Mjög hálfhuga stjórnarmyndunartilraunir á Grikklandi við það að taka enda!

Alexis Tisipras formaður Syriza flokksins eða Róttækra Vinstrimanna á Grikklandi, afsalaði sér í dag umboði til myndunar stjórnar. Við keflinu hefur tekið Evangelos Venizelos formaður grískra krata í PASOK. Nú eru einungs 3 dagar liðnir af vikunni, en skv. reglum átti hver formaður að fá 3 daga. En formaður meginflokks grískra hægrimanna Antonis Samaras einungis nýtti rétt rúmlega hálfann dag. Og Alexis Tisipras nýtti einn.

Þetta sýnir hve lítil alvara virðist í þessum "stjórnarmyndunartilraunum."

Ekki er þess vænst að Evangelos Venizelos muni hafa neinn árangur heldur af sínum tilraunum.

Þess er vænst að forseti Grikklands tilkynni ekki seinna en á mánudaginn - að nýjar þingkosningar fari fram í júní, talað hefur verið í fjölmiðlum um 17. júní.

Kíkjum aðeins á niðurstöðu kosninganna!

 http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek-election-results-2012-infographic.jpg

Gríska þingið er skipað 300 þingmönnum, svo það þarf fleiri en 150 til að mynda meirihluta.

Ef fylgi Nýs Lýðræðis - efst - og PASOK er talið saman - þriðji; þá sést að þeir hafa ekki meirihluta.

Einnig ef aðrir flokkar eru skoðaðir - þá eru þeir allir andstæðingar svokallaðrar björgunar Grikklands.

Svo það er ekki mögulegt að mynda stjórn skv. þessum úrslitum sem myndi halda áfram með þá niðurskurðaráætlun sem kennd er við björgun.

Þegar á mánudag lágu fyrir yfirlísingar frá stofnunum ESB og frá stjórnvöldum Þýskalands, sem virðast hafa flesta strengi í dag í sinni hendi - að ekki komi til greina að Grikkland hætti við áætlunina, né komi til greina að endurskoða hana til að útvatna þá áætlun.

Það er eins og að helstu persónur og leikendur, hafi þá þegar farið að stara á næstu kosningabaráttu, en svokallaðar viðræður virðast fyrst og fremst, hafa snúist um að setja fram kosningastefnu, ekki síst er þetta áberandi hjá Tisipras - sem setti í gær fram kröfur sem fyrirfram var ljóst að væru óaðgengilegar gömlu valdaflokkunum, en ekki síst Evrópusambandinu og þýskalandi.

Punktarnir hans Alexis Tisipras:

  • The immediate cancellation of all impending measures that will impoverish Greeks further, such as cuts to pensions and salaries.
  • The immediate cancellation of all impending measures that undermine fundamental workers' rights, such as the abolition of collective labor agreements.
  • The immediate abolition of a law granting MPs immunity from prosecution, reform of the electoral law and a general overhaul of the political system.
  • An investigation into Greek banks, and the immediate publication of the audit performed on the Greek banking sector by BlackRock.
  • The setting up of an international auditing committee to investigate the causes of Greece's public deficit, with a moratorium on all debt servicing until the findings of the audit are published.

Þessi leikþáttur heldur áfram eitthvað lengur - meðan Evangelos Venizelos þykist vera að mynda stjórn.

En það væri í tón við fyrri kafla leikritsins, að hann skili keflinu til forseta Grikklands einhverntíma eftirmiðdaginn á morgun, fimmtudag.

Þá getur það hugsast að forseti Grikklands tilkynni um kosningadag, á föstudag.

 

Vek athygli á áhugaverðri frétt Der Spiegel: New Documents Shine Light on Euro Birth Defects

Menn láta gjarnan mikið með það að Grikkland hafi svindlað sér inn í evruna, og segja þá gjarnan með lítilli samúð að grikkir geti sjálfum sér um kennt.

Ég upplifi gjarnan hvernig aðildarsinnar tala um grikki og Grikklands, eins og um einhverskonar réttláta refsingu sé að ræða - mynnir mann á hvernig sama fólk talaði um okkur íslendinga þegar Icesavedeilan stóð sem hæst, að við ættum að borga ekki síst vegna þess að við værum sek.

Graphic: Italy's troubling finances.

 

Eins og sést á myndinni, þá hefur Ítalía aldrei nokkru sinni uppfyllt skilyrðin um evruna!.

Samt var Ítalíu heimilað að vera eitt af stofnríkjum hennar - og skv. frett Der Spiegel, er full ástæða að ætla að Helmut Kohl þáverandi kanslari Þýskalands, hafi tekið fullan þátt í því að spila þann blekkingarleik að Ítalía uppfyllti skilyrðin.

Búin hafi verið til vísvitandi bókhaldsbrella - með fullri vitneskju stjórnvalda í Berlín.

Þetta setur "sviksemi" grikkja í áhugavert samhengi.

Einnig að, þegar evrunni var komið á fót var Þýskaland sjálft með hallarekstur upp á rúm 3% prósent því aðeins umfram reglur, og skuldastöðu upp á rúm 60% eða aðeins rúml. þ.s. átti að heimila.

Þannig var alveg frá fyrsta degi var reglunum um evruna - vikið til hliðar.

Það virðist því að glæpur grikkja hafi verið sá - að svindla án þess að fá heimild til þess frá stóru ríkjunum.

Þetta klassíksa - allir eru jafnir - en sumir eru jafnari en aðrir.

 

Niðurstaða

Alexis Tisipras grunar mig að sé í mjög sterkri stöðu, en kringum 70% grískra kjósenda í reynd hafna björgunaráætlun Grikklands. Sjaldan hafa kjósendur lands tjáð sig svo ákveðið.

En það er ekki nóg - því gömlu flokkarnir greinilega treysta sér ekki, til að brjóta sig undan fjarstýringunni frá Brussel, eða sennilega nánar tiltekið frá Berlín.

Og Tisipras hefur ekki nægilegt fylgi, til að mynda þá stjórn sem hann vill - sem væri skipuð eingöngu flokkum andvígum björgunaráætluninni, án gömlu flokkanna, og án ný nasista.

Eins og sést af framgöngu hans, þá hefur hann skýra stefnu - og hann virðist ætla sér að gera tilkall um forystu í liði anstæðinga björgunaráætlunarinnar.

Það er mjög vel hugsanlegt að það takist hjá honum.

En flokkur hans fékk óvænt næst mest fylgi - og það getur hvatt fjölmarga til að kjósa Syriza sem vilja fyrst og fremst, losna við hina svokölluðu björgunaráætlun.

Þannig að mig grunar að Syriza hafi ágæta möguleika til að bæta enn frekar við sig fylgi, og verða stærsti flokkurinn.

Þá fær hann skv. grískum reglum 50 viðbótar þingmenn.

Og það er frekar líklegt, að þá sé hann fær um að mynda sína draumastjórn.

------------------------------

Það stefnir í áhugaverðann mánuð og spennandi 17. júní.

En eftir mánudag, hafa markaðir í Evrópu verið að falla upp á hvern dag.

Hratt stefnir í að þeir nái aftur þeirri lágstöðu sem þeir voru staddi í, fyrstu vikuna í janúar.

Evrukrýsan er virkilega komin aftur á flug - - en í þessari viku, hafa borist fregnir af því að spænsk stjórnvöld séu við það að taka yfir einn stærsta banka Spánar. Frétt sem hefði tröllryðið öllu, ef ekki væri fyrir Grikklandskrýsuna - Spain set to take big stake in Bankia.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband