21.5.2012 | 23:28
Er millileið fær í Grikklandi?
Ég rakst á áhugaverða grein á vef Financial Times eftir John Dizard: Everybody chill Grexit is not really imminent. En hann virðist telja nokkurs konar millileið færa.
Mario Draghi seðlabankastjóri Evrusvæðis - Italy's Monti Says Europe, Greece Will Find a Solution - virðist einnig telja einhvers konar lendingu mögulega, þó hann leggi áherslu á að ekki sé unnt að slaka á í kröfum hvað varðar skuldir Grikklands, þá getur það einfaldlega verið "samningsstaða."
Draghi - ""Europe cannot abandon or even substantially undermine and reduce the commitments it asked of Greece" as part of its emergency loan programs. Still, he said. "I think an equilibrium will be found."" - ""It is the most fundamental mission of the [European Central Bank] to see to it that the euro is safeguarded," Mr. Monti said. "Against this background, the ECB, the EU institutions and the Greek authorities will find a solution," he said."
Leiðtogi Syriza flokksins var allt annað en hógvær - Defiant Message From Greece.
Alexis Tsipras - "A financial collapse in Greece would drag down the rest of the euro zone" - "Our first choice is to convince our European partners that, in their own interest, financing must not be stopped," - "but if they proceed with unilateral action on their side, in other words they cut off our funding, then we will be forced to stop paying our creditors, to go to a suspension in payments to our creditors."
Hann þá taka þann pól í hæðina, að þegar ríkisstj. hans hafnar því að grípa til frekari niðurskurðaraðgerða og launalækkana o.s.frv. - sem svokölluð þrenning mun líta á sem brot grískra stjv. á samningum um svokallaða björgun; þá muni það vera "unilateral action" þ.e. einhliða aðgerð mótaðilanna, ef þeir stöðva peningagreiðslur til Grikklands sem andsvar af þeirra hálfu.
Hótun Tsipras er skýr - að lýsa þá Grikkland greiðsluþrota.
Spurningin er - hvað gerist svo?
Hvað telur Dizard?
Hann telur að grísk stjv. þurfi ekki að skipta yfir í drögmu. En Tsipras ítrekar að hann vill halda landinu innan evru. Dizard telur að þrenningin sbr. "Troika" muni skera á lán til Grikkland þ.e. nánar tiltekið stjv. Grikklands. En hann bendir á, að þrenningin geti haldið áfram að greiða af lánum sjálf, þ.s. Grikkland hafi ekki enn fengið allt féð heldur hafi þrenningin möguleika að leggja fé inn á reikning undir hennar stjórn, og nota það til að greiða ímsum kröfuhöfum Grikklands.
Þannig geti þrenningin í reynd komið í veg fyrir að, neitun grískra stjv. á því að halda áfram með prógrammið, valdi óróa á fjármálamörkuðum.
Í kjölfarið muni grísk stjv. neyðast til að beita landið miklu mun harðari aðahaldsaðgerðum, þ.e. núlla af hallann á frumjöfnuði ríkissjóðs nær tafarlaust og hallann á viðskiptajöfnuði sem enn er til staðar, sem myndi þíða harðari launalækkanir og harðari niðurskurð en þrenningin hafi hingað til neytt upp á grikki.
Heima fyrir muni grísk stjv. geta greitt eigin starfsm., bótaþegum - með evrum annars vegar sem þau ná inn í gegnum skatta, og með því að afhenda skuldaviðurkenningar "IOU's." Slíkar skuldaviðurkenningar, muni verða nokkurs konar bráðabirgðagjaldmiðill og ganga þegar í stað kaupum og sölum, á afföllum.
- Eftir að hafa verið í verkfalli með þessum hætti í nokkra mánuði til ár, muni að hans mati grísk stjv. semja við þrenninguna á ný.
- Þá telur hann að samið verði annaðhvort um að, skuldaviðurkenningunum verði snarað í evrur á afföllum, eða að þeim sé snúið yfir í drögmur. Valkostir.
- Samtímis, verði samið um að Grikkland hefji greiðslur aftur af skuldum - en gegn því að þær séu færðar niður að hluta.
- Hvort sem niðurstaðan verði dragma eða evra áfram, muni það vera Evrópu í hag að Grikkland sökkvi ekki djúpt niður, og hann spáir því að í kjölfarið muni Grikkland fá aukinn aðgang að styrktarsjóðum Evrópusambandsins, og jafnvel sérstaka efnahagsaðstoð.
- Hann telur að unnt myndi vera að halda bankakerfinu á Grikklandi í gangi, með því að takmarka úttektir - og heimila Grikkjum tímabundið að takmarka tilfærslur á fjármagni úr landi.
-------------------------------
Ég verð að segja, mér finnst það smá langsótt að Grikkir myndu fá að setja takmörkun á fjármagnstilfærslur - einfaldlega ekki síst vegna þess, að það fordæmi myndi geta verið freisting fyrir fleiri.
En ég get vel keypt það, þá skoðun hans, að það sé engin leið að Grikkir hefðu getað staðið við björgunarpógrammið.
En ég sé ekki að þrenningin muni samt vera fljót að viðurkenna að grikkir geti ekki greitt, en þetta snýr að þeim vanda að þ.e. ekki bara Grikkland sem er í vanda. Ef svo væri - þá myndi ég vera sammála Dizard, að þrenningin myndi taka þessu sem nokkurs konar tækifæri til að viðurkenna sannleikann tiltölulega auðveldlega. En hún er bundin í báða skó af því, að þurfa einnig að halda andlitinu gagnvart öðrum löndum í vanda - sem einnig hugsanlega myndu geta hugsað sér að fá afslætti af eigin skuldum, eða þá þægilegri greiðslukjör sem de facto væri einnig form af afslætti.
Hvað væri skynsamt?
- Ég er sammála því að gríska ríkið getur gefið út skuldaviðurkenningar, enda var sama úrræði beitt af Argentínu á sínum tíma, en það tók nokkurn tíma að framkvæma gjaldmiðilsskipti og þá kom smá tímabil þegar nær ekkert fé var til. Þá redduðu menn sé með þessari aðferð, innflutningsfyrirtæki beittu þessu einnig þ.e. héldu í gjaldeyri en buðu skuldaviðurkenningar gegnt kaupum á þjónustu, sem þjónustuaðilarnir samþykktu - og seldur síðan áfram.
- En hagkerfi stöðvast ekki, heldur redda aðilar sér með bestu getu, en vörur þurfa að skipta um eigendur og sama um þjónustu.
- En ég á frekar von á því, að þetta myndi vera gert í tengslum við drögmuvæðingu en nokkurn tíma getur tekið að gefa út nýja seðla, þó rafviðskipti geti hafist frá fyrsta degi.
- Bankar þá kaupi slíka bleðla, væntanlega gegnt einhverjum afslætti, og viðkomandi fái drögmur fyrir inn á reikning sinn.
- Sambærilegt við víxlaveltu sem hér á landi tíðkaðist um mörg ár.
- Þeir gengu alltaf kaupum og sölum á einhverjum afföllum.
- Sem var leyst þannig, að ef þú skrifaðir upp á víxil þá var reiknað með þeim afföllum af þeim, sem þú samþykktir að skulda.
- Ég er sammála því, að Grikkland þarf sem fyrst í kjölfarið að leiðrétta viðskiptajöfnuðinn - en ég sé ekki grikki framkv. slíkt með skjótheitum með nokkurri annarri aðferð, en drögmuvæðingu - sbr. snöggan viðsnúning gengisfalls krónu á viðskiptahalla í afgang.
- En gjaldþrota land getur ekki haft neikvæðann jöfnuð.
- Þeir geta lent í verulegum vandræðum með utanríkisviðskipti ef þeir eiga engan gjaldeyri inni í seðlabankanum sínum, svo snarlega þarf snúning yfir í a.m.k. einhvern afgang.
- Og það þarf að beita sömu úrræðum og hér, að skilda aðila til að skila inn gjaldeyri.
- Sumir hafa nefnt möguleikann á því að láta evruseðla vera í umferð, en að þeir verði stimplaðir með litlu rauðu G, þegar þeir komast í hendur grískra banka, og síðan aftur í umferð - svo unnt sé að koma í veg fyrir að þeir berist úr landi, leið til að takmarka fjármagnsflótta.
- En þeir þekkist þá frá öðrum evruseðlum, af G-inu.
- Ég er þó smá efins um það, nema það verði gert í samkomulagi við Seðlabanka Evrópu, en er aftur efins um að sá samþykki fyrir sitt leiti beitingu gjaldeyrishafta, sé þannig til í að aðstoða við framkv. þeirra.
- Það yrði frekar erfitt mál, að forða því að evruseðlar hverfi úr landi - jafnvel þó þeir væru stimplaðir.
- Að auki, ef erlend yfirvöld viðurkenna ekki að stimpillinn hafi nokkra merkingu, þá eru þeir bara venjulegar evrur um leið og þeir eru komnir út fyrir landamærin.
- Það er ljóst að það verða áfram evrur í umferð lengi enn, í sjálfu sér getur það vel verið í lagi að grísk stjv. heimili að þær séu áfram notaðar í daglegum viðskiptum.
- Þau muni þó hér eftir greiða sínu fólki í drögmum, greiða fyrir þjónustu með sama hætti, greiða bótaþegum o.s.frv.
- Evrur í umferð muni smám saman minnka, eftir því sem gengur á evrur sem fólk geymir undir koddum o.s.frv.
- Og dragman smám saman verður ráðandi innan Grikklands á ný.
- Svo fremir sem grísk stjv. beita skilaskildu á lögaðila, svo þeir verða að skila inn gjaldeyri - og nota í staðinn drögmur í viðskiptum innan Grikklands, og til að greiða laun.
Að lokum er ég sammála því, að mjög skynsamt væri að gera sem best úr því, eftir að ljóst er að grikkir lýsa sig gjaldþrota. Það er, veita grikkjum efnahags aðstoð. Semja frekar greiðlega um afskriftir skulda - þó grunar mig að Dizard sé ívið og bjartsýnn, að slíkt samkomulag komi til eins hratt og hann leggur til.
Tsipras mun líklega kenna stofnunum ESB fyrir að loka á Grikki, og nota þ.s. afsökun gagnvart eigin fólki, þegar hann skiptir yfir í drögmur.
En ég sé ekki að nokkur leið önnur sé fær, en ég einfaldlega trúi því ekki að Seðlabanki Evrópu sé nægilega sveigjanlegur, til að heimila grikkjum fyrir sitt leiti, að beita gjaldeyrishöftum innan evrusamstarfs - og einnig, að hann sé nægilega sveigjanlegur til að halda áfram að styðja við gríska banka, eftir að Grikkland hættir að spila með "björgunaráætluninni."
Ástæðan sé óttinn - við fordæmi gagnvart öðrum löndum í vanda innan evru, sem myndu hugsanlega freystast ef þau sjálf lenda í verri málum.
Það væri veruleg áhætta, að heimila þ.s. myndi geta klofið evrusvæðið í frumparta.
Um leið og ljóst er, að Seðlabankinn mun skera á líflínuna til grískra banka, þá verður gríska ríkið samdægurs að lýsa yfir upptöku drögmu.
Því það er þá eina mögulega leiðin, til að tryggja viðhald fjármálaviðskipta innanlands.
Ef Tsipras myndi vera svo vitlaus að skilja þetta ekki - myndi bankakerfið á Grikklandi einfaldlega falla, og þ.s. verra er - ekkert taka við nema rúsitir einar.
Þá einfaldlega - stoppar gríska hagkerfið, eða nánast alveg.
Niðurstaða
Ég er smá hræddur um að Dizard sé of bjartsýnn. Ljóst er þó að Tsipras telur að hann geti náð fram lækkun skulda Grikklands, með hörkunni. En vandinn er sá, að ég held að þrenningin hafi enga úrkosti aðra en að standa fast á sínu.
Vandinn er eiginlega ekki Grikkland, heldur öll hin ríkin í vanda. Ef þeir fara að gefa afslætti á skuldum Grikklands þó ljóst sé klárt að grikkir geta ekki greitt í reynd, þá fari hin löndin að snapa í hælana á þeim einnig - það opnist "Pandórubox."
Líklega hefur Dizard rétt fyrir sér, að Tsipras muni þurfa að beita hótun sinni.
Sannarlega er rétt, að þrenningin getur haldið áfram að greiða af lánum Grikklands með "lánsfénu" - sem getur keypt tíma fyrir samninga milli grikkja og hennar.
- En áhættan sem hún þá tekur, er að standa eftir með "svartapétur." Þ.e. skuldina og því tapið.
Skuldin sé sem sagt færð frá einkaaðilum yfir á bakhjarla þrenningarinnar þ.e. AGS, Seðlab. Evr. og aðildarríki evrusvæðis sem eiga björgunarsjóð evrusvæðis.
- En það má vera, að svo logandi hræddir verði menn við hugsanlegar afleiðingar af því að tapið falli á einkaaðila, að þeir kjósi frekar að fylgja þeirri leið sem Dizard telur líklegri.
Það einfaldar málið að einu leiti, að ef opinberir aðilar eignast megnið af skuldum grikkja, að þá verður þetta nær einungis að samkomulags atriði milli aðildarríkja ESB, hvaða hlutfall grikkir á endanum greiða.
Ég þekki enga leið til þess að sparka grikkjum út úr ESB, þó líklega verði verulegur innalanspólit. pyrringur víða um lönd innan ESB, þá er það a.m.k. hugsanlegt að Dizard hafi rétt fyrir sér að - á endanum muni Grikkland fá aukna efnahagsaðstoð sem hluta af endanlegu samkomulagi.
Enda tapar Evrópa mjög mikið á því ef það þróast hugsanlega eitthvert alvarlegt upplausnarástand í Grikklandi.
En mig grunar að slíkt samkomulag sé ólíklegt áður en ljóst er hvernig Spáni og Ítalíu reiðir af innan evrunnar.
Það geti tekið nokkurn tíma að spilast út, meira en ár. Jafnvel einhver ár. Á meðan verði Grikkland í stöðu gjaldþrota ríkis - í ósamkomulagi við kröfuhafa.
Sem verður óþægilegt, óþægilegra en okkar ástand ástand, en ekki endilega hagkerfislega banvænt.
Ef grísk stjv. halda rétt á spilum, þá getur hagvöxtur hafist innan tveggja ára, jafnvel innan við einu ári. Það þíðir ekki að kreppan sé búin, en þá má segja að ljós fari að sjást við endann á göngunum.
------------------------
Bendi einnig á umfjöllun Der Spiegel:
Why Greeks Will Vote for Tsipras
Greece Holiday Bookings Plunge Due to Turmoil
ECB Increasingly Concerned Over Aid to Greek Banks
Svo þessa áhugaverðu frétt Reuters:
Insight: Greece party talks framed by unreality, punctuated by insults
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning