Enginn gálgafrestur fyrir evrusvæði vegna "réttra" kosningaúrslita á Grikklandi. Evrukrýsan geysar áfram!

Þegar búið er að telja 99% atkvæða, virðist ljóst að Nýtt Lýðræði og kratarnir í PASOK geta myndað meirihlutastjórn, a.m.k. í prinsippinu. Skv. fréttum, ætla formenn beggja flokka að hittast þegar mánudagsmorgun, og hefja umræður um stjórnarmyndun.

----------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig er staðan nú?:

Niðurstaða þriðjudagsins virðist ætla að vera að, það "relief rally" á mörkuðum er hófst sl. nótt, hafi fjarað út að mestu þegar við hádegi, eins og átti sér stað í sl. viku. Nú þegar nálgast kaffileitið, virðast markaðir í Evrópu að vera að falla. Vaxtakrafa Spánar og Ítalíu hefur hækkað.

Þannig að "rétt" niðurstaða í Grikklandi er ekki að róa ástandið - greinilegt að það er eins og mig hefur grunað undanfarið, að krýsurnar á Spáni og Ítalíu séu komnar í sinn eigin farveg.

Þannig að hvernig mál fara á Grikklandi séu hætt að skipta verulegu umtalsverðu máli, um það hvernig Spáni og Ítalíu farnist.

Krýsan undanfarið á Spáni sé ekki "contagion" eða eitrun frá Grikklandi, heldur algerlega eigin krýsa Spánar - sem verður að læknast með þeim hætti, að sérvandi Spánar sé leystur.

Útlit er því fyrir að Evrópa fái í reynd engan gálgafrest - með þeirri niðurstöðu sem vonast var eftir á Grikklandi!

Greece Backs Bailout

Greek pro-bailout parties look to forge coalition

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek_election_results.jpg

Úrslit kosninga: Center-Right New Democracy Wins Greek Election: Final Results

  1. Nýtt Lýðræði..........29,6%.........129 þingmenn.
  2. Syriza....................26,9%..........71 þingmenn.
  3. PASOK...................12,3%..........33 þingmenn.
  4. Sjálfstæðir Grikkir...7,51%..........20 þingmenn.
  5. Gullin Dögun...........6,9%...........18 þingmenn.
  6. DIMAR....................6,25%.........17 þingmenn.
  7. KKE........................4,5%...........12 þingmenn.

Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnmálamanna í aðildarríkjum ESB, virðist að gert sé ráð fyrir að þetta þíði að Grikkland muni standa við svokallaða björgunaráætlun.

Merkel: "Chancellor Angela Merkel called Mr. Samaras to congratulate him but her office said she "expected Greece to stick to its European commitments,""

En rétt er að halda til haga, að kosningafylgi flokka sem andvígir eru björgunaráætluninni er 57%.

Á hinn bóginn hafa PASOK og Nýtt Lýðræði 162 þingmenn, þ.e. meirihluta upp á 12 þingmenn. 

Svo fræðilega geta þeir tekið þá ákvörðun, að ganga gegn vilja meirihluta grikkja.

Mig grunar þó, að slík niðurstaða myndi valda mjög miklum þjóðfélagsóróa í Grikklandi.

Svo er það einnig spurning hvort flokkarnir tveir eru raunverulega til í það, en eftirfarandi fyrstu viðbrögð formanns PASOK er áhugaverð: "PASOK’s new leader, Evangelos Venizelos, said any coalition has to include SYRIZA as some 57 percent of Greeks had voted against austerity and the two once-dominant parties."

Meðan formaður Nýs Lýðræðis, talaði dálítið í öðrum dúr: “The Greek people voted today to stay on the European course and remain in the Eurozone… there will be no more adventures, Greece’s place in Europe will not be put in doubt,” Samaras said.

Klárt er formaður PASOK hræddur við Syriza flokkinn, sem er allt í einu orðinn megin flokkur á vinstri væng stjórnmála í Grikklandi, hefur þannig tekið yfir það hlutverk frá PASOK.

PASOK getur einungis gengið inn í sæng með Nýju Lýðræði, með það í huga - að fremja enn frekara pólitískt sjálfsmorð.

Fjöldi fréttaskýrenda, telur að það sé ekki raunhæfur möguleiki fyrir flokkana tvo, að framfylgja björgunaráætluninni.

Reyndar lofuðu báðir tveir, að gera tilraun til að endursemja um þá áætlun.

Það verður áhugavert að sjá, hvort þeir fá nokkur viðbrögð um slíkt frá ESB, eða hvort að viðbrögðin verði bara í tón við viðbrögð Merkelar - við ætlumst til að þið standið við gerða samninga.

Wall Stree Journar áminnir á eftirfarandi: "The Europeans have insisted that Greece find €11.5 billion in fresh budget cuts for the coming years by the end of this month. If that goal stays, Mr. Samaras may not have the political strength to make those cuts and keep his infant government alive"

Akkúrat!

Það verður að slaka á klónni - annars verður kaos í Grikklandi!

----------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig er staðan nú?:

Vísbendingar eru uppi núna að ekki standi til að sýna nokkurn sveigjanleika gagnvart Grikklandi, þannig að grikkir fái í mesta lagi - mjög smávægilegar lagfæringar á "björgunaráætluninni.

 

Markaðir eru þegar byrjaðir að sýna viðbrögð: Þetta var staðan í nótt

Nikkei hits 1-month high as Greece fears fade

GLOBAL MARKETS-Euro, shares jump in relief rally after Greek vote

Oil rises as pro-bailout Greek parties set for majority

London copper rises to near 3-week high on Greek vote

TREASURIES-U.S. bonds slip after Greek pro-bailout victory

Það er því útlit fyrir að markaðir muni hækka um heim allan á mánudag, verður þó forvitnilegt að sjá hver sterkt það "rallý" verður, og ekki síst - hve langvarandi.

En ef stjórnarmyndun dregst á langinn í Grikklandi? 

Ef aðilar innan stofnana ESB, og meðal meðlimaríkja þess - sýna því lítinn áhuga að koma til móts við grikki? Sem getur gert nýrri ríkisstj. mjög erfitt með að taka til starfa.

Ef kosningaúrslitin hafa lítil áhrif, til að milda sýn manna á alvarleika krýsunnar t.d. á Spáni?

Þá getur þetta "rallý" eins og mörg fyrri, gengið til baka - þó má vera það endist lengur en hálfan dag, eins og "rallýið" í sl. viku. 

Kannski jafnvel eina til tvær vikur.

Kemur í ljós.

En ESB og Evrusvæði, virðist hafa fengið frá grikkum - a.m.k. einhvern gálgafrest.

Þeir aðilar geta kosið að nota þann frest - vel, eða kosið að eyða honum.

Gríska tragedían er langt í frá búin að spila sig út á enda.

-----------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig er staðan nú?:

Niðurstaðan stefnir í að "relief rally" á mörkuðum ætli að reynast eins skammvinnt og það sem átti sér stað í sl. viku, þ.e. markaðir hafa gefið eftir frá cirka hádegi. Og eru nú um kaffileitið að falla.

Svo að útkoman á Grikklandi virðist ekki vera nein lausn á evrukrýsunni.

Evrópa sleppur ekki við að koma fram með einhvert stórt útspil - ef bjarga á evrunni.

 

Niðurstaða

Best er að ESB og evrusvæði, fari varlega í að fagna stórt kosningaúrslitunum í Grikklandi. En þó svo að tæknilega séð hafi "pro bailout" flokkar meirihluta á gríska þinginu. Þá á sama tíma, er lýðræðislegt umboð þeirra afskaplega veikt. Því eftir allt saman, fengu þeir ekki nema 41,6% fylgi samanlagt.

Báðir flokkarnir lofuðu grískum kjósendum, að björgunarprógrammið myndi verða endurskoðað - sem sagt, mildað. Formaður Nýs Lýðræðis, sagði "There is no time to waste,"..."A national salvation government must bring economic growth and reassure Greeks the worst is over," 

Erfitt að sjá að slík þróun geti átt sér stað, nema að mjög mikil breyting verði til mildunar á björgunaráætluninni.

Í reynd virðast grikkir því ekki hafa kosið að halda áfram með björgunaráætlunina - en skv. loforðum hafa meira að segja svokallaðir "pro bailout" flokkar ekki umboð, til að halda áfram með hana, án umtalsverðra breytinga.

En mig grunar sterklega, að hver sá sveigjanleiki sem þeir mæta hugsanlega frá mótaðilum við samningsborðið, verði miklu mun minni en það sem almenningur í reynd er að fara fram á.

Ef það virðist sem að þessi tveir flokkar séu að svíkja hátíðlega gefin loforð - má reikna með miklu ramakveini meðal grísks almennings.

Þá getur óróinn á götum hafist fyrir alvöru.

Gríska tragedían er greinilega ekki enn komin á endapunkt.

------------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig eru mál að þróast síðan?:

PS: "Rallýið" á mörkuðum virðist vera að fjara út, þegar í kringum hádegi. Þannig að stefnir í að það verði eins skammvinnt, og það "rallý" sem átti sér stað í sl. viku, þegar lýst var yfir meintri lausn fyrir Spán - sem þvert á móti gerði hlutina verri.

Markaðir á Spáni og Ítalíu eru þegar að falla. Og vaxtakrafa Spánar hefur náð nýju hámarki 7,13%.

Svo útlit er fyrir að evrukrýsan haldi áfram viðstöðulítið - atkvæðagreiðslan í Grikklandi sé ekki að skila því sem vonast var eftir, að evrukrýsan myndi fjara út.

Greinilega er vandi Spánar dóminerandi, og víxlverkan þess vanda við Ítalíu. Svo hættan á evrusvæði virðist lítt eða ekki hafa minnkað.

------------------------------------

PS2: Markaðir að falla enn frekar, sjá stöðuna nú: Breski, franski voru enn upp við hádegi. Sá þýski hefur einnig lækkað miðað við stöðuna frá því í morgun, sem var veruleg hækkun. Getur endað niður fyrir lokun í dag, og mig grunar að það sama muni sennilega henda þann breska.

14.07 Quick update on the markets: 

  • British FTSE 100 flat
  • French CAC -0.9pc
  • German DAX +0.1pc
  • Spanish IBEX -2.5pc
  • Italian MIB -2.7pc

Svo útkoman á Grikklandi hefur ekki róað stöðuna!

Krýsan á Spáni, og Ítalíu - sé nú í algerlega sjálfstæðu ferli, þ.e. ekki "contagion" eða eitrun frá Grikklandi, eins og vonast var greinilega eftir af áhrifaaðilum innan ESB.

Evrópa kemst ekki hjá stórum ákvörðunum, ef hún vill bjarga evrunni!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband