Hversu alvarlegt væri gjaldþrot Grikklands fyrir evrusvæði?

Það er umdeilt atriði hversu alvarlegur hlutur það væri - en vangaveltur um gjaldþrot Grikkland hafa komist aftur á flug, en athygli vöktu ummæli formanns stjórnmálaflokks á Grikklandi, "Lýðræðislegt Vinstri" sem formaður grískra krata í PASOK var í viðræðum við um stjórnarmyndun:

Fotis Kouvelis - "We have made it clear the Democratic Left party will not take part in a coalition government of New Democracy and PASOK."

Þetta virðist í reynd algerlega útiloka þáttöku þess flokks. Nema Pasok og Nýtt Lýðræði söðli alveg yfir, sem alls ekki virðist líkur á. Fræðilega væri unnt að ræða við einn flokkinn enn, þ.e. "Sjálfstæðir Grikkir" en best að muna, að sá flokkur er klofningur frá Nýju Lýðræði, þingmenn sem voru reknir af leiðtoga Nýs Lýðræðis fyrir að greiða atkvæði gegn niðurskurðaraðgerðum, sem skipun var gefin um frá stofnunum ESB og Berlín. Þannig að líkur sýnist mér litlar sem engar.

Svo eins og ég hef sagt undanfarna 3 daga, virðist allt stefna í nýjar kosningar á Grikklandi!

Alexis Tisipras (til vinstri) formaður "Bandalags Róttækra Vinstrimanna eða Syriza" og Fotis Kouvelis (til hægri) formaður "Lýðræðislegs Vinstri" - menn sem ef til vill verða stjórnendur Grikklands eftir þingkosningar í júní!

Hversu alvarlegt mál fyrir evruna væri gjaldþrot Grikklands?

Nokkrar skoðanir:

  1. Dutch Prime Minister Mark Rutte - "Although it is the eurozone's "policy" to hold on to Greece, the eurozone would not fall apart if Greece leaves, he said..."
  2. "Fitch says it would be likely to put all the euro nations on negative watch (ie. under consideration for a ratings downgrade) if Greece leaves the single currency.  rance, Ireland, Italy, Portugal, Spain , Slovenia, Belgium and Cyprus would be at most risk of downgrade if Greece leaves euro, Fitch said. "
  3. Ambrose Evans-Pritchard er einn af þeim sem telur afleiðingar gjaldþrots Grikklands alvarlegar fyrir evrusvæði - "Europe's nuclear brinkmanship with Greece is a lethal game."

Ég er ekki á því lengur að gjaldþrot Grikklands muni endilega þurfa að framkalla hrikalegar afleiðingar fyrir fjármálakerfi evrusvæðis og evruna - en taldi það fram að síðustu áramótum að svo væri líklegt.

En málið er, að þegar Mario Draghi hóf prentun sbr. svokölluð "LTRO" aðgerð í desember, síðan aftur í febrúar, samtals rétt rúmlega 1.000 ma.€ dælt inn í bankakerfi evrusvæðis.

Þá tel ég að líkur á hruni í tengslum við gjaldþrot Grikklands hafi minnkað - verulega.

Ástæðan er sú, að það er nú búið að setja fordæmi fyrir því að redda stórfelldu hættuástandi innan fjármálakerfis evrusvæðis af því tagi sem var til staðar seint í desember og byrjun janúar - með prentun.

  • Ég hef séð áætlanir um kostnað fyrir fjármálakerfi evrusvæðis af gjaldþroti Grikklands - upp á 800ma.€.
  • Þetta er kostnaður vel umfram eiginlegar skuldir gríska ríkisins - en þá er verið að leitast við að kasta tölu á kostnað sem myndi fylgja óróa, t.d. auknum ótta fjárfesta gagnvart öðrum löndum í S-Evrópu, auknum lántökukostnaði - fjármagnsflótta o.s.frv. frá þeim, ekki síður en Grikklandi.

Eiginlega eini aðilinn á evrusvæði sem er fær um að róa slíkt ástand - er Seðlabanki Evrópu.

Og hann hefur þessa einu leið til þess, að dæla peningum út í kerfið.

Það er einmitt þ.s. ég á von á að muni eiga sér stað.

Að í kjölfar yfirlísingar Grikklands um gjaldþrot - líklega í seinni hl. júní að afloknum öðrum þingkosningum, og stjórnarmyndun þ.s. stjórn flokka andvígir svokallaðri björgun mun líklega taka við völdum; muni vera sett af stað af hálfu Seðlabanka Evrópu 3. peningadæluaðgerðin - líklega þá eins stór og hinar 2 á undan samanlagt.

1.000ma.€ ætti að duga til að róa mál nægilega niður, til þess að brotthvarf Grikklands komi ekki til með að framkalla einhvers konar - hrun.

Auðvitað er það fræðilega hugsanlegt að - einhver háttsettur berji í borðið t.d. í Þýskalandi og hindri slíka peningadælu.

En ég efast um það - bendir á áhugaverðan hlut í því samhengi:

Schäuble ready to tolerate German inflation

Það er eins og að stjv. í Þýskalandi séu farin að undirbúa jarðveginn í Þýskalandi, þýsku þjóðina - fyrir aukningu í verðbólgu, fyrir einhverja bylgju af verðbólgu sem kann að ganga yfir.

Við erum ekki að tala um bylgju af þeim skala sem hér skall á, þegar ísl. bankahrunið varð.

En verðbólga getur farið upp um 3-5% á evrusvæði, og náð jafnvel 5-7% í Þýskalandi. Sérstaklega ef prenta þarf aðra 1.000ma.€ umfram þ.s. ég nefndi að ofan.

En önnur krýsa er að gerjast á sama tíma - þ.e. á Spáni.

Spænska stjórnin tók yfir Bankia banka sem hafði verið búinn til með samruna nokkurra sparisjóða á Spáni, sem voru djúpt sokknir í vandræði af völdum slæmra húsnæðislána - það kom í ljós að það að skella gjaldþrota sjóðum saman, var ekki redding fyrir rest - bjó bara til gjaldþrota banka.

Enn er ekki endanlega komið í ljós hve mikil aukning skulda spænska ríkisins verður, en yfirtaka BANKIA er líklega bara byrjunin á því uppgjöri sem þar þarf að framkvæma, sjá fréttaskýringu BBC:

Will Spain suffer an Irish bust?

  • En jafnvel þó Spánn sé í vandræðum, á ég ekki von á hruni evrusvæðis - lengur.
  • Það verður þá meiri verðbólga - eftir því sem vandræðin verða umfangsmeiri.
  • Því þá er sífellt stærri tölum varpað út í verðlag - með prentun Seðlabanka Evrópu.

Ég hallast að því nú - að Þýskaland muni láta þá verðbólgu yfir sig ganga, og ekki sjálft sprengja evrusamstarfið.

Ég tek þó mér þann rétt - að skipta aftur um skoðun um það atriði, hvenær sem mér sýnist svo!

 

Niðurstaða

Ég er að segja, að gjaldþrot Grikklands muni valda verulega miklum hávaða á evrusvæði, þ.e. óróa í fjármálakerfinu sennilega miklum, og óróa á mörkuðum fyrir skuldabréf ríkja í S-Evrópu, að auki verulegum fjármagnsflótta frá ekki bara Grikklandi heldur einnig öðrum ríkjum á evrusvæði í S-Evrópu.

En ég tel nú að Mario Draghi Seðlabankastjóri Evrusvæðis, muni bregðast við þeim óróa með það stórri prentunaraðgerð, að sá órói muni ekki koma til með að framkalla snjóboltaáhrif sem fræðilega myndu jafnvel getað endað með hruni fjármálakerfis Evrópu, endalokum evrunnar.

Þess í stað muni Seðlabanki Evrópu fara í hlutverk slökkvilyðs, og dæla - dæla peningum á bálið, þar til að það mun sjatna og róast.

Afleiðingin er þá einhver verðbólga - einhver smá bylgja af verðbólgu.

Ekkert hrikalegt miðað við þ.s. við sjáum hér á Íslandi gjarnan, en meir en kjarnaríki Evrópu hafa verið vön sl. 2 áratugi.

Við þetta líklega gengisfellur evran nokkuð - hve mikið kemur í ljós þegar þar að kemur.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Seðlabanki Evrópu mun ekkert gera fyrr en eftir fund Hollande og Merkel 24 mai. Það er plott í gangi að hálfu Spán, ítalíu og mögulega Frakkland,  um að krefja Þýskaland um samþykki fyrir sameiginlegri skuldabréfaútgáfu til bjargar.  Þessu hefur Merkel ávalt neitað.

Svo er einnig spurning hvernig launakröfur hins almenna þjóðverja ráðast. Þeir hafa ekki fengið launahækkun sl.10 ár og meðþví hafa þau drifið útflutning þjóðverja. 

Eru þjóðverjar ekki búnir að fá nóg. + Obama er hótandi að loka landamærum sínu gagnvart innflutningi.  Það er ekki tilviljun að hann vilji tala við Hollande áður en Hollande fundar með Merkel.

Hvað sem gerist á þessum dögum, þá er víst að Evran mun fallaog jafnvel samstarf ESB mun hristast verulega.

Eggert Guðmundsson, 11.5.2012 kl. 22:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg örugglega munu þau þrýsta á slíkt eina ferðina enn, og Merkel mun eina ferðina enn þverneita. Til að taka af allann vafa, er ég ekki að vonast eftir hruni evrunnar - á hinn bóginn er mér alveg sama um hana, nema að því leiti að hrun hennar fylgdi verulega efnahagslega boðaföll, þeim vil ég frekar sleppa - því það myndi einnig skaða okkur; ég er á því að við eigum ekki að vonast eftir slíkri útkomu.

Ég er ekki áhugasamur um að við göngum þarna inn, en ég raunverulega held að evran sennilega hafi þetta, tek fram að ég er þó á því enn - að hrunlíkur séu umtalsverðar, en að þær séu nú minni en 50%.

----------------------------------

Ég er á því að prentun Seðlabanka muni eiga sér stað, bankinn sjálfur taki þá ákvörðun. Sennilega rétt að hann mun bíða fram á 11. stundu eins og síðast, er seint í sl. des. leit út að evran gæti hrokkið af þá og þegar.

Þ.e. ekki síst vegna þess, að ríkin geta ekki komið sér saman um aðrar nothæfar lausnir.

Að prentun Seðlabanka Evrópu verður "default" þ.e. lægsti samnefnarinn, þangað sem aðilar hrekjast, vegna þess að þ.e. lömun í gangi, of mikið ber á milli til þess að aðilar geti komist að nothæfri niðurstöðu.

Á sama tíma, er kostnaður við að sprengja dæmið í loft upp, það ógnvekjandi - að ég er á því í dag, að löndin muni láta þá verðbólgu ganga yfir sig, sem mun framkallast - þegar kostnaðinum við allar þær bankaendurfjármagnanir sem til þarf, og sama um þá aðstoð við ríki sem til mun þurfa, er allt sett í verðlag.

Niðurstaðan verði ekki beint hrun hennar - en það verði ekki heldur eitthvert hagkerfislegt draumaland. Mér sýnist ekki merki um að evran sem slík auki skilvirkni heildarhagkerfisins, eða en svokallaði viðbótarvöxtur sl. áratugar, sýnist mér hafa einungis verið "credit expansion" þ.e. fjárfestingarboom, þegar slíkt er í gangi samtímis í nokkrum hagkerfum, verður eðlilega aukning í viðskiptum milli landanna meðan bólan færist á hærra stig.

En þetta eins og hjá okkur sprakk vegna Lehmans atburðarins, þá varð það mikið högg á fjármálakerfið, að í framhaldinu sprungu bólurnar á Írlandi og Spáni að auki, það varð samdráttur í Evrópu. Eftir þann atburð, hefur í reynd verið stigvaxandi skuldakreppa í nær öllum aðildarríkjum evru.

Þ.s. við erum að fara sjá, er útkoman af því öllu - ég er á því að það verði "Stagflation" tímabil, svokölluð verðbólguleið - á meðan lækki lífskjör í Evrópu samtímis raunlækki skuldir því virði evrunnar muni minnka.

Fyrir rest klárist þessi leiðrétting, og þá snýr hagvöxtur til baka. En þá verður búin að eiga sér stað umtalsverð raunlækkun lífskjara eins og hér varð, og eins og hér munu þau líklega seint snúa til baka. Með öðrum orðum, tap á lífskjarastigi til langs tíma, jafnvel að fullu og öllu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.5.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband