Spennandi kosningar framundan í Grikklandi þann 17. júní!

Áður en ég vind mér í þessa umfjöllun, hvet ég fólk að lesa þessa áhugaverðu grein eftir engan annan en Gordon Brown: Decisive euro action is needed at the G20 summit. Ég hef áður séð greinar eftir karlinn. Hann virðist góður penni. En hann setur ágætlega fram, þá óskaplega alvarlegu krýsu sem rýkir.

En nk. mánudag verður haldinn mjög mikilvægur G20 fundur, fundur leiðtoga G20 ekki ráðherra, og sl. daga hafa leiðtogarnir verið að tala sig saman óformlega - um eitthvert hugsanlegt útspil.

En ég bind ekki miklar vonir við það, því á sama tíma hefur Angela Merkel haldið ræðu eftir ræðu, þ.s. hún áréttar afstöðu ríkisstjórnar Þýskalands - gefur ekki eftir hænufet, þó fræðilega geti það verið samningatækni fyrir fundinn - þá held ég að mikil meining sé að baki hennar orðum.

Síðan í sl. viku gáfu seðlabankastjórar Evrópu, Bandar., Bretlands, Japans og Sviss - það upp, að þeir væru viðbúnir. Hvað sem það akkúrat þýðir sbr.:  Draghi Hints ECB Is Ready to Act.

En Draghi setti greinilega fram skilyrði um útspil frá stjórnmálamönnunum - áður en hann myndi gera, tja, eitthvað óskilgreint.

Þessar óljósu yfirlísingar dugðu samt til þess að markaðir risu á föstudag, enduðu vikuna því nokkurn veginn á sléttu miðað við stöðuna fyrir sl. mánudag - risu út á von um aðgerðir Seðlabankanna.

Það er samt vitað að LTRO 3 innan Seðlabanka Evrópu, myndi fá harða andstöðu fulltrúa Þýskalands innan ráðs Seðlabanka Evrópu. ECB á mjög erfitt með að taka ákvörðun ef fulltrúi Bundesbank er ekki með, því þ.e. Bundesbank sem stendur í reynd undir "Target 2" lausafjármögnunar kerfi ECB, þaðan sem aðrir seðlabankar geta sókt sér fé - gegnt veðum, ef þá vantar lausafé. Lönd í vanda á evrusvæði hafa dregið sér drjúgum í gegnum "Target 2" og skuldabréf þeirra hafa verið að safnast upp á sjóðum Bundesbank, og er heildarupphæð einhver staðar í kringum 26% af þjóðarframleiðslu Þýskalands.

Þetta er nógu stór biti, til þess að ríkisstjórn Þýskalands, örugglega hefur af honum áhyggjur - þó svo tæknilega sé "Target 2" á heildarábyrgð allra ríkjanna, þá eru það aðalllega ábyrgðir stóru ríkjanna sem skipta máli. Og málið er, eins og Gordon Brown bendir á - að allar hinar stóru þjóðirnar eru í vanda, meira að segja Frakkland er ekki öruggt -- langt, langt í frá. Svo megnið af "Target 2" dæminu getur fallið á Þýskaland, og lyft ríkisskuldum þess í rúml. 100%.

Þetta getur mjög vel verið hvað Merkel meinti á fimmtudaginn, er hún varaði við því að Þýskaland væri ekki ótæmandi uppspretta peninga og reddinga.

Á sama tíma eru heildarskuldir ríkja evrusvæðis samt ekki meir en 87,3% skv. vefsíðu Seðlabanka Evrópu, sjá Statistical Data Warehouse. Svo fræðilega er unnt að leggja allt í púkk. Á sama tíma virðist það augljóst að engin von er að af því verði.

Þegar menn ákváðu að halda G20 fundinn þennan mánudag, litu mál ekki eins ílla út á Spáni, og á Ítalíu og þau gera í dag. Mér virðist ljóst að krýsan á Spáni og Ítalíu hafi öðlast eigið líf. Þær krýsur hverfi ekkert, þó Grikkland kjósi "rétt."

Þannig að einu leiti er Grikkland orðið að "sideshow."

Það getur veikt samningsstöðu Tsipras leiðtoga Syriza flokksins.

File:Alexis Tsipras Komotini cropped.jpg

Hvað gerist þann 17. júní?

Bendi á umfjöllun erlendra fjölmiðla:

Sour Mood of Greeks Makes Vote a Cliffhanger

Candidates Reach Out to Undecided Voters

Before Vote, Greeks Move Cash, Hire Guards

The loud-mouthed radical awaits his fate

World awaits Greek election fallout

Það er mjög áhugavert að skoðanakannanir virðast sýna hægri flokkinn Nýtt Lýðræði að jafnaði með örlítið meira fylgi, þ.e. þær kannanir sem fram komu síðustu vikuna sem mátti birta kannanir, fyrir þrem vikum.

Svo segja fjölmiðlar að ofan, að óbirtar kannanir, sem þeir hafa þá fengið að sjá, sem gerðar hafi verið sína - segi svipaða sögu.

En á sama tíma, sé munurinn svo lítill - að engin leið sé að vera viss, að þetta séu líklegri úrslitin í reynd, þ.e. sama niðurstaða og síðast, að Nýtt Lýðræði fékk mest fylgi, en þó ekki nægilega mikið til að geta myndað stjórn með grískum krötum í PASOK.

Ef það gerist aftur, að engin leið er að mynda starfhæfan meirihluta - þá væri það sennilega verstu mögulegu úrslitin, en það myndi tryggja væntanlega að Grikkland fari í þrot, en samtímis að kaos myndi ríkja í stjórn mála á Grikklandi - þegar hrunið myndi eiga sér stað.

Þá geta mál þróast í Grikklandi í mjög erfiðar áttir.

Ég ætla þó að nefna einn möguleik, nefnilega að það geti verið að fj. Grikkja vilji ekki viðurkenna í könnunum að þeir ætli að kjósa Syriza - því sá flokkur sé með ákveðinn stimpil í augum sumra.

Þannig að kannanir vanmeti fylgi Syriza. 

Annar möguleiki getur verið, að margir ákveði sig í kjörklefanum - en eins og sést á umfjöllun að ofan, eru gríðarlega margir í vandræðum með að velja, þ.e. annars vegar hata mjög margir stóru flokkana vegna ótrúlegrar spillingar þeirra í gegnum árin, þeir komu landinu í vandann eftir allt saman - en á hinn bóginn óttast þeir dálítið einnig Syriza flokkinn, og einnig hvað mun gerast þegar Grikkland gengur í gjaldþrots ferli. Svo hræðslu boðskapur gömlu flokkanna og hatrið á þeim, óttinn við framtíðina - togar marga grikki á misvíxl. Svo þeir eiga í erfiðleikum með að ákveða sig.

Dagsformið hjá mörgum þann daginn - getur hugsanlega ráðið úrslitum.

 

Hve sterk er samningsaðstaða Grikklands?

Það er góð spurning - en það má rökstyðja að hún hafi veikst vegna þess að nú er vandi Spánar í forgrunni og Spánn klárt getur drepið evruna, en það má einnig rökstyðja á hinn vegin.

En klárt getur evran lifað af gjaldþrot Grikklands eins og sér, og brotthvarfs þess úr evru. En sú útkoma væri samt alvarlegt áfall, og hún myndi einnig rjúfa það tabú, að ekki sé unnt að hverfa út úr evrunni.

Þá verður evran einungis að mjög fasttengdu gjaldmiðilsbandalagi - en það er ekki síst, það að ekki væri mögulegt að hverfa út úr henni, sem átti að skapa þann trúverðugleika - að evran væri komin til með að vera til allrar framtíðar.

En fjöldi gjaldmiðilsbandalaga hafa brotnað upp í hagkerfissögu Jarðarinnar, í reynd hafa þau öll brotnað upp fyrir rest, og ávallt þegar kemur erfið kreppa - sem alltaf kemur fyrir rest.

  • Margir segja því, að evrusvæði megi alls ekki rjúfa þá lykilreglu - að ekki sé unnt að hverfa þaðan. 
  • En um leið, ef menn líta þannig á það, þá er verið að skapa Tsipras ef hann kemst til valda, mjög sterka samningsaðstöðu - og t.d. þjóðverjar eru mjög ákveðnir í því, að sjá við Tsipras.
  • Sem þíðir að þeir eru þá tilbúnir til þess, að rjúfa tabúið.
  • En rof þess mun hafa afleiðingar - algerlega pottþétt, skapa fordæmi, sem mun auðvelda brotthvarf flr. ríkja síðar.
  • Það beinir þá sjónum að Spáni og Ítalíu, sem mjög hugsanlegt er, að taki slíka ákvörðun - þegar ljóst verður, að búið verður að opna þá gátt.

Eitt er þó ljóst að það mun framkalla mjög áhugavert ástand mála - ef Tsipras vinnur.

En hann ætlar ekki að taka Grikkland út úr evrunni - hans Plan A, er að endursemja um skuldir Grikklands, fá fram mjög verulega afslætti og mildari björgunarpakka - miklu mildari.

Ef út í þ.e. farið, er klárt að Grikkland mun aldrei endurgreiða núverandi skuldir, þarf a.m.k. 50% afslátt á upphæðum, og að auki líklega - mun mildari greiðslukjör.

Helst þyrftu skuldir Grikklands að verða víkjandi - þannig, verða háðar því að það takist að snúa við gríska hagkerfinu inn í ástand - hagvaxtar. 

En málið er, að í núverandi ástandi er greiðslugeta "alls engin."

En fyrirfram ljóst er - að slík útkoma næst ekki fram, nema með mjög miklu harðfylgi.

Og líklega dugar ekkert minna, en mjög harður "brinkmanship" í slíkum samningum.

Þessi maður örugglega, hefur mikla löngun til að verða - hetja.

 

Niðurstaða

Það er svo gersamlega augljóst að Grikkland getur ekki endurgreitt, að það er fyrst og fremst furðulegt, hve margir íslenskir evrusinnar taka undir með afstöðu ríkisstjórnar Þýskalands. En hún virðist snúast um að "endurgreiðsla skulda" sé heilagur hlutur. Og ekki síst, ekki eigi að launa slæma hegðan. Þeir virðast gersamlega "obsessed" yfir hugtakinu "moral hazard." Innan þýsku elítunnar virðist gæta þeirrar hugsunar, að það þurfi að taka "example" á Grikklandi. Til að sýna fram á, að slæm hegðan fái ekki liðist.

Því miður er þetta afskaplega hættuleg tegund af hugsun. En, að íta Grikklandi stöðugt dýpra inn í kviksyndi örvæntingar, getur ekki leitt af sér góða hluti.

Að auki sjá þjóðir S-Evr. hvað er að gerast, og hljóta að velta fyrir sér - hvenær kemur að okkur?

Og það er í hratt vaxandi mæli óþægileg spurning!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband