16.5.2012 | 01:42
Stefnir í spennandi kosningar í Grikklandi um miðan júní!
Eins og fram kom í helstu fjölmiðlum, hefur forseti Grikklands loks gefist upp á stjórnarmyndun, í reynd var þetta óskaplega stutt - einungis 7 dagar sem leitast var við að mynda stjórn. Til samanburðar hefur það tekið allt að hálft ár frá kosningum, að mynda stjórn í Belgíu.
Sjá úrslit kosninganna fyrir viku!
Til samanburðar niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar:
SYRIZA Surges in Polls, Sun Setting on Golden Dawn
- Syriza........................20,5%
- Nýtt Lýðræði..............19,4%
- PASOK.......................11,8%
- Sjálfstæðir Grikkir.........7,8%
- Lýðræðislegt Vinstri......6,2%
- KKE kommúnistar.........4,8%
- Nýnasistar detta út.
Spennan sníst um það hvort "Bandalag Róttækra Vinstrimanna" eða Syriza nær því að verða stærsti flokkurinn, en undanfarna daga hafa kannanir sýnt þann flokk með allt að 25%.
Þá fær sá flokkur 50 þingmenn að gjöf skv. reglu á gríska þinginu, sem kveður á um að stærsti flokkurinn, fái alltaf 50 þingmenn til viðbótar, fyrir það eitt að vera stærstur.
Undanfarin ár hefur þetta auðveldað myndun eins flokks meirihluta í Grikklandi.
Hægri menn og grískir kratar, hafa skipst um að koma sínu fólki að á ríkisjötunni, þ.s. laun og fríðindi eru hærri en gengur og gerist í grísku samfélagi.
Það leiðir til þess, að menn reyna mikið til að komast inn í ríkisstarf - öfugt því sem er háttað t.d. hér á landi, þ.s. einkarekstur hefur yfirleitt veitt betri laun.
Að baki uppreisn grískra kjósenda býr ekki síður reiði yfir því hve gersamlega ónýt forystusveit megin hægri flokksins annars vegar og hins vegar PASOK - er, og hefur reynst vera í gegnum árin.
Stór hluti skulda Grikklands er einfaldlega komnar til - vegna þess spillingarkerfis sem flokkarnir bjuggu til, þ.s. fólki sem hefur haft tengsl við flokkana, hefur getað holað sér niður í þægileg vel borguð störf.
A.m.k. vel rúmur helmingur skulda Grikklands, er búið til vegna þess hallarekstrar sem fjármagnaður var með lánum, var framkallaður af kostnaðinum við þetta spillingarkerfi.
Ósanngjarnar skuldir?
- Um er að ræða skuldir sem almenningur naut ekki hagnaðar af - þegar var verið að búa þær til.
- Þetta er ekki síst grunnur reiðinnar - að almenningur sér fram á gríðarlega lífskjaraskerðingu - til að greiða niður slíkar óreiðuskuldir.
- Þannig að til verður mjög svipuð reiði og hér hefur rýkt, vegna skulda sem "banksterar" bjuggu til - og þjóðin hefur ekki viljað taka að sér að borga.
- Ég bendi á þetta - að í augum fjöldans í Grikklandi - er ekki mikill vilji til staðar til að endurgreiða þessar óreiðuskuldir.
- Hugmyndir sem eru úbreiddar, að þetta séu ósanngjarnar skuldir - tengjast ekki síst þessari upplifun.
- Reiðin gagnvart gömlu flokkunum er mikil.
- Mörgu leiti sambærileg þeirri reiði sem hérlendis rýkir - gagnvart þeim einstaklingum sem tæmdu bankana að því er virðist innan frá, og tóku Ísland í nefið lífskjör almennings í leiðinni.
Þessa vegna fá hugmyndir formanns Syriza flokksins, þess efnis að hann ætli að fá sem mest af þessu - fellt niður, ef hann kemst til valda.
Heilmikillar athygli - og töluverðum fjölda fólks finnst það tilraunarinnar virði, að reyna að endursemja.
Ég á hinn bóginn hef ekki hans bjartsýni - að það sé raunverulega raunhæft, að spila "brinkmanship" þ.e. hóta gjaldþroti en bjóða t.d. í staðinn að greiða bara hlutfall af skuldunum, t.d. minna en helming.
Þá meina ég, að ég á ekki von á því að Þjóðverjar samþykki neinar þær tilslakanir um upphæð skuldanna, sem myndu fara í nokkru nærri því að uppfylla þrár grísks almennings eða hugmyndir formanns Syriza flokksins.
Þannig að þá er mun líklegra að hann, þurfi að fara leið B, þ.e. einhliða yfirlýsing um gjaldþrot.
Hver er kostnaður frakka og þjóðverja? Appetiser cost of Greek exit is 155bn for Germany, France: trillions for meat course
Bendi fólki á að skoða þá uppsetningu sem Ambrose Evans-Pritchard setur upp, en þar er verið að leitast við að tína fram, hver kostnaður Frakklands og Þýskalands eina og sér, sennilega er af gjaldþroti Grikklands.
Auk þess skuldar Grikkland Seðlabanka Evrópu mikið fé, sem myndi sennilega tapast.
Það má ekki heldur gleyma, að almenningur á Grikklandi skuldar mörgum erlendum bönkum eitt og annað, og margir grikkir líklega verða greiðsluþrota að auki.
Fj. fyrirtækja er að auki líkleg að rúlla, og mikið af skuldum þeirra tapast.
Áætlanir um kostnaðr í heild, hafa sveiflast milli 800 - 1.000ma..
Þetta væri dýrasta ríkisgjaldþrot klárlega sem átt hefur sér stað, eftir Seinna Stríð.
Þetta mun óhjákvæmilega valda mjög miklu umróti í fjármálakerfi Evrópu - stærra áfall sennilega en gjaldþrot Lehmans bankans var.
Þ.e. í þessu samhengi, sem formaður Syriza telur hann geta náð fram verulegum tilslökunum, með því að semja með tveim hrútshornum.
Ég skal ekki fullyrða að það sé gersamlega útilokað, að góður "brinkmanship" geti mögulega skilað - einhverju.
En til þess að slík stefna hafi trúverðugleika, verða mótaðilar að trúa því að hótunin um einhliða yfirlísingu um gjaldþrot - hafi trúverðugleika.
Sem þíðir að formaður Syriza getur neyðst til að standa við þá hótun.
Merkel and Hollande join forces on Greece
Nýr forseti Frakklands hitti Angelu Merkel, og þau komu fram með sameiginlega yfirlísingu þ.s. Grikkland var hvatt til að standa við skuldbindingar sýnar. Hollande gaf þó í skyn, að Evrópa muni aðstoða Grikkland við það að stuðla að hagvexti - sagði þó ekki akkúrat hvað, Merkel kom einnig með sambærilega skýrskotun.
Ég á ekki von á því að þessi yfirlýsing muni mikil áhrif hafa innan grískra stjórnmála - en þ.e. rökrétt að þau tvö setji fram sína stefnu - - > Syriza mun á móti hamra á sinni, spurning hvort aðilar séu að undirstrika afstöðu sína áður en samningalota hefst, eða hvort þetta sé raunverulega óhagganleg afstaða.
Það verður þá að koma í ljós.
Niðurstaða
Það er töluvert svipuð hugsun uppi á meðal grísks almenning, og hér á Íslandi hefur gætt - "við viljum ekki borga skuldir óreiðumanna." Meðan óreiðumennirnir hér á Íslandi voru þeir sem ráku bankana beint í hrun, með stórfelldu tjóni fyrir almenning og aðra, sem hefur skapað erfiðustu milliríkjadeilu sem Ísland hefur glímt við síðan ár þorskastríðanna. Þá eru grísku óreiðumennirnir, þeir pólitíkusar sem ráðið hafa Grikklandi sl. ár og hafa skapað það dýra spillingarkerfi, sem skapað hefur mikinn hallarekstur sem greitt var fyrir með lánsfé - sem nú erlendir aðilar vilja fá endurgreitt.
Meðan í tilviki okkar íslendinga, var um skuldir einkabanka. Þá er þarna klárt um skuldir gríska ríkisins. Og slíkum skuldum er sennilega mun erfiðara undan að víkjast.
Ég hef samt fulla samúð með reiði og vonbrigðum grísks almennings.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar, Er þetta ekki í raun eina leiðin fyrir Grikki, taka slaginn ef ekki semst um skuldirnar þá fara í gjaldþrot skera burtu sukkið og byrja upp á nýtt? það verður erfitt fyrir þá, ESB leiðin er örugglega miklu langvinnari sbr. Írland.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 07:21
Það eru örugglega ekki meir en hálfa leið komnir í gegnum kreppuna, ef þeir eiga að halda áfram að aðlagast innan evru. Og það mun örugglega þurfa aftur eina jafnvel tvær stórar afskriftir skulda.
Á móti er það spurning hvort aðilarnir eru til í að - horfast í augu við sannleikann í dag, viðurkenna núna að allt þetta fé sé tapað.
En hingað til, hefur það ávallt verið að menn afneita honum eins lengi og stætt er.
Má vera það sé tilraunarinnar virði. Ég hugsa að gjaldþrot sé líklega skjótari leið til viðsnúnings - en á móti kemur, að ef sú vegferð er ílla meðhöndluð getur komið óðaverðbólga. Það þarf ekki endilega meistara í hagstjórn, því verðbólgan mun vilja lækka í kjölfarið - stjórnin þarf að halda aftur af launahækkunum í kjölfarið ef koma kröfur um t.d. 20% launahækkun frá stéttafélögunum, og hún þarf að gæta sín í því að prenta fyrir eigin rekstrarhalla.
Ef þess er gætt, að ekki sé verið að kinda undir verðbólgunni, eftir stóra gengisfallið, þá ætti hún nánast án nokkurra sérstakra aðgerða að lækka sjálf. Enda erum við að tala um bólgu, sem orsakast af því að gengið hefur fallið svo þá ganga í gegn hækkanir á innfluttum vörum. Þegar þær hækkanir eru gengnar í gegn, er rökrétt að slík bólga hverfi af sjálfu sér.
Það þarf eins og ég sagði enga meistara í hagstjórn - fyrst og fremst aðhald í eyðslu, og aðhald að stéttarfélögunum, það krefst "viljastyrks."
Ríkisstjórnin ætti ekki þurfa að gera mikið til að hagvöxturinn komi - því Grikkland verður svo ódýrt, að ferðamenn munu vilja koma - svo lengi sem það eru ekki götuóeirðir og upplausn, svo hitt sem ríkisstjórnin þarf að framkvæma er að viðhalda lögum og reglu, eiginlega "viljastyrkurinn" aftur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.5.2012 kl. 10:42
Nú sakar strákurinn Alexis Tsipras Evrópusambandið og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um að vera í pókerspili með líf Evrópubúa með því krefjast aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum ríkja í álfunni. Þetta á nú aldeilis eftir að hrista upp í draslinu á sama tíma og Evran ser að falla á fjármálamörkuðum ásamt hlutabréfa vísitölum í Evrópu, meira segja Þýskalandi, þetta eru spennandi tímar.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning