Er Alexis Tisipras framtíðarleiðtogi Grikklands? Aðdáandi Hugo Cháves!

Þetta getur verið andlit framtíðarleiðtoga Grikklands, Alexis Tisipras formanns Bandalags Róttækra Vinstrimanna í Grikklandi, sem fúslega viðurkennir að vera aðdáandi Hugo Chávesar leiðtoga Venesuela.

 

File:Alexis Tsipras Komotini cropped.jpg

Samkvæmt mjög áhugaverðri fréttaskýringu Wall Street Journal, virðist sem að Tisipras sé að undirbúa nýja kosningabaráttu: Greek Left Embarks on Coalition Talks.

Skv. fréttum eru eftirfarandi punktar þau viðmið sem Tisipras hefur gefið út:

  • The immediate cancellation of all impending measures that will impoverish Greeks further, such as cuts to pensions and salaries.
  • The immediate cancellation of all impending measures that undermine fundamental workers' rights, such as the abolition of collective labor agreements.
  • The immediate abolition of a law granting MPs immunity from prosecution, reform of the electoral law and a general overhaul of the political system.
  • An investigation into Greek banks, and the immediate publication of the audit performed on the Greek banking sector by BlackRock.
  • The setting up of an international auditing committee to investigate the causes of Greece's public deficit, with a moratorium on all debt servicing until the findings of the audit are published.

Í dag hefur hann verið að ræða við formenn annarra flokka:

Hann hefur gefið út að hann muni ekki ræða við Ný-nasista í Gullnu Döguninni, og formaður kommúnistaflokks Grikkland hefur hafnað viðræðum.

Formaður "Lýðræðislegs Vinstri" hefur formlega samþykkt viðræður - aftur á móti!

En þegar orð hans eru skoðuð geta þau vart talist "diplómatísk" gagnvart formönnum gömlu flokkanna.

"If Mr. Venizelos and Mr. Samaras genuinely regret their catastrophic choices that pulled apart the society, I invite them that by tomorrow when I will meet them to have already sent a letter to the leaders of the European Union and its members that will say that their commitments in a previous letter they sent are not valid,"

The people of Europe can no longer be reconciled with the bailouts of barbarism." - "We want to create a government of leftist forces in order to escape the bailout leading us to bankruptcy [...] We're not going to let in through the window what Greek people kicked out the door."


Antonis Samaras tók þessu ekki vel, og svaraði:

"He's asking me to sign Greece's destruction," - ""Listening to those statements from Mr. Tsipras, we gather that he has absolutely no interest in ensuring the European identity and future of Greece," Mr. Samaras said in televised remarks. "Because that which he refers to...would lead directly to default and exit from the euro."

Einmitt vegna þess hve ódiplómatísk þessi samskipti eru - þá eru þau sennilega vísbending þess efnis, að formennirnir séu í reynd á fullu í kosningabaráttu nú þegar, fyrir endurteknar þingkosningar á Grikklandi - sennilega þann 17. júní nk.

En ef svo er, þá er það þannig séð óvitlaust af Tisipras, að ræða við Lýðræðissinnað Vinstri, sem einnig er andvígt björgunaráætlun Grikklands.

Þá skoðast það frekar þannig, að flokksformennirnir séu að undirbúa tilboð til grískra kjósenda, að ef flokkur Tisipras nái því að verða stærsti flokkur Grikklands í kosningunum í júní, þannig að hann fái þá 50 viðbótarþingmenn sem gríska þingkerfið veitir stærsta flokknum fyrir það eitt að vera stærstur, þá muni þeir tveir flokkar mynda saman ríkisstjórn - hafi þeir fylgi til þess.

  1. Þá standi kjósendur frammi fyrir valinu - vinstrifylkingin þ.e. einhliða gjaldþrot, að neita að greiða skuldir Grikklands, - - sem líklega þíður brotthvarf úr evru.
  2. Eða fylkingu gömlu valdaflokkanna, og áframhaldandi niðurskurðarstefnu.

Leiðtogi hins nýja gríska vinstri, verði Alexis Tisipras.

Á hinum kantinum verði Antonis Samaras leiðtogi hægri flokksins Nýs Lýðræðis, ásamt PASOK. En PASOK þ.e. grískir kratar, virðast þeir sem mest tapa á þeirri tilfærslu kjósenda sem virðist vera að eiga sér stað í Grikklandi.

Spiros Rizopoulos, a political communications strategist and chief executive of Spin Communications, said a second round would probably favor Syriza at the expense of the two mainstream parties. - "Tsipras will do better in a second round. He has momentum at a time when people are ready to listen to anything," said Mr. Rizopoulos. "If he is smart, he will start moving to the center. But politics is all about momentum and he has got the momentum."

Mig grunar að Spiros Rizopoulos hafi líklega rétt fyrir sér, að nýjar kosningar svo skömmu eftir núverandi kosningar, verði vatn á myllu Alexis Tisipras og flokks hans, Bandalag Róttækra Vinstrimanna.

Ég held að auki að kosningastjóri flokks hans hafi akkúrat rétt fyrir sér:

"We expect a climate of terror, that they won't give Greece more money, that banks will run out of money, that we'll be thrown out of the euro zone. It's going to be an effort to bring voters back to the mainstream parties. This is going to be the main challenge for Syriza in the next elections," a party official said.

Eflaust verður þetta algerlega rétt hjá honum - að keyrt verði á full á hræðsluáróðurinn.

  • Það má einnig líta á þau orð, sem vissa staðfestingu þess, að Syriza eins og hann heitir á grísku, sé á fullu að undirbúa kosningarnar í júní.
  • Það séu í reynd ekki í gangi stjórnarmyndunarviðræður - nema í þeim skilningi, að bjóða grískum kjósendum upp á valkosti fyrir næstu kosningar.

 

Niðurstaða

Flest bendir til þess að formenn grísku pólitísku flokkanna séu aftur komnir í fullan kosningaham, enda virðist nú ljóst að ekki verði mynduð stjórn á grundvelli úrslita kosninga sl. sunnudags.

Alexis Tisipras formaður Syriza eða Bandalags Róttækra Vinstrimanna á Grikklandi, hefur stormað fram á sjónarsviðið, og virðist gera fullt tilkall til forystu í grískum stjórnmálum.

Jafnvel þó svo hann sé svo rosalega langt til vinstri, þ.e. á svipuðum slóðum og þeir róttækustu í ungliðahreyfingu Vinstri Grænna á Íslandi, er ekki laust við að maður hafi vissa samúð með honum.

Enda virðist hans flokkur vera helsta von grískra kjósenda, til að velta af sér hinni svokölluðu "Björgunaráætlun Grikklands" þannig að líkur eru á því, að staðan verði sett upp þannig, að Syrisa verði meginflokkur andstæðinga niðurskurðaráætlunar þeirrar sem kennd er við björgun.

Kjósendum verði boðið upp á skýrann valkost, þ.e. Syriza í samstarfi við hinn heldur hófsamari flokk Lýðræðisleg Vinstri eða gömlu valdaklýkurnar í Nýju Lýðræði og PASOK.

Mér virðist mjög mikil líkindi þess, að Tisipras aðdáandi Hugo Cháves verði næsti forsætisráðherra Grikklands, og hann muni strax eftir kosningarnar þann 17. júní nk. gefa út einhliða yfirlísingu um gjaldþrot Grikklands.

Þá er eins gott, að hann lýsi einnig yfir upptöku drögmu, því ef hann gerir það ekki samtímis yfirlísingunni um gjaldþrot - þá mun Grikkland algerlega gersamlega tæmast af peningum, hagkerfið líklega lenda í barter. Sem yrði enn verri staða - en ef hvort tveggja er gert samtímis.

En hætta er á því, að hann skilji ekki það samhengi, enda hefur hann talað um að halda evrunni, en samtímis um að borga ekki þ.s. hann kallar "ólöglegar skuldir."

Hann talar einnig um að þjóðnýta banka og mikilvæg stórfyrirtæki, eins og Hugo Cháves hefur gert.

  • Ef hann stjórnar virkilega heimskulega, sem viss hætta er á.
  • Þá getur hann jarðað gríska hagkerfið mjög djúpt nyðri í efnahagslegu hyldýpi.

Sem getur leitt til enn meiri óstöðugleika - en popúlistar taka gjarnan til þess bragðs, að leita uppi sökudólga þegar það kemur í ljós að stefnan er ekki alveg að virka.

------------------------------

Það þarf ekki að fara þannig - ef stjórnað er af viti út úr þeirri stöðu sem Grikkland verður í við gjaldþrot, sem þíðir upptöku drögmu samtímis, þá getur það skilað því að hagvöxtur verði kominn aftur til baka innan hálfs árs.

Grikkland rétti síðan hratt úr kútnum þaðan í frá.

Sem segir, að það skiptir mjög miklu máli hvernig er stjórnað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TisiPras hefur allt að vinna hann reynir stjórnarmyndun með stóruflokkunum með yfirlýstri stefnu sem hann gefur ekkert eftir með og þeir geta ekki gengið að síðan kynnir hann það vel og rækilega hvers vegna þetta gekk ekki, það leiðir til þess að kosningarnar verða endurteknar og TisiPras og hans flokkur mala endurkosningarnar, fá 50 aukaþingsætin og verður í aðstöðu til að gera hvað sem hann vill.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 09:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það hugsa ég að sé rétt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2012 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband