Það virðist dálítið sérstakt ferli í gangi, þ.e. Spánn í hlutverki tregs kaupanda - meðan seljandinn hefur verið að bjóða verðið niður. En ennþá gefur Spánn enga vísbendingu um að kaup séu líkleg.
Um hvað er ég að tala?
Ég er að segja, það virðist sem að ríkisstjórn Spánar og mótaðilar, séu að tjalda baki farnir að prútta um "björgun" Spánar.
Nokkrar fréttir hafa nú sést í alþjóðlegum fjölmiðlum þ.s. viðtöl við embættismenn gefa vísbendingu um að, líklegt björgunarprógramm Spánar yrði miklu mun mildara en nokkurra hinna 3 landanna sem hingað til hafa endað í svokallaðri björgun.
Á meðan tala ráðherrar spánarstjórnar niður áhugann á "björgun" - eins og kaupandi sem er að prútta um verð, og telur sig enn geta fengið betra tilboð.
Vísbendingar uppi um óformlega samninga að tjalda baki!
Þetta verkast líklega af því að Spánn er í miklu mun sterkari samningsaðstöðu en litlu ríkin; Grikkland, Portúgal og Írland.
Því þ.e. alls enginn vafi á því að gjaldþrot Spánar myndi þíða endalok evrunnar!
Svo að þrýstingurinn er á hinn veginn, þ.e. á stofnanir sem standa að baki evrusvæði og á hin aðildarríkin - - > sem eru á böggum hildar út af þeim möguleika að Spánn geti tekið evruna niður.
Svo nú er allt í einu sagt að björgun í tilviki Spánar geti verið miklu muna mildari, alls ekki sé þörf á sambærilegu eftirliti eða íþyngjandi viðbótaraðgerðum, eins og löndin 3 voru beitt.
Þó ekki sé vilji til að gefa eftir það prinsipp, að björgun verði að vera á því megin formi, að ríkissjóður Spánar verði að samþykkja að undirgangast lántökurnar - ekki sé unnt að fara framhjá honum, og lána milliliðalaust til spænskra banka.
En fram er þegar komið að þjóðverjar vilja ekki heyra á slíkt minnst.
Europe ready to rescue Spain's banks
Spain Plays Down Bank-Rescue Talk
Europe weighs up limited Spanish rescue
Germany finalizing face-saving aid deal for Spain
Spain awaits bank audit as Germany warms to bailout
Greinilegt að það er ekki sama Jón og séra Jón!
Greinilega skiptir það máli, að það er Spánn sem er í vandræðum, 5. stærsta hagkerfi evrusvæðis. Þetta er gamla prinsippið, að ef þú skuldar nægilega mikið - er bankinn í vandræðum.
Séra jónar meðal skuldara eru þeir sem eru nægilega herfilega stórir, svo bankinn verður að taka tillit til þeirra. Á meðan hann treður á smærri skuldurum.
Þetta virðist ætla líka að haldast satt fyrir evrusvæðið.
Bankinn í þessu tilviki er Þýskaland.
Eins og fram kemur í fréttunum að ofan, þá er ríkisstjórn Spánar að bíða eftir tveim óháðum sjálfstæðum matsferlum á gæðum eigna spænskra banka.
Niðurstöðu sé að vænta innan næstu tveggja vikna.
Fram að því a.m.k. verði engin ákvörðun tekin - þ.s. upphæðir liggja ekki fyrir.
Á meðan virðist að spænsk stjórnvöld muni halda áfram að prútta við þýsk stjórnvöld, um það akkúrat hvaða form "björgun" Spánar á að taka.
Niðurstaða
Það virðist að bakvið skeytasendingar sem undanfarna daga hafa gengið milli Berlínar og Madríd, hafi verið annað ferli í gangi miklu mun hljóðlátara.
En Spánn og Þýskaland virðast beinlínis vera að prútta um björgunaráætlun fyrir Spán.
Ríkisstjórn Spánar virðist í miklu mun sterkari samningsaðstöðu en litlu þjóðirnar sem fram að þessu hafa fengið svokallaða "björgun."
Ekki liggur enn fyrir akkúrat hvernig slíkur pakki mun líta út - ef og þegar formlegt samþykki mun eiga sér stað.
En fréttirnar sem hlekkjað er á að ofan, segja a.m.k. hvað embættismenn hafa verið til í að afhjúpa gagnvart fjölmiðlum heimsins.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 857482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verður ekki allt vitlaust í hinum ríkjunum ef spánn fær aðra meðferð en þeir, svo er Ítalía eftir hún er nokkuð stór.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 06:56
Ætli þá afhjúpist ekki að þjóðirnar séu í reynd ekki "jafnar." En sem dæmi virðist ekki að já Íra um daginn, sé líklegt að skila þeim nokkurri tillitsemi. Þeirra gjaldþrot er ekki nægilega stórt til að stóru löndin lendi í vanda, sama um hugsanlegt gjaldþrot Portúgala, og að því er virðist einnig um líklegt gjaldþrot Grikkja.
Mótmælin verði hundsuð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.6.2012 kl. 08:18
Spánverjar eru svo stórir að þeir ráða nú einir tilvist evrunar, ólíkt til dæmis írlandi og grikkjum . Þannig eru þeir í þeirri undarlegu stöðu nú, að geta tekið stöður gegn eða með gjaldmiðli sem er ekki þeirra gjalmiðill en þeir ráða samt gengiu á honum.
þetta er nokkuð sem stjórmálamenn evrunar sáu ekki fyrir eða töldu óhugsandi En þetta er að gerast núna.
Guðmundur Jónsson, 7.6.2012 kl. 09:52
Sú augljósa staðreynd sem nú er verið endanlega að afhjúpa; það að ríkin í ESB eru ekki jöfn að þessu leyti, mun ekki auka á einingu innan sambandsins.
Þeim mun meiri ástæða fyrir okkur að halda okkur utan við þetta samkrull.
Þorgeir Ragnarsson, 7.6.2012 kl. 13:56
Já, það var margt sem aðildarríkin og ESB, töldu ólíklegt eða jafnvel útilokað - sem er nú lýðum ljóst nú að er langt í frá ómögulegt, og jafnvel í tilivikum nú afkaplega líklegt.
Já það mun ekki bæta samskipti stóru ríkjanna við þau smærri, að veita Spáni hafstæðari meðferð, ef svo í kjölfarið - sem mig grunar - verður krafa landanna 3-ja áður í vanda að fá sinn hlut réttann - - > hundsuð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.6.2012 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning