Er hin stóra lausn á evrusvæði fundin?

Aðeins ítarlegri fréttir hafa nú borist af útspili Mario Monti á G20 fundinum, en honum virðist hafa lokið með þeim hætti, að lokayfirlísing innihélt skuldbindingu þess efnis að aðildarlönd evrusvæðis myndu finna sér leið til að lækka lántökukostnað Spánar og Ítalíu.

Hugmynd Monti er að björgunarsjóður evrusvæðis, einfaldlega kaupi skuldabréf Ítalíu og Spánar, þegar þau eru gefin út - þannig tryggi ítalska og spænska ríkinu lántöku hverju sinni á viðráðanlegu verði.

Ekki er um þá væntanlega sameiginlega ábyrgð á skuldum þeirra landa, nema á þeim sem eru þannig keyptar hverju sinni.

Fræðilega sýnist mér þannig geta verið mögulegt að halda Spáni og Ítalíu rétt svo fljótandi, ef þessari aðferð er beitt.

Það breytir því þó ekki að þau eru í kreppu sem fer versnandi, atvinnuleysi einnig - bankakerfi geta komist í fjármögnunarvanda o.s.frv. 

Svo mér sýnist að ef þessi leið sé farin, geti hún keypt nokkurn gálgafrest. En kostnaður mun safnast upp eftir sem á líður.

Ekki virðist þó búið að útfæra þessar hugmyndir nákvæmlega!

 

Mjög undarleg atburðarás átti sér stað á mörkuðum á þriðjudag!

Mjög undarleg atburðarás átti sér stað á þriðjudag - en veruleg hækkun varð á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Ástæða hækkananna virðist verulegu leiti vera hinar slæmu fréttir - þó það hljómi öfugsnúið!

Evran hækkaði einnig nokkuð gagnvart dollar!

Global stocks, euro climb on hope of central bank help

Stocks gain on hopes of central bank help

  • Skv. Financial Times og Reuters, voru viðbrögð markaða nokkurn veginn á þá leið - að ástandið væri það slæmt, að seðlbankar Bandar., Bretl. og Evrópu, myndu verða nauðbeygðir til að grípa til ráðstafana. Líklega þá að markaðurinn sé að veðja á nýjar eða auknar prentunaraðgerðir.

 

Hverjar voru hinar slæmu fréttir?

Spanish short-term debt costs reach alarm levels

Spain’s borrowing costs soar at debt sale

"Spain, the euro zone's fourth largest economy, had to pay 5.07 percent to sell 12-month Treasury bills and 5.11 percent to sell 18-month paper - an increase of about 200 basis points on the last auction for the same maturities a month ago. Yields on longer-term bonds are over 7 percent."

Skv. fréttinni, fór lántökukostnaður Spánar fyrir 12 mánaða skuldabréf upp heil 2%, úr 3% í rúmlega 5% - - sem telst vera afskaplega dýrt fyrir 12 mánaða lán, fyrir 4. stærsta hagkerfi evrusvæðis.

Það sem þetta segir, er að ótti markaðarins um stöðu spænska ríkisins næstu mánuðina er að magnast - með öðrum orðum þrátt fyrir verulegar hækkanir á vaxtakröfu fyrir 10 ára bréf, er bilið milli 10 ára láns og láns til eins árs - - > AÐ MINNKA.

Það er klassísk vísbending þess efnis - að stutt sé i að viðkomandi þjóðríki verði hrakið af markaði.

 

German economic morale dive is sharpest since 1998

Economic Confidence Slumps in Germany, France

  1. "Mounting worries over the German economic outlook and the fate of the euro zone caused the ZEW's economic expectations index to nosedive to -16.9 in June from May's unrevised 10.8.
  2. A negative value indicates that more participants expect the economic outlook to worsen than to improve."

Allt í einu hefur átt sér stað stór breyting í væntingum fjárfesta innan Þýskalands!

En fram að þessu hafa ávallt verið flr. fjárfestar bjartsýnir á framtíðina en svartsýnir.

En nú allt í einu hefur orðið viðsnúningur, og mælingin sýnir að nú eru flr. fjárfestar innan þýsks atvinnulífs svartsýnir - en bjartsýnir um framtíð þýsks og evr. viðskiptalífs.

Þetta er alveg glæný vísbending þess efnis, að Þýska efnahagsvélin sé loks að byrja að verða kreppunni í Evrópu að bráð!

-------------------------

Með þessar tvær neikvæðu fréttir á bakinu - hefði maður reiknað með falli markaða!

Ekki að þeir myndu rísa!

En kannski eru markaðir farnir að verða "manic depressive."

 

Niðurstaða G20 fundarins virðist vera, að hvetja ESB til að lágmarka lántökukostnað Ítalíu og Spánar!

Skv. frétt sem ég sá í gærkveldi, virðist það vera farið að skila sér inn fyrir skelina á þeim, að það geri verið varasamt að lántökukostnaður Spánar sé orðinn svo hár sem hann er!

G20 bid to cut cost of euro borrowing

G20 backs Europe's plans for overhaul to fight crisis

Debt crisis: Spain and Italy to be bailed out in £600 billion deal

"Italy put forward a proposal for the euro zone's rescue funds to start buying the debt of stricken euro-zone countries, such as Spain and Italy to start lowering their financing costs, European officials said. Italian officials have said the plans would be discussed at a meeting of finance ministers this week. But Germany said no specific initiative was discussed in Los Cabos."

Mario Monti þekkir sitt fólk, gamall innanbúðarmaður úr Framkv.stjv. ESB, en skv. frétt Reuters og Financial Times og Telegraph, er komin upp sú hugmynd að halda niðri lántökukostnaði Ítalíu og Spánar, með beitingu björgunarsjóðakerfis Evrusvæðis.

Mér sýnist þetta í fljótu bragði geta verið fær leið fyrir evrusvæði, að kaupa sér gálgafrest.

En ef sameiginlegir sjóðir kaupa jafnóðum skuldabréf þessara ríkja, þá er a.m.k. fræðilega unnt að tryggja að þau fari ekki í einhvers konar stjórnlaust gjaldþrot - sem virkilega var farið að líta úr sem raunhæfur möguleiki fyrir Spán.

Þessi umræða hefur ekki síst gosið upp síðustu tvo dagana, þegar sýnt var að lántökukostnaður Spánar hélt áfram að hækka í þessari viku.

Tillögur þessa efnis, verða þá ræddar meðal leiðtoga Evrópu á næstu dögum. 

Fræðilega getur Seðlabanki Evrópu tekið þetta að sér, en líklega yrði hann þó tregur til þess.

Ef björgunarsjóðirnir sjá um þetta, þarf að breyta gildandi starfsreglum um þá, sem væntanlega þíðir að þing einstakra aðildarríkja þurfa aftur að taka þær reglur til formlegrar afgreiðslu - og að auki, að þá verði hvert og eitt aðildarlanda ESB að jánka þeirri breytingu.

En miðað við það hve desperrat ástandið er orðið er það sennilega líklegt að slík vilyrði berist - þó ekki sé unnt að skjóta því föstu.

Þetta væri ekki evrubréf - og ríkin væru ekki að taka ábyrgð á öllum skuldum Ítalíu og Spánar; einungis á þeim hluta sem hefur verið hverju sinni "keyptur."

Sennilega verður engin skjót ákvörðun af eða á, heldur mun málið líklega dragast næstu dagana - sennilega ekki tekin ákvörðun af eða á, fyrr en á fundinum þann 28. júní.

Fyrstu viðbrögð markaða nú á fimmtudagsmorgun, virðist vera - ný von. Álag Spánar virðist lækka eitthvað, og Ítalíu einnig.

 

Niðurstaða

Spánn færðist enn nær brúninni á þriðjudag þegar umtalsverð hækkun varð í lántökukostnaði Spánar, hvað varðar skammtíma-fjármögnun. En þegar bilið milli langtíma- og skammtíma-lántökukostnaðar fer minnkandi. Er almennt talið að, skammt sér í endalokin.

Lönd í slíkum krýsum hafa endað yfirleitt í fanginu á AGS sl. áratugi. En þ.s. Spánn er meðlimur að ESB og evrusvæði, er hann líklegur til að lenda í fanginu á björgunarsjóðakerfi evrusvæðis.

Á sama tíma bárust fréttir um að, dregið hafi mjög úr bjartsýni þýskra fjárfesta um framtíðina, þ.e. fleiri orðnir svartsýnir en bjartsýnir.

----------------------

Þrátt fyrir þetta, hækkuðu markaðir - sem gengur að manni virðist gegn almennri skynsemi.

Dálítið örvæntingarfullt, að ef þ.e. satt - að markaðir í gær hafi verið að hækka, vegna veðmáls um inngrip seðlabanka heimsins - vegna þess hve ástandið er orðið slæmt.

Á sama tíma, er komin meiri hreyfing á umræðu þess efnis meðal leiðtoga ESB að, það þurfi að niðurgreiða lántökukostnað Spánar og Ítalíu. Hvort það verður að slíku - er þó annað mál.

Sú hugmynd - ef hún verður ofan á - að sameiginlegir sjóðir ESB kaupi ítölsk og spönsk ríkisbréf, jafnóðum og þau eru boðin til sölu. Getur fræðilega haldið þeim löndum á floti.

Spurning þó hve lengi - en vitað er að 3. ára kostnaður slíks prógrams yrði vart undir 800ma.€.

En óvarlegt væri að gera ráð fyrir öðru en slíkt kaup prógramm þyrfti að standa a.m.k. það lengi.

Og þá kemur sú skemmtilega spurning hvað á að gera við öll þessi skuldabréf - spurning að skuldbreyta í ný lengri tíma, er líkleg að koma upp.

Síðan breytir þetta því ekki að bæði löndin eru í versnandi kreppu, en atvinnuleysi á Spáni getur verið komið í 30% eftir 3 ár, orðið mjög svipað slæmt og var í Þýskalandi, rétt áður en nasistar komust til valda.

Þannig, að los getur komist á samfélögin - en hið minnsta, sýnist mér að með þessari leið sé unnt að koma í veg fyrir það stjórnlausa hrun sem stefndi í á evrusvæði.

Að unnt sé að kaupa tíma!

------------------------

PS: Í gærkveldi sá ég eftirfarandi frétt:  LCH Raises Margin Costs for Trading Spanish Bonds Amid Crisis

Þegar LCH tók sambærilega ákvörðun í tilviki Portúgals, Írlands og Grikklands á sínum tíma - hröktust þau stuttu síðar af mörkuðum fyrir skuldabréf.

Málið er að LCH Clearnet er markaðsráðandi í Evrópu á sínu sviði "Clearing house."

Þannig, að það er nógu stórt til að hafa áhrif á verðin á markaði!

Þannig að þegar LCH tekur þetta "extra margin" þá virðist markaðurinn setja kosnaðinn í verðlag fyrir þau skuldabréf sem á við hverju sinni - þannig að krafan hækki sem kostnaðinum nemur.

Þessi ákvörðun LCH gagnvart Spáni, auðvitað eykur enn meir þrýstinginn á Evrusvæði að, aðstoða Spán sérstaklega með einhverjum hætti, við það að halda niðri lántökukostnaði.

Eykur sennilega líkur þess að af því verði, að formlega verði farið í "kaup prógramm" til að halda a.m.k. Spáni á floti!

------------------------------------------

Ps.2: Grikkland komið með rýkisstjórn: Greek conservative leader Samaras to become prime minister: source

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er athyglisvert Einar. en að kaupa tíma með  þessum hætti er að fresta vandanum án þess að taka á honum. Reynslan hefur kennt okkur að slík frestun gerir ástandið bara verra og það kemur að því að vandanum verður ekki frestað meira.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 11:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að kaupa frestanir hefur verið stíllinn hingað til, svo þetta rýmar alveg þar við.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.6.2012 kl. 12:29

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ég segi það enn og aftur, það er ekkert annað í stöðunni en að keyra upp verðbólguna og Evruna niður. Þurka út sparnaðinn og lífeyrissjóðina. Hækka eftirlaunaaldur og láta Evrópubúa fara að framleiða eitthvað, og banna þeim að hanga á Facebook allan daginn í vinnunni.

Sigurjón Jónsson, 20.6.2012 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband