Grískir kjósendur virðast hafa hafnað "björgun Grikklands"

Þetta kemur fram í glænýrri frétt BBC sjá: Greek main parties 'suffer big losses' at polls. Þær tölur sem fram koma í frétt, eru byggðar á tölum skv. 50% töldum atkvæðum, og eru því líklega nærri endanlegum úrslitum.  Bloomberg er einnig með frétt um málið, sjá: Greek Projection Casts Doubt on New Democracy, Pasok Government. Skv. frétt BBC fá PASOK og Nýtt Lýðræði samanlagt 33,8%. Það getur verið að það dugi þeim fyrir naumum meirihluta þingmanna, þó slík stjórn væri mjög veik. Því vart bógur til að koma í gegn þeim erfiðu málum sem eru framundan. Því ólíklegt að flokkarnir tveir geti fylgt fram - sparnaðar og niðurskurðaráætlun kennd við "björgun Grikklands." En fljótlega eftir kosningar þarf að innleið skv. þeirri áætlun milljarða evra viðbótar niðurskurð, ofan á allann þann niðurskurð sem þegar er búið að framkvæma. Ekkert í mælingum á gríska hagkerfinu, bendir til annars en þetta ár verði enn eitt árið þegar gríska hagkerfið skreppur saman og það mikið.

Sjá einnig frétt: Greeks Punish Mainstream Parties.

 

Tölur skv. frétt:

  1. Nýtt lýðræði: 20% eða 18,9%.
  2. Róttækt Vinstri - Syriza: 16,06% eða 16,6%.
  3. PASOK: 13,8% eða 13,4%.
  4. Sjálfstæðir Grikkir: 10% eða 10,5%
  5. Kommúnistar: 8,5%.
  6. Gullin Dögun - ný fasistar: 6,5% eða 7%.
  • Nokkrir smærri flokkar ná inn á þing.

Það er mjög áhugaverð úrslit að mjög róttækur vinstriflokkur, flokkur harðra "anti" globalista, skuli vera sigurvegarar kosninganna. Skv. þessu þrefaldar hann fylgi sitt.

Sá flokkur hefur tekið mjög harða afstöðu gegn grísku "björgunaráætluninni." Vill að Grikkland lýsi si einhliða gjaldþrota. Formaður hans hefur þegar hafnað áskorun formanns PASOK um - þjóðstjórn til björgunar Grikklandi.

----------------------

Sjálfstæðir Grikkir, mótmæla flokkur á hægri væng grískra stjórnmála tekur sömu afstöðu - að Gríkkland skuli einhluða lýsa sig gjaldþrota. Hætta greiða af skuldum. Formaður þess flokks skv. einni fréttinni, hefur lýst sig andvígann samstarfi við Nýtt Lýðræði.

Sá er fyrrum þingmaður Nýs Lýðræðis, var víst einn af þeim sem formaður þess flokks rak úr flokknum fyrir nokkru, fyrir að hafa greitt atkvæði gegn niðurskurðaraðgerðum, skv. svokallaðri Björgunaráætlun Grikklands. Þar getur því blandast inn persónulegar deilur.

----------------------

Svo koma tveir sannkallaðir öfgaflokkar þ.e. grískir kommúnistar og ný fasistar, vart þarf að nefna að þeir báðir eru andvígir "björgunaráætluninni" og vilja að Grikkland lýsi sig einhliða gjaldþrota.

 

Stjórnarmyndun virðist í besta falli tafsöm og erfið!

Skv. þessum tölum er á mörkunum hvort Nýtt Lýðræði og PASOK hafa saman meirihluta þingmanna, en skv. reglum á Grikklandi, fær stærsti flokkurinn 50 þingmenn í nokkurs konar bónus.

En ef þeir merja það rétt svo, væri það líklega alltof veik stjórn til að vera bógur til að berjast fyrir mikilvægum málum. Þannig að þeir þurfa þá þriðja flokkinn - inn.

En hver ætti það þá að vera? 

----------------------

Það virðist því flest benda til þess að niðurstaðan sé ný óvissa um Grikkland. En úrslitin gefa ekki góðar vonir um stjórnarmyndun.

En Nýtt Lýðræði fær eðlilega fyrst að spreita sig, sem stærsti flokkurinn. En fjarskalega ólíklegt sýnist mér að róttækir vinstrimenn séu til í að vinna með "Sjálfstæðisflokki" Grikklands - né þeir með þeim. Hægri mennirnir í "Sjálfstæðir Grikkir" eru ef til vill til í tuskið ef formennirnir geta jafnað sinn persónulega ágreining, og ef til vill nokkrir smærri hægri flokkar að auki - en það væri erfitt fyrir þá að ræða við Ný Fasistana.

Fræðilega væri unnt að tala við gríska krata í PASOK, þeir ásamt "Sjálfstæðum Grikkjum" sennilega hafa nægann þingmeirihluta, en ekki til að fylgja fram björgunaráætluninni svokölluðu. Þá þarf PASOK og Nýtt Lýðræði að gefa hana upp.

Ef stjórnarmyndun gengur ekki hjá formanni Nýs Lýðræðis.

Þá skv. reglum fær næst stærsti flokkurinn að spreita sig við stjórnarmyndun, en þeir róttæklingar og kommar hata hvern annan eins og pestina. Þeir geta reynt að tala við hægri mennina í "Sjálfstæðum Grikkjum" en þeir tveir eiga þá ekkert sameiginlegt annað en að vera á móti björgunaráætluninni. 

Þeir fyrirlíta einnig kratana í PASOK. Og þeir þá.

PASOK myndi síðan fá kaleikinn ef formaður Syriza gefst upp, en þær tilraunir væru vart annað en endurtekning á tilraunum formanns Nýs Lýðræðis.

Ef þrem stærstu flokkunum tekst ekki að mynda stjórn, þá skv. grískum lögum ber að kjósa aftur skv. fréttum BBC og Bloomberg.

Á þessu getur gengið megnið af sumrinu.

 

Niðurstaða

Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist mjög ólíklegt að mögulegt verði að halda áfram með svokallaða "Björgun Grikklands." Á sama tíma, virðast úrslitin skapa hættu á pólitískum óstöðugleika. En ný stjórn ef tekst að mynda hana, verður líklega skipuð a.m.k. 3 líklega ósamstæðum flokkum, sem munu að líkindum vera ósammála um margt, eiga erfitt með að taka erfiðar lykilákvarðanir fyrir bragðið.

En ástand mála krefst styrkrar handar á stýri. En niðurstaðan bendir til þess þveröfuga, að við taki stjórn, sem erfitt eigi með ákvarðanatöku. Það er, ef tekst yfirleitt að mynda stjórn.

Ef það tekst ekki - verður Grikkland "de facto" stjórnlaust rekald í þeim ólgusjó sem stefnir í.

Þá lögum skv. þarf að kjósa á ný - en ég varpa því fram, hvort herinn þá einfaldlega taki ekki völdin?

----------------------------------

Hin stóra frétt dagins er auðvitað sigur Hollande yfir Sarkozy. Í báðum kosningum virðist að kjósendur séu að mótmæla niðurskurði - vaxandi kreppu og stöðugt auknu atvinnuleysi.

Hollande fær nú það erfiða verkefni að stýra Frakklandi í gegnum ólgusjói framundan, en mér sýnist klárt að Frakkland er á leið inn í kreppu. Ef málum er rangt stýrt, getur Frakkland endað í vanda sbr. Spán og Ítalíu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki ekki málið að kjósendur eru að mótmæla Merkozy leiðinni? Breiðist þetta ekki út um álfuna, er dómínóið farið að rúlla?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 22:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur mjög vel verið svo. Þá væntanlega, mun vera farin sú leið að prenta fé til að viðhalda peningamagni í umferð, og til að fjármagna bankabjörgun.

Það getur þítt að væntingar mínar um "stagflation" rætist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.5.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband