14.5.2012 | 20:25
Umræða um hugsanlegt hrun evrunnar nær nýju hámarki!
Það virðist stefna óumflýgjanlega í brotthvarf Grikklands úr evrunni, eftir að ljóst er að mánudag eru líkur á stjórnarmyndun engu betri en í sl. viku, en formaður Syriza flokksins Alexis Tisipras hefur einfaldlega neitað að láta sjá sig á fundum forseta Grikklands ásamt formönnum stjórnmálaflokka sem hófust á sunnudag. Hann hefur allt að græða á endurtekningu kosninga, skv. skoðanakönnunum - sem sýna allt að 25% fylgi Syriza eða "Bandalags Róttækra Vinstrimanna." Formaður annars vinstriflokks, Lýðræðislegs Vinstri tilkynnti seint á sunnudag, að hann treysti sér ekki til að mynda stjórn án Syriza, enda keppa þeir flokkar mikið til um sömu atkvæðin, þó Lýðræðislegt Vinstri sé ívið hófsamari í stefnumálum.
Skv. síðustu fréttum sjá frétt Financial Times, ætlar forseti Grikklands að taka lokaslag á morgun:
Greece set for further coalition talks
Gríska þingið kvá skv. nýlegum fréttum, koma saman nk. fimmtudag - þá sennilega í allra síðasta lagi, mun það vera væntanlega formlega tilkynnt, að efnt verði til nýrra þingkosninga um miðjan júní.
Í dag var mikið um yfirlísingar ráðamanna!
- Wolfgang Schäuble - "The price if they decide to leave the euro is very high" and "would cause a huge amount of turbulence for all of us".
- Michael Noonan - "Ireland's finance minister...would like to encourage Greece to stay in the euro region. Adds that euro finance ministers are "not planning a Greek exit".
- Angela Merkel - "Greeks are paying for past mistakes and that she is "concerned about Greece". She adds that Greece will "always" stay an EU member and doesn't expect solidarity with Greece to end."
- Didier Reynders - "Belgium's finance minister, has said it would be a "catastrophe" if Greece left the euro as it would risk contagion."
- Luc Frieden - "Luxembourg Finance Minister is confident that Greece will comply with the terms of its bailout. Why? Because no compliance, no aid."
- Jose Manuel Garcia-Margallo - "Spanish Foreign Minister has blamed Greece for his country's high bond spreads over German bunds today."
- Maria Fekter - "Austrian Finance Minister says a country such as Greece can't leave the eurozone but it can leave the EU."
En fjármálaráðherrar evrusvæðis hittust seinnipartinn í dag, og ráðherrarnir voru spurðir af fréttamönnum á leiðinni inn í ráðstefnuhúsið.
Þegar ráðherrarnir komu út af fundinum, hvöttu þeir gríska stjórnmálamenn til að finna lausn sem myndi fela í sér að Grikkland mundi standa við "skuldbindingar" sínar og halda evrunni.
Yfirlísing sem sennilega mun lítil áhrif hafa á gang mála.
Paul Krugman segir Evruna geta rústast á næstu mánuðum!
Eins og sést þá tekur Krugman frekar stórt upp í sig!
Paul Krugman - Eurodämmerung
Some of us have been talking it over, and heres what we think the end game looks like:
1. Greek euro exit, very possibly next month.
2. Huge withdrawals from Spanish and Italian banks, as depositors try to move their money to Germany.
3a. Maybe, just possibly, de facto controls, with banks forbidden to transfer deposits out of country and limits on cash withdrawals.
3b. Alternatively, or maybe in tandem, huge draws on ECB credit to keep the banks from collapsing.
4a. Germany has a choice. Accept huge indirect public claims on Italy and Spain, plus a drastic revision of strategy basically, to give Spain in particular any hope you need both guarantees on its debt to hold borrowing costs down and a higher eurozone inflation target to make relative price adjustment possible; or:
4b. End of the euro.
And were talking about months, not years, for this to play out.
Kem með augljósa svarið við þessu - já sannarlega má fastlega búast við því, að ótti dreifist víðar um S-Evrópu, og það verði töluvert um fjármagnsflótta til N-Evrópu, sem getur mjög vel ógnað lausafjárstöðu banka á Spáni, Ítalíu og Portúgal.
Þetta er í reynd sambærilegt ástand við þ.s. ríkti í desember til byrjun janúar - og ég tel að sama lausn og þá var notuð, geti virkað aftur.
Viðbrögðin eru þá LTRO 3 - Seðlabanki Evrópu getur endurtekið svokallaða LTRO aðgerð sem framkvæmd var í desember og febrúar, en í þetta sinn væri framkvæmd aðgerð cirka álíka stór, og hinar tvær saman-lagt. Það er að cirka 1.000 ma. væri dælt á einu bretti út í peningakerfi evrusvæðis.
Seðlabanki Evrópu - getur enn einu sinni slakað á kröfum um hvað akkúrat telst vera gild veð, og í reynd slakað á því eins mikið og bankanum sýnist.
En margir hagfræðingar óttast að fjöldi banka hafi ekki lengur nægilega góð veð upp á að bjóða - en Seðlabanki Evrópu hefur lækkað standardinn á veðum þegar oftar en einu sinni, fræðilega getur hann lækkað hann svo mikið, að veð séu meira formsins vegna. Spurning hve langt óttinn getur teymt menn, þegar á reynir.
Menn gera ímislegt þegar tilvistarkreppa skellur á - En Seðlabankinn stendur frammi fyrir þeim möguleika, að getað lent í því að hann hætti að vera til, ef evran fellur um koll. Allir bankaráðsmennirnir, starfsmenn bankans - missi vinnuna. Þá synda menn sennilega frekar en að drukkna.
Auðvitað er mögulegt að einhver hindri slíka aðgerð t.d ríkisstj. Þýskalands - en ég held eins og ég hef sagt áður, að þegar á reyni þá muni pólitíkusar Evrópu frekar kjósa þá aðgerð, sem virðist minna hættuleg - þ.e. prenta ef hinn valkosturinn er hrun. Prentun verði "default" eða þ.s. menn framkvæma, þegar öll önnur sund eru lokuð. Þannig er það.
Afleiðing ekki hrun - heldur "Stagflation" þ.e. verðbólga í samdrætti, og vaxandi því meir sem kreppan vex og menn hrapa dýpra inn í prentun sem hina síðustu reddingu.
Eftir því sem næsta krýsa - og næsta krýsa, kallar á frekari prentun. En þetta á eftir að vera grunar mig löng röð enn af krýsum, og prentun rétt svona í startholum miðað við þ.s. fyrir rest mun hafa verið prentað.
Auðvitað getur þetta allt fallið á hliðina - einhvers konar lömun tekið við eða þá sauðþrjóska, um að menn gefi ekki frekar eftir sín prinsipp. Þannig að ekki fáist fram þau inngrip sem þarf til - svo allt í einu verði stóri skellurinn.
Fleiri áhugaverðar skoðanir!
BBC - Robert Preston - Could the euro survive a Greek exit?
Mohamed El-Erian - The eurozone must shrink to survive
Arvind Subramanian - Greeces exit may become the euros envy
Charles Hugh Smith - A Crazy Idea That Might Just Work: Greece Should Adopt The US Dollar
Der Spiegel International - Greece Can No Longer Delay Euro Zone Exit
Bendi sérstaklega á að lesa fréttaskýringu Der Spiegel, sem er á ensku en upphaflegur texti var birtur, sl. föstudag í þýsku útgáfunni.
Virkilega góð og vönduð fréttaskýring.
En þar kemur fram, vel fram - hve gersamlega ónýt hin hefðbundna pólitíska elíta á Grikklandi er.
Þannig að kosning Syriza flokksins, er ekki síður uppreisn almennings, gegn spillingunni og óráðsýgjunni, en aðgerðum þeim sem neitt hafa verið upp á Grikkland.
Ef við berum Ísland við Grikkland, þá var í báðum löndum þjóðin í reynd rænd - en meðan það var spilling í viðskiptalífinu hér, þá í staðinn á Grikklandi eru það pólitíkusar sem virðast sjá það sem sitt helsta hlutverk, að rupla og ræna sjóði landsins til þess að verða persónulega ríkir.
Formaður Syriza nýtur þess því, að vera ekki hluti af gömlu elítunni.
Í reynd væri drögmuvæðing góður hlutur í því samhengi að því leiti, að þá geta þeir ekki lengur spilað þann leik að hirða ofurlaun sem færð eru á bankareikninga erlendis nær samstundis.
En drögmuvæðing mun minnka mikið raunvirði launa þeirra, og þ.s. meira er - að meira að segja þeir myndu ekki svo auðveldlega geta fært þau laun yfir á erlenda reikninga.
-------------------------------
Skoðun El-Erian er einnig áhugaverð, en hann vill nú að evrusvæðis skapi þegar í stað eða sem fyrst, útleiðir fyrir þjóðir sem ekki geta líklega látið dæmið ganga upp innan evrunnar. Þetta verði undirbúið og skipulagt, þannig tjónið lágmarkað. Annars geti að hans mati evran liðið undir lok.
-------------------------------
Indverski hagfræðingurinn, bendir á að í reynd geti drögmuvæðing reynst evrunni hættulegt, ekki vegna þess að endilega muni Grikkland enda í efnahagslegu hildýpi, heldur geti það öfuga átt við - að í kjölfar snöggrar niðursveiflu sem fyrst myndi eiga sér stað, myndi koma skömmu síðar uppsveifla.
Að drögmuvæðing myndi flýta fyrir viðsnúningi. Og að, það myndi síðar meir hvetja flr. þjóðir til að yfirgefa evruna.
Áhugavert að sjá viðhorf indversks hagfræðings. En Asíumenn eru orðnir mjög skeptískir.
-------------------------------
Herra Smith er rithöfundur en ekki hagfræðingur, og ég læt hann fylgja með meira til gamans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki vonlaust að bjarga Evrunni? það breytir engu hversu miklum peningum er ausið í jaðarríkin sem hanga á bláþræði þau eru ekki og verða aldrei samkeppnishæf með Evruna, þau munu aldrei geta endurgreitt það fé sem þeim er lánað til að halda sjó í óbreyttu ástandi, ekki bætir úr þegar þeim er gert að skera niður og minnka enn umsvifin hagkerfunum. það kemur að því að það hætta allir að trúa á lausnir Angelu Mekel og hvað gerist þá, prentun, áhlaup á banka og allt heila klabbið spíralar niður í þinni ástkæru stagflation.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:31
Til að rétta sig við - þurfa löndin í S-Evrópu að hafa lægri verðbólgu en N-Evrópa út áratuginn, þá hækka laun líklega hraðar í N-Evr.
Samtímis þarf evran að raunverðfalla, þ.e. fræðilega unnt að láta gerast - ef verðbólga í evru er meiri en í samkeppnislöndum utan evru, en samtímis að laun hækka minna en nemur verðbólgunni í þeim löndum, sem þurfa að vinna upp samkeppnisforskot.
Löndin í N-Evrópu þ.s. þau þurfa síður að bæta sína samkeppnishæfni, myndu þá heimila launahæakkanir í samræmi við verðbólgu - - sem myndi einmitt samtimis skila því að þau þá munu hafa hærri bólgu en löndin í S-Evrópu.
Ef löndin í N-Evrópu geta sætt sig við þetta ástand út áratuginn, geta fræðilega löndin í S-Evrópu náð til baka töpuðu samkeppnisforskoti bæði út á við og inn á við.
Samtímis, ef verðbólgan er næg til þess, þá raunverðfalla skuldirnar einnig, en það virkar einungis gagnvart tekjum sem koma frá öðrum gjaldmiðlum, sem ervran þau raunverðfellur gagnvart og lífskjör innan hennar raunverðfalla gagnvart.
Þá þurfa þjóðirnar í vanda að sækja sér gjaldeyristekjur alveg eins og við, ef bætt samkeppnishæfni skilar auknum útflutningi þá er fræðilega með þessu unnt að ná aftur til baka nægilegum hagvexti í löndum S-Evrópu að þau nái aftur að vinna sig til baka til sjálfbærni.
----------------------
Auðvitað ef þjóðirnar í N-Evrópu eru ekki til í slíkt, þá mun líklega það gerast að löndin í S-Evrópu heltast úr lestinni, eitt eftir öðru.
Það væri einnig slæmt fyrir löndin í N-Evrópu, því þá verða þeirra bankakerfi fyrir gríðarlegu tjóni.
Meira að segja Þýskaland myndi geta komist í erfiðann skuldavanda í slíkri sviðsmynd, svo að jafnvel myndi það eiga erfitt með að forða sjálfu sér frá gjaldþroti.
En það má vera að þó þessi sviðsmynd skili verri útkomu fyrir N-Evrópu þjóðirnar, að þær samt velji hana í skammsýni.
------------------
En í slíku tilviki myndu sennilega þjóðir S-Evrópu vera fljótari að ná sér, eftir greiðsluþrot - upptöku eigin gjaldmiðils.
Sem myndi þá líklega hvetja þjóðir N-Evrópu til að gera líkt líkt.Reynd er líkleg útkoma þeirrar leiðar, gjaldþrot Frakklands, Belgíu og Austurríkis að auki. Þannig að þá flosnar evran líklega upp með öllu.
Þýskaland þá tekur aftur upp markið sitt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.5.2012 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning