Er líklegt að tilraun Mario Monti til bjargar evrunni - nái fram að ganga?

Á þessari stundu er þetta eingöngu hugmynd sem rædd er meðal aðildarþjóða evrusvæðis. En ríkisstjórn Spánar er örvæntingarfull - vegna þess hve lántökukostnaður Spánar hefur verið hár undanfarið. Þegar fréttist að hugmyndi Montis hefði náð inn í ályktun fundar G20, þá lækkaði vaxtakrafan fyrir Spán nokkuð þ.e. í rúml. 6,6 í stað 7,16 sem hún var í daginn áður. En ef markaðir verða varir við það, að þetta sé einungis enn ein dauðadæmd hugmyndin - og ekkert annað liggur fyrir.

Má reikna með því, að krafan hækki aftur til baka - og jafnvel verði enn hærri en áður.

Að auki er hætta á við slíkar aðstæður, að alvarlegur fjármagnsflótti hefjist frá Spáni.

 

Andstaða við hugmynd Monti er þegar orðin opinber!

jyrki_katainen.jpg"Prime Minister Jyrki Katainen said: These are instruments created to secure liquidity for countries in trouble, and the funds are not sufficient for purchases made in the secondary markets." - "The idea is expected to be discussed at a meeting of leaders in Rome on Friday."

Hann vísar þarna til björgunarsjóða evrusvæðis, sem Monti leggur til að kaupi með beinum hætti skuldabréf þjóða í erfiðleikum - til að halda niðri vaxtakröfunni, tryggja þeim þannig aðgang að lántöku á viðráðanlegum kjörum, án þess að um formlegt björgunarprógramm væri að ræða.

Angela Merkel lagði einnig orð í belg - "There are no concrete plans that I know of but there is the possibility in the EFSF and the ESM to buy bonds on the secondary market, bound up of course always with conditions. But that is a purely theoretical comment about the contractual situation. This is not a subject for debate right now.

Þetta hljómar frekar en hitt sem "nei" - kallar hugmyndina fræðilegan möguleika, sem ekki sé til umræðu þessa stundina.

Það er dálítið sérkennilegt að segja að þessi hugmynd sé ekki hluti af umræðunni!

Síðan virtist hún gefa í skyn að slikar hugmyndir geti einungis verið ræddar á grunni strangra skilyrða.

Merkel Ally Rejects Bailout Concessions for Greece

"In an interview with SPIEGEL ONLINE, Volker Kauder, 62, floor leader of the conservatives' parliamentary group" - "Neither was Kauder in favor of a new proposal for so-called euro bills, jointly issued debt with short maturities. "We reject any form of collectivization of debt," he said. "That violates European and German law.""

Áhrifamikill þingmaður flokks Merkelar, tók ákveðið afstöðu gegn hugmyndum Montis.

""There will never be any purchases without conditions," a German government spokesman said on Wednesday."

 

South Europe Challenges Germany's Revival Recipe

Ákveðinn Norður / Suður klofningu í mörgum mikilvægum stefnumálum, virðist bersýnilega vera að ágerast innan Evrópusambandsins.

Hollande Says Europe Mulling Having ESM Buy Italian Bonds

Hollande - "“Italy has launched an idea that deserved to be looked at,” Hollande told reporters after a summit of Group of 20 leaders in Los Cabos, Mexico. The proposal is for “virtuous countries like Italy,” which have improved their public finances, to “be able to get funding for their debt” at better rates than countries that didn’t make the same efforts." - "“We’re looking at the ways and means” to use the European Stability Mechanism, the 17-country euro region’s bailout fund, “at these conditions,” Hollande said."

Greinilegt er að; Hollande - Rajoy og Monti, eru sameiginlega að leitast við að þrýsta á um þessar hugmyndir!

Meðan að, Þýskaland - Finnland, og líklega einhverjir flr. eru sannarlega frekar en hitt, að leitast við að dreifa málinu.

Bailout fund should buy euro debt

Hugmyndin virðist einnig njóta stuðnings háttsettra embættismanna innan Framkvæmdastjórnar ESB.

 

Vandinn er sá, að ef ekkert er gert - er Ítalía sjálf í hættu!

Contagion may drag Italy back to heart of crisis

Fréttin bendir á að markaðurinn í vaxandi mæli sé farinn að slá þessum löndum saman, þannig að vaxtakrafa beggja hækki í vaxandi mæli í takt.

Með skuldir upp á 120% þolir Ítalía líklega enn síður en Spánn að vaxtakrafan haldist mjög há.

En Spánn skuldar um 80% eða 90% ef bætt er við 100ma.€ lántöku - sem enn er ekki formlega frágengin, en ríkisstj. Spánar er að íhuga að klára með aðildarríkjum evrusvæðis.

Það liggur því á að hrinda einhverri aðgerð af stað - sem róar markaði gagnvart Spáni.

Svo "contagion" yfir á Ítalíu haldi ekki áfram að ágerast.

En tregðan til að íhuga slíkar hugmyndir virðist mjög mikil meðal tiltekinna þjóða.

Hingað til hafa þjóðverjar, finnar, hollendingar og austurríkismenn - verið staðfastir í andstöðu við allar hugmyndi um "debt mutualization" þ.e. að færa skuldir yfir á sameiginlega ábyrgð.

Í annan stað er hugmynd Montis mun vægari leið til slíks en aðrar sem áður hafa komið fram - en á hinn bóginn, þá með tíð og tíma yrði sú lausn einnig mjög dýr.

En, ef N-Evr. þjóðirnar halda áfram að vera staðfastar í neitun um það, að taka á sig kostnað - en engin leið er að komast hjá því, að það kosti mjög verulega að tryggja áframhaldandi tilvist evrunnar.

Þá er mjög raunhæf hætta á að hún leggi upp laupana!

 

Niðurstaða

Það virðist mjög raunhæfur möguleiki á að hugmynd Mario Monti, að nota björgunarsjóðakerfi evrusvæðis, til að halda Ítalíu og Spáni á floti - án þess að um formlega björgun væri að ræða; nái ekki fram að ganga.

Á móti, sé ég engar raunhæfar hugmyndir frá hægrimönnunum í Þýskalandi, Finnlandi, Austurríki og Hollandi.

Þeir virðast beinlínis ætlast til þess, að ríkin í S-Evrópu hafi þetta af, án þeirra aðstoðar. Þau feti leið Eystrasaltlandanna, um innri aðlögun, þó mér sé fyrirmunað að sjá að svo skuldsett lönd, geti nýtt þeirra fordæmi.

Miðað við umræðuna, er ekki útlitið sérlega gott fyrir stóra leiðtogafund ESB aðildarríkja þann 28. Auðvitað getur það svo verið, að aðilar séu að taka sér samningsstöður.

En ef markaðinum virðist sem að þessi von sé einnig að bresta - getur vandi Spánar mjög hratt undið upp á sig. Enda er Spánn orðinn mjög tæpur, þegar.

Nánast hvenær sem er, getur alvarlegur fjármagnsflótti skollið á - og landið hraðbyri silgt í þrot.

Menn eru að leika sér að eldinum, því hrun Spánar mun án efa hrinda af stað heimskreppu. En með honum munu fylgja stærri þúfur, síðan evrusvæði allt leggjast á hliðina.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi vísa mín um Monti frá öndverðum janúar á enn við:

.

Við tökum ekki mark á monti,

maðurinn er alveg frá sér.

Eins þótt sé úr fremsta fronti,

sem fyrst hann þarf af rugli' að ná sér.

Þá er kannski' á vizku von,

vilji'hann fleygja Lissabon-

sáttmálanum sorphaug á–––

sannlega' á þar heima, já!

.

Jón Valur Jensson, 21.6.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband