Hinar miklu sandauðnir tunglsins Títan!

Ég held að það komi líklega mörgum á óvart að heyra, hvar í sólkerfinu er að finna mestu sandauðnir alls sólkerfisins. Flestir myndu ímynda sér að það væri á Mars, sem er nánast samfelld köld eyðimörk. En þvert á móti, tungl Satúrnusar Títan, þar má finna sandhöf og sandöldur sem taka langt því fram sem finnst nokkurs staðar annars staðar í Sólkerfinu. Hverjum hefði dottið það í hug?

Samanburður sandhaf við miðbaug á Títan, efri mynd, og sandauðn í Namibíu.

http://blogs.discovery.com/.a/6a00d8341bf67c53ef016762b0467d970b-pi

Það sem merkilegt er ekki síst eru áhrif þyngdaraflsins á myndun sandalda á Títan, en þar er mun minna þyngdarafl sem þíðir að sandöldurnar verða mun hærri og oft gríðarlega langar. Þær sem sjást á eftir hluta myndarinnar sem sýnir svæði á stærð við Bandaríkin, sem setur sandöldurnar sem sjást á þeirri mynd í allt annan skala en á neðri myndinni.

Öldurnar á efri myndinni, eru mörg hundruð kílómetra langar, allt að 100 metra háar og km. á breidd.

Myndirnar af sandöldum á Títan eru teknar af geimkannanum Cassini, og þ.s. andrúmsloftið á Títan er 2-falt þykkra en á Jörðinni, og einnig ógagnsætt vegna misturs - eru þær teknar með radar.

Sjáið hvernig sandöldurnar á Títan, sveigjast utan um kletta - vegna þess að vindurinn sem myndar þær sveigist um þær sömu klettamyndanir, alveg með saman hætti og á Jörðunni.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hvernig sandöldur sveigja utan með gíg, sem líkindum er eftir loftstein.

Samfelldur sandsjór er á Títan allan hringinn umhverfis miðbaug tunglsins, og virðist ná í báðar áttir frá miðbaug Títan allt að 30° breiddargráðu norður og suður.

Ef maður ímyndar sér að róbotísk flugvél eða loftbelgur eða loftskip verði einhverntíma sent á þessar slóðir, þá myndi tunglið líta út ekki ósvipað og menn hafa ímyndað sér eyðimerkur plánetuna Tatooine í Star Wars seríunni, eða Frank Herbert ímyndaði sér pánetuna Arrakis í Dune seríunni. En eins langt og sá samanburður nær, þá er yfirborðshitastig gerólíkt þeim ímynduðu plánetum, hvað þá yfirborðshita t.d. í Sahara hér á Jörð.

"Titan's surface temperature is about 94 K (−179 °C, or −290 °F).

Brr - óvarinn maður myndi sennilega frjósa í gegn á sekúndum. Það hefur einnig áhugaverðar afleiðingar, nefnilega þá að sandurinn hefur allt - allt aðra efnasamsetningu, en hér á Jörð.

En þó ekki þá sem flestum myndi detta í hug - þ.e. vatns-ís.

"“Understanding how the dunes form as well as explaining their shape, size and distribution on Titan's surface is of great importance to understanding Titan's climate and geology because the dunes are a significant atmosphere-surface exchange interface,” Nicolas Altobelli explains." - "“In particular, as their material is made out of frozen atmospheric hydrocarbon, the dunes might provide us with important clues on the still puzzling methane/ethane cycle on Titan, comparable in many aspects with the water cycle on Earth,” the ESA Cassini scientist concludes."

Mjög merkilegt - sandurinn í sandöldunum er gerður úr sannarlega ís, en eins og sést er það frosið kolvetni - magnað! Líklegast megni til etan-ís.

Það vill nefnilega svo til, að á tunglinu rignir kolvetni (etan og metan) úr skýjum, og það myndar stöðuvötn og lítil höf á svæðum nærri Norður- og Suður-skauti Títan.

Einna helst virðist rigna við skautin. Meðan að svæðið í grennd við miðbaug sé mjög þurrt, og því geti það myndað þessar óskaplega umfangsmiklu sandbreiður.

Við skautin má einnig finna árfarvegi - merki þess að þeir fyllist og tæmist þegar regntímabilið kemur eða fer.

Mynd af árfarvegum tekið af kannanum Hugyens!

http://photojournal.jpl.nasa.gov/jpegMod/PIA07236_modest.jpg

Títan er sem sagt eina veröldin í Sólkerfinu fyrir utan Jörðina sjálfa, þ.s. staðfest er tilvist yfirborðsvökva í umtalsverðu magni, sjá myndir af stöðuvötnum - radarmyndir.

Og sá vökvi er talinn vera megni til kolvetni "hydracarbons."

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/4/4b/Liquid_lakes_on_titan.jpg

Andrúmsloft Títan er einnig áhugavert, en þar má finna ský samsett úr etan og metan dropum eða metan etan ískrystöllum. Einna helst nær skautum Títans. Klárt er að þar rignir, sérstaklega í nágrenni skautanna.

Samsetning andrúmslofts:
Stratosphere:
98.4% nitrogen (N2),
1.4% methane (CH4);
Lower troposphere:
95% N2, 4.9% CH4

Sbr. andrúmsloft jarðar, samsetning:

78.08% nitrogen (N2)[3]
20.95% oxygen (O2)
0.93% argon
0.038% carbon dioxide
About 1% water vapor (varies with climate)

Í báðum tilvikum er nitur megnið af efnisinnihaldi lofthjúps, en ekkert súrefni er að finna í lofthjúp Títan, ef það væri til á Títan væri það frosið sennilega mörgum lögum undir.

Líklegasta efnisinnihald vatnanna á Títan skv. tölvumódelum:

"According to a computer model developed by Daniel Cordier of the University of Rennes, three-quarters of an average polar lake is ethane, with 10 per cent methane, 7 per cent propane and smaller amounts of hydrogen cyanide, butane, nitrogen and argon."

Ligeia Mare stærsta vatnið hingað til staðfest á Títan, stærra en "Lake Superior"

File:PIA10008 Ligeia Mare crop.jpg

Vangaveltur eru uppi um hugsanlegt líf á Títan!

"It has also been suggested that life could exist in the lakes of liquid methane on Titan, just as organisms on Earth live in water. Such creatures would inhale H2 in place of O2, react it with acetylene instead of glucose, and exhale methane instead of carbon dioxide. " - "Evidence for this form of life was identified in 2010 by Darrell Strobel of Johns Hopkins University; an over-abundance of molecular hydrogen in the upper atmospheric layers, which leads to a downward flow at a rate of roughly 1025 molecules per second. Near the surface the hydrogen apparently disappears, which may imply its consumption by methanogenic lifeforms....Another paper released the same month showed little evidence of acetylene on Titan's surface, where scientists had expected the compound to accumulate; according to Strobel, this is consistent with the hypothesis that acetylene is being consumed by methanogens."

Á þessari stundu eru þetta ekkert annað en skemmtilegar tilgátur. En óneitanlega væri það áhugavert ef þetta síðar meir reyndist vera svo.

Þá væri það þar með sannað, að líf í alheiminum mun geta þrifist við miklu mun fjölbreyttari skilyrði en hingað til hefur verið talið líklegt.

Verur frá slíkum plánetum, ættu mjög erfitt með að sækja okkur hingað heim þ.s. þær væru úr efnum, sem líklega eru lofttegundir hér - myndu sennilega brenna upp eða springa í tætlur við okkar hitastig eða hvort tveggja.

Og öfugt, ef maður reyndi að ganga um á Títan í búningi, þá myndi landið bráðna undan honum og sá sökkva beinlínis niður, og sá gæti sokkið bísna langt niður alla leið niður í vatnshafið undir.

 "Titan is 5,150 km across, compared to 4,879 km for the planet Mercury, 3,474 km for Earth's Moon, and 12,742 km for the Earth." 

Talið er að undir yfirborðinu óþekkta km. niður, sé haf af vatni í bland við ammóníak, og enn dýpra sé hreinn vatnsís, svo á endanum kjarni af grjóti.

Talið er líklegt að á Títan séu eldfjöll, sem gjósi vatni sbr. "cryo volcanism."

Við yfirborðshitastigið verður vatnið fljótt að ís, og hart nærri því sem berg.

Ég get ekki ímyndað mér að flaug geti lent á Títan nokkru sinni né tekið aftur á loft - en allt myndi springa í tætlur ef einhver reyndi flugtak, svipuð áhrif og hraun rennur yfir vatn. 

Myndast feykilegur gufuþrýstingur og farið myndi springa í tætlur.

Unnt er að senda róbotísk för eina leið niður, eins og Hugyens í fallhlhlýf. En í framtíðinni má vera að unnt verði að senda för sem myndu notfæra sér þykkt loftsins, þ.e. þau myndu svífa eða fljúga.

En ég á ekki von á því að mannkyn geti nokkru sinni gengið á þessari veröld.

Þannig séð, að ef það eru til verur á íshnöttum í öðrum Sólkerfum, þá munum við og þær ekki geta keppt um sömu plánetur.

Það sama myndi eiga við aðra fræðilegar verur byggðar á silikon grunni, að þær myndu þrífast við mörg hundruð til þúsund gráður celsius. Og að sama skapi væru þeirra veraldir og okkar gersamlega ónothæfar hverjum öðrum, því engin samkeppni.

Líklegast er þó talið að flestar verur verði á grunni kolefna, og vatns. Muni anda súrefni. Svo þá er klár hætta á samkeppni um plánetur sem hugsanlega finnast þarna úti.

Heimildir:

Hypothetical types of biochemistry

Titan (moon)

Titan's Great Dune Seas Rival Science Fiction Worlds

Titan Sand Dunes Betray Moon's Geological History

Tímaritið Astronomy tölublað, apríl 2012.

 

Niðurstaða

Það er gjarnan sagt að alheimurinn sé furðilegri og stórkostlegri en við erum fær um að ímynda okkur. Og það virðist raunverulega svo. Eða hver hefði getað ímyndað sér að hið frosna tungl Títan hefði stærstu sandölduhöf í Sólkerfinu, eða að tungl Júpiters Io, væri sá staður í sólkerfinu þ.s. lang - lang mest er af eldvirkni. Eða, að á tunglinu Evrópu sem einnig snýst um Júpíter væri að finna höf undir ísbreiðunni. Í reynd er talið í dag, að slík höf undir yfirborði sé að finna víða undir yfirborði ístungla, eins og Callysto og Ganimede o.flr. Einnig Tríton.

Síðan hefði enginn getað ímyndað sér þá fjölbreytni pláneta sem hafa verið að finnast á undanförnum árum.

Þ.s. best er, að megnið af fyrirbærum alheimsins eru enn óþekkt. Svo við getum lengi áfram haldið áfram að fyllast undrun og lotningu yfir því hve veruleikurinn er stórfenglegur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Einar Björn. Athyglisvert og deyfði huganum aðeins, en ekki eins mikið eins og ætlast var til. Er þetta þitt helsta áhyggjuefni núna, þegar forysta stjórnarandstöðunnar hefur ekki heilindi eða dug í sér til að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina?

Ég hefði borið virðingu fyrir þessari fræðslu þinni við aðrar kringumstæður, en ekki eins og málum landsmanna er háttað núna.

Hefur forysta stjórnarandstöðunnar ekkert þarfara að gera en að koma með svona útspil, þegar Bankaræningjar Halldórs Ásgrímssonar eru að hrekja fólk út á götu, og sundra fjölskyldum þessa lands?

Kannt þú ekki að skammast þín?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 23:14

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hefur lítinn tilgang að skjóta nema að það sé sæmilegar líkur á að hitta, virkar veikt að endurtaka slíka leiki ef þeir hafa líkur til að hafa árangur sem erfiði - þ.e. vitað að Hreyfingin ver hana falli, það gerir tiltekinn fyrrverandi þingmaður Framsóknar einnig.

Þ.s. sameinar stjórnarliða er að hversu mikið sem þau hata hvert annað, þá hata þau stjórnarandstöðuna enn meir - þau standa saman algerlega út frá neikvæðum formerkjum, að hindra að hinir komist að eins lengi og þau geta, þ.e. það eina sem þetta sníst um hjá þeim nú, að vera hindrun.

Skaðinn verður mikill fyrir rest, en þ.e. ekkert sem er unnt að gera, meðan sem er innan marka laga og réttar.

Hið minnsta var þetta áhugaverður fróðleikur - held ég þarna að ofan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.5.2012 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband