Stefnir í nýjar kosningar í Grikklandi!

Þetta fullyrða alþjóðlegar fréttastofur, en leiðtogi Nýs Lýðræðis skilaði stjórnarmyndunarumboðinu í dag, aftur til forseta Grikklands. Eftir að hafa að eigin sögn fullreynt að mögulegt væri fyrir hann að mynda nýja stjórn.

Þetta eru vonbrigði, en fræðilega var mögulegt að mynda stjórn fyrir Nýtt Lýðræði, ef skoðaðar eru tölur um úrslit kosninganna.

Antonis Samaras formaður Nýs Lýðræðis - megn hægri flokks Grikklands!

Skv. frétt Financial Times, reyndi Samaras ákaflega bjartsýnan hlut, þ.e. að mynda mjög víðtæka stjórn með öllum flokkum, nema öfgahægrinu í Gullnu Döguninni. Þetta finnst mér mjög merkileg tilraun, því ég botna einfaldega ekki í því að honum hafi dottið í hug að slíkt væri raunhæfur möguleiki, sjá frétt: Greece braces for a repeat of elections.

Skv. kosningaúrslitunum, sýnist mér að fræðilega mögulegt hefði verið - að myndi annan starfhæfann meirihluta, þ.e. Fræðilega geta Nýtt Lýðræði + Sjálfstæðir Grikkir + Lýðræðislegt Vinstri, myndað stjórn með samtals 160 þingmenn, eða 10 í meirihluta. 

Alexis Tisipras formaður hins "Róttæka Vinstris".

File:Alexis Tsipras Komotini cropped.jpg

Hinn ungi Tisipras, virðist vera áhugasamur um að spreita sig sjálfur við stjórnarmyndun, en ég á fjarskalega erfitt með að sjá - með hverjum, ef hann stendur við að hafna bæði PASOK og Nýju Lýðræði.

Þó skv. neðangreindum tölum fræðilega sé unnt að mynda stjórn með 5 flokkum án PASOK og Nýs Lýðræðis. En það getur vart skoðast annað en sem tölfræðilegur möguleiki.

 

Sjá úrslit kosninganna!

Ég fann þessa fínu myndrænu framsetningu á kosningaúrslitunum á vefnum Greek Reporter, sjá:

Greece Election Results 2012 (final numbers).

Ef miðað er við að á gríska þinginu eru 300 meðlimir, þá þarf að algeru lágmarki 151 þingmann til að ná meirihluta.

Samkvæmt því hafa stjórnarflokkarnir Nýtt Lýðræði og PASOK ekki meirihluta þar sem þeir hafa samanlagt, einungis 149 þingmenn. 

Einungis neðangreindir 7 flokkar náðu á þing.

Þetta virðist nánast vonlaus staða frá tilliti stjórnarmyndunar!

 

 http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/greek-election-results-2012-infographic.jpg

Ég get ekki séð að mögulegt sé miðað við þessar niðurstöður að mynda starfhæfann meirihluta - sem styður svokallaða björgun Grikklands. Það virðist ljóst nú - eftir að Samaras hefur gefist upp.

  1. Eins og sést, er Nýtt Lýðræði stærsti flokkurinn - megin hægri flokkur Grikklands.
  2. Svo kemur öfgavinstrið, í svokölluðu "Bandalagi róttækra vinstrimanna." 
  3. PASOK er í þriðja sæti, grísku kratarnir.
  4. Síðan er það klofningsframboð úr Nýju Lýðræði, undir forystu þingmanna sem reknir voru úr þeim flokki, fyrir andstöðu við svokallaða björgun Grikklands.
  5. Þá eru það sannkallaðar vinstri öfgar, grískir kommar.
  6. Svo eru það öfgarnar á hinn kantinn, grískir ný fasistar eða nasistar.
  7. Svo, er það klofningsframboð úr PASOK, hófsamir vinstrimenn í hinu "Lýðræðislega vinstri."

Hrun PASOK er ótrúlegt milli kosninga, en hann missir 30,7%. Næst mestu fylgi tapar Nýtt Lýðræði eða 14,6%. Nokkrir smærri flokkar detta af þingi.

 

Aðrar kosningar 17. júní!

En mig grunar að aðrar kosningar í sumar, væru rússnesk rúlletta.

En það getur allt eins farið á hinn veginn, að þær myndu verða frekara veganesti fyrir uppgang öfgaflokka til hægri og vinstri.

Enda er gríska hagkerfið enn í frjálsu falli - örvænting fer hratt vaxandi. 

Líkur því verulegar á enn meira fylgi öfgaflokka - og þróun í átt að stjórnleysi.

Mín vonbrigði eru með Samaras, en ég get ekki séð að allt hafi verið reynt. En Samaras er bara búinn að láta reyna á þetta í nokkra klukkutíma, og að sögn einungis hugmynd sem var fyrirfram augljóslega dauðadæmd.

En Samaras hafði fræðilega getað myndað stjórn, ef hann hefði haft hugrekki til að snúa aftur við blaðinu, muna eftir hans fyrri gagnrýni á björgunaráætlunina.

En miðjustjórn 3. flokka hefði þá verið a.m.k. hugsanlega möguleg.

 

Niðurstaða

Það virðist stefna í upplausn og stjórnleysi á Grikklandi, en ég á ekki von á því að endurekning þingkosninga, sé líklegt til að skila betri niðurstöðu út frá sjónarhóli þeirra sem vilja áframhald svokallaðrar björgunaráætlunar. Fremur líklegt, að það þing sem þá verði kosið, verði enn meir "extreme."

Það var óþarfi að láta þetta fara þannig - en sennilega ræður sú ofuráhersla sem lögð er á að halda svokallaðri björgunaráætlun áfram, að í stað þess að gera tilraun til að mynda hófsama starfhæfa stjórn, sem myndi stýra Grikklandi í gegnum gjaldþrotsferli, virðist Samaras hafa í reynd ákveðið að lúta vilja utanaðkomandi aðila - hann virðist vera óttaleg gufa hann Samaras.

Hann hafði tækifæri - en lét það sleppa frá sér.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki líklegt að stóru flokkarnir 2 fái enn verri útreið úr endurtekinni kosningu? Síðan er sá möguleiki að stóru flokkarnir 2 klofni.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 11:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þeir hafa klofnað þegar - þ.s. ég óttast er að "Róttækt Vinstri" verði stærsti flokkurinn, fái 50 þingmenn að gjöf skv. grískum þingreglum, og verði þá stjórnarflokkur Grikklands.

Þeirra hugmyndir hefur mér sýnst vera mjög óraunsægjar, jafnvel barnalegar.

Þ.e. vel unn að klúðra Grikklandi í mun verra ástand en nú ríkir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.5.2012 kl. 15:01

3 identicon

Er þetta komið í eitthvað óviðráðanlegt ferli frá sjónarhóli ESB?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 15:22

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég er hið minnsta nær alveg viss, að kosningarnar í júní muni staðfesta andstöðu grískra kjósenda við hina svokölluðu "björgunaráætlun."

Tisipras verður þá sennilega leiðtogi Grikklands.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.5.2012 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband