20.5.2012 | 14:09
Getur losun hafta með einhliða upptöku annars gjaldmiðils leitt til þjóðargjaldþrots á skömmum tíma?
Þetta er mál sem ég fór að velta fyrir mér nýverið. En einn stór kostur sem margir sjá við einhliða upptöku annars gjaldmiðils - losa höftin með þeim hætti, síðan mun það fé sem hér er fast inni streyma út "Í stað krafna í íslenskum krónum, fengju viðkomandi kröfu í alþjóðlegri mynt sem að er viðskiptahæf á erlendum mörkuðum , sem við komandi getur selt á markaðsverði. Þannig fengju þeir sem að stunduðu spákaupmennsku með íslensku krónuna sanngjarnt verð fyrir sínar eignir!"
Séð út frá hagsmunum þeirra sem eiga peninga bundna hér - þá er þetta mjög fín hugsun!
Eins langt og það nær - er þetta laukrétt!
Aðilarnir sem eiga hér fé fast inni í okkar fjármálakerfi, þeir eru hólpnir í kjölfarið, hafa sitt á þurru. Það sama á við hvaða annað viðbótar fé sem héðan mun streyma. Það fé er einnig hólpið.
- Er það okkar meginhagsmunir að tryggja að þeir sem eiga hér fé - geti forðað því héðan "taplaust."
- Hvetur það ekki einmitt sem mest fé til að forða sér héðan - þegar þeir geta gert það án áhættu, og án kostnaðar þ.e. taps fyrir sig sjálfa persónulega?
Mér sýnist þessi aðferð setja alla áhættuna á almenning hérlendis.
Ég er ekki að tala um skuldsetningu - heldur þá áhættu sem felst í því hvað getur gerst hérlendis.
Að mörgu leiti er Ísland í sambærilegum málum og lönd í vanda á evrusvæði, nema að við erum með eigin gjaldmiðil.
Sumir telja það akkúrat vera ókost - löndin á evrusvæðis í vanda séu því í betri málum en við.
Um það má deila - eitt er þá ljóst að um leið og við köstum krónunni, er okkar ástand orðið hið sama - nema að ef þ.e. einhliða upptaka er enginn bakstuðningur frá Seðlabanka Evrópu.
Þá er ekkert sem styður við okkar hagkerfi - þegar útflæðið á fjármagni á sér stað.
Einmitt slíkt útflæði getur verið - varasamt.
En alveg eins og hagkerfi á evrusvæði í vanda, er skuldastaða okkar erfið - ekki endilega vonlaus, en staðan er slík að sá trúverðugleiki er við höfum er "brothættur."
Eitt stórt vagg - getur brotið hann þá alveg á bakaftur, skapað "runaway panic."
Ég er hræddur um að - stjórnlaust útstreymi - einmitt það ástand sem myndi ríkja við einhliða upptöku annars gjaldmiðils - og að auki án nokkurs bankstuðnings - - > sé líklegt til að skapa slíka algera hræðslu.
En hvað gerist fyrir hagkerfið okkar þegar allt þetta fé streymir út?
Ég bendi fólki á að lesa eftirfarandi ritgerð eftir Paul de Grauwe. Það sem hann bendir á um ástand mála á evrusvæði á einnig við það ástand sem skapast, ef við afsölum okkur krónunni og tökum upp einhliða annan gjaldmiðil.
Mjög margir einblína á "trúverðugleika" krónunnar og segja skort á honum megin vandann.
Ef við skoðum stöðu Grikklands hefur síðan þar hófst kreppa streymt út cirka 30% allra innistæðna, en sl. viku streymdi út 3ma. þ.e. um 2% af innistæðum.
- Meginvandi atvinnulífs þar um þessar mundir er "skortur á fjármagni" og ath. - þau eru starfandi innan svokallaðs "trausts gjaldmiðls."
- En samt njóta þau einskis lánstrausts - enginn utanaðkomandi vill lána þeim.
- Og staða innlendra bankastofnana er slík, að þær treysta sér ekki til að veita nokkur lán - a.m.k. ekki sl. ár eða svo.
- Reyndar væru þær stofnanir löngu fallnar, ef Seðlabanki Evrópu hefði ekki nánast afnumið gagnvart þeim allar gæðakröfur varðandi gæði mótveða gegnt veitingu neyðarlána.
Þetta ástands stöðugs útstreymis fjármangs, er eðlilega mjög bælandi fyrir gríska hagkerfið, þ.s. eftir allt saman þarf "capitalism capital."
Mjög líklega stór hluti ástæða þess, hve ört gríska hagkerfið er og hefur verið að falla saman.
----------------------------------------
Efri myndin sýnir tilfærslur á fjármagni á evrusvæð innan Seðlabanka-Kerfis evrusvæði!
Eins og sést er Seðlabanki Þýskalands, einkum sá er veitir þessi lausafjárlán, til annarra Seðlabanka starfandi sem deildir innan Seðlabanka Evrópu.
Eins og sést, frá miðju ári 2011, hafa Ítalía og Spánn haft umtalsveraðan peningaflæðis vanda. Og við það hafa skuldir við Seðlab. Þýskal. innan Seðlabankakerfisins, magnast enn.
Neðri myndin er áhugaverð samantekt, þ..s sjá má hvaða lönd hafa safnað upp skuldum innan Target 2 þ.e. lausafjár-jöfnunarsjóð Seðlab. Evr. lán einkum tekin til að mæta fjármagnsútstreymi, þar má einnig sjá upphæðir sem Seðlabanki Evrópu hefur veitt beint til banka sem neyðarlán eftir ríkjum, síðan síðasta súlan sýnir björgunarlán þa sem veitt hafa verið - hinar eru opinberar skuldir sjá hve Ítalía skuldar ótrúlega mikið, og heildarmagn innistæðna í bönkum merkilegt að bankakerfi Spánar virðist umtalsvert stærra þó svo að Ítalía hafi töluvert stærra hagkerfi.
----------------------------------------
Þ.e. þ.s. ég byð fólk að hafa í huga, vanda Grikklands innan svokallaðs "trausts gjaldmiðls" þaðan sem fé getur streymt án áhættu, því um leið og þ.e. komið í banka í öðru landi innan sama gjaldmiðils, er það fé orðið eins öruggt og aðrir peningar þess lands.
Þeir sem eiga peninga eru orðnir hóplnir um leið og þeirra fé er farið annað.
Og það er einmitt kosturinn - sem þeir sem vilja einhliða upptöku annars gjaldmiðils stara á.
Að gera það mögulegt fyrir fé sem hér er statt - að fara annað án minnstu áhættu fyrir þá sem eiga það fé.
Þeir segja að það þíði - að það fé muni þá síður fara héðan, því þeir viðkomandi vita að þeir geta farið hvenær sem er, það verði traustvekjandi - en þetta er ekki þ.s. gerst hefur á evrusvæði. Þvert á móti, í öllum tilvikum skapaðist mikill flótti fjármagns um leið og lönd lentu í vanda. En löndin redduðu sér með "target 2" kerfinu sem Seðlabanki Evrópu hefur svo lönd geti tryggt sé lausafjár-lán, til að vega upp tímabundið fjármagnsútstreymi - en aldrei var reiknað með að það myndi verða langvarandi.
En með einhliða upptöku er ekkert "target 2" heldur erum við alveg varnarlaus!
- Hvað gerist þá fyrir okkar hagkerfi þegar allt þetta fé streymir út á t.d. nokkrum dögum?
- Myndi bankakerfið standa? Eða ekki?
- Myndi hagkerfið spírala hratt niður eins og það gríska er að gera?
- Myndi skapast "runaway" paník ástand, þ.s. miklu meira fé myndi streyma út?
- Svo allsherjar paník þ.s. nær allt fé myndi fara út sem fara getur, og landið síðan verða gjaldþrota á mjög skömmum tíma - þegar bankakerfið hrynur?
Ég ekki betur séð - en að ekkert komi í veg fyrir að land sem tekur einhliða upp gjaldmiðil, geti hreinlega tæmst af fé á skömmum tíma - í kjölfar "runaway panic."
Í okkar tilviki myndi það nánast geta átt sér stað um leið og einhliða upptaka er virkjuð.
Losun hafta í krónuumhverfi vs. í ástandi einhliða upptöku!
- Ég hef skilning á því að allir þeir sem eiga fé bundið hér í hagkerfinu, vilja koma því í skjól - svo þeir geti andað léttar.
- En eru það meginhagsmunir almennings á Íslandi - að redda fjármagninu inn í slíkt skjól?
Berum þetta saman við það ástand ef höft eru losuð og þ.e. króna. Þá fellur gengið um leið og fé streymir út, þeir sem fyrst fara fá sitt nærri taplaust sem þíðir að streymið fyrst í stað getur verið mikið, en síðan fellur gengið hratt - sem þíðir að þeir sem eiga fé bundið í krónum, tapa sífellt meir á skiptunum.
Á einhverjum tímapunkti leiðir þetta til þess, að tap þeirra verður það mikið - að vænlegra er að hafa féð hérlendis áfram.
Þá stöðvast útstreymi.
Munum að gengisfelling þýðir einnig, að það er aukinn gjaldeyrisafgangur sem - einnig hjálpar við að stöðva gjaldeyrisútstreymi því þetta styður við trúverðugleika stöðu landsins gagnvart erlendum lánshöfum.
- Ekki síst er ástæða þess að losun hafta í krónuumhverfi er minna líkleg að leiða til allsherjar flótta sú - að fjármagnseigendur munu vita að Ísland hefur þá enn yfirráð yfir eigin seðlabanka, og sá hefur það vald að setja tappann í á stundinni ef með þarf.
- Að auki getur Seðlabankinn alltaf tryggt bönkunum og ríkinu lausafé, svo lengi sem um er að ræða krónur.
Berum þetta saman við það að láta bíl renna niður brekku - annar hefur bremsu meðan hinn er bremsulaus.
Bremsulausi bíllin getur runnið stjórnlaust framaf - ef í ljós kemur óvænt hann er að renna lengra en reiknað var með - - meðan unnt er að stöðva rennslið í bílnum með bremsu.
Við einhliða upptöku annars gjaldmiðils, væri landið þannig séð bremsulaust því fé myndi geta streymt óhindrað héðan á sama tíma og engin leið er til að setja tappa í.
Innan evru, er unnt að taka fé að láni í gegnum Seðlabanka Evrópu sbr. "Target 2" kerfið, en sú lausn hefur þann galla, að auka skuldir ríkisins - sem gengur ekki ef kreppa varir lengi, en virkar alveg í skammtímakreppum.
Hraður fjármagnsflótti hefur afleiðingar fyrir hagkerfið, þaðan sem féð er að streymir:
- Bankar tæmast af fé og þeir geta hrunið sbr. írsku bankarnir, og munu gera fyrir rest ef það mikið fé fer að þeir tæmast af lausafé.
- Ríkið getur einnig lent í lausafjárvandræðum, ef hagkerfið tæmist af fé - þá hættir það að geta staðið undir eigin skuldbindingum, sbr. gríska ríkið sem er á "drip feed" frá Brussel því það á ekki einu sinni pening fyrir eigin rekstri, í reynd í því ástandi er greiðslugeta þess af skuldum "0".
- Fyrirtæki sem þurfa á skammtímafjármögnun að halda, þau verða einnig gjaldþrota ef slík fjármögnun hættir að standa þeim til boða. Gríðarl. gjaldþrota hrina er framundan innan grísks atvinnulífs á þessu ári, ef það ástand heldur áfram eins og sl. 12 mánuði að hvorki erlendir bankar né innlendir - séu til í að veita þeim fjármögnun.
Bankarnir grísku væru löngu fallnir, ef ekki væri fyrir sambærilegt "drip" frá ECB. Seðlab. Evr. er nánast búinn að víkja til hliðar öllum reglum um gæði veða gegn neyðarlánum, því stjórnlaust gjaldþrot Grikklands er svo alvarlegur atburður fyrir Evrópu.
En stjórnlaust gjaldþrot Íslands væri það ekki.
Gríðarl. fj. grískra fyrirtækja er einmitt á leið í gjaldþrot. Nánast allt atvinnulífið.
En græðir almenningur ekki á því að fá greidd laun í "traustum gjaldmiðli?"
Einungis þeir sem halda störfum sínum. Ef megnið af atvinnulífinu verður gjaldþrota en ekki allt. Ef stjv. verða gjaldþrota. Ef bankarnir verða gjaldþrota. Þá verða væntanlega einnig flest sveitarfélög gjaldþrota.
Þá má búast við því að ekkert verði eftir af félaglegu bótakerfi, hvort sem við erum að tala um atvinnuleysisbætur eða aðrar tegundir af félagslegum bótum.
Þá skapast það ástand sem ríkti hér á 4. áratugnum, þ.s. fólk gat beinlínis soltið ef það hafði ekki vinnu - vannæring var útbreidd meðal fjölskylda fátækra sbr. "undanrennu börn".
Að auki var hér "upstairs/downstairs" þjóðfélag þ.s. þeir sem höfðu sæmilega góð laun voru með þjónustufólk sem bjó hjá þeim, hér var sem sagt hástétt og lágstétt.
En þeir sem ekki höfðu vinnu - höfðu eða áttu ekki neitt, gátu í reynd soltið - þeirra fjölskyldur einnig.
Ég er að tala um hugsanlega endurkomu þess ástands.
Varla þarf að nefna að við þessar hörmungar - þá fellur einnig að auki lífeyrissjóðakerfið nema að því marki að það á erlendar eignir.
Lífskjör aldraðra sleppa því ekki heldur.
Niðurstaða
Lykilástæða vandræða okkar er ekki að við höfum svo lélegan gjaldmiðil, heldur eru við í alvarlegum skuldavandræðum eins og þjóðir innan Evrópu sem einnig eru í alvarlegum skuldavandræðum.
Þ.e. engin skjót eða auðveld lausn á þeim vanda sem er það fé sem bundið er hér innanlands, og vill líklega út. Það má reyndar hugsa það sem hluta af okkar skuldum.
Þetta sé allt einn allsherjar skuldavandi.
En ég er á því að mun minna varasamt sé að losa höftin innan krónu - en með þeirri aðferð sem sumir vilja, með einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
Sannarlega er það rétt að þá væri það fé sem héðan streymir mjög öruggt - og getur farið áhættulítið fyrir þá sem eiga það fé.
Þeir sem eiga það fé - þeirra hagsmunir væri sannarlega tryggðir.
Ef almenningur er til í að fórna sér til að redda þeim sem eiga fé bundið hér innanlands, taka áhættu af því sem ég tel þá líklega gerast, þ.e. nýtt bankahrun - fj. gjaldþrot fyrirtækja - gjaldþrot ríkis og líklega sveitarfélaga; svo hrun velferðarkerfis eins og það leggur sig nánast alveg, ekki má heldur gleyma hruni lífeyriskerfis.
Þetta er fjárhaglegt "armageddon" sem ég er að tala um.
Landið að vísu mun áfram hafa sömu auðlindir - þannig að ástandið verður líklega ekki verra en á 4. áratugnum, þegar hér var ekki heldur nánast nokkurt félagslegt kerfi, skólakerfi til staðar en ekki nærri eins veglegt og í dag, sjúkrahús sannarlega en það var mjög margt sem ekki var gert á þeim þ.e. fyrst og fremst grunnsjúkraþjónusta ef það var e-h mjög alvarlegt að þá var kerfið fyrst og fremst fyrir hina ríku. Framhaldsskólar voru bara fyrir þá ríku.
Ég sé fyrir mér endurkomu "uppstairs/downstairs" þjóðfélagsins, þegar munurinn á milli þeirra sem hafa góða vinnu og þeirra sem nákvæmlega hafa ekki neitt, verður aftur gínandi gjá.
Ríkið semur um greiðslu á hlutfalli skulda, nær sennilega á nokkrum árum að losa sig úr ástandi greiðslufalls. Nýir bankar eru stofnaðir, kannski af einhverjum þeirra sem náðu að forða fé á brott.
Síðan þarf að byggja upp nýtt lífeyriskerfi - endurreisa félagleg kerfi o.s.frv.
Kannski náum við aftur til baka á 20-25 árum.
----------------------------------
Eða í stað þess að losa höft með einhliða upptöku þegar enginn bakhjarl væri til staðar fyrir innlenda kerfið, ekki einu sinni okkar seðlabanki.
Þá gerum við það innan krónu - já krónunnar sem svo margir segja ónýta.
Þá sannarlega tapa fjármagnseigendur hluta af sínu fé - því hún fellur þegar losað er um höft, sem sparar um leið gjaldeyri.
Það tap þeirra getur orðið verulegt - en á móti getur Seðlabankinn tryggt að innlendir bankar hafi lausafé, fyrir utan erlendar skuldbindingar og að auki að ríkið hafi lausafé.
Tapið jafndreifist einnig milli launamanna, þ.e. laun allra lækka jafnt þegar gengið fellur - og ef við frystum vísitöluna frægi, þá getum við einnig haft tapið jafndreift milli launamanna og þeirra sem eru á lífeyri frá lífeyrissjóðakerfinu.
Ekki má heldur gleyma því - að við spörum þá skuldbindingu fyrir almenning, sem felst í því að Ísland er skuldbundið til að kaupa hinn nýja gjaldmiðil á alþjóðamörkuðum.
Þetta er spurning um hvað er sanngjarnt - er það sanngyrni við þá sem eiga fé sem er meginmálið?
- Bendi þó á, að vert er að skoða fyrst hvort ekki er unnt að skapa aukna fjárfestingu.
- En ef tekst á t.d. einu ári að koma af stað stórum fjárfestingum sem auka framtíðar gjaldeyristekjur landsins, þá eykur það traust.
- Það aukna traust, mun minnka líkur á verulegu útstreymi - skila hærra lokagengi krónunnar eftir að höft eru losuð.
Niðurstaðan er sú - að einhliða upptaka annars gjaldmiðils er mjög slæm hugmynd.
Upptaka annars gjaldmiðils verður að vera í samstarfi við Seðlabanka þann sem ræður þeim gjaldmiðli, en það verður að fá aðgang að vernd þess seðlabanka - sem væri að einhverju verulegu leiti sambærileg við þ.s. ECB býður upp á í formi svokallaðs "Target 2" kerfis.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf auðvitað að aflétta höftum fyrir næsta bankarán. Annars gætu nú sumir átt erfitt með að komast með peninga almennings úr landi, eða hvað? Hvað segja ESB-mennirnir í Brusssel um það snjallræði að opna fyrir næsta bankarán?
Spyr sú sem ekki er alveg viss!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2012 kl. 23:57
Blessaður Einar.
Þú mátt eiga að þú sást eitthvað ljós í væntanlegurm fjármálahamförum; "Landið að vísu mun áfram hafa sömu auðlindir - þannig að ástandið verður líklega ekki verra en á 4. áratugnum, ".
Það er rétt, ekkert er svo slæmt að það megi ekki finna dæmi þess áður.
Nema eitt, afleiðing fjármálakreppunnar á fjórða áratugnum varð annað megin stríð mannkyns, áætlað mannfall um 100 milljónir.
Þá voru notuð hefðbundin vopn fyrir utan Hirozima og Nagasaki. Er líklegt að hershöfðingjar fari á þjóðminjasöfn viðkomandi landa til að ná sér í vopn í næsta stríð????
Mögnuð grein hjá þér Einar, þakka þér kærlega fyrir hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.5.2012 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning