Gengi evru orðið lægra en er það fór lægst áður á árinu í fyrstu viku janúar 2012

Það skall á stormur á heimsmörkuðum í dag, sem sést á umtalverður falli vísitala markaða, en einnig af því að evran er nú í lægstu gengisstöðu sem sést hefur á þessu ári þ.e. lægri en hún áður fór lægst í fyrstu vikunni í janúar sl.. Síðan sést þetta einnig á skuldabréfaútboði þýskra stjórnvalda í morgun, og verði fyrir 10 ára bréf á mörkuðum þessa stundina.

 

Þjóðverjar selja skuldabréf á 0% vöxtum!

Germany borrowing costs fall to zero

Þýsk stjv. buðu í dag til sölu 4,5ma.€ á 0% vöxtum, og útboðið seldist upp. Niðurstaðan var lántökukostnaður upp á 0,07%.

Síðan fór krafan á endursölumarkaði fyrir 10 ára bréf, í einungis 1,39%.

Það er einn mælikvarði á markaðspaník, hve lágt fjárfestar bjóða í þýskar skuldir.

Þegar paníkin var sem mest um og rétt eftir sl. áramót, voru nokkur dæmi um að vextir fyrir 2 ára bréf, hefðu farið niður fyrir 0%. Þ.e. að fjárfestar voru þá tilbúnir til að greiða með slíkum bréfum.

Það vantar ekki mikið upp á að þjóðverjar fái aftur neikvæða vexti. Vísbending að paníkin nú nálgist hratt er hún var mest nærri sl. áramótum.

 

Verulegt verðfall á mörkuðum

  • The (British) FTSE 100 lost 2.53pc,
  • the (German) DAX dropped 2.33pc
  • and the (French) CAC slipped 2.62pc.
  • The biggest movers were Spain's IBEX, which tumbled 3.31pc (its lowest level since 2003),
  • Portugal's PSI, which dropped 3.3pc,
  • and Italy's FTSE Mib, which slid 3.68pc. 

Þetta tekur til baka nokkurn vegin hækkanir mánudags og þriðjudags, sem voru túlkaðar sem hækkanir vegna voa um það, að neyðarráðstefna leiðtoga evrusvæðis sem fer fram í 23. maí, myndi skila árangri þ.e. einhverskonar útspili. Þannig, að markaðir virðast hafa ákveðið í dag, áður en ráðstefnan meira að segja hófst - að þeirra vonir væri líklega byggðar á sandi.

Auk þessa féllu markaðir í Bandaríkjunum og Asíu einnig.

 

Evran á lægsta verðinu í næstum 2 ár!

Vulnerable euro hits year low

Skv. fréttinni fór evran í 1.2554$, sjá mynd af vef Forbes:

Takið eftir að myndirnar eru beintengdar á vef Forbes svo þær sýna alltaf nýjustu stöðu! 

Euro vs US Dollar Intraday Forex Chart

Eins og vel sést er hún neðan við lægstu stöðu við upphaf árs.

Sjá einnig þróun eins árs!

 

Euro vs US Dollar Intraday Forex Chart

Þarna sést staða evrunnar cirka er hún fór hæst á sl. ári, og síðan fall hennar niður í núverandi stöðu.

Gengisfallið miðað við 1,45 vs. 1,25 = tæp 14%.

Rétt er þó að benda á, að þó svo að lækkun gengis evru sé merki um minnkandi tiltrú aðila á markaði, þá er sú lækkun að ímsu leiti góðar fréttir einnig - því sú lækkun bætir samkeppnisstöðu útflutningsatvinnuvega evrusvæðis, þá í skilningi útflutnings til landa utan evru.

Það má reyndar segja, að frekara fall hennar myndi vera góðar fréttir!

 

Sumir segja að frétt Reuters hafi skapað umrótið!

Eurozone looks at Greek exit as leaders meet

En í þeirri frétt er sagt að embættismenn Framkvæmdastjórnarinnar, hafi ráðlagt leiðtogum evrusvæðisríkja á símaráðstefnu sem haldin var víst sl. mánudag, að undirbúa líklegt greiðsluþrot Grikklands.

Ex-Premier Says Greece Must Stick With Cuts

Wall Street Journal segir þarna frá viðtali sem þeir gerðu við  Lucas Papademos, sem er í reynd embættismaður á vegum Framkvæmdastjórnar ESB, en gegndi um hríð stöðu forsætisráðherra Grikklands.

Papademos -  "Although such a scenario is unlikely to materialize and it is not desirable either for Greece or for other countries, it cannot be excluded that preparations are being made to contain the potential consequences of a Greek euro exit,"

Hann var að vísa til brotthvarfs Grikklands úr evrunni, í kjölfar yfirlísingar þess um greiðsluþrot.

Hann er að segja að undirbúningur sé í gangi innan stofnana á vegum Framkvæmdastjórnarinnar.

Sennilega einnig á vegum aðildarríkja evru.

Ekki veit ég hvort þessar upplýsingar raunverulega skiptu máli hvað varðar verðfallið í dag, en fyrir eitt finnst mér undarlegt að slíkt sé að koma aðilum á markaði á óvart.

Nema þeir túlki þetta svo, að þetta bendi til þess að Brussel valdið sé að undirbúa það, að láta Grikkland sigla í þrot - frekar en að semja við nýja stjórn Grikkl. eftir kosningar 17. júní nk.

 

Bendi að lokum á áhugavert viðtal við Krugman!'Right Now, We Need Expansion'

 

Niðurstaða

Að sumu leiti hafa þjóðverjar sennilega aldrei haft það svo gott. Þar er ekki þessi krepputilfinning. Heldur hefur atvinnuástand ekki verið svo gott í fjöldamörg ár. Síðan getur þýska ríkið tekið lán fyrir nánast ekki neitt. Að sjálfsögðu er þýska ríkið að notfæra sér þetta, með því að skuldbreyta yfir í mun ódýrari skuldabréf - eins og nú er mögulegt. Mun hjálpa við að halda niðri ríkishalla í Þýskal. til margra næstu ára.

Fyrir bragðið eru þjóðverjar mjög rólegir yfir þessu öllu. Enda talar fj. hagfræðinga um andvaraleysi þjóðverja sem "hættu" þ.e. þeir átti sig ekki á því almennilega, hve hættan er mikil.

Vanmeti hættuna á því að góðu tímarnir geti verið að hverfa jafnvel mjög fljótlega.

Þetta sé hluti af því af hverju þjóðverjar virðast alltaf um þessar mundir dæma sig til að vera í hlutverki þess sem segir "Nei."

Þeir virðast raunverulega trúa því, að S-Evrópuþjóðirnar geti einfaldlega skorið smá niður, framkallað hagvöxt á stuttum tíma, svo verði allt í lagi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Einar, er stjórnlausa hrunið að hefjast?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 22:43

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það eru sterkar líkur á því, en á sama tíma er einnig ennþá mögulegt að afstýra því eða hið minnsta, að fresta því.

Martin Wolf sem var hérlendis á sl. ári, t.d. telur líkurnar 50/50.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband