27.5.2012 | 14:39
Má reikna með að hluti Hafnarfjarðar endi undir hrauni?
Í fréttum hafa undanfarið verið óvenjuleg umbrot í tengslum við svokallaða Trölladayngu-megineldstöð á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vakti athygli á hættunni sem af þessu getur stafað í nýlegri bloggfærslu: Hvað er að gerast undir Krýsuvík?.
Ég bendi á myndina fyrir neðan, en hún sýnir hraun sem runnu á Reykjanesskaga í þeirri röð gosa er stóð cirka frá kringum 1000 til kringum 1300.
Sérstaka athygli vekja náttúrulega hraunin sem runnu til sjávar í grennd við Hafnarfjörð, á 12. öld.
Það er augljóslega rétt hjá Haraldi að þar sem áður hafa runnið hraun, geta þau aftur runnið.
Bendi einnig á flotta umfjöllun um Reykjanes á Ferlir.is.
Þessi fallegu kort sem sýna hraunin sem runnu, það efra, og það neðra, sem sýnir þá röð megin-eldstöðva sem til staðar eru á Reykjanesi, má sjá stað í áhugaverðri jarðfræði-ritgerð sem Málfríður Ómarsdóttir skrifaði í apríl 2007: Reykjanesskagi náttúrusaga og eldvörp.
"Í Krísuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar 1151. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991)."
Sjá einnig frétt DV.is:
Umbrot í Krýsuvík geta leitt til sprungugoss í Heiðmörk
Frétt RUV:
Fréttirnar eru í reynd báðar byggðar á umfjöllun Haralds, svo best er að vinda sér beint í hans umfjöllun.
"...svo virðist sem í heildina sé land að rísa um eða yfir 2 cm í Krýsuvík undanfarin fimm ár. Hver er orsökin? Líklegast er að hreyfingin eða þenslan sé vegna hreyfingar á einhverjum vökva, annað hvort tengdum jarðhita eða hraunkviku, eða þá myndun á gaspúða, eins og þegar suða myndast í jarðhitakerfinu. Einn möguleikinn er því að basaltkvika sé að safnast fyrir undir Krýsuvík. Það væri þá líklegast kvika sem streymir upp frá möttli jarðar, sem til dæmis getur myndað bergganga, eða innskotslög undir Krýsuvíkursvæðinu. Ekki er útilokað að slík kvika geti ratað inn í sprungusveim Krýsuvikurkerfisins, og þannig fundið sér leið í norðaustur átt, eins og gerðist árið 1151, þegar sprungan gaus fyrir ofan Hafnarfjörð og Kapelluhraun rann."
Ef þið horfið á myndina að ofan sem sýnir Trölladyngjustöðina, þá sést að sprungurnar sem tengjast þeirri megineldstöð ná langleiðina til Reykjavíkur.
Fræðilega geta komið upp hraun hvar sem er á slíku sprungukerfi.
Og Kaphelluhraun hefur greinilega einmitt runnið úr því kerfi sprunga.
Skv. grein Haraldar nær sprungukerfið í reynd lengra - það sést ef vel er horft á kortið, að það teygir sig alla leið upp í Heiðmörk og er Elliðavatn þar innan marka.
Á hinn bóginn eru sennilega sterkari líkur á uppkomu hrauns nær miðju kerfisins en fjær henni, þ.e. þær minnki eftir því fjarlægðin eykst frá miðjunni.
Hafnarfjörður er því sennilega í mun meiri hættu en sjálf Reykjavík. Þó ekki sé unnt að útiloka uppkomu gosefna, eins og hann benti á - nær Reykjavík.
Niðurstaða
Megineldstöðin við Krýsuvík sem kölluð er Trölladyngju-megineldstöðin af jarðfræðingum, getur verið að vakna til lífsins eftir langan dvala síðan síðast gaus þar 1151. Það gerir 861 ár. Ekki langur dvali þannig séð miðað við þ.s. þekkist í sögu eldfjalla. Þannig skilst mér að yfirleitt sé yfir 1000 ár milli gosa í Snæfellsnesjökli, jafnvel nær því að vera 2000 ár. Þega gaus í Heimaey hafði ekki gosið þar í einhver árþúsund. Þó sú megineldstöð hafi örugglega gosið nokkrum sinnum á sjó þess á milli, en endað sem sker og boðar í flestum tilvikum.
Sennilega er þó ekki gos á leiðinni á þessu ári eða því næsta, það geta enn verið áratugir í það - eða bara nokkur ár. En ábyrgðalaust væri að reikna með öðru, en það geti einungis verið fá ár til stefnu.
En þetta þíðir að við þurfum að flýta okkur við það verk að útbúa áætlanir um viðbrögð við gosum í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Það liggur á að fara að undirbúa þær áætlanir, þjálfa björgunarlið í viðbrögðum.
Fínpússa þær viðbragðsáætlnir svo með stórum æfingum eins og þeim sem framkv. hafa verið í tengslum við líklegt Kötlugos.
Ekki má gerast það sem átti sér stað þegar snjóflóð féllu við Súðavík, og þetta kom íslendingum algerlega í opna skjöldu. Þó höfðu fallið mannskæð snjóflóð áður á 20. öld.
Var eins og íslendingar hefðu hreinlega gleymt því að snjóflóð gætu verið mannskæð.
Þó svo íbúum höfðborgarsvæðisins geti virst gos e-h sem gerist annars staðar, allt líti friðsældarlega út á yfirborðinu.
Þá er of mikið í húfi til þess að við megum fljóta sofandi að þessum tiltekna ósi.
Of mörg mannslíf í húfi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Einar.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.5.2012 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning