28.5.2012 | 20:09
Veslings Spánn! Stundaglasið að tæmast?
Ég dauðvorkenni ríkisstjórn Spánar og almenningi á Spáni, sem virðist staddur í svo afskaplega vonlítilli stöðu. Mér sýnist reyndar ríkistjórn Marihano Rajoy vera góð ríkisstjórn. Meðal annars hefur mér líkað frekar svona hressandi tæpitungulaus ummæli sumra ráðherra sbr. að Spánn sé staddur í hræðilega alvarlegri efnahagskreppu og að baráttan um evruna standi nú yfir á Spáni.
Traustvekjandi þegar menn viðurkenna ástandið eins og það er.
Staða ríkisstjórnar Spánar er hreint með endemum þröng - nánast fullkomið "catch 22."
- Ríkisstj. Spánar þarf að minnka skuldir - getur því ekki aðstoðað bankakerfið, nema að litlu leiti.
- Á sama tíma þarf hún einnig að skera niður hallann á ríkisrekstri sem skv. nýjustu mælingum, reyndist 8,9% v. árslök 2011. Hallinn hefur verið reiknaður upp í annað sinn. Og til stendur að lækka það á þessu ári, í 5,3% þrátt fyrir versnandi kreppu í hagkerfinu.
- Hvort sem sá niðurskurður er framkvæmanlegur eða ekki, þá er það ljóst að stjv. hafa nánast enga smugu til að aðstoða bankakerfið.
Þess vegna vekur "hugsanleg" aðferð spænskra stjv. við endurfjármögnun BANKIA athygli
Spain may recapitalize Bankia with government debt: source
Spain Bails Out Its Third-Largest Bank
Spain weighs Bankia debt issue
Bankia debt issue plan splits opinionEn spænsk stjórnvöld eru að íhuga eftirfarandi skv. frétt Financial Times:
"As an alternative, officials are examining the possibility of directly injecting BFA with 19bn. of Spanish government debt when the recapitalisation takes place in June to July in return for equity in the bank." - "BFA could then deposit then deposit these securities, or "IOUs" with the ECB in return for liquidity. It would then pass down the 12bn. in new equity needed by Bankia by subsrcibing to planned rights issue in the fourth quarter."
"Details from Madrid remain sketchy, but analysts and officials argue that if followed through, it could set a potentially important precedent for other eruozone countries that want to strengthen their banks without resorting to international rescue."
"One senior banker describer it as a "brilliant" financial solution and added "Once this is done, you will see a lot of people looking at this and copyiing it."
Spain says help not needed to save banks
"Telling people you're worried about raising 19bn. in the market is idiotic," said one senior financier in Madrid. "Basically it's saying: We're going to need a 400bn. bailout from the IMF."
"European officials are torn over the merits of the Spanish proposal."..."It creates a lot of uncertainty around the way Spain feels about its ability to raise debt in the markets," said Daragh Quinn, analyst at Nomura in Madris pointing out that Spain has about 400bn. of sovereign debt that falls due the coming few years."
"We do not believe that Bankia is unique in the extend of new losses identified analysts at Rabobanks said. "We assume that all Spanish banks would have to report further writedowns and fresh capital needs, should their books be scrutinised by third parties."
Það er einmitt það - að spænsk stjórnvöld eru klárt alvarlega að íhuga að beita þessu "trixi" gefur þau skilaboð til markaðarins, að spænsk stjórnvöld séu orðin mjög hikandi við það, að bjóða út svo háar upphæðir á alþjóðlegum skuldamarkaði.
Það aftur setur stórt og hratt stækkandi spurningamerki við framtíðar fjármögnunargetu spænska ríkisins - jafnvel þó að Rajoy forsætisráðherra hafi hafnað því í dag, eða borið til baka, að spænsk stjórnvöld þurfi á aðstoð stofnana ESB eða AGS, við endurfjármögnun spænskra banka.
Það er reyndar áhugavert að geta þess, að þessu "trixi" beittu ísl. stjórnvöld þ.e. bankarnir voru endurfjármagnaðir með þeirri sáraeinföldu aðferð, að afhenda þeim skuldabréf frá ríkinu. Það skuldabréf var svo skráð sem eign í bækur þeirra, svo þeir gætu hafið á ný starfsemi.
Síðan seldi Steingrímur 2 af þeim, og ég reikna með því að þá hafi þau skuldabréf sem þeir þeir höfðu fengið, einfaldlega verið rifin eða sett í tætarann. En aldrei held ég að nokkrir raunverulegir peningar hafi skipt um hendur, þegar ríkið með þessum hætti endurfjármagnaði þá. Ég efa einnig að salan, hafi raunverulega verið sala - heldur einfaldlega verið svo að Steing. fékk að tæta þessar skuldir, en ég stórfellt efast um að nýir eigendur hafi nokkra peninga sett í þá.
- Meginmunurinn er sá, að spænsk stjv. hafa ekki eigin seðlabanka - þau geta ekki skipað Seðlabanka Evrópu fyrir verkum.
- Það er því ekki ljóst hvort að ECB mun taka beituna, og samþykkja að veita BANKIA lausafjármögnun - ef ríkisstj. Spánar endurfjármagnar BANKIA með þessum hætti.
- En ég held það sé rétt sem bankamaðurinn nefndi að ofan, að ef ECB jánkar þessu, þá mun fj. bankastofnana á Spáni, á Ítalíu og víðar, vera endurfjármagnaðar með þessari "hókus - pókus" aðferð.
- En vandinn við það í augum ECB, að ég sé ekki hvenær þeir bankar myndu hætta að vera á spenanum hjá ECB.
- Þeir yrðu sennilega allir eins og grísku bankarnir eru í dag.
- Þessi endurfjármögnunaraðferð felur í sér þann veikleika, að eignin í þessu tilviki þ.e. skuldabréfin, eru stöðugt að hrynja í verði eftir því sem kreppan versnar, t.d. náði vaxtakrafa fyrir spönsk 10 ára bréf 6,5% í dag um hríð, lækkaði svo í 6,4%.
- Talið er líklegt að umræðan tengd endurfjármögnun BANKIA, hafi fengið markaðinn til að endurmeta enn á ný, verðlag skulda spænska ríkisins.
- En í hvert sinn sem krafan hækkar, þá verðfalla þær skuldir - og það veikir þá eiginfjárstöðu allra þeirra bankastofnana, sem eiga mikið af slíkum bréfum sem eiginfjármyndandi eign.
- Það virðist því ólíklegt að banki sem væri endurfjármagnaður þannig, muni geta endurreist traust markaðarins - þegar endurfjármögnunin hefur einfaldlega bætt við eignum, sem eru að verðfalla - þ.e. versnandi kreppa stöðugt eykur hlutfall lána í vandræðum, og að auki hefur slæm áhrif á húsnæðisverð því gæði veða.
- Þ.e. því full ástæða að reikna með því eins og annar bankamaður sagði, að það sé nóg af slæmum fréttum að finna inna spænska fjármálakerfisins - þ.s. margir óháðir aðilar telja að húsnæðisverð eigi eftir að falla verulega enn, a.m.k. 20% til viðbótar nefndi einn.
- En fullt eftir af töpum sem á eftir að gera fulla grein fyrir.
- Barátta ríkisstjórnar Marihano Rajoy virðist því nánast eins vonlítil eins og barátta við vindmyllur.
Niðurstaða
Spænska ríkisstjórnin og fjármálakerfi landsins, er eins og tveir drukknandi menn hangandi á sömu spítunni. Mér sýnist ofangreind hugmynd lýsa hreinni örvæntingu. En með hratt hækkandi vaxtakröfu spænska ríkisins, mun spænska ríkið eiga mjög erfitt með að endurfjármagna þær skuldir sem það þegar hefur. Þetta virðist í reynd afhjúpa þ.s. margir hafa verið að segja, að spænska ríkinu sé um megn að ráða við málið. En á sama tíma, hika menn mjög frammi fyrir vandanum. Því eins og fram kemur í textanum, mun björgun Spánar kosta a.m.k. 400ma. þ.e. meir en björgun Grikkl., Portúgals og Írlands samanlagt. Og þ.e. síðan smápeningur við hliðina á kostnaðinum við hugsanlega björgun Ítalíu.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru ekki skuldadagar Eurosins að nálgast óðfluga Einar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 07:39
Mér sýnist ljóst að það verður að taka stóra ákvörðun innan Evrópusambandsins til að tryggja framtíð evrusvæðis, annars sýnist mér stefna á sem raunhæfan möguleika að það jafnvel kollsteypist síðsumars.
Það þarf ekki að fara þannig. Eins og ég hef áður nefnt, þá er framhald þess háð vilja þjóðanna til að gera þ.s. þarf til svo það haldi áfram.
Engin leið að vita fyrirfram hvort sá vilji kemur fram á 11. stund eða ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2012 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning