24.5.2012 | 22:35
Mario Draghi segir, þörf á hugrökkum ákvörðunum til bjargar evrunni!
Það gerðist eitt og annað í dag, sem má vera að hafi ofan á atburðarás undanfarinna daga, leitt seðlabankastjóra Evrópu til þess að tjá sig með eftirfarandi hætti:
Mario Draghi - "We have reached a point in which the process of European integration needs a courageous leap of political imagination in order to survive."
Takið eftir - enginn annar en æðsti yfirmaður ECB!
Hvað skildi hafa rekið út úr honum þessi örvæntingarfullu orð?
Ætli það sé ráðstefnan í gær þ.s. leiðtogar ESB landa hittust, og það kom ekkert út úr henni, nema yfirlísing sem fól embættismönnum Brussel að skoða valkosti ítarlegar, og koma fram með skýrslu á næsta fund í júní?
Það má vera, að það hafi verið ráðstefnan sem sýndi algerann skort á samkomulagi um aðgerðir.
En það var líka mjög áhugaverð skoðanakönnun í Grikklandi!
Bloomberg - Greek Poll Shows Syriza Gaining Support Before June Vote
Einnig hér á grísku síðunni notið Google Translate - ΒαρÏμετρο Public Issue: Η πρÏθεση ψήφου δείχνει ΣΥΡΙΖÎ αλλά η παράσταση νίκης ΝΔ
- Syriza........................30%
- Nýtt Lýðræði...............26%
- PASOK.......................15,5%
- Sjálfstæðir Grikkir.........8%
- Lýðræðislegt Vinstri.......6,5%
- Kommúnistar................5%
- Ný Nasistar...................4%
Svo voru slæmar efnahagsfréttir, en MARKIT birtir svokallaða "Pöntunarstjóra-vísitölu sbr. PMI (Purchasing Managers Index)
Það sem þessar tölur sýna, en ath. pöntunarstjóravísitala horfir fram á við, þ.e. hver framleiðsla næstu vikna verður þ.e. júní; er að krafturinn í samdrættinum er að aukast, ekki minnka!
Innan við 50 er samdráttur, ofan við 50 er aukning, jafnt og 50 kyrrstaða!
Myndin sýnir hina vaxandi kreppu mjög vel, betur en orð!
- Meira að segja Þýskaland er komið að brún samdráttar í starfsemi atvinnulífs.
- Frakkland þar er greinilegur samdráttur.
- Síðan enn meiri í restinni af evrusvæði - græna línan.
Aðalhagfræðingur MARKIT telur þessa útkomu samræma 0,5% efnahagssamdrætti á evrusvæði, sbr. að útkoma Framkvæmdastjórnar er að fyrsti ársfjórðungur hafi komið út á sléttu þ.e. "0%."
Eurozone suffers worst downturn since mid-2009
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 45.9 (46.7 in April). 35-month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.5 (46.9 in April). 7-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI (3) at 45.0 (45.9 in April). 35-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 44.7 (46.1 in April). 35-month low.
- Skv. þessu eru pantanir fyrirtækja heilt yfir á evrusvæði að minnka um 4,1% í maí, aukning í samdrætti miðað við apríl.
- Pantanir fyrirtækja í þjónustugeiranum á evrusvæði minnka um 3,5% sem er aukning í samdrætti pantana miðað við í apríl.
- Pantanir iðnfyrirtækja á evrusvæði minnka um 5% sem er aukning í samdrætti miðað við apríl.
- Síðan, minnkar iðnframleiðsla á evrusvæði í maí um 5,3% sem er aukning í samdrætti miðað við apríl.
- Germany Composite Output Index(1) at 49.6 (50.5 in April), 6-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 52.2 (52.2 in April), unchanged.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 45.0 (46.2 in April), 35-month low.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 44.6 (47.3 in April), 35-month low.
- Í fyrsta sinn dragast pantanir saman í Þýskalandi þegar litið er á hina sameinuðu vísitölu fyrirtækja innan Þýskalands, þó samdrátturinn sé einungis 0,4% eru það slæmar fréttir. En í apríl var 0,5% aukning í þeirri vísitölu. Þetta getur bent til þess að kreppan í S-Evrópu sé virkilega farin að toga Þýskaland niður.
- Ef skoðaðar eru pantanir þjónustufyrirtækja innan Þýskalands, þá er aukning um 2,2% í pöntunum, sem er sama staða og fyrir mánuði. Þ.e. áhugavert. Kannski að neysla innan Þýskalands sé enn ekki að sýna kreppumerki.
- En pantanir þýskra iðnfyrirtækja þær drógust saman um 5%, sem dugar til þess að toga niður hina sameinuðu vísitölu í samdrátt. Samdráttur í útflutningi virðist meginskýringin og það virkilega kemur ekki á óvart enda eru Spánn + Ítalía stærri markaður fyrir þýskan iðnvarning en Bandaríkin, og þau bæði eru nú stött í svæsnum samdrætti. Sá hlaut að bitna á þýskum útflutningi á endanum. Svo þetta er útkoma sem ég hef verið að bíða eftir að sjá.
- Þýsk iðnframleiðsla dregst síðan saman í maí um 5,3% sem er aukning í samdrætti iðnframleiðslu miðað við í apríl. Og það ekki lítil aukning í samdrætti. Skv. þessu virðist ljóst að ef Þýskaland ætlar sér að forðast efnahagssamdrátt, þarf að auka neyslu innanlands, í leiðinni eyða upp útflutningshagnaðinum. Þýskaland hefur vel efni á slíku. Skilaboð - launahækkanir - launahækkanir - launahækkanir.
- France Composite Output Index(1) drops to 44.7 (45.9 in April), 37-month low
- France Services Activity Index(2) unchanged at 45.2
- France Manufacturing PMI(3) falls to 44.4 (46.9 in April), 36-month low
- France Manufacturing Output Index(4) declines to 43.6 (47.5 in April), 36-month low
- Pantanir fyrirtækja í Frakklandi drógust saman heilt yfir í maí um 5,3% sem er aukning í samdrætti miðað við apríl.
- Pantanir þjónustufyrirtækja drógust saman um 4,8% sem er það sama og í apríl.
- Pantanir iðnfyrirtækja drógust saman um 5,6% sem er aukning í samdrætti pantana miðað við apríl.
- Síðan dróst iðnframleiðsla í Frakklandi saman um 6,4% sem er aukning í samdrætti miðað við apríl. Þetta segir að ef Hollande forseti ætlar sér að skapa hagvöxt - þá liggi honum á, því Frakkland er klárt byrjað að spírala niður. Og það getur verið varasamt fyrir Frakkland.
Eins og sést þá hefur Mario Draghi nægar ástæður til að örvænta!
Niðurstaða
Það er merkilegt að sjá þetta örvæntingaróp Seðlabankastjóra Evrópu, en hann er maður sem veit hvernig púlsinn í hagkerfum evrusvæðis er að slá. Og þ.s. hann er að sjá, er að spár Seðlabanka Evrópu eru alls - alls - alls ekki að ganga eftir. Í stað þess sem Seðlabankinn hefur verið að segja, að það myndi koma mild kreppa en að seinni hluta árs ætti að koma viðsnúningur.
Þá virðist það ganga eftir sem ég átti von á, en ég bendi lesendum á að muna eftir því, að snemma á þessu ári var formlega undirritaður hinn svokallaði "Stöðugleika Sáttmáli" og þá samþykktu nær öll aðildarríki evrusvæðis að framkvæma viðbótar niðurskurð.
Þetta hef ég kallað "kreppustefnu" þ.e. að útkoman yrði augljóslega að Evrusvæði myndi takast sannarlega að framkalla samræmda hagsveiflu - en því miður væri hún niður á við.
Þetta er akkúrat að gerast fyrir augunum á okkur, en það má velta því fyrir sér hvað þarf til þess að hagfræðingarnir í Seðlabanka Evrópu átti sig á því, að niðurskurðarstefna ofan í hagkerfissamdrátt er ekki aðferð til að skapa viðsnúning til hagvaxtar. En þeir hafa fram að þessu virkilega virst hafa haldið að sú yrði útkoman sbr. spá þeirra að viðsnúningur myndi verða á seinni hluta ársins, einmitt þegar viðbótar niðurskurðar aðgerðir þær sem ríkin samþykktu v. upphaf árs að framkvæma eru farnar að bíta fyrir alvöru.
Því miður, útkoman verður akkúrat þveröfug!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar er ekki hætta að svona stagflation þegar það fer af stað það það verði ekki stöðvað? það sé gjörsamlega óviðráðanlegt.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:53
Mér sýnist valið vera "Stagflation" eða hrun. Þú ert að hugsa um óðaverðbólgu, það þarf í reynd mjög mikið til að framkalla slíka útkomu. En það má alveg hugsa sér verðbólgu upp í rúml. 20%, en það hátt fór verðbólga á 8. áratugnum hið fræga "Stagflation" tímabil í sumum löndum hins vestræna heims. Þá meina ég löndum sem ekki eru þekkt fyrir slæma hagstjórn almennt.
Á hinn bóginn er óðaverðbólga hugsanleg ef evran dettur alveg um koll þá í einhverju landanna, en til þess þarf ríki að klúðra nokkuð hressilega hagstjórn í kjölfar upptöku nýs gjaldmiðils - en þ.e. vel mögulegt, ef t.d. kemur röð hárra launahækkana tala um tuga prósenta launahækkanir, samtímis er halli á ríkinu upp á mörg prósent af þjóðarframleiðslu sem stöðugt er verið að prenta fyrir.
Ef þ.e. samtímis öflugt keyrt á víxlverkun launa og verðlags, og mikilli prentun vegna halla ríkissjóðs - í kjölfar stórs gengisfalls. Þá getur verðbólga hækkað mjög hratt.
Og mun hækka stöðugt svo lengi sem slíkri stefnu er viðhaldið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2012 kl. 23:38
Er Dragi ekki bara að biðja um að fá að ræsa prentvélarnar?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 23:43
Líkleg útkoma, en vegna ósamkomulags ríkjanna um framhaldið, er líklegt að vaxandi hættuástand smali liðinu akkúrat að þeirri ákvörðun, því enginn annar valkostur verði þá uppi á borðinu en hrun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.5.2012 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning