Fer Spánn ef til vill út úr evrunni FLJÓTLEGA?

Ég sagði ykkur síðast frá nýstárlegum hugmyndum hluta embættismanna spænskra stjórnvalda um það, hvernig fara eigi að með endurfjármögnun BANKIA sjá Veslings Spánn! Stundaglasið að tæmast?. Viðbrögð Seðlabanka Evrópu eru nú komin, og öllum slíkum hugmyndum er frekar verð ég að segja "ruddalega" hafnað. En eins og ég hef sagt frá, er Spánn staddur þessa stundina í ástandi sem virðist ekki hafa nokkra góða lausn.

Það má líkja spænska ríkinu og bönkunum þarlendis við tvo einstaklinga, sem staddir eru út í hafsauga á leku bátsskrifli, og sjá fram á að drukkna í sameiningu - alveg sama hvernig þeir sprikla.

 

ECB rejects Madrid plan to boost Bankia

"Madrid had floated the unorthodox idea over the weekend of recapitalising BANKIA by injecting 19bn.€ of sovereign bonds into its parent company, which could then be swapped for cash at the ECB's three-month refinancing window, avoiding the need to raise the money on the bond markets."

"The ECB told Madrid that a proper capital injection was needed for BANKIA and its plans were in danger of breaching an EU ban on monetary financing, or central bank funding of governments, according to the European officials."

"Senior government officials in Madrid argue that bailouts in Portugal, Greece and Ireland have been catastrophic and Spain will not compromise on its refusal to accept a similar form of intervention."

"They said the country had implemented reforms requested by Brussels and must now be granted relief by ECB, or the future of the single currency will be threathened."

 

Það sem ríkisstjórn Marihano Rajoy fer fram á við Seðlabanka Evrópu er að sá hefji þegar, massív kaup á skuldabréfum spænska ríkisins á markaði - til að lækka vaxtakröfuna sem sl. daga hefur verið að sveiflast milli 6,4% - 6,5% fyrir 10 ára bréf, sem flestir hagfræðingar telja vera ósjálfbæran lántökukostnað fyrir spænska ríkið.

Spurningin er hvað akkúrat býr að baki tali ráðherra í ríkisstjórn Rajoy og embættismanna spænska ríkisins þess efnis, að framtíð evrunnar sé í húfi?

En ég hef allt í einu farið að velta fyrir mér hvort Rajoy sé að undirbúa upptöku nýs Peseta.

Sé að spila mál með þeim hætti, að hann geti skellt sökinni á yfirvöld í Brussel.

Hann hafi ekki átt annan valkost í stöðu, sem hafi verið orðin vonlaus.

----------------------------

Eitt sem menn eru að bíða eftir, er eitthver útspil frá Seðlabanka Evrópu. Sbr. frétt Reuters fréttaveitunnar:  Spain in focus as EU readies euro zone economic strategy

Skv. fréttinni stendur til að Seðlabanki Evrópu gefi út nýjar ábendingar til aðildarlanda Evrusvæðis, og sérstaklega mun vera fylgst með ráðleggingum starfsmanna ECB til spænskra stjórnvalda.

Persónulega á ég ekki von á nokkru nýgju - þ.e. ECB muni endurtaka sömu formúluna, að leiðin til að endurreisa traust sé að standa sig í stykkinu við niðurskurð útgjalda.

Spænskum stjv. verði ef e-h er, bent á að skera enn hraðar niður í ljósi hratt versnandi aðstæðna á markaði. En trú starfsm. ECB virðist vera að, markaðurinn sé að missa tiltrú á löndum vegna halla og skuldavanda - og lækningin því niðurskurður og síðan enn meiri slíkur, ef meðalið virkaði ekki síðast.

 

Niðurstaða

Rajoy hefur bara ríkt í 6 mánuði. Spánn er að auki enn land sem nokkuð er hreykið af sjálfu sér, og eigin sögu. Ég get vel skilið að Rajoy langi ekki til að komast inn í dýrðina sem fylgir björgunarpakka sbr. þá sem Grikkl., Portúgal og Írland hafa fengið. Ásamt þeirri spennitreyju sem þeim hefur fylgt.

Í reynd er verið að tala um mjög mikla skerðingu á fullveldi viðkomandi lands á meðan. Og þ.e. atriði sem land eins og Spánn, á líklega mun erfiðara með að sætta sig við. En lítlu þjóðirnar sem ekki eru vanar að hafa nokkur veruleg áhrif. Land með að eigin áliti stolta sögu.

Erlenda pressan tala um "game of chicken" milli Seðlab. Evr. og spænskra stjv. Á sl. ári spilaði Seðlab. og þýsk. stjv. sambærilegan leik. Honum lauk með sigri ECB. Þá snerist deilan um björgunarsjóð evrusvæðis, og þjóðverjar fyrir rest ákváðu að láta meira fé af hendi rakna. 

Ég á síður von á því að ECB gefi eftir þegar Spánn á í hlut. Svo það virðist stefna í að Spánn og Rajoy standi frammi fyrir því sem hans ríkisstj. og embættismenn, í prívat kalla "hrylling."

Ég velti því fyrir mér hvort þeir ákveði þá - að segja bless við evru. Það setur ef til vill umræðu þeirra sjálfra þess efnis að evran standi og falli með Spáni -> í nýtt samhengi.

Mun Spánn skjóta niður evruna? Ef ríkistjórn Spánar fær ekki þá fyrirgreiðslu sem hún er að fara fram á?

Það er - aðra meðferð en þá sem Írland, Grikkland og Portúgal hafa fengið.

Ef þeir sjá fram á að sveigjanleikinn er enginn - að það stendur virkilega til að láta Spán í þá sömu meðferð?

------------------

PS: Stjv. Spánar ef þetta stendur til, mega ekki hið minnsta "hint" gefa að slíkt standi fyrir dyrum. Í reynd eiga þau þá, að taka sem stærst upp í sig að slíkt komi ekki til greina - setja smá leikrit á svið. Til dæmis, láta eins og að þau hafi algerlega lippast niður. Síðan skella þessu á yfir einhverja helgina öllum að óvörum. Einungis þannig geta þau forðað massívum flótta fjármagns.

Ef þau gera þetta þannig, þá í kjölfarið á mjög stuttum tíma munu öll aðildarríki evru neyðast til að einnig taka upp höft eins og þau sem við höfum hér á Íslandi.

Það yrði raunverulegur banabiti evrunnar - þ.e. ætti ekki afturkvæmt til baka úr slíku ástandi, því mjög hratt eftir að öll löndin væru komin með höft, myndi verðgildi evra innan hvers lands fyrir sig þróast í ólíkar áttir. Talið er af margvíslegum hagfræðingum, að hvert land myndi prenta eigin evrur með stimpli eigin lands í horninu á hverjum prentuðum seðli.

Það væri fyrsta millistig þess að taka aftur upp eigin gjaldmiðil.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar. Athyglisverð grein, er ekki ástand Evrunnar í raun orðið óviðráðanlegt og verði bátnum ruggað eitthvað þá einfaldlega hvolfi honum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 07:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hættan er einmitt að bátnum hvolfi ef ástandið fær að vinda svona upp á sig dag eftir dag, viku eftir viku.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.5.2012 kl. 11:00

3 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Vandamálið er að menn fóru algjörlega vitlaust að.

Það er ljóst að það er löngu búið að prenta allt of margar evrur og gera allt of stóra samninga í evrum. Það eina rétta hefði verið að þjóðverjar hefðu tekið upp Markið eða einhverja norðurevrópu mynt ásamt Frökkum og einhverjum fleirum og látið svo evruna falla.

Þá hefði vandinn verið leystur. Nema náttúrulega að tilgangurinn sé ekki að bjarga löndum suður Evrópu , heldur að taka þau yfir. Sem ekki er ávísun á frið í Evrópu.

Sigurjón Jónsson, 30.5.2012 kl. 14:47

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já Sigurjón, það hefði örugglega virkað.

Varðandi hvað þjóðverjar eru að hugsa, þá vil ég ekki útiloka þá einföldu skýringu "mindboggling incompetence." Menn séu staddir í tragískri útgáfu af "groupthink."

Ranghugmyndir geta virkilega ótrúlega verið skæðar sbr. nasisminn, eða barasta "anorexia."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.5.2012 kl. 18:17

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Björn Bjarnason, 30.5.2012 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband