to keep struggling countries' funding costs in check or further cut already-low interest rates."

AGS hefur ítrekað áður óskað eftir því, að evrusvæði beiti Seðlabanka Evrópu í mun meira mæli en gert er, og sérfræðingar AGS eru verulega frústreraðir á því - að margendurteknar ábendingar þeirra, séu látnar sem vindur um eyru þjóta.

AGS hefur einnig áður bent á þörfina fyrir að, aftengja fjármálakrýsuna á evrusvæði, og skuldakrýsu einstakra aðildarríkja. Þess vegna er AGS mjög á um, að tekið verði upp sameiginlegt innistæðutryggingakerfi, og að sameiginlegir sjóðir taki að sér að endurfjármagna mikilvæga banka.

En bankar séu í mörgum tilvikum það stórir, eða viðkomandi ríki sem ber ábyrgð á þeim það skuldugt fyrir, að viðkomandi ríki getur ekki staðið sjálft fyrir nægilegri endurfjármögnun.

-------------------------------

AGS hefur varað við þeirri leið, að lána einstökum aðildarríkjum - fyrir bankaendurfjármögnun sbr. lán sem stendur til að veita Spáni.

Því slík lánveiting, magni upp skuldakreppu ríkissjóðs í þessu tilviki Spánar, og þá aukist svartsýni markaðarins á getur hans til að standa undir eigin skuldum - - > vaxtakrafa ríkissjóðs Spánar hækkar, eins og við höfum séð gerast.

Það þíðir frekara verðfall skuldabréfa ríkissjóðs Spánar - og þar af leiðandi, að spænskir bankar tapi enn frekar á þeirri miklu eign sem þeir hafa einmitt í ríkisbréfum eigin lands. 

Þannig víxlverkar skuldakrýsa ríkissjóðs og bankakrýsan.

En þjóðverjar hafa gersamlega verið ófáanlegir til að, lána án þess að viðkomandi rikissjóðir taki þá bankábyrgð á lánveitinunni - - sem þíðir lánveitingin gerir ekki það gagn sem hún á að gera.

Því eins og ég sagði, þá falla ríkisbréfin enn frekar - - og hola myndast á ný, í eignasafni bankanna. Þetta er svona eins og að hundur elti rófuna á sér.

Það kvá - eins og ég sagði - ríkja mikil frústrasjón ríkja meðal sérfræðinga AGS!

 

Markaðir féllu á fimmtudag, einna helst í Bandaríkjunum!

Wall Street suffers worst loss in three weeks

Bleak Outlook Whips Stocks

"Business activity across the euro zone shrank for a fifth straight month in June and Chinese manufacturing contracted, while weaker overseas demand slowed growth by U.S. factories."

Málið er að skýrar vísbendingar eru uppi, að óvissan í Evrópu sé farin að skaða verulega hagvöxt í heiminum - þetta sést á nýlegum tölum frá Kína, Indlandi, Bandar., Brasilíu og víðar.

Heimshagkerfið er farið að hægja á sér - mjög greinilega.

 

Niðurstaða

Evrukrýsan heldur áfram að gerjast. Meðan óveðursskýin hrannast upp í heimshagkerfinu. Rífast aðildarþjóðir evrusvæðis innbyrðir um framhaldið. Engin leið er að vita fyrirfram hvort einhvers konar redding sem nægilega er bitastæð mun koma fram á fundi leiðtoga ESB aðildarríkja 28/6 nk. 

Þangað til, gerjast mál áfram.

Óvissan magnast.

Ef engin raunhæf lausn kemur fram á þeim fundi - þá mun líklega, upphaf endaloka evrunnar hefjast.

Það er mikið í húfi - hvort það verður hrun og heimskreppa eða ekki!

Á meðan heimurinn stendur með öndina í hálsinum - áhorfendur að sirkusnum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 859312

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband