Atvinnuleysi ungs fólks 53,8% í Grikklandi!

Svokölluð Pan Hellestic Statistics Office, sem sett var upp að kröfu ESB, sem sjálfstæð "Hagstofa" fyrir Grikkland, sem verður að viðurkennast að var framför - þ.s. áður var það gjarnan óljóst hver staða mála raunverulega var; kom í dag með nýjar hagtölur.

Sjá: Press Release.

Ég tæpi á nokkrum atriðum:

  • Atvinnuleysi: 21,7%.
  1. Ungmenni: 53,8% þ.e. 24 og yngri.
  2. 25-34 ára, er það: 29,1%.

Þetta segir það, að það sé líklega áberandi minnst í eldri aldurshópum, til að skila lægra meðaltali.

En skv. þessu er ástandið hjá ungmennum, jafnvel verra en á Spáni.

Á hlekknum að ofan, kemur fram að iðnframleiðsla í Grikklandi minnkaði um 8,1% í mars, og að útkoma 1. ársfjórðungs 2012 sé minnkun um 7,6%.

Ef þetta ástand er borið saman við fyrsta fjórðung 2011, þá minnkaði iðnframleiðsla á grikklandi um 5,7%.

Þetta segir að öfugt við spár stofnana ESB, sé kreppuástandið í Grikklandi versnandi - ekki að skána.

Að, minnkunin sé hraðari í ár en í fyrra.

Ef þið skoðið tölurnar á hlekknum, sést hve alvarlegt þetta er.

Og ofan í þetta allt, heimta stofnanir ESB að gríska ríkið segi upp kringum 180.000 starfsmönnum næstu 3 árin, og miðað við það hve hagkerfið minnkar augljóslega hraðar en gert er ráð fyrir, þá virðist einnig augljóst - að frekari kröfur um viðbótar niðurskurð munu koma fram síðar.

Þ.e. í takt við þróun mála hingað til, blasir við.

Að lokum smá hringavitleysa í tengslum við stjórnarmyndun!

En Venizelos leiðtogi PASOK flokksins hefur í dag verið með umboð til myndunar stjórnar, og hann hitti leiðtoga annarra flokka sem við hann vildu ræða, og hann lét vel af fundi með formanni svokallaðra "Lýðræðislegra Vinstrimanna" - en sá sagði að stjórnarmyndun koma til greina, en sagði eftirfarandi:

"Kouvelis, on the right in the picture below, has said that the proposed coalition would keep the country in the euro but "disengage it from the international bailout", according to Reuters." - "I propose the formation of an ecumenical government that will respect the people's mandate."

Eins og ég skil það, er þetta mjög vinsamleg leið til að segja "nei" við Venizelos, nema sá hafi allt í einu snúist 180° sem ég stórlega efast um - - svo þá mun það líta svo út er Venizelos skilar umboði sínu til forseta Grikklands á morgun, mjög líklega - að Kouvelis hafi verið sanngjarn.

Hann hefur þá líklega skapað Kouvelis smá áróðursforskot þegar kosningabaráttan hefst fyrir alvöru.

En Kouvelis er ekki að fara að framkvæma pólit. sjálfsmorð - þ.e. ljóst.

Niðurstaða

fHagtölurnar grísku segja það sem í reynd reikna mátti með, en sl. mánuði hefur Grikkland verið knúið til harkalegri niðurskurðar en áður, og það var því rökrétt að útkoman af því væri enn meiri samdráttur. Ekki minni, eins og stofnanir ESB eru stöðugt ranglega að spá.

Farsinn í tengslum við stjórnarmyndun hélt áfram í dag - en ég reikna með að honum ljúki á morgun, mjög líklega á morgun.

Þá muni forseti Grikklands lýsa yfir nýjum kosningum, líklega þann 17. júní nk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband